Morgunblaðið - 04.10.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.10.2000, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Sameiningar Þýzkalands fyrir tíu árum minnzt Opnaði leiðina að einingu Evrópu Dresden, Berlín. Reuters, AFP. PJÓÐVERJAR minntust þess með margvíslegum hætti í gær, að rétt tíu ár voru liðin frá formlegri samein- ingu þýzku ríkjanna tveggja. Stjóm- málaleiðtogar innlendir sem erlendir lofuðu þennan sögulega atburð sem blessun fyrir alla Evrópu og þýzkur almenningur dansaði þar sem Berlín- armúrinn, helzta tákn kaldastríðs- skiptingar álfunnar, stóð áður. „Sameining Þýzkalands opnaði leið- ina að einingu allrar álfunnar," tjáði j Jacques Chirac Frakklandsforseti i hátíðargestum, þar á meðal leiðtogum ( Austur-Evrópuríkja og utanríkisráð- i herra Bandaríkjanna, í Semper-óper- unni í austur-þýzku borginni Dresden, á aðalhátíðarfundinum sem þýzk I stjómvöld skipulögðu í tíleíni dagsins. „Þýzkaland fagnar einingu sinni í dag. Öll Evrópa samfagnar því yfir sameiningunni," sagði Chirac og lýsti því yfir að Frakkar myndu nýta for- mennskumisserið í ráðherraráði ESB, sem rennur út um áramót, til að koma í höfn umbótum sem búa eiga í haginn fyrir stækkun sambandsins austur íyrir járntjaldið fyrrverandi. Undanfama daga höfðu deilur um það hvert hlutverk Helmut Kohl, „kanzlari sameiningarinnar", bæri í tengslum við sameiningarafmælis- fögnuðinn annars varpað á hann skugga. Kohl var ekki viðstaddur há- tíðarfundinn í Dresden en sú sátta- stemmning sem einkenndi anda sam- einingardagsins smitaðist þó líka yfir til Kohls. Margir ræðumenn dagsins Stuðningsmaður Helmuts Kohls í maruifjöldanum fyrir utan Semper- óperuhúsið í Dresden f gær heldur á loft spjaldi með hvatningarorðum j til „kanzlara sameiningarinnar". Jacques Chirac, forseti Frakklands (t.h.), klappar er hann yfirgefur Semper-óperuhúsið í Dresden ásamt Ger- hard Schröder, kanzlara Þýzkalands, eftir að hafa tekið þátt í hátfðarfundi í tilefni af tíu ára sameiningar- afmæli Þýzkalands í gær. beindu hólsyrðum til kanzlarans fyrrverandi, sem hefur tapað miklu af þeirri virðingu sem hann áður naut, vegna leynireikningahneykslis- ins svokallaða. Kohl mærður þrátt fyrir deilur I því skyni að minna á hver sess sér beri í þýzkri samtímasögu hefur Kohl beint harkalegri gagnrýni að forystu- mönnum miðju- og vinstriflokkanna, sem tóku við völdum af Kohl fyrir tveimur árum. Segir Kohl Gerhard Schröder kanzlara og aðra forystu- menn jafnaðarmanna og græningja hafa sýnt takmarkaðan vilja til að sameina landið eftir að Berlínarmúr- inn var failinn. Margir þýzkir vinstri- menn, og reyndar sum grannríki Þýzkalands í vestri, höfðu uppi efa- semdir um ágæti þess að þýzku ríkin sameinuðust og útmáluðu jafnvel hættuna á að slík þróun myndi skapa „fjórða ríkið“. En margir ræðumenn gærdagsins mærðu hlut Kohls í að gera friðsam- lega sameiningu Þýzkalands mögu- lega, þar á meðal jafnaðarmaðurinn Johannes Rau, forseti landsins, sem er einn þeirra stjómmálamanna sem Kohl hafði beint spjótum sínum gegn. „Hann er ekki þátttakandi í hátíð- arhöldunum hér í dag. En burtséð frá öllum deilum langar mig að leggja áherzlu á, að ekkert fær gert lítið úr því sem Kohl fékk áorkað í þágu sam- einingar landsins," sagði Rau. Chirac sagði Kohl hafa verið rétta manninn á réttum tíma. „Helmuts Kohls verður minnzt í sögunni sem mikilsverðs Þjóðverja og mikilsverðs Evrópumanns,“ sagði franski forset- inn. Þessi viðurkenningarorð kunna að hafa verið Kohl nokkur huggun, en nokkrir þingmenn jafnaðarmanna lýstu því yfir á þingi í gær, að þörf væri á því að Kohl sætti frekari yfir- heyrslum af hálfu rannsóknamefnd- arinnar, sem þingið skipaði tíl að kanna ásakanir um að leynilegar greiðslur í sjóði Kristilegra demó- krata (CDU) á stjórnarámm Kohls tengdust nokkmm umdeildum ákvörðunum ríkisstjórnar hans. Minni hátíð en er falls Berlínarmúrsins var minnzt Semper-óperuhúsið í Dresden var