Morgunblaðið - 04.10.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.10.2000, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Mikla- braut breikkuð Reykjavík FRAMKVÆMDIR við breikkun syðri akreinar Miklabrautar frá gatnamót- um Kringlumýrarbrautar að gatnamótum Grensásvegar hófust í fyrradag. Haraldur B. Alfreðsson, verkfræðing- ur bjá Gatnamálastj óra, sagði að verið væri að bæta þriðju akreininni við á þess- um kafla og að stefnt væri að því að ljúka framkvæmdun- um fyrir áramót. Að sögn Haralds er heild- arkostnaður verksins áætl- aður um 40 milljónir króna. Hann sagði að tveir verktak- ar sæju um verkið og að stefnt væri að því að ljúka malbikunarframkvæmdum eftir 8 til 10 vikur. Hann sagði að á næsta ári yrði lok- ið við annan frágang eins og gróður og gerð manar. Staðardagskrá 21 var kynnt bæjarbúum Mosfellsbæjar í Hlégarði Umhverfismál má ekki slíta úr samhengi við önnur mál Mosfellsbær SKÝRSLA um stöðu og framtíðarsýn Mosfellsbæjar var kynnt fyrir bæjarbúum í Mofellsbæ í síðustu viku. Skýrslan er hluti af verkefn- inu Staðardagskrá og tekur m.a. á umhverfis- og skipu- lagsmálum, mennta- og efnahagsmálum og er ætlað að gefa heildarsýn yfir stöðu bæjarfélagsins og hvernig íbúarnir sjá það fyrir sér í framtíðinni. Jóhanna B. Magnúsdóttir umhverfisfræðingur sagði að eitt aðalatriðið í þeirri hugmyndafræði sem Staðar- dagskrá 21 byggist á væri að umhverfismál yrðu aldrei slitin úr samhengi við önnur mál, heldur beri ætíð að skoða áhrif mannsins á um- hverfi sitt. Og þótt sveitar- félagið hafi átt frumkvæði að Staðardagskránni þá væri um að ræða áætlun alls samfélagsins, íbúa, fyrir- tækja, félagasamtaka og stofnana. Skýrslan sem kynnt var í Hlégarði 26. september sl. var unnin af þremur vinnu- hópum sem hittust í haust og í vetur. Hægt hefur verið að nálgast skýrsluna á heimasíðu Mosfellsbæjar og á bæjarskrifstofunum og hafa íbúar verið hvattir til að gera athugasemdir við hana. Jóhanna sagði að þó að sá tími sem fólk hefði til að gera breytingar á skýrsl- unni væri að líða væri þó áfram hægt að hafa áhrif á verkefnið í heild sinni. Fallegur bær með marga kosti Meðal þeirra sem sögðu sína skoðun á stöðu mála í Mosfellsbæ var Linda Björk Jóhannsdóttir, 11 ára stúlka í Varmárskóla. Hún sagði Mosfellsbæinn fallegan bæ með marga góða kosti. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Staðardagskrá 21 var kynnt fyrir Mosfellingum í Hlégarði í síðustu viku. Mengun væri minni en í Reykjavík enda minni um- ferð. Þar væri góð íþróttaað- staða, frábær skóli og fjöl- breytt tómstundastarf. „Ókostirnir við Mosfellsbæ eru þeir að mér finnst vanta fleiri göngustíga, t.d. á svæðinu fyrir ofan Teiga- hverfið, því þar er fallegt landsvæði og mikið hægt að gera úr því. Við þurfum að gera eitt- hvað fleira fyrir gangandi vegfarendur, ekki allt fyrir bíla og allt það sem mengar náttúruna,“ sagði Linda. Morgunblaðið/Júlíus Stefnt er að því að ljúka breikkun Miklabrautar fyrir ára- mót. Foreldra- og kennarafélag Lækjarskóla stydur byggingu nýs skóla við Hörðuvelli „Ofremdarástand ríkir í húsnæðismálum skólans“ Hafnarfjörður FORELDRA- og kennarafélag Lækjar- skóla tekur undir með foreldraráði skól- ans og lýsir stuðningi við byggingu nýs Lækjarskóla á Sólvangssvæðinu og þar með fyrirhugaða uppbyggingu við Hörðuvelli. „Það er krafa okkar að úr húsnæðis- málum skólans verði bætt tafarlaust og kennurum og nemendum búin sú aðstaða sem þeir eiga rétt á samkvæmt lögum,“ segir í ályktun félagsins. „Börnin okkar ganga fyrir og við sættum okkur ekki við aðstöðuleysi þeirra. Við segjum nei við því að þau séu notuð sem peð í pólitískri refskák. Nýr Lækjarskóli verður að rísa sem fyrst og virðist sá kostur, sem er uppi á borðinu, sá eini raunhæfi. Við segjum já við nýjum Lækjarskóla á Sólvangssvæð- inu.