Morgunblaðið - 02.09.2000, Page 32

Morgunblaðið - 02.09.2000, Page 32
32 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 LISTIR MGRGUNBLAÐIÐ Þorgeirsdóttir og Theodór Júlíus- son. Leikstjóri er Bergur Þór Ing- ólfsson / Aannan í jólum verður frumsýnt leikrit Henriks Ibsen; Þjóðníðingur, sem segir frá lækn- inum Tómas Stockmann, sem stend- ur einn gegn samfélaginu þegar hann gerir uppgötvun sem setur væntanlegar stórframkvæmdir bæj- arins í uppnóm. Ibsen samdi á þriðja tug leikrita, m.a.: Veisluna á Sól- haugum, Pétur Gaut, Brúðuheimili, Afturgöngur, Þjóðníðing, Villiönd- ina, Heddu Gabler og Sólness bygg- ingameistara. Halldóra Geirharðsdóttir og Ing- var E. Sigurðsson fara með hlutverk Stockmann-hjónanna, en leikstjóri er Ivlaría Kristjánsdóttir. I janúar 2001 setjast Öndvegiskonur austum'ska skáldsins Werner Schwab á svið Borgarleikhússins. Þar eru á ferð- inni í eldhúsi Ernu hún sjálf, Gréta og uppkomin dóttir Ernu, Maja. Þær eru leiknar af Hönnu Maríu Karlsdóttur, Margréti Helgu Jó- hannsdóttur og Sigrúnu Eddu Björnsdóttur. Þorgeir Þorgeirson þýddi leikritið, leikstjóri verður Við- ar Eggertsson. Werner Sehwab fannst látinn í íbúð sinni á nýársdag 1994, illa far- inn af áfengis- og eiturlyfjaneyslu. Þá höfðu meira en fjörutíu leikhús í Evrópu tekið verk hans til sýninga. Eftir hann liggja um það bil tuttugu leikrit. Kontrabassinn eftir Patrick Suskind verður frumsýnt í marz á næsta ári. Þrjátíu og fimm ára einstæður kontrabassaleikari segir frá lífi sínu með kontrabassanum, mikilvægi hans og eiginleikum og því ömurlega hlutskipti að lifa og búa með honum. Ellert A. Ingimundarson fer með hlutverk bassaleikarans í leikstjórn Kjartans Ragnarssonar. Hafliði Arngrímsson þýddi leikritið. I marz verður líka frumsýnt leik- ritið Beðið eftir Godot eftir Samuel Beckett, sem talið er eitt merkasta leikverk aldarinnar og stuðlaði að miklum breytingum í leikritun. Benedikt Erlingsson, Bergur Þór Ingólfsson, Björn Ingi Hilmarsson og Hilmir Snær Guðnason skipta með sér mönnunum tveim- ur, sem bíða og bíða. Þýðingin er verk Árni Ibsen og leikstjóri er Pet- er Enquist. Þriðja leikritið, sem frumsýnt verður í marz, er Blúndur og blásýra eftir Joseph Kesselring. Þetta er grafalvarlegur gamanleikur og margir af vinsælustu leikurum Leik- félagsins kqma fram í sýningunni í leikstjórn Asdísar Þórhallsdóttur. Þrjú verk verða tekin upp frá fyrra leikári og verður fyrsta sýning leikársins í kvöld á Sex í sveit eftir Marc Camoletti, sem þar með byrjar sitt fjórða leikár. Hin verkin tvö eru Afaspil eftir Örn Árnason og Kysstu mig Kata eftir Cole Porter Þá er meiningin að verða með alls kyns uppákomur á leikárinu; iðandi h'f og titrandi hjörtu. Þetta verða hættuleg kvöld og heitir dag- ar, tónleikar, rabbkvöld, leiklestrar, útvarpsleikhús og kvikmyndir. Um mánaðamótin október/ nóvember verður Danshátíð Menn- ingarborga Evrópu árið 2000 Hún hófst í Avignon í febrúar á þessu ári og lýkur í Reykjavík í nóvember. Hún verður þá auk þess búin að fara fram í Bergen, Bologna, Brussel, Helsinki og Prag. Islenski dans- flokkurinn hefur verið fulltrúi Reykjavíkur Menningarborgar á há- tíðunum erlendis og sér jafnframt um skipulagningu hátíðarinnar hér. íslenski dansflokkurinn frumsýn- ir svo í janúar tvö ný verk eftir þekkta evrópska danshöfunda, Jo Strpmgren frá Noregi og Rui Horta frá Portúgal. Rui Horta er nú að vinna með Islenska dansflokknum í annað sinn en veturinn 1999 sýndi dansflokkurinn þá verk hans Diving og Flat Space Moving. Bæði verkin eru samin sérstaklega fyrir Islenska dansflokkinn. Þrettán leikrit á verkefnaskrá Borgarleikhússins í vetur Tvö íslenzk leikrit verða frumsýnd í Borgarleikhúsinu í vetur, en á dagskrá auk þeirra eru átta sígild og ný erlend 7 verk. Islenzki dansflokkurinn verður með tvær sýningar. Guðjón Pedersen leikhússtjóri kynnti verkefnaskrá Borgar- leikhússins í gær. FIMM nýir leikarar hafa verið ráðnir á fastan samning hjá Borgar- leikhúsinu í vetur; Ólaf- m- Darri