Morgunblaðið - 12.09.2000, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR12. SEPTEMBER 2000 41
UMRÆÐAN
Stíflugerður
þjóðgarður?
EFTIR Eyjabakka-
deiluna hefur æ fleiri
landsmönnum orðið
ljóst hversu mikil og
vaxandi verðmæti fel-
ast í stórbrotinni og
tiltölulega ósnortinni
náttúru íslands. Gera
verður þá kröfu að
skipulagning og nýt-
ing þessarar auðlindar
sé byggð á vandvirkni
og framsýni og að
skammtímahagsmunir
núlifandi kynslóðar
séu þar ekki allsráð-
andi. Enda þótt ís-
lendingar eigi mikinn
forða vatnsfalla og
annarra virkjunarmöguleika til
raforkuframleiðslu er langt frá því
að þar sé um ótæmandi auðlind að
ræða, sem hægt sé að ganga á af
handahófi eða samkvæmt óskum
hagsmunaaðila, stjórnmálamanna
eða þrýstihópa. Þessa var sannar-
lega ekki gætt þegar þingsályktun-
artillaga um Fljótsdalsvirkjun og
tilheyrandi uppistöðulón á Eyja-
bökkum var keyrð í gegn á Alþingi
í lok ársins 1999. Vonandi hafa
menn lært af mistökunum.
Heillandi hugmynd
um þjóðgarð
Hugmyndin um að norðan
Vatnajökuls verði í framtíðinni
stærsti þjóðgarður í vestanverðri
Evrópu á stærsta ósnortna víðerni
þess heimshluta er heillandi. I
henni felst að náttúruleg og til-
finningaleg verðmæti eru varðveitt
en jafnframt hafðar tekjur af þeim.
En sitt sýnist hverjum og stundum
taka hlutirnir óvænta stefnu. í máli
fjölmargra stuðningsmanna stór-
virkjana norðan Vatnajökuls í
tengslum við byggingu fyrirhugaðs
risaálvers í Reyðarfirði hefur kom-
ið fram, að sjálfsagt sé að koma á
fót þjóðgarði norðan Vatnajökuls,
en það geti vel samrýmst fyrirætl-
unum um risastíflur og víðáttu-
mikil uppistöðulón á svæðinu! Að
mínu mati stangast þessar tvær
hugmyndir á. Verði hugmynd
virkjana- og stóriðjusinna ofan á
verður að færa fyrir henni skýr
efnahagsleg rök.
Hugsanleg
málamiðlun?
Jafnvel þótt virkjað yrði við
Kárahnúka, yrði það nokkur sára-
bót fyrir umhverfis- og náttúru-
verndarsinna, ef Snæfellssvæðið
ásamt aðliggjandi vatnsföllum yrði
friðað í Snæfellsþjóðgarði. Þá á ég
við að Jökulsá í Fljótsdal, Grjótá,
Hölkná og Laugará falli áfram í
óbreyttum farvegum sínum til
sjávar, en sameiginlegt vatnsmagn
þeirra er aðeins fjórðungur af
vatnsmagni Jökulsár á Brú eða
Jöklu. Að tala um Snæfellsþjóð-
garð eftir að svæðið norðan fjalls-
ins hefur verið girt með stíflum,
skurðum og veitum sem tengja
Grjótá, Hölkná og Laugará saman
er ósamrýmanlegt í huga undirrit-
aðs. Ekki má heldur
gleyma því, að með
virkjun Jökulsár í
Fljótsdal við Eyja-
bakkafoss hverfa
margir fallegir fossar
á leið árinnar norður í
Lagarfljót. Það skal
þó ekki vanmetið
hversu miklu er hlíft
með hinu breytta lóns-
stæði frá fyrri áætlun-
um. Eyjabakkasvæð-
inu verður ekki sökkt
og komist hjá því að
sendin strönd með
ÓlafurF. rofabörðum myndist í
Magnússon austurhlíðum Snæ-
fells, en þær eru grón-
ar í allt að 1.000 metra hæð eða
sem samsvarar því að Esjan væri
klædd gróðri frá fjöru að tindi! En
jafnvel þó að talsmenn náttúru-
verndar í dag gætu sætt sig við
einhverja málamiðlun er hætt við
að komandi kynslóðir muni seint
fyrirgefa þau náttúruspjöll, sem nú
standa fyrir dyrum.
Stíflur og veitur
Kárahnúkavirkjunar
A heimasíðu Landsvirkjunar um
Kárahnúkavirkjun kemur fram, að
gert sé ráð fyrir að stífla Jökulsá á
Brú með þremur stíflum og mynda
þannig miðlunarlón virkjunarinnar
þ.e. Hálslón, sem yrði 50-60 fer-
kílómetrar að flatarmáli eða á
stærð við Blöndulón. Aðalstíflan
þ.e. Kárahnúkastífla kæmi þvert
yfir syðsta hluta Dimmugljúfra
vestan í Fremri-Kárahnúk og yrði
um 190 metrar á hæð en 750 metra
löng, en vesturstífla um 35 metra
há og 1.045 metra löng á mótum
Sauðár- og Laugavalladals og aust-
urstífla 55 metra há og 875 metra
löng í Desjarárdalsdrögum.
