Morgunblaðið - 02.09.2000, Síða 18

Morgunblaðið - 02.09.2000, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 HOFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sverrir Lindarbyggð var valin fegursta gata Mosfellsbæjar í ár. Fengu verðlaun fyrir fegurð Mosfellsbær MOSFELLSBÆR hefur nú tilnefnt fallegasta garð og götu bæjarins. Umhverfísnefnd bæjarins telur að fegursta garð bæj- arins sé að fínna við Krókabyggð 5, þar sem Klara Sigurðardóttir og Þröstur Lýðsson ráða hús- um. Fegursta gatan er hins vegar Lindarbyggð að mati nefndarinnar. Viðurkenningarnar verða formlega veittar síðar í mánuðinum. Bæjarstjóri vill að einstaklingar fái samskonar fjármögnun vegna byggingar leiguíbúða og sveitarfólögum býðst Bærinn úthlutar einstakling- um lóð undir leiguíbúðir Garðabær BÆJARRÁÐ Garðabæjar hefur falið Ingimundi Sigur- pálssyni bæjarstjóra að ræða við Byggingu ehf. vegna út- hlutunar lóðar undir fjölbýlis- hús með 8-10 leiguíbúðum við Amarás 14-16. Bæjarstjóri sagði í samtali við Morgun- blaðið að rekstur leiguíbúða væri sveitarfélögum erfiður og Garðabær hefði lengi barist fyrir því að einkaaðilum væri opnuð greiðari leið að bygg- ingu og rekstri leiguíbúða. Nú verði látið reyna á möguleika einkaaðila til að njóta sam- bærilegrar lánafyrirgreiðslu vegna byggingar slíkra íbúða og sveitarfélögin njóta. Erfíður rekstur fyrir sveitarfélögin „Það er skondið að þeir aðil- ar sem bera umhyggju fyrir leigumarkaðnum skuli ekki hafa með lögum opnað fyrir greiðari leið varðandi það að aðrir komi að þessu en sveitar- félögin," sagði Ingimundur og sagði að tilhneiging hefði verið tii að hengja rekstur leigu- íbúða eingöngu á sveitarfélög- in. „Þetta hefur verið erfiður rekstur íyrir sveitarfélögin. Þess vegna vildum við prófa að fara þessa leið líka.“ Ingimundur sagðist eiga von á að einkaaðilamir gætu gengið inn í sömu kjör og sveitarfélögin njóta varðandi fjármögnun leiguíbúða. „Það verður látið reyna á það,“ sagði hann og sagði að af hálfú bæjaryfirvalda lægi það skýrt fyrir að kvöð yrði sett á húsin um að þar ættu að verða leigu- íbúðir. „Eg held að rekstur svona íbúða sé almennt betur kom- inn í höndum einkaaðila en sveitarfélaga. Ég sé það ekki sem verkefni sveitarfélaga að halda utan um fasteignarekst- ur, auk þess sem það getur komið upp skömn á hagsmun- um þegar sami aðili er að leiga íbúðir og hefur jafnframt framfærsluskyldu," sagði Ingimundur. Hann kvaðst ekki þekkja dæmi þess að sveitarfélag hefði áður haft frumkvæði að byggingu leiguíbúða í eigu ein- staklinga á þennan hátt en lóð- in við Amarás 14-16 var auglýst með þeim skilmálum af hálfu bæjarfélagsins. Þrjár umsóknir bámst og fól bæjar- ráð bæjarstjóra að ræða málið og skilmála úthlutunarinnar við Byggingu ehf. Hindranir í kerfinu Ingimundur sagði að Garða- bær hefði í mörg ár hvatt verk- taka til að stíga þetta skref en fram hafi komið að þegar á eigi að reyna varðandi fjármögnun samkvæmt þeim reglum sem gilda um leiguíbúðir sveitarfé- laga hafi menn rekið sig á mikla tregðu í íbúðalánakerf- inu og settar hafi verið upp alls kyns hindranir til að koma í veg fyrir slíkt. Ingimundur sagði erfitt ástand á leigumarkaði og sagðist t.d. spyrja sig hvers vegna verkalýðshreyfingin, sem standi fyrir umfangsmik- illi byggingu sumarhúsa fyrir félagsmenn sína, byggi ekki einnig leiguhúsnæði fyrir þá. „Það er mikill skortur á leigu- húsnæði og ég held að þurfi að virkja fleiri til að bæta úr því í stað þess að henga allt á einn aðila, sem á i erfiðleikum með að sinna þessu,“ sagði hann. Bæjarstjórinn sagðist að- spurður telja að með tilkomu þessara leiguíbúða mundu flytjast þangað að einhverju leyti þeir sem annars hefðu leitað eftir félagslegu leigu- húsnæði hjá bænum. Þennan garð telur umhverfisnefnd Mosfellsbæjar þann fegursta í bænum í ár. Morgunblaðið/Jón Stefáns Verið er að reisa nýbyggingu á Dalvegi í Kópavogi þar sem lögreglan verður til húsa. Lögreglan í nýtt húsnæði Kópavogur MÁLNING hf. er að reisa stórhýsi á Dalvegi 18 í Kópa- vogi. Húsið kemur meðal ann- ars til með að hýsa sýslu- mannsembættið í Kópavogi ásamt lögreglu bæjarins. Þorleifur Pálsson, sýslu- maður í Kópavogi, segir að embættið hafi verið í Auð- brekku 