“ Ekki hægt að bjóða börnum upp á núverandi ástand í ályktuninni segir að húsnæðismálum skólans sé mjög ábótvant og að ekki sé hægt að bjóða börnunum upp á núverandi ástand. „Það hefur aldrei verið ljósara en ein- mitt nú í byijun skólaárs hversu mikið ófremdarástand ríkir í húsnæðismálum Lækjarskóla. Um það bera stundatöflur nemenda glöggt vitni þar sem greinilegt er að ekki er boðið upp á lögboðinn tíma- fjölda í sumum greinum eða tímafjöldi er í algjöru lágmarki. Auk þess eru stunda- töflurnar sundurslitnar og dreifast tímar meira og minna á allan daginn jafnt hjá yngri börnum sem eldri. Þetta er ástand sem ekki er hægt að sætta sig við eða bjóða börnunum upp á. Það er líka deginum ljósar<» að okkar börn sitja ekki við sama borð og margir aðrir jafnaldrar þeirra í þessu bæjarfélagi bæði hvað varðar aðbúnað og nám. For- eldar vita að skólayfirvöld og kennarar í Lækjarskóla gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda uppi eðlilegu skóla- starfi og er ekki við þau að sakast heldur er aðdáunarvert hvernig þetta fólk getur unnið við jafnbágbornar aðstæður.“ Smábílaklúbburinn sýndi bfla sína og fylgdust margir spenntir með. Handverksfólk sýndi afrakstur vinnu sinnar á kynningunni að Varmá. Yfir 1.000 manns sóttu kynningardag að Varmá Mosfellsbær FÉLAGASAMTÖK, menn- ingar-og íþróttafélög kynntu starfsemi sína í íþróttamið- stöðinni að Varmá í Mosfells- bæ á laugardaginn. Markmið- ið með kynningardeginum var að kynna það tómstunda-, lista- og menningarlíf sem þrífst í Mosfellsbæ en einnig voru veittar ýmisar viður- kenningar og hlaut Árni Tryggvasun viðurkenningu fyrir hönnun skitta í bænum. Að sögn Guðnýjar Dóru Gest- dóttur, atvinnu- og ferða- málafulltrúa Mosfellsbæjar, mættu yfir 1.000 manns á kynninguna en sérstök áhersla var lögð á að fá nýja íbúa til að kynna sér það sem í boði er í bænum en alls búa um 6.000 manns í Mosfellsbæ og fjölgar þeim um 200 til 300 áári. Boðið var upp á vandaða dagskrá fyrir alla Ijölskyld- una en um 70 aðilar tóku þátt í kynningardeginum og má þar nefna bama- og ungl- ingastarf íþróttafélaganna, handverksfólk, námskeiðs- haldara, listamenn og marg- vísleg félagasamtök. Á meðal skemmtiatriða var kórsöngur en karlakórinn Steftúr, sem hlaut menningarverðlaun Mosfellsbæjar 2000, söng undir sljórn Atla Guðlaugs- sonar. Þá sungu 30 leikskóla- böm, undir stjóm Margrétar Pálu Ólafsdóttur, nokkur lög. Börnum gafst kostur á að spreyta sig í ýmsum íþróttum undir leiðsögn íþróttakenn- ara. Félagsmiðstöðin Bólið var með opið hús og þá var haldin fimleikasýning, smá- bflasýning, karatesýning, hundasýning og fleira. Eins og kom fram að ofan veitti bærinn nokkrar viður- kenningar á kynningunni. íbúar í Lindabyggð hlutu verðlaun umhverfisnefndar fyrir fallegustu götuna og Ámi Tryggvason hlaut viður- kenningu fyrir þátttöku í hönnunarsamkeppni um gerð skilta í bænum. Fyrsta skiltið er nú þegar komið upp við íþróttamiðstöðina að Varmá. Átak í umgengnis- málum Garðabær BÆJARRÁÐ Garðabæjar hefur falið bæjarstjóra að vinna að því að gerð verði út- tekt á umgengni á lóðum við íbúðar- og atvinnuhúsnæði í Garðabæ, að tillögu umhverf- isnefndar bæjarins. í tillögu umhverfisnefndar segir að úttektin skuli miða að því að leiða í ljós í hverju um- gengni sé ábótavant þannig að móta megi tillögur að aðgerð- um til úrbóta. Nefndin telur nauðsynlegt að gera átak í umgengnismálum í Garðabæ til að hann standi undir nafni sem „bær í blóma“. Morgunblaoið/Jón Svavarsson Nýtt skilti hefur verið sett upp við íþróttamiðstöðina að Varmá en Ámi Tryggvason hlaut verðlaun fyrir hönnun þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.