Morgunblaðið - 24.08.2000, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 24.08.2000, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. ÁGÖST 2000 41 LISTIR Norræn Beethoven-tilbrigði og Dansmeyjar SÍÐUSTU tónleikar í tón- leikaröð Norræna hússins, Bjartar sumarnætur, í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 22. Að þessu sinni eru það þrír norskir tónlistarmenn, úr tónlistarhópnum Bergens- emble, sem leika tríó eftir Ludvig van Beethoven, Jo- hannes Brahms og ný verk eftir Áskel Másson og norska tónskáldið Ketil Hvoslef. Tvö síðastnefndu verkin eru tilbrigði við tríó eftir Beethoven, en tónskáldin nota þema frá Tríó op. 11 í þessum tónsmíðum. Þess vegna er yfirskrift tónleik- ana Norræn Beethoven tilbrigði. Það var Bergens Kammermus- ikkforening sem pantaði tónverk fyrir klarinettu, selló og píanó og voru tónskáldin Áskell Másson og Ketil Hvoslef frá Bergen beðnir um að semja tríó. Frumflutningur tón- verkanna var í Bergen í apríl í vor og nú verða þau flutt öðru sinni í Norræna húsinu á fimmtudag. Bergensemblen fer síðan til Akur- eyrar og leikur þar 26. ágúst og stendur sendiráð Noregs á íslandi að þeim tónleikum í samvinnu við Listasumar á Akureyri. Bergensemblen skipa venjulega sjö tónlistarmenn (óbó, klarínetta, fiðla, lágfiðla, selló, bassi og píanó). Tónlistarmennirnir sem leika í Norræna húsinu eru Jörg Berning sellóleikari. Hann er fæddur í Þýskalandi 1959. Tónlistarmenntun sína hlaut hann við tónlistarskólana í Dusseldorf og Köln. Hann hóf að leika með Fílharmóníuhljómsveit- inni í Bergen 1987. Jörg Berning hefur sótt ýmis námskeið m.a. hjá William Pleeth, Zara Nelsova og Arto Noras. Hann hefur leikið mikið með kammersveitum. Tone Hager- up, klarínettuleikari er fædd í Þrándheimi, þar sem hún stundaði tónlistamám við Tónlistarháskóla Þrændalaga. Diplomprófi lauk hún frá Tónlistarháskóla Noregs árið 1988. Tone Hagerup byrjaði að leika með Fílharmóníuhljómsveitinni í Bergen 1987 og hefur auk þess leik- ið mikið með kammersveitum. Signe Bakke píanóleikari stund- aði nám við Tónlistar- háskólann í Bergen og lauk diplomprófi frá Tónlistarháskóla Nor- egs hjá Jens Harald Bratlie. Dansverkið Vatnameyjar Signe Bakke vann fyrstu verðlaun í sam- keppni um „píanó- meistara æskunnar" 1976. Hún hélt fyrstu einleikstónleika sína 1981 og styrktu Ríkiskonsertar-tónleikana. Hún hef- ur verið einleikari með nokkrum norskum sinfóníuhljómsveitum m.a. leikið með Fílharmóníuhljómsveit Óslóar. Síðari ár hefur hún aðallega helgað sig kammertónlist og leikið með ýmsum kammerhópum á Trold- haugen. Signe Bakke starfar við Grieg-akademíuna í Bergen. Kynnir á tónleikunum er Edda Heiðrún Backman leikkona. Eftir tónleikana verður dansverk- ið Vatnameyjar eftir finnska dans- höfundinn Reijo Kela flutt á litlu tjörainni við Norræna húsið. Ólöf Ingólfsdóttir er í hlutverki vatnameyjarinnar sem svífur á yfir- borði vatnsins. Danssýningin er á dagskrá Reykjavíkur - menningarborgar Evrópu árið 2000. ESTER-V Er til í brúnu leðri (unnt að panta marga liti) 3+2+2 • Verð 429.590 kr. staðgr. Mikið af stórglæsilegum sófasettum frá hinu viðurkennda ítalska fyrirtæki Nieri COHIBA Er til í brúnu leðri (unnt að panta marga liti) 3+1+1 ■ Verð 398.335 kr. staðgr. húsgögn Ármúla 44 sími 553 2035 Opid " oi fimmtudögum til 21:00 Fimmtudagar voru virtsæiir í sumar. Því veröur þessari skemmtilegu nýbreytni haldiö ófram í vetur. Komdu þegar þér hentar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.