Ólafsson, Bergur Þór Ingólfsson, Jóhanna Vigdís Amardóttir, Katla Margi-ét Þorgeirsdóttir og Þór Tulinius. Þá leikur Kristbjörg Kjeld nú fyrsta sinni með Leikfélagi Reykjavíkur í leikriti Sigurðar Pálssonar. Þá munu Linda Árnadóttir og Ragna Fróða starfa að búningahönnun fyr- ir tvær sýningar félagsins. Fyrsta frumsýning vetrarins verður um miðjan september á leik- riti Sigurðar Pálssonar, Einhver í dyrunum, sem forsýnt var á Lista- hátíð í vor. Kristín Jóhannesdóttir leikstýrir verkinu, Kristbjörg Kjeld leikur aðalhlutverkið og aðrir leik- endur eru; Björn Ingi Hilmarsson, Edda Björgvinsdóttir Guðmundur Ingi Þorvaldsson og Sigurður Karlsson. I kynningu leikhússins er þetta sagt um söguþráð leikristsins: „Hysterísk stórleikkona hefur lokað sig af á heimili sínu og neitai’ að fara út á meðal fólks. Einóður maður hennar, sem vinnur í eftir- litsiðnaðinum, er fastur í sinni þrá- hyggju. í dymar koma óboðnir gest- ir, m.a. ungur maður, sem dáð hefur leikkonuna frá barnsaldri. Móðir hans kemur einnig við sögu, og enn- fremur fyrirsæta, sem minnir hana óþægilega á fortíðina.“ I október koma tvö leikrit á fjal- irnar; harmleikurinn Lér konungur eftir William Shakespeare og gam- anleikurinn Abigail heldur partí eft- ir Mike Leigh. Lér konung leikur Pétur Einars- son en aðrir leikendur eru; Friðrik Friðriksson, Guðmundur Ólafsson, Morgunblaðið/Jim Smart Guðjón Pedersen leikhússtjóri kynnir dagskrá vetrarins. Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Hall- dór Gylfason, Halldóra Geirharðs- dóttir, Hlín Hjálmarsdóttir, Jó- hanna Vigdís Amardóttir, Kristján Franklín Magnús, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Pétur Einarsson, Sigurður Karlsson og Valur Freyr Einarsson. Leikstjóri er Guðjón Pedersen. Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir hefur endurskoðað þýðingu Steingríms Thorsteinsson- ar til þessarar sýningar. Mike Leigh, höfundur Abigail heldur partí er fæddur 1943 og lagði stund á nám í leiklist og kvikmynda- gerð. Hann á að baki tugi kvik- mynda, sjónvarpsmynda og leikrita. Leikendur í Abigail eru Harpa Arn- ardóttir, Hjalti Rögnvaldssqn, Mar- grét Helga Jóhannsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson og Sóley Elíasdóttir. Leikstjóri Hilmir Snær Guðnason. 7 nóvember verður frumsýnt leikritið Skáldanótt eftir Hall- grím Helgason. Leikarar í sýn- ingunni verða; Árni Pétur Guðjóns- son, Bergur Þór Ingólfsson, Bjöm Ingi Hilmarsson, Edda Björg Eyj- ólfsdóttir, Eggert Þorleifsson, Ell- ert A. Ingimundarson, Gunnar Hansson, Katla Þorgeirsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Steinn Ármann Magnússon, Theodór Júl- íusson og Þór Tulinius. Leikstjóri er Benedikt Erlingsson og tónlist er eftir Ragnhildi Gísladóttur Efni leikritsins er svo lýst í kynn- ingu Borgarleikhússins: „„Skálda- nótt“ er haldin hátíðleg í Reykjavík einu sinni á ári. Þá lifna við öll helstu skáld þjóðarinnar, allt frá Agli Skallagrímssyni til Halldórs Lax- ness, og taka þátt í fjörinu í Miðbæ Reykjavíkur. Ungskáld bæjarins fara á stjá og vill þá hver finna „sinn mann“, ná að hitta eftirlætisskáldið og sýna því kveðskap sinn. „Skáld- anótt“ lýkur hverju sinni með „Skáldaslag", þar sem ungskáldin keppa í orðfimi.“ Skáldanótt er á dagskrá Reykja- víkur Menningarborgar Evrópu árið 2000. Móglí eftir Rudyard Kipling verð- ur frumsýnt í desember. Illugi Jökulsson hefur unnið leik- gerð um þessa sögu, sem gerist í fmmskógum Indlands, og fjallar um drenginn Móglí, sem alist hefur upp á meðal úlfa. Leikendur eru Björn Ingi Hilmarsson, Friðrik Friðriksson, Gunnar Hansson, Halldór Gylfason, Jóhann G. Jóhannsson, Jóhanna Vigdís Amardóttir, Katla Margrét LISTMUNIR Erum að taka á móti verkum á næsta listmunauppboð. Höfiim kaupendur að góðum verkum gömlu meistaranna. Gallerí Fold Rauðarárstíg 14-16, sími 551 0400. foId@artgalleryfold.com www.artgalleryfold.com ART GALLERY Tvö íslenzk verk, Shake- speare, Ibsen og Beckett

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.