Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 24.08.2000, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ _________________________________FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 2000 75 FÓLKí FRÉTTUM Frá A til O ■ ÁLFOSS FÖT BEZT: Tónleikar með Margréti Eir söngkonu og fé- lögum fimmtudagskvöld kl. 22 til 01. Þeir sem koma fram auk Mar- grétar eru Jón Rafnsson, bassi, Birgir Baldursson, trommur, Karl Olgeirsson, trommur og Ki-istján Eldjárn, gítar. Tónleikarnir eru í tilefni plötugerðar sem Margi-ét vinnur að ásamt hljómsveitinni. Þetta er fyrsta sólóplata Margrét- ar Eirar. Á tónleikunum verða flutt lög eftir kunna tónlistarmenn og munu mörg þessara laga prýða áðurnefnda plötu. Þar má nefna lög eftir Bob Dylan, Burt Bachar- ach, Neil Young, Randy Newman, REM, Madonnu og fieiri snillinga. Platan kemur út í haust. Hljóm- sveitin Eplarós frá Vestmannaeyj- um sér um fjörið föstudags- og laugardagskvöld. ■ ASGARÐUR, Glæsibæ: Dans- leikur með Caprí-tríó kl. 20 til 1. ■ CAFÉ AMSTERDAM: Hljóm- sveitin BT. Company rokkar feitt um helgina fóstudags- og laugardagskvöld. Hljómsveitina skipa þeir: Kiddi G., bassi, Ingvi V., gítar og söngur, Siggi R., trommur og Bjarni Tr., gítar og söngur. ■ CAFÉ ROMANCE: Lifandi tón- list öll kvöld. Enski píanóleikarinn og söngvarinn Miles Dowley skemmtir gestum á Café Romance og Café Operu alla daga nema mánudaga frá kl 20 -1 virka daga og 21-3 um helgar. ■ CATALINA, Hamraborg: Hinir víðfrægu Gammel Dansk leika fyrir dansi föstudags- og laugar- dagskvöld. ■ GAUKUR Á STÖNG: Hljóm- sveitin Sóldögg með tónleika fimmtudagskvöld til kl. 1. ■ GRAND HÓTEL REYKJAVIK: Gunnar Páll leikur allar helgar kl. 19:15 til 23. Tónlistarmaðurinn Gunnar Páll leikur og syngur öll fimmtudags-, föstudags- og laug- ardagskvöld. Gunnar leikur hug- ljúfa og rómantíska tónlist. Allir velkomnir. ■ GULLÖLDIN: Hljómsveitin Jón forseti skemmtir gestum föstu- dags- og iaugardagskvöld til 3. Nú er sá enski farinn að rúlla á breið- tjaldinu og boltaverð á ölinu. ■ H-BARINN AKRANESI: Diskó- rokk tekið og plötusnúðurinn Skugga-Baldur sér um tónlistina föstudagskvöld kl. 23 til 3. Reyk- ur, þoka, ljósadýrð og skemmti- legasta tónlist síðustu 50 ára. 500 kr inn eftir kl. 24. ■ IÐUFELL LAUGARÁSI, Bisk- upstungum: Línudansleikur laug- ardagskvöld kl. 22. Síðar um kvöldið verða leikin almenn dans- lög. Aðgangseyrir er 500 kr og möguleiki er á svefnpokaplássi. Tjaldsvæði. Elsa sér um diskana. ■ KAFFI REYKJAVÍK: Jazzveisla með Tríói Sigurðar Flosa fímmtu- dagskvöld kl. 22.30 til 1. Jazz í há- vegum hafður. Fín upphitun fyrir Jazzhátíð Reykjavíkur sem hefst 2. september. ■ KÁLDÁRMELAR: Brennureið og töðugjöld laugardagskvöld. Hestamenn ríða hópreið að Kald- ármeium síðan verða kappreiðar, skemmtiatriði og grillveisla. Kveikt verður í brennu kl. 22 og að lokum leikur hljómsveitin Stuð- bandalagið fyrir dansi. ■ KRINGLUKRÁIN: Rúnar Guð- mundsson og Geir Gunniaugsson leika létt og þekkt dægurlög fimmtudagskvöld kl. 22 til 1. Hljómsveitin Léttir sprettir leika fyrir dansi föstudags- og laugar- dagskvöld kl. 23-3. ■ LEIKHÚSKJ ALL ARINN: Út- gáfutónleikar Kanada fimmtu- dagskvöld kl. 22 til 1. Fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar Kan- ada kemur út á fimmtudaginn og af því tilefni