A sömu heimasíðu er rætt um
veitur tengdar Kárahnúkavirkjun
og er þar fyrst vikið að veitu úr
Jökulsá úr Fljótsdal, sem gerð yrði
með um 1 km langri og 40 metra
hárri stíflu í farvegi árinnar fyrir
neðan Eyjabakkafoss. Einnig eru
nefndar til sögunnar Hraunaveita
austan Eyjabakkasvæðisins og áð-
urnefndar veitur norðan Snæfells,
„þar sem vatni úr Grjótá og
Hölkná yrði veitt til Laugarár með
stíflum og skurðum". Loks er
nefnd Bessastaðaárveita, þar sem
Bessastaðaá yrði stífluð og veitt
um Gilsárvötn og skurði að inntaki
í aðrennslisgöng Kárahnúkavirkj-
unar.
Mikil spjöll fyrir
lítinn ávinning
í skýrslu Landsvirkjunar um
mat á umhverfisáhrifum Fljóts-
dalsvirkjunar, sem kom út í nóv-
ember 1999, er fyrirhugaðri Grjót-
ár-, Hölknár- og Laugarárveitu
lýst. Með þessum veitum myndast
um 12 kílómetra langt samfellt
svæði stíflugarða, skurða og lóna.
Segja má að þessar veitur myndi
bogadregna línu vestan og norðan
Sauðafells, norður af Snæfelli. Efri
(0
c
"5
u5
o
HELLUSTEYPA JVJ
Vagnhöfða 17
112 Reykjavík
Sími: 587 2222
Fax: 587 2223
Geriö verðsamanburð
Tölvupóstur.- sala@hellusteypa.is
Mörkinni 3, sími 588 0640
Opið mán.-fös. frá kl. 12-18
Stífla
Verði Jökulsá á Brú,
Grjótá, Hölkná,
Laugará og Jökulsá í
Fljótsdal stíflaðar, segir
Olafur F. Magnússon,
er út í hött að tala
um þjóðgarð norðan
Vatnajökuls.
hluta Grjótár, sem liggur vestast, á
að veita í Hölkná með stíflum og
skurði. Stíflugarðar Grjótárveitu
verða tæplega 1 km að lengd og
skurðir mun lengri. Með Hölknár-
veitu verður vatni úr Grjótá og
Hölkná veitt í Laugará og verður
Hölkná stífluð um 2,5 km norðvest-
an Sauðafells, en þar myndast um
0,75 ferkílómetra lón, þar sem ak-
vegir frá Hrafnkelsdal og Fljótsdal
mætast við afleggjarann inn að
Snæfellsskála. Aður hefur leið
ferðalanga úr Fljótsdalshéraði leg-
ið fram hjá stíflu Laugarárveitu,
þar sem vatninu úr Grjótá, Hölkná
og Laugará er veitt í aðrennslis-
göng Jökulsárveitu. Sameiginlegt
rennsli Grjótár-, Hölknár- og
Laugarárveitu til fyrirhugaðrar
Kárahnúkavirkjunar yrði aðeins
rúmlega 3 rúmmetrar á sekúndu.
Sumum finnst að hér sé nokkuð
langt seilst eftir hverjum vatns-
dropa á svæði, sem rætt er um að
tilheyri Snæfellsþjóðgarði. Margt
mælir með að þessum þrem litlu
bergvatnsám verði leyft að renna
áfram í farvegum sínum, jafnvel
þótt bæði Jökulsá á Brú og Jökulsá
í Fljótsdal yrðu virkjaðar. Allt of
mikil spjöll til viðbótar hlytust af
því að virkja þessar bergvatnsár,
sem eru smásprænur í samanburði
viðjökulfljótin tvö.
Eg læt það síðan verða mín loka-
orð, að verði Jökulsá á Brú, Grjótá,
Hölkná, Laugará og Jökulsá í
Fljótdsdal stíflaðar, er út í hött að
tala um þjóðgarð norðan Vatnajök-
uls. Betra er að finna aðrar og rétt-
ari nafngiftir fyrir svæði, sem
verða fyrir jafn mikilli breytingu.
Höfundur er læknir og borgnr-
fulltrúi. Hnnn er stofnandi og
forsvarsmaður Vmhverfisvina.