10 síðan um áramótin 1977-1978. Embættið hafi einnig verið með leiguhús- næði í Hamraborg fyrir tryggingaumboð fyrir Trygg- ingastofnun ríkisins. Hús- næðið allt hafi verið orðið of þröngt og fólksfjölgun og fjölgun fyrirtækja hafi verið stöðug í bænum með auknum verkefnum fyrirtækisins. Sýslumannsembættið tek- ur til leigu til 25 ára rúma 1.900 fermetra á þremur hæð- um að hluta. Ráðgert er að embættið flytji í nýja húsnæð- ið á fyrri hluta næsta árs. Móttökustöðvum sorps stórfjölgað í Hafnarfírði og hvatt til aukinnar flokkunar Sorphirðumenn fækka ferðum Hafnarfjörður FRÁ og með deginum í gær var fyrirkomulagi sorphirðu í Hafnarfirði breytt á þann veg að framvegis verða sorptunn- ur bæjarbúa tæmdar á tíu en ekki sjö daga fresti. Markmið bæjarins með þessu er að draga úr því magni sorps sem fer til urðunar en auka hlut þess sem fer til endurvinnslu. Svanlaugur Sveinsson hjá umhverfis- og tæknisviði bæj- arins segir stefnt að því að fara að vigta sorp frá einstök- um húsum og innheimta gjald eftir magni á síðari hluta næsta árs og kveðst ekki telja óraunhæft að stefna að því að draga úr sorpmagni um 25- 30% fyrir árið 2004. Svanlaugur segir að bæjar- búar séu hvattir til að flokka sorp þannig að minna fari í tunnuna en áður og skilja frá pappír, drykkjarfemur, bylgjupappa, málma og ýmis- legt fleira en þessi efni séu að meðaltali um 30% þess sorps sem fer til urðunar frá heimil- um. Níu nýjar móttökustöðvar Hann segir að jafnframt því að sorp verði hirt sjaldnar en áður verði fjölgað úr 6 í 15 þeim stöðum í bænum þar sem hægt er að fara með pappír og fernur til losunar en þeir sem ekki treysti sér til að draga úr sorpi frá heimilum sínum og telji að ein tunna nægi sér ekki fyrir 10 daga geti hins vegar fengið fleiri tunnur keyptar í áhaldahúsi bæjarins. „Þetta er okkar aðferð við að reyna að fá fólk aðeins til að spyrja sig: Hvað get ég gert til að minnka sorpið mitt? Næsta skref er að vigta sorpið en það verður tæplega gert fyrr en seinnipart næsta árs.“ Svanlaugur sagði að bæjar- búum ættu ekki að koma breytingarnar á óvart því bæklingur hefði verið sendur í hvert hús og málið auglýst í ýmsum miðlum. Hann sagði að nokkuð hefði verið um að fólk hefði hringt. „Fólk hefur tekið þessu vel og litist mjög vel á,“ sagði Svanlaugur, sem taldi greinilegt að þau sjónar- mið ættu mikinn hljómgrunn að láta ekki urða að óþörfu það sem hægt er að endur- nýta. Vissulega kvaðst hann hafa heyrt gagnrýniraddir og kvartanir, en þegar málin væru rædd við þá aðila breytt- ist yfirleitt hljóðið. „Fólk er almennt inni á því að taka þátt í að fiokka," segir hann. Hann segir að fólk átti sig á að þegar t.d. mjólkurfemum sé hent beint í tunnuna taki þær margfalt það pláss sem nauðsynlegt er, tunna geti virst troðfull þótt í henni sé að miklu leyti loft. Að meðaltali hirða sorp- hreinsunarmenn árlega um 240 kg af sorpi til urðunar frá hverjum einstaklingi hér á landi. „Markmiðið hjá okkur er að minnka þetta og ég hef sagt að ef við náum að draga úr þessu um 25-30% séum við í mjög góðum málum,“ sagði Svanlaugur og kvaðst ekki telja óraunhæft að ætla að það markmið gæti náðst fyrir 2004. Gámaþjónustan sér um sorphirðu í Hafnarfirði og í kjölfar þess að sorp verður nú hirt sjaldnar en áður hefur bærinn gert nýjan samning við fyrirtækið, sem sparar bæjarsjóði um 7 m.kr. á ári, að sögn Svanlaugs. Hann sagði að sorphirðu- gjöldin, sem eru 4-5.000 krón- ur á ári á hverja tunnu, stæðu aðeins undir broti af heildar- kostnaði við sorphirðu. Ætti gjaldið að standa undir kostn- aði þyrfti það að vera um 17- 18.000 krónur á ári á hverja tunnu. Hingað til hafa flestir hús- eigendur getað nánast stillt klukkuna sína eftir því hve- nær von er á sorphirðumönn- um en nú raskast þær tíma- setningar þegar komið verður á 10 daga fresti en ekki viku- lega. Svanlaugur sagði stefnt að því í október að birta nýjan lista með nákvæmum áætlun- um um losunardaga og -tíma í einstökum hverfum. Reykjavíkurborg er nú þegar með svipað tilrauna- verkefni í gangi í Breiðholts- og Árbæjarhverfi þar sem annars vegar er tæmt á tíu daga fresti og hins vegar vigt- að sorp frá notendum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.