verða útgáfutónleik- ar. Auk Kanada koma fram mynd- listarmaðurinn Ásmundur _ Ás- mundsson, plötusnúðurinn Óttarr Proppé eða Dj. Sexbomb, bræð- ingshljómsveitin Anus og hinn óviðjafnanlegi Músíkvatur. Að- gangseyrir er 700 kr. Hljómsveit- in Sixties leikur laugardagskvöld. Tónieikaserían „Gubbaðu ástin mín“ verður haldin föstudagskvöld kl. 211 Norðurkjallara MH. Þar kemur m.a. fram hljómsveitin Mín- us en strákarnir eru nú að malla saman plötu með fjöllistamannin- um Bibba Curver. Margrét Eir og félagar verða með tónleika á Álafoss föt bezt fimmtudagskvöld en tónleikarnir eru í tilefni plötugerðar sem hún vinnur að ásamt hljómsveitinni. Hljómsveitin Sixties er síðasta hljómsveitin sem kemur fram í tónleikaröðinni Svona er sumarið í samstarfi við Promo, FM957, Popptíví og Skeifunnar. ■ NAUSTIÐ: Liz Gammon leikur fyrir matargesti kl. 22 til 3. Naustið er opið alla daga frá kl. 18. Stór og góður sérréttaseðill. ■ NJALLINN, Dalshrauni 13, Hf.: Trausti sér um fjörið föstudags- og laugardagskvöld til 3. ■ NJÁLSSTOFA, Smiðjuvegi 6: Njáll spilar létta tónlist föstu- dags- og laugardagskvöid kl. 1 til 6. ■ NORÐURKJALLARI MH: Tón- leikaserían „Gubbaðu ástin mín“ föstudagskvöld kl. 21. Hljómsveit- irnar Mínus og Kanada halda áfram með tónleikaseríuna „Gubb- aðu ástin mín“ en fyrstu tónleik- arnir í þeirri röð voru haldnir á Grand Rokk um verslunarmanna- helgina. Að þessu sinni verða tón- leikarnir í Norðurkjallara MH og verða þar auk Kanada og Minus hljómsveitimar Klink, Músíkvatur og Singapore Siing. Kanada eru nú þessa dagana að senda frá sér sína fyrstu breiðskífu en strákarn- ir í Mínus eru að malla saman plötu með fjöllistamanninum Bibba Curver. Aðgangseyrir er 500 kr. og ekkert aldurstakmark. ■ NÆTURGALINN: Anna Vil- hjálms og Hilmar Sverrisson leika fyrir dansi föstudags- og laugar- dagskvöld kl. 22 tii 3. Frítt inn til kl. 23. 30 föstudagskvöld. Hjördís Geirs og Ragnar Páll leika fyrir dansi sunnudagskvöld kl. 21.30 til 1. ■ PUNKTURINN, Laugavegi 73: Blavod partý með hljómsveitinni Penta fimmtudagskvöld til 01. Lyfjaeftirlitið leikur ásamt góðum gestum sunnudagskvöld til 1. Dúett Sveins leikur fyrir gesti mánudagskvöid til 1. Bjarni Tryggvason með dónakvöld mið- vikudagskvöld til 1. ■ SJALLINN, Akureyri: Hljóm- sveitin Sóldögg leikur fyrir dansi laugardagskvöld. ■ SJALLINN, ísafirði: Á móti sól leikur um helgina. Á föstudag er 16 ára aldurstakmark en 18 ára á laugardaginn. ■ SKUGGABARINN: Dj. Nökkvi í búrinu föstudags- og laugardags- kvöld kl. 23. 500 kr inn kl. 24-2, 1.000 kr ki. 2-4. 22 ára ald- urstakmark. Snyrtilegur klæðnað- ur. ■ SPORTKAFFI: Hljómsveitin Tópas hitar upp fyrir helgina fimmtudagskvöld kl. 23 til 01. Coyote Ugly partý föstudagskvöld kl. 22. í tilefni af frumsýningu myndarinnar Coyote Ugly verður haldið partý frá kl. 22-24. Hr. Miiler og frú Sausa verða á staðn- um og fá þau hjálp frá villtum meyjum við að komast í umferð. Dj. Berti og Dj. Siggi sjá um tón- listina fram eftir nóttu. Dj. Berti og Dj. Siggi verða í búrinu laugar- dagskvöld. ■ SPOTLIGHT: Dj. Þórir sér um tónlistina fimmtudagskvöld til 01. Dj. Droopy sér um dansstemmn- inguna á dansgólfinu föstudags- og laugardagskvöld. ■ STAPINN: Hljómsveitin Skíta- mórall leikur sunnudagskvöld. Forsala aðgöngumiða verður í Islandsbanka