Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.09.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 33 LISTIR Söngsveitin Fflharmónía. Söngsveitin Fflharmónía C-moll messa Mozarts meðal verkefna VETRARSTARF Söngsveitarinn- ar Fílharmóníu hefst nk. miðviku- dag með fyrstu æfingu hennar í Melaskóla. Við upphaf þessa starfsárs gengst Söngsveitin fyrir námskeiði fyrir áhugafólk um kór- söng og þar verður farið yfir und- irstöðuatriði í nótnalestri og radd- beitingu. Mun Hulda Guðrún Geirsdóttir söngkona annast kennslu þar. Um aðra helgi í aðventu verða hefðbundnir aðventutónleikar kórsins í Langholtskirkju en aðal- verkefni starfsársins er flutningur C-moll messu eftir W.A. Mozart. Hún verður flutt á tvennum tón- leikum um mánaðamótin mars-apríl, einnig í Langholts- kirkju. Auk þessa flytur Söng- sveitin trúarleg og veraldleg tón- verk og lög sem henta til flutnings við ýmis tækifæri. Hyggst Söngs- veitin halda tónleika í nágrenni Reykjavíkur næsta vetur með slíkri efnisskrá. Þá verður jafnframt undirbúin utanlandsferð kórsins í júní 2001. Stjórnandi Söngsveitarinnar er Bernharður Wilkinson en hann gegnir stöðu aðstoðarhljómsveitar- stjóra Sinfóníuhljómsveitar Is- lands en undirleikari er Guðríður Sigurðardóttir píanóleikari. Formaður Söngsveitarinnar Fíl- harmóníu er Lilja Árnadóttir. Nýjar bækur • Tíska. Sögulegt ágrip, eftir Gertrud Lehnert í þýðingu Fr/dar Ólafsdóttur. I bókinni er lýsing á mikilvæg- ustu stíltegundum tískunnar frá miðöldum og þeim óteljandi áhrif- um sem undangengnar stíltegund- ir hafa haft á þróun tískunnar á síðustu öldum og fram til okkar daga. Yfirlit er yfir mikilvæga þætti tískunnar. Hvernig mótar tískan daglegt líf, endurspeglar tíðarand- ann og hefur áhrif á listir og við- skipti? Bókin er með orðaskýringum, ritaskrá til frekari fróðleiks og skrá yfir mikilvæg tískusöfn, tískuskóla og nafnaskrá. Bókin Tíska er kynning á heimi tískunnar, greinargóð eins og alfræðiorðabók, skemmtileg eins og skáldsaga og lifandi eins og myndabók. Utgefandi og dreifingaraðili er Háskólaútgáfan. Bókin er 191 bls., kilja. Verð kr. 2.790. Óskammfeilni ormurinn Morgunblaðið/Jim Smart Halla Margrét Jóhannesddttir er einbeitt og örugg í öllum hlutverkum. LEIKLIST Kaffileikhúsið STORMUR OG ORMUR Höfundar upphaflegrar sögu: Barbro Lindgren (texti) og Cecil- ia Torudd (myndir). Upphafleg leikgerð: Leikhópur By-teatern. Þessi leikgerð: Thomas Ahrens. Þýðing: Jórunn Sigurðardóttir. Leikstjóri: Thomas Ahrens. Leik- mynd og búningar: Rannveig Gylfadóttir. Hönnun lýsingar, tækni- og sýningarstjórn: Kol- brún Ósk Skaftadóttir. Leikari: Halla Margrét Jóhannesdóttir. Fimmtudagur 31. ágúst. ÞESSI sýning byggir á sænskri barnasögu sem hefur verið færð í leikbúning af þarlendum leikhópi og svo af þýska leikhúsmanninum Thomas Ahrens sem hér stendur við stjórnvölinn. Sýningin ber sænsk-þýskum uppruna glöggt vitni, hér er fjallað m.a. um smá- smyglislega reglusemi sem þykir einkenna þessi lönd öðrum fremur. Mikil formfesta einkennir líf herra Storms; það mætti raunar segja að hann haldi sér gangandi á því að gera alla hluti eftir fyrir- framsettum reglum. Hver hvers- dagsleg athöfn er endurtekin á ná- kvæmlega sama hátt. Endur- tekningin ljær öllu blæ formlegs hátíðleika. Athafnir hins daglega lífs leiða hver af annarri eins og at- riði messugjörðarinnar. Þannig fær herra Stormur frídagana sína til að líða, þar sem hann skortir hugmyndaflug og framtakssemi til að brjóta upp mynstrið sem hann hefur fest sig við. Félagsleg sam- skipti hans við aðra eru næsta lítil og einkennast af mikilli kurteisi og formfestu; helst ávarpar hann hrafninn sem verður á vegi hans er hann fer tvisvar á hverjum frídegi í gönguferð um Hljómskálagarðinn. Þetta niðurnjörvaða líf tekur stakkaskiptum þegar Stormur kynnist Ormi í einni gönguferðinni. Ormur er andstæða Storms, ekki eingöngu hvað líkamlegt sköpulag áhrærir heldur einnig að lyndis- einkunn og upplagi. Honum er ekk- ert heilagt, hann er ýtinn, uppi- vöðslusamur og umfram allt óskammfeilinn. En hann er líka hæfileikaríkur, heillandi og um- fram allt frumlegur. Þrátt fyrir að Ormur og Stormur séu þvílíkar andstæður verður ekki aftur snúið; Stormur getur ekki hugsað sér að snúa aftur til hinnar tilbreytingar- lausu endurtekningar sem líf hans snerist um áður. Það er sniðug hugmynd að láta einn og sama leikarann leika hlut- verk þessara tveggja gerólíku persóna (auk nokkurra aukaper- sóna og sögumanns). Þetta er krefjandi verkefni sem er vel leyst af hendi. Halla Margrét Jóhannes- dóttir er einbeitt og örugg í öllum hlutverkunum og gefur hverri persónu sín sérkenni. Leikstjórnin er öguð, vönduð og umfram allt hófstillt; hér er ekki verið með óþarfa læti heldur er gefið í þegar ástæða er til en annars leikið á hægu nótunum. Þessi leikgerð er að mörgu leyti óvenjuleg og mætti ætla að börnin ættu erfitt með að fylgjast með hinu upphafna máli formfestu og kurteisi í íslenskum búningi Jór- unnar Sigurðardóttur. Annað kom á daginn enda hitti einfaldur húm- orinn beint í mark og börnin hrifust af hinum óskammfeilna Ormi. Þetta sýnir fram á að það er óþaríi að vanmeta börn sem áhorfendur; leikhúsupplifunin getur aukið við reynsluheim þeirra, hún þarf ekki að einskorðast við það sem þau hafa áður séð. Málskilningur þeirra byggist ekki á nákvæmum skiln- ingi á merkingu orðanna hvers fyr- ir sig heldur læra þau merkingu þeii-ra er þau eru notuð í samhengi. Leikmynd og búningar Rannveig- ar Gylfadóttur voru vel valin og Ijós og hljóð einföld og blátt áfram und- ir styrkri stjóm Kolbrúnar Óskar Skaftadóttur. Allir þættir þessarar vönduðu sýningar einkenndust af einfaldleika sem gaf sýningunni sterkan heildarsvip. Þessi sýning er skemmtilega skrýtin og gengur út frá öðrum forsendum en obbinn af barnasýningum sem sýndar hafa verið hér á síðustu árum. Hún krefst jafnframt mikils af ungum áhorfendum en heldur þeim í stað- inn hugföngnum allt til enda. Sveinn Haraldsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.