Morgunblaðið - 02.09.2000, Side 70
70 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Matur og matgerð
Krækiber
og bláber
j Seg;ia má að Kristín Gestsdóttir hafí
faríð yfír lækinn til að sækja vatnið, en
hún tíndi krækiber austur í Skaftafells-
sýslu þó að þau vaxi við húsdyrnar
heima hjá henni á Garðaholti.
SVONA er þetta, ávextirnir í
garði nágrannans eru betri. Þau
ber sem ég tíndi í grámosabollum
í eystri kvísl Skaftáreldahrauns
voru mun stærri en þau krækiber
sem vaxa hér á holtinu.
Á hverju sumri förum við hjón-
in a.m.k. einu sinni austur í Land-
brot. Núna ókum við austur 18.
ágúst, en þann dag voru birta og
litir óvenju skírir. Þótt við höfum
oft komið á þessar slóðir höfum
við aldrei séð eysti hraunbreiður
Skaftáreldahrauns, sem eru
þaktar þykku lagi af grámosa
(gamburmosa). Maður verður að
gæta sín við hvert fótmál, þar
sem ekki sést hvað er undir mos-
anum. Við gosið 8. júní 1783 rann
Skaftáreldahraunið í 6 vikur nið-
ur farveg Skaftár niður í Land-
brot og Meðalland. Það hraun-
rennsli stöðvaðist 20. júlí vestan
Systrastapa í Eldmessutanga,
þegar séra Jón Steingrímsson
flutti eldmessu sína á Kirkjubæj-
arklaustri. Hinn 29. júlí hófst gos
á ný í gígjaröðum frá Laka inn
undir Vatnajökul og næstu daga
rann hraunstraumurinn niður
gljúfur Hverfísfljóts sem fellur
austan Síðunnar. 7. ágúst kom
hraunflóðið fram úr gljúfrinu á
sléttlendið beggja vegna Orr-
ustuhóls. Þar beygðum við af
hringveginum inn á vegaslóða
sem liggur gegnum hraunið inn
að fjallinu Miklafelli, áðum þar og
tíndum fáein risastór krækiber,
en snerum þar við enda degi tekið
að halla. Allt var þakið grámosan-
um, jafnvel hraundrangamir sem
stóðu upp úr og voru þar ýmsar
kynjamyndir einkum voru marg-
ar fuglaþúfur skrítnar en þær
myndast þegar fuglar setjast á
stein eða hraunnibbu og bera á í
leiðinni, enda eru þær margar vel
hærðar.
Krækiberja-
hlaup (sulta)
1 lítri krækiberjasafi_
_______1 kg sykur_______
safi úr einni sítrónu
hleypiefni ætloð í 1 lítro safa
1. Setjið krækiberjasafann og
sítrónusafann í pott og látið
sjóða. Stráið hleypiefninu út í og
látið sjóða í eina mínútu. Takið þá
af hellunni og hrærið sykurinn út
í. Látið ekki sjóða eftir að sykur-
inn er kominn saman við.
2. Sjóðið frekar litlar krukkur
með skrúfuðu loki. Hellið sjóð-
heitri sultunni í þær, hafið þær
fleytifullar. Skrúfið lokið strax á.
Athugið: Til þess að hlaup
hlaupi, þarf safinn að vera tals-
vert súr. Sykurinn á undantekn-
ingarlaust að setja út í eftir á,
jafnvel þótt annað standi á um-
búðum.
Bláberjasulta
__________1 kg bláber________
__________750 g sykur________
2 tsk. sultuhleypir + 2 msk. sykur
1. Setjið berin í pott ásamt
helmingi sykurs og sjóðið við
hægan hita í 10 mínútur. Takið þá
pottinn af hellunni og kælið örlít-
ið.
2. Setjið það sem eftir er af
sykrinum út í og sjóðið í 5 mínút-
ur.
3. Blandið saman sultuhleypi
og 2 msk. af sykri, setjið í sigti og
stráið yfir sjóðandi sultuna og
hrærið vel í.
4. Hellið heitri sultunni í sjóð-
andi heitar krukkur, sjá hér að
framan.
Að lokum er hér uppskrift af
fljótlegum ábætisréttti.
