Morgunblaðið - 24.09.2000, Síða 23

Morgunblaðið - 24.09.2000, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2000 23 Kosovo kemur okkur við Morgunblaðið/Þorkell Urður Gunnarsdóttir í ræðustól á fundinum í utanríkisráðuneytinu. Kristín Ástgeirsdóttir fylgist með. Kristín Ástgeirsdóttir, fv. alþingismaður og núverandi starfsmaður UNIFEM í Kosovo, og Urður Gunnarsdóttir, fv. fjölmiðlafulltrúi ÖSE þar, segja að full ástæða sé til þess fyrir Islendinga að láta sig þróun mála á Balkan- skaga varða og leggja sitt af mörkum til upp- byggingarstarfs á þessum slóðum. í KOSOVO-héraði og á öðrum svæð- um Balkanskaga starfa um þessar mundir tíu Islendingar að friðar- gæzlu- og uppbyggingarstarfi sam- kvæmt launasamningum sem utan- ríkisráðuneytið hefur gert við þá, auk annarra sem eru að svipuðum störfum á svæðinu á vegum frjálsra félagasamtaka, svo sem Rauða krossins. Þær Kristín Astgeirsdóttir, fyrr- verandi alþingismaður, sem hefur undanfarið hálft ár verið í Kosovo á vegum UNIFEM, kvennahjálpar Sameinuðu þjóðanna, og Urður Gunnarsdóttir blaðamaður, sem ný- lokið hefur 18 mánaða starfi á vegum ÖSE í Kosovo, fluttu á föstudag er- indi um reynslu sína, ástand og horf- ur í Kosovo á opnum fundi í utanrík- isráðuneytinu sem ráðuneytið og Félag stjómmálafræðinga boðuðu til. Hjálmar W. Hannesson sendi- herra sem stýrði fundinum upplýsti að undanfarin ár hefðu fjárframlög Islands til friðargæzluverkefna og uppbyggingarstarfs á átakasvæðum hækkað og á fjárlögum væri nú varið til þessa starfs 147 milljónum króna sem væri fimmtungsaukning frá því í fyrra. Þessa þróun segir Hjálmar vera mjög æskilega, enda sé Islend- ingum nauðsynlegt að taka þátt í friðargæzlu- og uppbyggingarstarfi. Það þjóni bæði öryggishagsmunum þjóðarinnar til langs tíma litið en hjálpi einnig Islendingum til að láta taka sig alvarlega á alþjóðavett- vangi. „Slíkt starf fellur vel að utan- ríkispólitík lands sem ekki hefur eig- in her og hugmyndafræðin um að koma að uppbyggingu þar sem brýn er þörfin passar okkur vel,“ segir Hjálmar. Þetta hafi Halldór As- grímsson utanríkisráðherra einnig tíundað í ræðu sinni á 55. allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna á dögun- um. Þolinmæði þarf til Kristín rifjaði upp sögu Kosovo- héraðs sem upplifað hefur ýmsa hildina á liðnum öldum. Ibúar hér- aðsins, sem er 11.000 ferkílómetrar eða á stærð við Þingeyjarsýslumar tvær, eru nú taldir vera tæpar tvær milljónir, en tölur þar að lútandi em á reiki. Sennilega búa nú færri en 100.000 Serbar innan landamerkja Kosovo. Sagði Kristín það mjög mik- ilvægt að íbúarnir lærðu sem fyrst að bera sjálfir ábyrgð á eigin framtíð og því væm kosningar til sveitar- stjóma, sem fram eiga að fara í héraðinu í næsta mánuði eftir nýrri skipulagsáætlun þeirra alþjóðasam- taka sem virk em á svæðinu, mjög mikilvægar. Herskáir Kosovo-Alb- anar, sem áður tilheyrðu Frelsisher Kosovo (UCK), fara að sögn Kristín- ar sínu fram að mestu. I sínu erindi velti Urður fyrir sér hverjar væm ástæðurnar fyrir því að svo lítið hefur farið fyrir frétta- flutningi frá Kosovo hér á landi frá því að friður komst aftur á í héraðinu eftir hernaðarárásir Atlantshafs- bandalagsins í íyrra. Sagði hún allar helztu fréttastofur heims og fjöld- ann allan af virtum