Lýðræði í stað
einræðis við
skipun hæsta-
réttardómara
ÞAÐ væri að bera í
bakkafullan lækinn að
bæta nokkru við þá
umræðu sem fram hef-
ur farið um nýjustu
skipun dómara við
Hæstarétt, en þar sýn-
ist sitt hverjum. Það er
hins vegar að mínu viti
alvarlegt mál að jafn
skiptar skoðanir skuli
vera um skipun í rétt-
inn því Hæstiréttur
Islands er einn af
homsteinum íslensks
stjómskipulags og
mikilvægt að sátt ríki Lúðvík
um réttinn og skipun í Bergvinsson
hann. Það er ein af for-
sendum þess að virðing sé borin fyrir
niðurstöðum réttarins.
Núverandi fyrirkomulag
Það hefur lengi verið mín skoðun
að núverandi fyrirkomulag við skip-
un í réttinn, sem er þannig að dóms-
málaráðherra einn tilnefnir dómara,
sem forseti síðan skipar, sé ekki til
þess fallið að ná sátt og virðingu sem
æðsti dómstóll hvers lands verður að
njóta. Þetta fyrirkomulag býður auk
þess hættunni heim á að skipað verði
í réttinn út frá pólitískum línum, sem
getur leitt til virðingarleysis almenn-
ings gagnvart réttinum. Slíkt kann
ekki góðri lukku að stýra. í ljósi
reglna stjórnarskrárinnar um þrí-
greiningu ríkisvalds í löggjafar-,
framkvæmda- og dómsvald, verður
að telja undarlegt að við skipun dóm-
ara í réttinn skuli aðeins koma full-
trúi framkvæmdavaldsins, þ.e.a.s.
dómsmálaráðherra. Þriðji handhaf-
inn, Aiþingi, kemur þar hvergi
nærri. Dómsmálaráðherra hefur því,
skv. núgildandi reglum, nánast ein-
ræðisvald um það hverjir setjast í
Hæstarétt íslands.
Tillaga um breytingar
Á síðasta löggjafarþingi lagði und-
irritaður fram frumvarp til laga á Al-
þingi um breytingu frá núverandi
fyrirkomulagi, sem fólst í því að for-
sætisráðherra tilnefndi dómara í
réttinn. Þá tilnefningu tilkynnti
hann forseta Alþingis. Tilnefning
forsætisráðherra fengi að því loknu
meðferð í þingnefnd, sem ætlað væri
að fjalla um hæfni þess sem til-
nefnd(ur) er, og skila
skýi-slu um það mat sitt
með rökstuddri niður-
stöðu. Að því loknu yrði
tillaga forsætisráð-s>
herra borin undir Al-
þingi, sem samþykkti
tdnefninguna ef % hlut-
ar þeirra þingmanna
sem greiða atkvæði eru
tillögunni fylgjandi.
Annars er tilnefning
forsætisráðherra fallin
og verður hann að til-
nefna að nýju. Hug-
myndin að baki þessari
tillögu um breytingar
er fyrst og fremst sú,
að styrkja stöðu
Hæstaréttar í samfélaginu. Því það
er mat undirritaðs að ef báðir hand-
hafar ríkisvaldsins, framkvæmda-
Hæstiréttur
Tillaga frá Lúðvík
Bergvinssyni um að
forsætisráðherra til-
nefni dómara í réttinn.
valdið og löggjafarvaldið, standa að
skipun í réttinn sé það til þess fallið
að styrkja réttinn og líklegra til að
skapa sátt um tilnefninguna. Með því:-
að gera kröfu um aukinn meirihluta
er verið að reyna að tryggja rétt
minnihlutans til að hafa áhrif á það
hver á endanum sest í sæti dómara,
sem væri þá líklegt til að skapa sátt
um niðurstöðuna. Þetta ætti að
styrkja stöðu einstakra dómara og
Hæstaréttar, sem einn af hornstein-
um íslensks stjómskipulags. Þetta
frumvarp verður lagt fram að nýju á
komandi vetri.
Höfundur er alþingismaður.
Grunnnám í
Höfuðbeina- og
spjaldhryggsjöfnun
hefst 14. okt 2000
Leiðbeinandi
Thomas Attlee DO,MRO,RCST
COLLEGE OF CRANIO-SACRAL THERAPY
sími 699 8064/564 1803
www.simnet.is/cranio
skóli ólafs gauks
Innritun stendur nú yfir í flokka er í boði, bæði fyrir
síma 588-3730, eða í skólan- byrjendur og þá sem kunna
um að Síðumúla
17. Fjölbreytt nám
fyrir alla aldurs-
HÆGT AÐ FÁ LEIGÐA
HEIMAGÍTARA
KR. 2500 Á ÖNN
Sendum vandaðan
upplýsingabækling
eitthvað fyrir sér.
Innritun er dag-
lega kl. 14-17.
588-3730
INNRITUN DAGLEGA KL. 14-17
fi „