viðeigandi vettvangur fyrir ræður þar sem rifjuð var upp sundmng Evrópu og kallað eftir einingu og sameiginlegri framtíð. Eins og aðrar fallegar barokkbyggingar í þessari borg, sem áður var stundum kölluð Saxelfar-Feneyjar, var lögð í rúst á einni nóttu rétt fyrir lok síðari heims- styijaldar, í febrúar 1945. Borgin reis úr rústum undir austur-þýzku kommúnistastjóminni og er nú tákn héraðs í hjarta Evrópu, sambands- landsins Saxlands, sem er smám saman að blómstra á ný. Aðalhátíðar- fundur sameiningardagsins í ár fór fram í Dresden vegna þess, að Sax- land gegnir nú formennsku í sam- bandsráðinu, efri deild þýzka þings- ins, sem skipað er fulltrúum stjórna sambandslandanna 16. Hátíðarhöld gærdagsins vora flest með smærra sniði en þegar þess var minnzt í nóvember í fyrra að tíu ár vora liðin frá falli Berhnarmúrsins. En hundrað þúsunda manna tóku þótt í þjóðhátíðarstemmningunni á götum Dresden-borgar og í Berhn sóttu enn fleiri tónleika við ríkisþing- húsið og Brandenborgarhliðið. Þjóðhátíðastemmningunni spilltu þó fréttir af því, að nýnazistar hefðu gert tilraun til að kveikja í bænahúsi gyðinga í Dusseldorf og málað haka- krossa á minnismerki í Buchenwald- fangabúðum nazista í grennd við Weimar aðfaranótt gærdagsins. Palestínski drengurinn sem var skotinn í örmum föður síns Hneykslun og reiði víða um heim París. AFP. DAUÐI palestínsks drengs, sem skotinn var í örmum föður síns, er orðinn táknrænn fyrir harmleikinn í Miðausturlöndum, átök- in milli ísraela og Palestínumanna. Hafa sjónvarpsmyndir af atburðinum vakið hneykslan og reiði víða um heim og fyrir Israelsstjórn og raunar Israela alla er hann mikið áfall og álitshnekkir. Þeir feðgarnir, Jamal al-Durra og Moh- amed, 12 ára gamall sonur hans, lentu fyrir tilviljun inni á svæði þar sem ísraelskir her- menn og Palestínumenn áttust við og reyndu strax að leita skjóls fyrir kúlnahríð- inni. Líkt við fræga mynd úr V íetnamstríðinu „Sonur minn var skelfingu lostinn og bað mig að gæta sín. Ég bað til guðs að við slyppum og kallaði til ísraelsku hermann- anna að skjóta ekki en þeir skutu samt,“ sagði Jamal. Var sonur hans skotinn í örm- um hans og sjálfur særðist hann alvarlega. Palestínskur starfsmaður franskrar sjónvarpsstöðvar náði myndum af þessum atburði og síðan hafa þær verið sýndar víða um heim. Líkja sumir þeim við frægustu myndirnar úr Víetnamstríðinu, af barni, sem hleypur nakið eftir vegi, æpandi af skelfingu og sársauka eftir napalmárás. Hosni Mubarak, forseti Egyptalands; Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna; Hubert Vedrine, utanríkis- ráðherra Frakklands, og Bill Clinton Bandaríkjaforseti eru meðal þeirra, sem hafa lýst harmi sínum og hneykslan eftir að hafa séð myndirnar, og fjölmiðlar á Vestur- löndum hafa ekki sparað stór og stórar fyr- irsagnir. „Táknrænt, palestínskt barn“ „Þannig deyrðu 12 ára gamall" var fyrir- AP Jamal al-Durra kallar til hermannanna að skjóta ekki en skömrnu síðar var sonur hans liðið lík og hann alvarlega særður. sögn í ítalska blaðinu La Repubblica og franska blaðið Le Monde sagði, að Moham- ed væri „táknrænt, palestínskt barn“. Robert Fisk, sem á langan feril að baki sem fréttamaður í Miðausturlöndum, sagði í Independent: „Ég tek jafnan við mér þegar ég heyri sagt frá átökum en í Miðaustur- löndum þýðir það næstum alltaf, að Israelar hafi drepið einhverja saklausa manneskju." Bandarískar sjónvarpsstöðvar veigruðu sér í fyrstu við að sýna myndirnar, þóttu þær of svakalegar, eða þar til CNN-sjón- varpsstöðin reið á vaðið með það. Talsmaður ísraelska hersins sagði í gær, að rannsókn benti til, að ísraelskir hermenn hefðu skotið drenginn. Jamal, faðir Mohameds, er nú á sjúkra- húsi í Amman í Jórdaníu en læknar segja, að hægri handleggur hans verði honum ónýtur það sem eftir er. I gær skoraði hann á fólk um allan heim að hjálpa sér við að hefna dauða sonar síns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.