Keflavík. Þeir sem eru með debetkort frá íslands- banka fá miðann á lægra verði. Aldurstakmark 18 ára. ■ VIÐ POLLINN, Akureyri: Pét- ur Kristjánsson & Gargið leika föstudags- og laugardagskvöld. HK!IB£ESE3 Grun- aður RÆMAN sem Filmundur býður upp á að þessu sinni er ekki af verri end- anum. Um er að ræða forsýningu á spánýnd bandarískri kvikmynd sem nefnist Grunaður eða „Under Suspicion" eins og hún heitir á frum- málinu, með stórleikurunum Gene Hackman og Morgan Freeman í að- alhlutverkum. Leikstjóri myndar- innar er Stephen Hopkins en hann á m.a. að baki veiðimannastúdíuna „The Ghost and the Darkness" með Michael Douglas og Val Kilmer, sprengjuti-yllinn „Blow Away“ með Tommy Lee Jones og Jeff Bridges og nú síðast geimmyndina „Lost in Space“. Grunaður er áttunda mynd Hopk- ins og er endurgerð á hinni frábæru frönsku mynd „Garde Á Vue“ eftir Claude Miller. Sjálfur byggði Miller mynd sína á skáldsögunni „Brain- wash“ eftir John Wainwright. Sagan á sér stað í Port San Juan í Porto Rico og stundin er stuttu eftir að stormur hefur riðið yfir og sett mark sitt á allt bæjarlífið. Hackman leikur moldríkan og voldugan lög- fræðing, Hearst að nafni, sem öfund- aður er mjög fyrir auðæfi sín og ekki síst f'yrir að vera giftur gullfallegri konu sem er helmingi yngri en hann. Myndin gerist á einungis fjórum klukkustundum en í upphafi hennar er Hearst kvaddur á lögreglustöðina því kunningi hans, lögreglustjórinn, Benezet (Freeman) vill eiga við hann orð um morðmál sem Hackman varð viðriðinn eftir að hafa tilkynnt til lögreglu að hafa fundið lík ungi-ar stúlku sem hafði verið nauðgað og myrt á hrottafenginn máta - sú þriðja á stuttum tíma í bænum. Báðir eru mennirnir mikils metnir og þjóð- þekktir og þekkjast persónulega frá fornu fari en brátt breytist þessi hversdagslega vinarheimsókn til lög- reglustjórann í stífa yfirheyrslu, þar sem brátt kemur í ljós að lögfræðing- urinn virðulegi býr yfir mörgu myrku leyndarmálinu og hefur jafn- vel óhreint mjöl í pokahorninu. Grunaður er í eðli sínu lítil og óháð kvikmynd en sökum brennandi áhuga Hackmans persónulega, mikið til vegna aðdáunar hans á mynd Mill- ers, tókst að laða að henni nafn- togaða listamenn úr kvikmynda- heiminum, þar á meðal Freeman sem viðurkennii- fúslega að hafa fall- ið fyrii' verkefninu fyrst og síðast til að geta unnið með einum af sínum eftirlætis leikurum, nefnilega Haek- man. Myndin var frumsýnd við góðar undirtektir á kvikmyndahátíðinni í Cannes og var hinn franski Miller sérstaklega ánægður með þessa end- urgerð á mynd sinni en hann viður- kennir fúslega að hafa orðið nokkuð áhyggjufullur í íyrstu þegar hann frétti að til stæði að endurgera hana: „Mér þótti myndin bráðgóð, áhrifa- rík og mögnuð. Virðingin fyrir frum- gerðunum, bæði skáldsögunni og mynd minni, var augljós og samleik- ur þeirra Hackmans og Freemans þótti mér afar spennandi.“ Myndin verður ekki frumsýnd í Bandaríkjunum fyiT en í september- byrjun og eru meðlimir og aðrir gestir Filmundurs því einir fyrstu í heiminum sem fá tækifæri til þess að sjá hana. Þessi athyglisverða forsýn- ing á Grunuðum mun lúta hefð- bundnum lögmálum Filmundurs, þ.e. hún verður sýnd á tveimur sýn- ingum í Háskólabíói - nú í kvöld kl. 22.00 og á mánudaginn kemur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.