Morgunblaðið - 02.09.2000, Page 31

Morgunblaðið - 02.09.2000, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 31 LISTIR Ljósmynd eftir Barböru Niggl Radloff. Ljósmyndasýning Barb- öru Niggl í Grófarhúsi í GRÓFARHÚSINU, Tryggvagötu 15, stendur yfir sýning á ljósmynd- um Barböru Niggl Radloff, „Portr ettlj ósmyndir 1958-1962 Á sýningunni gefur að lfta mannamyndir af ýmsum þekktum rithöfundum, myndlistarmönnum og heimspekingum m.a. Ásgeir Jorn, Giinter Grass, Truman Cap- ote, Heinrich Böll, Evelyn Waugh og Otto Dix. Barbara Niggl Radloff hafði ný- lokið námi í blaðaljósmyndun í Miinchen þegar stærstu dagblöðin í Þýskalandi hófu að birta Ijósmyndir hennar í lok sjötta áratugarins. Barbara hefur haldið fjölda sýninga víða um heim og hlotið góða dóma. Hún býr nú og starfar í Miinchen. Það er Goethe-Zentrum og Ljós- myndasafn Reykjavíkur sem standa að sýningunni. Hún er opin frá kl. 10-16, virka daga, og lýkur 17. sept- ember. Listaháskólinn settur öðru sinni Ný leiklistardeild og breytingar í myndlist og hönnun LEIKLISTARDEILD tekur nú til starfa við Listaháskóla ís- lands og breytingar verða á námstilhögun í myndlistardeild og á hönnunarsviði, sem eru und- anfari stofnunar sjálfstæðrar hönnunardeildar innan skólans. Listaháskólinn var settur öðru sinni í gær og kynnti þá rektor skólans, Hjálmar H. Ragnarsson, þessar breytingar í starfi skól- ans. A myndlistarsviðinu verður horfið frá því að nemendur flokki sig í afmarkaðar skorir eða brautir eftir því í hvaða miðlum þeir útfæra hugmyndir sínar og þess í stað lögð áherzla á að út- færslan ráðist af sjálfu inntakinu eða hugmyndunum sem búa að baki hverju sinni. Verkstæði skólans í Laugarnesi hafa verið betrumbætt með auknum tækja- kosti og sérstakir verkstæðisfor- menn settir yfir þau til að kenna nemendum handtök og aðferðir og hafa yfirumsjón með vinnu þeirra þar. Þetta eru verkstæði í ljósmyndun, sem Leifur Þor- steinsson stýrir, prentverkstæði - Ríkharður Valtingojer, tré- og járnsmíðaverkstæði - Daníel Þ. Magnússon, og mynd og hljóð- vinnsluver - Haraldur Karlsson. Þá stjórnar Helga Kristinsdóttir tölvuverum á hönnunarsviði. Hönnunarsviðið á fyrsta ári skiptist nú niður í þrjár brautir, þ.e. grafíska hönnun, textíl og hönnun nytjahluta, en grafísk hönnun deilist síðan niður í sjá- miðla og prentmiðla. Nú verður sú breyting á hönnunarsviðinu að kennsla á fyrsta ári verður frek- ar en áður sveigð að markmiðum markaðssamfélagsins, þ.e. að í stað þess að þungamiðjan verði á handverk og listiðnað verður áherzlan lögð á kennslu í hönnun frumgerðar, sem ætluð er til fjöldaframleiðslu á stærri mörk- uðum. Prófessorar í myndlistardeild eru þessir: Anna Líndal, Einar Garibaldi Eiríksson, Ingólfur Örn Ai'narson og Tumi Magnús- son. Gestaprófessor í myndlist er Ólafur Sveinn Gíslason, mynd- listarmaður frá Hamborg, og Gunnar Harðarson er gestaprófessor á sviði fræði- greina. Á hönnunarsviðinu eru umsjónarkennarar Guðmundur Oddur Magnússon, Guðrún Gunnarsdóttir, Ólöf Erla Bjarna- dóttir og Katrín Pétursdóttir. I ræðu rektors kom fram, að ekki verða gerðar róttækar breytingar á leiklistarnáminu að svo stöddu og verður Nemenda- leikhúsið rekið með hefðbundnu sniði. Ragnheiður Skúladóttir, forseti leiklistardeildar, kom m.a. inn á það í ávarpi sínu, að rann- sóknir á sviði leiklistar ættu að fara fram innan veggja skólans og þar kæmi, að við deildina yrði stofnuð fræðaskor og boðið upp á undirbúningsnám í leikstjórn auk þess sem eitt af hlutverkum skólans væri að hlúa að og búa til vett- vang fyrir leikritahöfunda fram- tíðarinnar. Átta kennarar hafa verið fast- ráðnir í leiklistardeild og þar af tveir sem umsjónarkennarar sér- gi'eina; Hafdís Árnadóttir og Hilde Helgason. Opið iaugardag kl. 13.00 til 17.00 Fiat Punto Sporting Álfelgur, spoilerar, 6 gírar, 100 watta bassakeila, ABS og 4 loftpúðar. Fiat Punto ELX ödyra Hlaut hœstu elnkunn, 4 stjörnur í árekstraprófun Euro-NCAR Fiat Multipla SX 6 sœti, 6 hnakkapúðar, 6 þriggja punkta belti, þarftu að vita meira. • W Istraktor

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.