Morgunblaðið - 02.09.2000, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 02.09.2000, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 29 Alríkislögreglumenn leiða Mark Jakob á brott frá heimili sínu. Netið ekki skálkaskjól BANDARISKA alríkislögreglan hefur handtekið ungan mann fyrir að gefa út falska fréttatilkynningu á Netinu, sem leiddi til hruns á verði hlutabréfa í tæknifyrirtækinu Emulex. Maðurinn hagnaðist síðan sjálfur á spákaupmennsku. Mark Jakob er 23 ára gamall há- skólanemi og fyrrverandi starfs- maður fyrirtækisins Internet Wire sem tekur við fréttatilkynningum og dreifir þeim á Netinu. Hann hafði verslað töluvert með hlutabréf í Emulex í þeirri von að bréfin féllu í verði, en gengi bréfanna tók hins vegar að hækka og Jakob sá fram á að tapa jafnvirði 7,8 milljóna króna. A föstudag í síðustu viku greip hann til þess örþrifaráðs að senda falska fréttatilkynningu til Intemet Wire, þess efnis að rekstur Emulex væri í járnum, forstjórinn hefði sagt af sér og að fjárreiður fyrirtækisins væru til skoðunar hjá yfirvöldum. Fáein- um mínútum eftir að fréttatilkynn- ingunni var dreift hafði gengi hluta- bréfanna fallið verulega og þá greip Jakob tækifærið og keypti fleiri bréf, sem hann seldi með nær 15 milljóna króna hagnaði nokkrum dögum síðar. Slóðin rakin Alríkislögreglunni tókst fljótlega að rekja fölsku fréttatilkynninguna til tölvunets E1 Camino-háskóla í Kaliforníu, þar sem Jakob hefur lagt stund á viðskiptafræði. Nafn hans var þegar komið á lista lögreglunn- ar, þar sem hann hafði látið af störf- um hjá Intemet Wire aðeins viku áður en falska fréttatilkynningin barst þangað. Lögreglan fékk stað- festingu á því að Jakob hefði notað tölvur háskólans á þessum tíma og eftir að í ljós kom að hann hafði átt viðskipti með hlutabréf í Emulex var hann handtekinn á heimili sínu. Alejandro Mayorkas, saksóknari í Kaliforníu, varaði við því að Netið væri ekki skálkaskjól íyrir lög- brjóta. „Við löggæslumenn kunnum líka að nota Netið,“ sagði hann á fréttamannafundi vegna málsins. Skólastjóri sýknaður MARJORIE Evans, skólastjóri í Monmouth-skíri á Suður-Englandi, var í gær sýknuð fyrir dómstólum í CardifF, eftir að hafa áður verið fundin sek um að hafa löðrungað einn af ódælli nemendum skólans. Dómarinn, McKinnon, tilkynnti Evans í gær að hún yfirgæfi rétt- arsalinn með óskert mannorð. Ev- ans hafði frá upphafi haldið fram sakleysi sínu, kvaðst hafa brotnað niður er dómstólar fundu hana seka um löðrunginn nú í ágúst sl. Að sögn Evans, sem segir síðasta ár hafa verið það versta í lífi sínu, hafði einn nemenda hennar uppi ráðagerð gegn henni. „Ég trúði því ekki að mannorð mitt hefði getað verið eyðilagt af tíu ára dreng sem var með illkvittnislegar ásakanir. Það er virkilega hryggilegt til þess að hugsa að aðrir kennarar kunni að þurfa að ganga í gegnum það sama og ég,“ sagði Evans í viðtali við fréttastofu BBC og kvaðst stað- ráðin í að hefja á ný kennslu við sama skóla og áður. Breska kennarasambandið fagn- aði úrskurði McKinnons í gær og sagði að um „timamótadóm“ væri að ræða sem sýndi fram á hversu berskjaldaðir kennarar væru. Heilsulatexdýnur og rafmagnsrúmbotnar Þcgar kemur að því að velja rúm /æÉL eða dýnu eru gæðin, úrvalið og /Æk reynslan okkar megin. /jra Iðjuþjálfi veitir ráðgjöf milli kl. 11 og 15 í dag. \VHf I y s I a rt u n. i s é íS’ 3 Velkomin á ®VÍndhátíð 2000 Dagana 3.- 9. september nk. verður haldin i Reykjavík Vindhátið 2000 og er hún hluti dagskrár Reykjavík - menningarborg Evrópu árið 2000. Vindhátíðin verður óður til vindsins, þess þáttar íslenskrar náttúru sem „næstur" okkur stendur. Vindurinn er órjúfanlegur hluti hennar og enginn þáttur veðurfars okkar er tengdari og áþreifanlegri hverju mannsbarni en vindurinn. Tilgangur Vindhátíðar er að leita sátta milli vinds og manns. Hinar jákvæðu hliðar vindsins verða virkjaðar til listrænnar sköpunar og innblásturs auk þess sem snertifletir hans við þjóðlíf og menningu verða kannaðir - bæði í nútíð og framtíð. Á vindhátiðinni verða fjölmargir viðburðir m.a. dansverk eftir þau Láru Stefánsdóttur dansara og Guðna Franzson tónskáld og sem frumflutt verður á Vindhátíðinni. Vindhátíð 2000 er haldin á þaki Faxaskála við Reykjavíkurhöfn og í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu. Opin daglega frá kl. 16:00-22:00. Styrktaraðilar Austurbakki hf. ■ Batteríiö - Arkitektar ehf. • Byko hf. • Damstahl hf. • Deloitte STouche hf. • Epal hf. • Flugfélag íslands hf. • Hampiðjan hf. • Héðinn hf. Istak hf. • Japanska menningarmiðstöðin • Járnsmiðja • Höskuldar hrf. • Landsíminn • Norðurlandahúsið í Færeyjum • Offsetþjónustan ehf. • Orkuveita Reykjavíkur Reykjavík- Menningarborg Evrópu árið 2000 • Reykjavíkurhöfn • Seglagerðin Ægir hf. • Sindri hf. • Styrktaraðilar Vindhátíðar 2000 ■ Veitingahúsið 2 fiskar Veitingahúsið 3 frakkar hjá Úlfari • Veitingahúsið La Primavera • Veitingahúsið Perlan • Veitingahúsið Við Tjörnina • Vírnet hf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.