Morgunblaðið - 02.09.2000, Page 25

Morgunblaðið - 02.09.2000, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 25 Miklar endurbætur hafa nú verið gerðar á Hamri SH. Hamri SH breytt RÆKJUBÁTURINN Hamar SH er nýkominn úr breytingum sem á honum voru gerðar hjá Hólmgeiri og Ellert á Akranesi. Hamar SH var smíðaður 1964 í Englandi og hét upphaflega Jör- undur II. Kristinn Jdn Friðþjófs- son, útgerðarmaður Hamars, seg- ir að hann hafi komið í eign núverandi eigenda árið 1972. „Við höfum gert þennan bát út síðan 1972 en fannst nú að það væri kominn tími á endurbætur á honum. Hann fór því í slipp í maí þar sem settur var á hann nýr skutur, stýri og skrúfa ásamt ýmsum öðrum lagfæringum. Segja má að öftustu átta metrarn- ir hafi verið lagfærðir og endur- bættir en báturinn var ekki lengdur nema um einn metra. Breytingunum lauk nú í ágúst og hann kom hingað heim til Rifs 16. ágúst. Hamar er kominn á rækju- veiðar fyrir norðan land og segir Kristinn að breytingarnar hafi gefist vel. Útflutningur á saltfíski hefur aukist fyrstu 7 mánuðina Um 9,5% aukning á verðmæti á árinu ÚTFLUTNINGSVERÐMÆTI sjávarafurða nam á fyrstu sjö mán- uðum ársins alls um 55,7 milljörð- um króna sem er 2,2% samdráttur frá sama tímabili síðasta árs. Verð- mæti saltfískútflutnings jókst hins- vegar um 9,6% á fyrri helmingi árs- ins. Útflutningsverðmæti sjávar- afurða jókst hinsvegar um 263 milljónir í júlí sl. frá sama mánuði síðasta árs. Alls nam útflutningsverðmæti sjávarafurða í júli sl. um 8,5 millj- örðum króna. Þar af var verðmæti saltaðra og þurrkaðra afurða um 2,3 milljarðar króna, frystra flaka um 2 milljarðar króna, fískimjöls um 1,3 milljarður króna og heil- frysts fisks um 1,2 milljarður króna. Útflutningsverðmæti saltaðra og þurrkaðra afurða jókst um 9,6 á fyrstu sjö mánuðum ársins, borið saman við sama tíma í fyrra, var alls um 13,3 milljarðar króna. Verð- Makríll til Japan ÁRLEGA flytja Norðmenn út 100.000 tonn af makríl til Jap- ans en norski makríllinn hefur verið mjög vinsæll hjá japönsk- um neytendum vegna hás fitu- innihalds sem í honum er. Markaðurinn fyrir makrílinn er nokkuð stöðugur en nokkrar út- gáfur eru á þvi hvernig hann er íluttur út. Hann er fluttur út í flökum, skömmtum, þurrkaður, saltaður eða niðursoðinn. Eftir- spurn meðal japanskra neyt- enda eftir rnakríl er mjög mikil og er hann fáanlegur hvai’ sem er. Vinsældir norsks makríls í Japan er aðeins viðbót við það mikla magn sjávarfangs sem þeir flytja þangað fyrir en mikið magn laxs, silungs, sfldar og loðnu er flutt árlega til Japans. Einnig aukning í ferskfískút- flutningi á sama tímabili mæti ferskfiskútflutnings jókst einnig verulega eða um 9% og var rúmir 6 milljarðar króna á fyrstu sjö mánuðunum. Útflutningsverð- mæti lýsis dróst hinsvegar verulega saman eða um 26,2% en það var rétt rúmur milljarður króna á tíma- bilinu, borið saman við 1,4 milljarða króna á sama tíma í fyrra. Þá dróst verðmæti rækjuútflutnings saman um 17,3% á tímabilinu, var alls um 4,7 milljarðar króna, borið saman við rúma 5,9 milljarða í fyrra. Út- flutningsverðmæti frystra flaka var á tímabilinu tæpir 16 milljarðar króna sem er 10% samdráttur. Verðmæti útflutnings á heilfrystum NÝTT nóta- og togveiðiskip Sam- herja hf., Vilhelm Þorsteinsson EA, kemur til heimahafnar á Akureyri á morgun, sunnudag. Skipinu verð- ur formlega gefið nafn á Togara- bryggjunni á Akureyri kl. 15:00 en að því loknu verður það til sýnis al- menningi til kl. 18:30. Áætlað er að skipið haldi til síldar- og kolmunna- veiða í lok næstu viku. Skipið var smíðað hjá Kleven Verft AS í Noregi en þangað var skipsskrokkurinn dreginn um miðj- an mars sl. frá Stocznia skipasmíðastöðinni í Gdansk í Pól- landi. Skipið er án efa eitt best búna fiski dróst einnig saman, var tæpir 6 milljarðar á fyrstu sjö mánuðun- um, borið saman við 6,9 milljarða á sama tíma síðasta árs sem er 9,5% samdráttur. Mest af saltfiski til Portúgal Alls voru flutt út 30.588 tonn af saltfiskafurðum á fyrri helmingi ársins, að verðmæti alls um 10,5 milljarða króna. Þar af voru flutt út um 24.850 tonn af blautverkuðum saltfiski fyrir alls 8,4 milljarða, að- allega til Portúgal eða um 13.896 tonn að verðmæti tæplega 4,8 millj- arða króna. Á fyrri helmingi ársins voru flutt út tæp 14 þúsund tonn af ferskum fiski sem er 614 tonnum minna en á sama tíma síðasta árs. Útflutningur á ferskum flökum jókst hinsvegar á tímabilinu, var 6.479 tonn nú, að verðmæti 3,2 milljarðar króna, bor- ið saman við 5.735 tonn, að verð- mæti 2,8 milljarðar króna í fyrra. skipið í íslenska flskiskipaflotanum. Það er 79 metra langt og 16 metra breitt. Aðalvél þess er 7.500 hest- öfl. Um borð verður fullkominn vinnslubúnaður til frystingar og vinnslu á bolfiski, síld og kolmunna. Frystilestir skipsins rúma 650 tonn af frosnum afla í frystilest og um 1.100 tonn af fiski í kælitönkum. í skipinu eru íbúðir fyrir 28 manns. www.mbl l.is Nýtt Samherjaskip til heimahafnar Eitt best búna skip flotans ISLAND - DANMÖRK FYLGSTU MEÐ LANDSLEIKNUM Á mbl.is í dag verður á mbl.is fylgst náið með að- draganda landsleiks íslands og Dan- merkur í knattspyrnu, undirbúningi ís- lenska liðsins, fréttum af ástandi leik- manna og byrjunarliði. Stemmningunni á Laugardalsvelli verð- ur lýst í máli og myndum, allt frá því að fyrstu vallargestir mæta og þar til leik- urinn hefst. Viðtöl við áhorfendur og spekingar spá í spilin. Leiknum verður lýst ítarlega og sam- hliða lýsingunni sagt frá því sem frétt- næmt þykir á vellinum. Myndir birtar af leiknum, áhorfendum og stemmning- unni í stúkunni. Að leik loknum verður ítarleg umfjöllun ásamt myndum og viðtölum við leik- menn og þjálfara. & SÍMINN-GSM WWW.GSM.IS F0TB0LTI A mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.