Morgunblaðið - 04.10.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.10.2000, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ - FRÉTTIR Framkvæmdastjóri Flugfélags íslands um hreyfílbilun í ATR-vél frá félaginu • • Oryggisstöðlum fylgt í hvívetna JÓN Karl Ólafsson, framkvæmda- stjóri Flugfélags íslands, segir að öryggisstöðlum hafi verið fylgt í hvívetna þegar bilun kom upp í ATR-vél frá Flugfélagi íslands og hún lenti á öðrum hreyflinum með 35 farþega í Reykjavík í fyrrakvöld. Hann segir að aldrei hafi verið um verulega hættu að ræða. Vélar af þessu tagi geti flogið í 3-4 klukku- stundir á einum hreyfli án nokkurra vandkvæða. Jón Karl segir að ekki hafi verið meiri bilanatíðni í ATR-vélinni en Fokker-vélum félagsins. ATR-vélin er fimmtán ára gömul og segir Jón Karl að það teljist ekki hár aldur á flugvél. Ekki hafi komið til umræðu að taka þessa vél út úr áætlun fé- lagsins. Olíuþéttihringur gaf sig „Það bilaði startari í hreyfli og það tafði vélina í Vestmannaeyjum um fjóra tíma. Við sendum flug- virkja frá Reykjavík með nýjan startara og hann skipti um hann. Vélin var síðan keyrð upp, þ.e.a.s. sett fullt afl á hreyflana til þess að athuga hvort viðgerðin hefði tekist. Ekkert reyndist að henni en þetta skýrir lyktina sem farþegar telja sig hafa fundið þegar þeir gengu um borð,“ segir Jón Karl. Hann segir að þegar vélin hafi verið búin að fljúga í um fimm mín- útur hafi komið upp allt önnur bil- un. Olíuþéttihringur í hreyfli gaf sig og hugsanlega tengist það fyrri við- gerðinni. Olíuþrýstingur féll af mót- ornum og Jón Karl segir að flug- stjórinn hafi brugðist hárrétt við og slökkt á hreyflinum. Þegar þétti- hringur gefur sig lekur olía út úr kerfinu og olíuþrýstingur fellur. Sé ekki slökkt á hreyflinum við slíkar aðstæður er sú hætta fyrir hendi að eldur komi upp í honum. Jón Karl segir að það hafi ekki verið betri kostur að snúa til baka til Vest- mannaeyja við þessi skilyrði. Meiri öryggisbúnaður sé á Reykjavíkur- flugvelli og menn veiji frekar lend- ingu þar þegar aðstæður sem þess- ar koma upp. „Þetta gekk skilst mér allt tiltölu- lega snurðulaust og án stórkost- legra áfalla. En um leið og svona staða kemur upp er kallað út björg- unarlið á Reykjavíkurflugvelli því það gilda ákveðnar reglur þegar flugvélar lenda á óvenjulegan hátt. Við hefðum aldrei sent flugvélina í loftið nema allra öryggisþátta hefði verið gætt,“ segir Jón Karl. Hann segir að vissulega sé það óeðlilegt að tvær bilanir komi upp í sömu flugferðinni. Þetta geti þó alltaf gerst. Skipt var um olíuþéttihringinn í fyrrinótt og vélin var komin í áætl- un kl. 9 í gærmorgun. Jón Karl sagði að ekki hefði verið um það rætt að skipta um flugvél í Vestmannaeyjum. Menn hefðu vitað hvað var að og átt varahluti sem þurfti. Ekkert óeðlilegt hefði verið að gera við flugvélina. Aðspurður hvers vegna ekki hefði verið rætt við farþegana eftir lend- ingu og skýrt út fyrir þeim hvað hefði farið aflaga sagði Jón Karl að Flugfélagið hefði metið það svo að farþegar hefðu verið yfirvegaðir. „Eftir því sem mér skilst urðu flest- ir fyrst skelkaðir þegar þeir sáu við- búnaðinn á jörðu niðri. Starfsmaður fór frá okkur út á flugvöll og hann mat það svo að engin ástæða væri til þess að grípa inn í. En það er erfitt að meta svona hluti. Ég get þó alveg verið samþykkur því að miðað við allt þetta tilstand hefði verið gott ef einhver hefði sagt eitthvað við far- þegana," sagði Jón Karl. Athugavert að ekki skyldi vera talað við farþegana Magnús Kristinsson, útgerðar- maður í Vestmannaeyjum, var far- þegi í vélinni. Hann segir að það hafi verið ljóður á ráði Flugfélags íslands að senda ekki starfsmenn til þess að taka á móti farþegum og ræða við þá um það sem gerðist. „Fljótlega eftir að vélin tók á loft varð ég var við hnykk og áttaði mig á því að það var dautt á hreyflinum. í því kom flugstjórinn og sagði mjög fagmannlega frá því að drep- ist hefði á mótornum. Hann gerði lítið úr biluninni en meira úr því hve vel flugið gengi. Að mínu mati tjáði hann sig eins vel og hægt var að gera í þessu tilfelli," sagði Magnús. Hann segir að þegar vélin var komin langleiðina yfir fjallgarðinn hafí aftur komið hnykkur á vélina og viðurkennir hann að þá hafi hon- um brugðið verulega í brún enda taldi hann að drepist hefði á hinum hreyflinum. „Eftir þetta hafði ég hnút í mag- anum þegar vélin var að koma yfir Reykjavík. Lendingin tókst síðan mjög vel en síðan brá mér enn meira þegar allur viðbúnaðurinn niðri á flugvellinum varð sýnilegur. Mér finnst aftur á móti mjög at- hugavert að farþegunum skyldi ekki vera