Bláberia- eða
krækiberjabúð-
ingur
1 pk. Royal-skyndibúðingur,
___________sítrónu________
3 dl nýmjólk (minna en segir á um-
__________búðum)__________
_________1 peli rjómi_____
3 dl krækiber eða 4 dl bláber
1. Þeytið búðinginn með mjólk-
inni. Þeytið rjómann og hrærið út
í.
2. Setjið berin út í og geymið í
kæliskáp í 15-30 mínútur.
ÍDAG
VllAAIvWm
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Útlendingar í
ferðaþjón-
ustustörfum
FYRIR nokkrum árum las
ég grein í Morgunblaðinu
þar sem vakin er athygli á
hversu margir útlendingar
vinna hér í ferðaþjónustu.
Þetta flaug í huga mér þeg-
ar sagt var í fréttum frá
tveimur rútuslysum sem
orðið hafa hér á landi nú í
sumar. I báðum tilvikum
virtust leiðsögumennirnir
vera erlendir, annar talaði
reyndar ágæta íslensku, en
hinn aðeins þýsku. I frétt-
um af vélsleðaslysi á
Langjökli var sagt að jökla-
leiðsögumaðurinn hefði
langa reysnlu sem hjálpar-
sveitamaður. í frétt frá
Leiðsögumannafélaginu
kom fram að sá leiðsögu-
maður hafi ekki leiðsögu-
mannaréttindi. Er það
virkilega svo að í ferðaþjón-
ustunni sé verið að nota
ómenntað starfsfólk sem
tekur lægri laun en al-
mennt gerist og jafnvel er-
lent vinnuafl sem er ódýr-
ara en íslenskt vinnuafl?
Ég heyrði nýlega að erlend
kona sem vinnur hér sem
leiðsögumaður á sumrin
fyrir erlenda ferðaskrif-
stofu fái kr. 3000 í laun á
dag. Það gerir svona 350-
400 kr. á tímann sem er ör-
lítið hærra en unglingar fá
hér í unglingavinnunni. Er
ekki ábyrgðarhluti að láta
útlendinga stjórna hér
ferðum ef þeir þekkja ekki
landið, rata ekki um landið,
þekkja ekki staðhætti, veð-
ur og náttúru og geta þar
að auki ekki tjáð sig við þá
aðila sem þeir verða að hafa
samskipti við t.d. starfsfólk
á viðkomustöðum, fólk sem
það hittir til að spyrja til
vegar í óbyggðum og ekki
einu sinni við bílstjórann
sem keyrir rútuna? Vina-
fólk mitt sem ferðast mikið
hér innanlands segist oft
hitta erlenda leiðsögumenn
sem vita ekkert hvar þeir
eru staddir á landinu eða í
hvaða átt eigi að keyra til
að komast á ákveðinn
áfangastað. Þau hafa líka
sagt að á nokkrum gisti-
stöðum úti á landi vinni út-
lendingar sem ekki kunna
stakt orð í íslensku nema
„góðan dag“ og „takk fyr-
ir“. Er ekki svolítið harka-
legt að íslenskir ferðamenn
verði að geta talað erlend
tungumál til að fá af-
greiðslu? Oft hefur verið
talað um að störf í ferða-
þjónustu væru láglauna-
störf. Fróðlegt væri að
heyra frá þeim sem til
þekkja hvort íslensk ferða-
þjónusta sé svo illa á vegi
stödd að hún geti ekki
borgað mannsæmandi
laun. Er ekki nauðsynlegt
að þessi störf vinni vel
menntað fólk sem getur tai-
að bæði íslensku og erlend
tungumál og veit eitthvað
um landið? Einnig væri
fróðlegt að vita hve margir
útlendingar hafi atvinnu-
leyfi til að vinna hér ferða-
þjónustustörf á þessu ári.
Þetta er fyrirspurn til
félagsmálaráðherra sem ég
vona að hann svari.
Guðrún.
Enn um biðlistana
ÞÖKK sé ritstjórn Morg-
unblaðsins fyrir að leita á
tilhlýðilegum stöðum eftir
svörum við áleitnum spurn-
ingum í bréfi mínu til heil-
brigðisráðherra um biðlista
sjúkrahúsa nú fyrir
skömmu. Svörin segja mér
þó ákaflega lítið. Forsvars-
menn heilbrigðiastofnana
hafa tileinkað sér lífsspeki
þá sem oft má finna stað á
Alþingi og reyndar mjög
víða í þjóðfélaginu og sem
ég felldi þannig rím og
stuðla fyrir nokkrum árum:
Ég breytingar vel víst til
bóta / þær bjargfastur styð
yfirleitt /. En eins verður
alltaf að gæta / að engu sé
raskað né breytt.
