Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 12.09.2000, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐW,KRINGLUNNI 1,103REYKJAVÍK,SÍMl5691100,SÍMBRÉF5691181,PÓSTHÓLF3040, TspTr\ TTTF» A PTTT? 1 9 QT?T3rrT?l\/TT3T7'T3 onnn TrTT’prv T T A TTQ A QÖT TT 1 KÍT ITT? TV/TTT'IT T7'QLr ASKRIFT-AFGREWSLA5691122,NETFANG:R1TSTJ@MBL.IS, AKUREYRI:KAUPVANGSSTRÆTI1 PKliJJ U JjATjr U Lá. Oiljr 1 Il/iViljUK ZUUU VillItxT I LAU öAoUL U ÍDU V OlV. Ashkenazy gefur Sinfóníu- hljómsveitinni bestu einkunn VLADIMIR Ashken- azy, tónlistarstjóri Tékknesku fílharm- óníusveitarinnar og heimskunnur píanóleik- ari, kemur hingað til lands í janúar á næsta ári til þess að stjórna Sinfóníuhijómsveit Is- ____lands. 22 ár eru síðan Ashkenazy stjómaði síðast Sinfóníuhljóm- sveitinni. Það var árið 1978 á Listahátíð í Reykjavík og einleikari var Mstislav Rostropo- vich sellóleikari. Vinslit urðu þá með Ashkenazy og Sinfóníuhljómsveit- inni en nú hafa fullar sættir tekist. Ashkenazy gefur hljómsveitinni nú sína bestu einkunn. „Það er langt síðan ég stjómaði j^hljómsveitinni síðast. Það kom upp misskilningur milli hljómsveitarinnar og mín á sínum tíma og þess vegna hefur orðið svo langt hlé á samstarfí. Þegar svo langur tími h'ður breytist allt. Það er komið nýtt fólk og það skiptir ekki máli lengur hvað gerð- ist,“ segir Ashkenazy. Hann mun stjóma hljómsveitinni í janúar og á efnisskránni verður níunda sinfónía Dimitrij Shostakovits og Das Lied von der Erde eftir Gust- av Mahler. „Das Lied von der Erde er eitt af mínum uppáhaldsverkum. Shostakovits var mjög hrifinn af Mahler og mér fannst vit í því að hafa þá saman á efnisskránni." Sinfóníuhljómsveitin •JK í háum gæðaflokki Ashkenazy kveðst ekki hafa heyrt Sinfóníuhljómsveit íslands leika ný- lega. „Fyrir fáeinum ámm keypti ég geisladisk þar sem hljómsveitin lék og spilamennskan var einstaklega góð; mun betri en áður fyrr. Það hafði mikil áhrif á mig og gladdi mig ósegj- anlega að heyra hve mikil framför hafði orðið. Eg veit því að hljómsveit- in er í mjög háum gæðaflokki,“ segir Ashkenazy. Sem tónlistarstjóri Tékknesku fíl- harmóníunnar hefur Ashkenazy ver- ið önnum kafínn að undanfömu í hljóðveri við upptökur. Hann segir að hljómplötuiðnaðurinn hafi mátt þola _mikinn samdrátt síðustu ár og nú sé ^^minna um upptökur á klassískri tón- list en áður. „Við erum ein af fáum hljómsveitum í heimi sem enn hafa verkefni á þessu sviði,“ segir Ashk- enazy. Aðspurður hvort til greina komi að Vladimir Ashkenazy hljómsveitarstjóri. hann haldi píanótón- leika hér á landi ein- hvem tíma á næstunni sagði hann: „Eg vona það og mun reyna að finna tíma til þess ein- hvem tíma.“ Hann staldrar ekki lengi við að þessu sinni á landinu en vonast til þess að komast aftur til Islands næsta sumar. „Ég er afar hrifinn af landinu og langar að eyða meiri tíma þar. Ég verð alltaf þakklátur ís- lendingum fyrir vinar- þel þeirra síðustu ára- tugina. Þeir hafa verið einstaklega vingjamlegir og hlýir í minn garð. Berið kveðju mína til allra á Islandi og sérstaklega hljómsveit- arinnar," sagði Ashkenazy. Eldur við Hverfísgötu Morgunblaðið/Kristinn TALSVERT tjón varð í bruna í geymsluhúsnæði við Hverfisgötu 91 í Reykjavík í gærkvöldi en greiðlega gekk að slökkva eldinn. Enginn var í húsinu þegar eldsins varð vart og eldsupptök eru ókunn. Slökkvilið var kallað út um kl. 21.40 og voru allir vaktmenn sendir á vettvang. Töluverður eld- ur var þegar slökkviliðsmenn komu að húsinu, sem er þriggja hæða geymsluhúsnæði, og logaði glatt á efstu hæð þess. Slökkvistarf gekk hins vegar vel og tókst fljót- lega að ráða niðurlögum eldsins. Bæjarstjdri V e stmannaeyj a um útboðið á rekstri Herjólfs Ahyggjur ef stjórn- unin fer frá Eyjum GUÐJÓN Hjörleifsson, bæjar- stjóri í Vestmannaeyjum, og Magnús Jónasson, framkvæmda- stjóri Herjólfs hf., lýstu í gær áhyggjum sínum af þeim mögu- leika að stjórnun Vestmannaeyja- ferjunnar Herjólfs færðist úr Éyj- um en greint var frá því í gær að tvö tilboð hefðu