vísað til hliðar og talað við þá eftir að við lentum. Ég fékk veru- legan hnút eftir að ég kom heim og hafði mikla þörf fyrir að tala við ein- hvern. Mér finnst það mjög mikið veikleikamerki hjá Flugfélaginu að farþegum skyldi ekki vera boðið upp á einhvers konar hughreyst- ingu eða áfallahjálp,“ segir Magnús. Morgunblaðið/Jón Sig Björn Bjarnason menntamálaráðherra Iþróttamenn fái enn frekari stuðning Brim við ósa Blöndu ÓVENJU mikið og þungt brim var við botn Húnafióa í gær þrátt fyrir milt veður og rjómalogn. Stór brimaldan, sem sóst á myndinni sem tekin var á Blönduósi í gær, bendir til vaxandi norðanáttar úti fyrir landinu, enda spáir Veðurstof- an norðaustanátt með skúrum eða slydduéljum á annesjum norðan- lands í dag. BJORN Bjarnason menntamálaráð- herra lýsti því yfir á Alþingi í gær- kvöldi að hann hygðist í framhaldi af frábæi-um árangri íslenskra íþrótta- manna á Ólympíuleikunum í Sydney leggja á ráðin um það með íþrótta- forystunni hvernig hægt verður að styðja enn frekar við bakið á íslensk- um íþróttamönnum. Bjöm sagði einnig að þörf væri á því að skapa liststarfsemi í landinu betra umhverfi. Spurningin væri ekki lengur sú hvort eða hvar yrði ráðist í byggingu tónlistarhúss held- ur hvenær. Fram kæmi í greinar- gerð með fjárlagafrumvarpi fyi-ir ár- ið 2001 að framkvæmdir vegna hússins gætu hafist árið 2003. Pall Pétursson félagsmálaráðherra Ráðlegra að Is- lendingar ráð- stafí fénu sjálfír PÁLL Pétursson félagsmálaráð- herra sagði á Alþingi í gærkvöldi að því færi fjarri að Framsóknarflokk- urinn hefði breytt um afstöðu til Evrópusambandsins þó að umræða færi nú fram innan flokksins um Evrópumál. „Samkvæmt skýrslu utanríkisráð- herra myndi aðild að ESB kosta okk- ur yfir átta þúsund milljónir árlega í beinum fjárframlögum til sjóða bandalagsins. Við gætum hugsan- lega fengið helming þeirrar upphæð- ar til baka í styrkjum að óbreyttum aðstæðum. Ef við höfum átta þúsuhd milljónir aflögu árlega þá sýndist mér nú ráðlegra að ráðstafa þeim sjálfir til byggðamála, til atvinnu- uppbyggingar og til að bæta lífskjör þjóðarinnar," sagði Páll í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Sagði Páll að sem betur fer farn- aðist okkur vel við núverandi að- stæður og engar þær blikur sæjust á lofti sem knúið gætu okkur til stefnubreytingar. Á meðan við byggjum við betri lífskjör og betri hag en aðrar þjóðir þá gætum við un- að glöð við okkar. Ossur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, gerði viðskipta- hallann m.a. að umtalsefni í ræðu sinni í gær. Benti Össur á að hann væri næstum sjöfalt meiri en árið 1996, eða 54 milljarðar króna. Sagði Össur athyglisvert að Davíð Odds- son forsætisráðherra virtist ekki hafa af þessu miklar áhyggjur nú, einkum og sér í lagi þar sem Þjóð- hagsstofnun varaði við viðskiptahall- anum í nýrri þjóðhagsspá. „Hvað er Þjóðhagsstofnun að segja?“ spurði Össur. „Hún er að segja að tímasprengjan tifar ennþá. Hún er að segja að það sé nauðsyn- legt að aftengja þessa tímasprengju til að hún valdi ekki usla, hún er að segja að það sé forgangsverkefni við efnahagsstjórnina.“ Kjör eldri borgara voru Stein- grími J. Sigfússyni, formanni Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, ofarlega í huga í umræð- unni í gær. Hann sagði dapurlegt að sú kynslóð Islendinga, sem komið hefði Islandi þangað sem það nú væri komið, þyrfti endurtekið að efna til fjöldamótmæla á Austurvelli til að minna á hlutskipti sitt og krefj- ast sanngjarns hluta af batnandi þjóðarhag undanfarinna ára. Guðjón A. Kristjánsson, þingmað- ur Frjálslynda flokksins, gagnrýndi í sinni ræðu að gert væri ráð fyrir þvi í skýrslu auðlindanefndar að lokað skyldi fyrir tækifæri manna til að komast inn í krókakerfið, fiskveiði- kerfi smábátanna. Þar væri um að ræða einu leiðina fyrir unga menn að komast inn í lokaða atvinnugreinina. Sérblöð í dag www.inbl.is 8SÍDUR •••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• JíloiniinlHaíiiíi rvn; ||in„iijiiinun.t.■ ► IVERINU í dag er sagt frá veiðum Íslendínga úr norsk-íslenska síldarstofninum innan iögsögu Noregs, gerð úttekt á sölu gámafisks á erlendum mörkuðum og sagt frá löndunum rússneskra skipa hérlendis á árinu. • ••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• | Nýr varnarjaxl haslar sér völl í ; ensku knattspyrnunni / C 2 • ••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• | ísland í 3. sæti yfir verðlaunahafa : á ÓL, miðað við fólksfjölda / C1 ► Teiknimyndasögur ► Myndir ► Þrautir ► Brandarar ► Sögur ► Pennavinir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.