Sigurbjörn
Guðmundsson.
Meðhjálpara
getið
MAÐUR hafði samband
við Velvakanda og vildi
koma því á framfæri að sér
fyndist leiðinlegt að með-
hjálparans er aldrei getið í
messuflutningi. I upphafi
messu les meðhjálparinn
alltaf upphafsbænina, sem
á að gilda fyrir alla mess-
una og í messulok les hann
þakkarbænina, þegar
gengið er út til hins dag-
lega lífs. Honum finnst að
meðhjálparans eigi vissu-
lega að vera getið, hans sé
aldrei getið að verðleikum.
Dýrahald
Simbi
er týndur
SIMBI er eins og hálfs árs
persneskur köttur, gul-
brúnn að lit. Hann hvarf frá
Úthlíð í Biskupstungum í
byrjun ágúst. Hann er
ómerktur. Simba er sárt
saknað. Ef einhver veit um
ferðir hans eða hvar hann
er niðurkominn, vinsamleg-
ast hafið samband í síma
567-1874. Fundarlaun.
Einstein
er týndur
EINSTEIN hvarf frá
heimili sínu í Skipasundi
fyrir þremur mánuðum.
Hann er tíu mánaða gamall
geltur fress. Hann er gul-
bröndóttur með hvítar
loppur og bringu. Hann er
eyrnamerktur með K-0017
húðflúrað í eyrað. Ein-
steins er sárt saknað. Þeir
sem geta gefið einhverjar
upplýsingar um ferðir hans
eru beðnir að hafa samband
við Önnu í síma 863-9336.
Fundarlaun.
BRIDS
Umsjón Guðmundur PáU
Arnarson
ANTON Haraldsson
sýndi umsjónarmanni
þetta spil frá útsláttar-
leiknum á sænsku brids-
hátíðinni sem íslenska
sveitin tapaði með 6 IMP-
um í 8-liða úrslitum og féll
þar með úr keppni. Með
réttu segir Anotn að sjald-
an hafi hann séð jafn ótrú-
lega vinningsleið í jafn
slæmri legu!
Vestur gefur; AV á
hættu.
Norður
* 5,4
* 4762
♦ A10984
♦ 86
Vestur Austur
+ D * KG982
r KDG1098 » 3
♦ KDG ♦ 7652
* 942 * 753
Suður
♦ Á10763
y 54
♦ 3
♦ ÁKDG10
„Meldingar eru bann-
aðar yngri en 26 ára,“
segir Anton, en við látum
þær flakka samt og þeir
ungu halda bara fyrir
augun. Magnús Magnús-
son var í norður, en Þröst-
ur Ingimarsson í suður:
Vestur Norður Austur Suður
1 hjarta Pass Pass Dobl
2 hjörtu 3 tíglar Pass 3spaðar
Pass 4 spaðar Dobl
Með doblinu var Þröst-
ur að halda opnum þeim
möguleika að makker væri
bólstraður í hjarta, en
þegar það reyndist ekki
vera fóru sagnir nokkuð úr
böndum. Að sögn Antons
var lokadobl austurs svo-
nefnt „smellidobl", sem
heyrðist um allan sal. Út-
spilið var tígulkóngur, sem
Þröstur drap og dúkkaði
strax spaða yfir á drottn-
ingu vesturs. Nú tapast
spilið óhjákvæmilega, því
austur fær alltaf þrjá slagi
í viðbót á tromp. En það er
til vinningsleið á opnu
borði og hún er þessi:
Tígull er trompaður í
öðrum slag og svo er
spaðaásinn lagður niður.
Þá er hjarta spilað á ás og
tígull trompaður. Nú hef-
ur það gerst að KDG í tígli
eru fallin í valinn og tían er
frí. Næst er laufi spilað og
það þriðja trompað í borði.
Hin fría tígultía er tekin
og tígli spilað. Sagnhafi á
nú níu slagi og fær þann
tíunda á spaðatíu með
framhjáhlaupi. Austur á
KG98 í trompi, en suður
tvö lauf og lOx í spaða!