borist í rekstur ferjunnar. Liðlega 133 milljóna króna munur er á tilboðunum sem bárust og bjóðast Samskip hf. til að reka ferjuna í þrjú ár fyrir 192 milljónir, sem er talsvert undir nú- verandi kostnaði, en Herjólfur hf., núverandi rekstraraðili, bauð 325 milljónir kr. Herjólfur þjóðvegur Vestmannaeyja Magnús sagði í samtali við Morgunblaðið að það myndi sjálf- sagt vekja litla ánægju í Vest- mannaeyjum ef Herjólfi yrði fram- vegis stjórnað frá Reykjavík og Guðjón tók í sama streng. Rekst- urinn hefði verið í höndum heima- manna og gengið vel. Sagði Guðjón að það væri mjög bagalegt fyrir Vestmannaeyjar ef reksturinn færi til Reykjavíkur. Hér væri um tilfinningamál að ræða því Herjólfur væri þjóðvegur Vestmannaeyinga. „Það sem kem- ur mest á óvart er þessar upp- hæðir sem boðnar eru í verkið," sagði hann. „Þessi rekstur hefur verið í járnum og ef eitthvað er þá hefur ekki tekist að sinna því við- haldi sem skipið hefur þurft.“ Guðjón sagði að tilboð Herjólfs hf. fæli einfaldlega í sér borðliggj- andi kostnað, allar tölur í dæminu væru meira og minna eyrnamerkt- ar og kröfur um þjónustu og tíðni ferða væru jafnframt skýrt skil- greindar. Væri svigrúmið jafn mikið og tilboð Samskipa gefur til kynna þá væri eitthvað meira en lítið dulið þeim í Vestmannaeyjum. Sagði hann að menn hlytu að fara ofan í þessar tölur og sannreyna það með sjálfum sér að hægt væri að reka ferjuna svona ódýrt. Kristinn Þór Geirsson, fram- kvæmdastjóri rekstrarsviðs innan- lands hjá Samskipum, sagði hins vegar að hjá félaginu væri fyrir hendi góð reynsla af rekstri Eyja- fjarðarferjunnar Sæfara sem Sam- skip hafa haft með höndum undan- farin ár. Félagið væri auk þess með flutninga á sjó og landi. Ekki óvanir því að vera undir kostnaðaráætlun Kristinn Þór sagði að búið væri að fara yfir forsendur tilboðsins eftir að tilboðin voru opnuð í gær og ekkert benti til annars en að það stæðist skoðun. Tilboð félags- ins væri nálægt kostnaðaráætlun og menn þekktu forsendur þess munar sem þar væri. „Við erum ekki óvanir því að vera undir kostnaðaráætlun," sagði hann. ■ Tilboð Samskipa/12 Eyðublöð LÍN innan skamms á Netinu Léttir álag á umboðs- • • monnum namsmanna VIÐSKIPTAVINIR Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna munu innan tíð- ar geta nálgast eyðublöð sjóðsins á Netinu, fyllt þau út og sent með raf- rænum hætti. Lánasjóðurinn er fyrsti aðilinn hér á landi sem kynnir þessa nýjung í samstarfi við Form.is, en samningur þar um var undirritað- ur í gær. Steingrímur Ari Arason, framkvæmdastjóri LÍN, segir að mikið hagræði og miklir möguleikar skapist með tilkomu samstarfsins. Þessi nýja þjónusta muni þegar fram líði stundir sérstaklega létta mjög álag á umboðsmönnum námsmanna erlendis. ■ Þjónusta/20 Þegar farið var að gera við strenginn kom í ljós að hann hef- ur sennilega verið logskorinn í sundur. Landssíminn óskar lögreglurannsóknar Cantat 3 skorinn í sundur? VERKSUMMERKI benda til þess að Cantat 3-sæstrengurinn, sem fór í sundur skammt innan marka ís- lensku lögsögunnar í seinasta mán- uði, hafi verið vísvitandi skorinn í sundur. Hefur Landssíminn óskað eftir opinberri rannsókn á atburðin- um, að sögn Ólafs Þ. Stephensen, forstöðumanns upplýsinga- og kynn- ingarmála hjá Landssímanum. „Verksummerki benda til þess að sæstrengurinn hafi verið dreginn upp á dekk á togara, tjöruþráðum, sem eru ysta einangrunin á strengn- um, hafi verið ýtt aftur og vírkápan, sem er utan um sjálfa glerþræðina, verið logskorin í sundur. Þetta lítur allt öðruvísi út en þegar strengur slitnar vegna átaks,“ sagði Ólafur. Hann bendh- einnig á að í fjar- skiptalögum séu lagaákvæði þar sem kveðið er á um að bæta beri útgerð- um tjón ef skip flækja veiðarfæri í sæstreng. „Við viljum miklu frekar að menn skeri á togvírana og við bætum þeim tjónið en að menn skeri á sæstrenginn og valdi stórkostlegri truflun á fjarskiptum, auk þess sem þeir eiga þá yfir höfði sér lögsókn."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.