dagblöðum ým- issa landa fylgjast náið með atburð- um í Kosovo, enda lægi þar í raun lykillinn að því að tryggja megi frið til frambúðar í þessum heimshluta. Urður var í fyrstu, í febrúar 1999, skipuð sem einn tíu blaðafulltrúa um 1.300 manna eftirlitsliðs Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, í Kosovo en skömmu eftir að hún hóf þessi störf í héraðshöfuðborginni Pristina var allt lið ÖSE tilneytt vegna átaka að víkja þaðan til fyrr- verandi júgóslavneska lýðveldisins Makedóníu. Er friður komst aftur á sumarið 1999 flutti hún aftur til Pristina og var m.a. sett talsmaður ÖSE þar. Síðastliðið hálft ár, fram til loka ágústmánaðar, stýrði hún ein- um hluta fjölmiðladeildar ÖSE sem sér um stuðning við frjálsa fjölmiðla, auk þátttöku í að semja ný og um- deild fjölmiðlalög og siðareglur sem þörf þótti á að setja. Tók Urður undir það mat Krist- ínar, að það væri nánast ómögulegt að ímynda sér, að albanskir íbúar Kosovo myndu um fyrirsjáanlega framtíð geta sætt sig við að héraðið færi aftur undir stjórn Belgrad, hvort sem þar yrðu stjórnarherra- skipti eður ei. Eftir það sem á undan er gengið sæti hatrið djúpt og við- búið að blossa myndu upp átök milli þjóðabrotanna á ný ef hið alþjóðlega friðargæzlulið hyrfi af vettvangi. Urður benti á, að þrátt fyrir að „alþjóðasamfélagið", þ.e. SÞ, ÖSE, NATO, Evrópusambandið (ESB) og einstök lönd, væri með sterkt og fjöl- mennt lið á sínum snærum í Kosovo og mikið hefði verið fjárfest í upp- byggingarstarfinu væri samt langt frá því að það dygði til að hafa fulla stjórn á ástandinu. Urður og Kristín sögðu báðar íslendinga geta lagt uppbyggilegan skerf af mörkum til að mjaka málum til betri vegar. Það væru sameiginlegir hagsmunir allra að stöðugleiki kæmist á og með því að miðla af reynslu okkar af því að búa í frjálsu og þroskuðu lýðræðis- samfélagi stuðluðum við að því. Esjuberg auglýst til sölu ÁKVEÐIÐ var á borgarráðsfundi í vikunni að húsið upp ákveðið verð heldur óskað eftir tilboðum, Esjuberg við Þingholtstræti, sem áður hýsti Borgar- Aðalsafn Borgarbókasafnsins var til húsa í Esju- bókasafn Reykjavikur, verði auglýst til sölu. bergi um áratugaskeið en starfsemi þess var flutt í Að sögn Hjörleifs Kvaran borgarlögmanns verður nýtt húsnæði við Tryggvagötu, nú í haust. húsið auglýst nú um helgina og verður ekki sett (i (~l_ 4 Lrh lC c . ** fil vin< ®g vandamnnika i úIIÍllíuih I Isiglft 8sppfesf§ÉféSá né aiiSiMiiiaittfð Eftir að þú hefur skráð þig í Landsnetið fyrir ódýrari símtölum til útlanda, getur þú um leið hringt til útlanda úr hvaða síma sem er! IMmgfe m&WM í síma mm eða skráðu þig á heimasíðu okkar á slóðinni WWWJkmám@L%&. Þú velur síðan í stað OO áður en erlenda símanúmerið er valið og byrjar strax að spara! ¥®i# fe¥#rl mm SnrlMgl er Símtöl mæld í sekúndum. MilIaiiMteMiSfléS tSS í Einnig hægt að fá yfirlit sent í hefðbundnum pósti eða nálgast daglegt yfirlit á heimasíðu okkar. Verðdæmi: 10 mínútna símtal til útlanda: Landsnet(1080)* Landsíminn (00) Belgia 165.- 229.- Bretland 165.- 209.- Danmörk 165.- 209.- Luxemburg 165.- 229.- Japan 165.- 490.- * Verð til helstu viðskiptalanda okkar. Sjá nánar á heimasíðu okkar. Endanlegt verð pr. mínútu til viðskiptavina með vsk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.