Sannarlega fallegt spil.
Víkverji skrifar...
EFTIR helgi byrja grunnskóla-
börn fyrir alvöru í skólanum.
Nestismál hafa verið til umræðu en í
sumum skólum fá börnin mat og í
öðrum skólum koma þau að heiman
með nesti. Vinur Víkverja á barn í
skóla á Seltjamarnesi þar sem ekki
er boðið upp á mat og barnið fer með
nesti. Stærra barnið í fjölskyldunni
hefur mötuneyti í sínum skóla og for-
eldrarnir borða í vinnunni. Það er því
einungis yngsti fjölskyldumeðlimur-
inn sem þarf að borða nesti sem
smurt var mörgum klukkutímum áð-
ur en þess er neytt. Og þar sem eng-
in kæliaðstaða er í skólanum þýðir
það að áleggið á brauðinu sem fer í
nestisboxið er ekki mjög fjölbreytt.
Víkverji furðar sig á seinagangin-
um í forsvarsmönnum skólans.
Plássleysi er kennt um fyrst og
fremst og að foreldrar hafi skiptar
skoðanir á þessum málum. Á meðan
ekki er búið að koma upp eldhúsum í
skólum, hvers vegna hafa þá ekki
fleiri tekið upp sömu stefnu og er í
Garðabæ, að kaupa matarpakka fyr-
ir börnin utan úr bæ? Þar hefur verið
gerður samningur við Sóma og for-
eldrar borga 160 krónur á dag fyrir
fjölbreytta matarpakka sem foreldr-
ar, fulltrúar skóla og forsvarsmenn
fyrirtækisins setjast niður og semja.
Áð mati Víkverja er það hneisa að
þessi mál skuli ekki vera komin í við-
unandi farveg.
xxx
ANNAR vinur Víkverja freistast
stundum til að panta pitsur fyr-
ir fjölskylduna á föstudagskvöldum
og hefur verið að prófa flatbökur frá
ýmsum stöðum. Hann kaupir iðulega
eina pitsu en fær síðan tvær ef hann
sækir herlegheitin sjálfur. Nú er það
svo að smábarnið í fjölskyldunni hef-
ur sérþarfir, það borðar bara pitsu
með skinku og ananas. Aðrir í fjöl-
skyldunni fussa bara. Vinurinn hefur
þess vegna reynt að fara fram á að fá
fjórðung pitsunnar með skinku og
ananas. Það reynist hins vegar ekki
auðvelt. Afgreiðslufólkið á pitsustöð-
unum vill bara að maður skipti pits-
unni í tvennt hvað álegg varðar og
það reynist ekki nokkur möguleiki á
að fá það til að hliðra til með þetta.
Vinur Víkverja hefur prófað að út-
skýra að litla barnið í fjölskyldunni
torgi ekki stærri skammti, hann hef-
ur verið yfirmáta kurteis, beitt rök-
um, notað ískalda rödd í símann eða
verið pirraður. Ekkert dugar.
Víkverji furðar sig á því að liðleg-
heitin skuli ekki vera meiri á þessum
stöðum og er búinn að lofa sjálfum
sér að vera duglegri við að kaupa
deigið í bakaríi og skella sjálfur
álegginu á flatbökurnar.
XXX
Hlaupahjól hafa verið vinsæl í
sumar og í hverfinu sem Vík-
verji er í eru mörg börn á slíkum far-
arskjótum. Hann veltir fyrir sér
hvers vegna banna eigi bömum að
koma á hlaupahjóli í skólann. I allri
umræðu um að börn þurfi að hreyfa
sig meira væri þá ekki tilvalið að
örva þau til að koma á hlaupahjóli í
skólann?
Það er nauðsynlegt að fara var-
lega á hlaupahjóli sem og á línu-
skautum og venjulegum hjólum. Vík-
verji teldi skynsamlegra að nota
þetta tækifæri þegar skólarnir eru
að byrja og skikka börnin til að nota
hlífðarbúnað sem þau gera í undan-
tekningartilvikum eins og málum er
núna háttað. Ef þau mættu ekki
koma á slíkum fararskjótum í skól-
ann án þess að vera í stömum skóm
og með hjálm, olnboga- og hnéhlífar
svo og hanska. þá vendust þau hlífð-
arbúnaðinum og væru alltaf varin,
ekki bara á leið í skólann.