Morgunblaðið - 04.10.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 04.10.2000, Blaðsíða 58
58 MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Forvitnilegar bækur NOKKUR AF LEYNDARMÁLUM HOLLYWOOD-STJARNANNA AFHJÚPUÐ Er málið meðfætt? Einfaldar reglur Managing my Life, sjálfsævisaga Alex Fergusons. Hugh Mcllvanney skráði. Coronet gefur út 2000.520 síðna kilja með registri og töflum um árangur á knattspyrnusviðinu. Kostar 1.195 íPennanum- Eymundssyni. SIGURSÆLASTI knattspyrn- ustjóri Bretlandseyja er án efa Al- ex Ferguson sem nú stýrir Man- chester United. Ekki er bara að hann hefur gert það lið að evrópsku stórveldi í knattspyrnu, heldur náði hann líka merkilegum árangri með Aberdeen, sem hann stýrði áður en hann flutti sig til Englands, en Ferguson er Skoti og var mikill markaskorari skoska boltanum. Bókin sem hér er til umfjöll- unar kom út innbundin fyrir ári og vakti mikla athygli og deilur, ekki síst fyrir það hversu opinskátt Ferguson talaði um ýmsa leikmenn liðsins fyrrver- andi og þáverandi, og ekki fallega um alla, auk þess sem sumir þjálfarar fá til tevatnsins. Kiljuút- gáfan er nokkuð aukin því aftan við upprunalega frásögn hefur Ferguson skeytt viðbótarköflum til að færa söguna nær nú- tímanum og ræðir meðal annars umdeild mál á lið- inni leiktíð. í bókinni, sem er lipur- lega skrifuð og skemmti- leg aflestar fyrir fleiri en United-vini, kemur ræki- lega fram hvað það er sem gerir Alex Ferguson að einum fremsta knattspyrnuþjálfara sögunnar. Fyrst er að telja þær einföldu reglur sem hann setur leikmönn- um og fylgir eftir af hörku, áhersla hans á líkamlegt þol og úthald og reglusemi. Mestu skiptir þó hversu næmt auga hann hefur fyr- ir því hvað býr í hverjum knatt- spyrnumanni, hversu naskur hann er að lesa leikinn og sjá hvenær rétt er að bregaðst við þreytu lyk- ilmanna í liði andstæðinganna og hversu óragur hann er við að taka áhættu. Allt hefur þetta skilað honum og félaginu miklum heiðri og ekki arinars að vænta en hann eigi eftir að safna fleiri verðlaun- um fram til þess að hann dregur sig í hlé eftir tvö ár. í ljósi velgengni Fergusons er merkilegt að lesa um sífelld átök hans við stjórn United um launa- mál en þótt hann hafi gert United að helsta félagsliði Bretlandseyja . hefur hann jafnan yerið á mun lægri launum en tíðkast hefur hjá stjórnendum stórliða og þannig var hann ekki hálfdrættingur á við stjóra Tottenham Hotspur þegar United sigraði tvöfalt 1994 og með tíunda hluta launa Erics Cantonas svo dæmi séu tekin. ► Arni Matthíasson Hæfíleikar skipta ekki máli í Hollywood Hver var það sem flokkaði aðdáendabréf Tomma og Jenna áður en hann sló 1 gegn sem leikari og hvernig fengu leikstjórar barnastj örnunnar Shirley Temple hana til að gráta í tökum? * Sunna Osk Logadótt- ir dregur tjöldin frá og kemur upp um nokkrar af stærstu stjörnum Hollywood. ÞAÐ blundar einhver óútskýranleg forvitni með okkur flestum um að vita hitt og þetta um kvikmynda- stjörnur sem við myndum varla kæra okkur um að vita um nágranna okkar heima á Fróni. Bækur sem af- þj úpa leyndarmál goðanna í kvik- myndaborginni Hollywood, ævi- sögfur og „opinská" viðtöl í blöðum og tímaritum hafa löngum verið ávísun á mikla lesningu enda virðist harla fátt okkur al- múganum óviðkom- andi sem varðar lífþessa fólks. Ástir, átök, mistök, undir- ferli, feluleikir og ótrú- legar sér- þarfír leikara íHolly- wood 20. ald- arinn- ar eru sögur til næsta bæjar sem mörgum finnast færaþá einu þrepi neðar í sálartetur stjarn- anna sem á stundum virðast spenn- andi hyldýpi ósagðra leyndarmála sem ættu skilyrðislaust að ná eyrum almennings. I bókinni I Was a Fugitive From a Hollywood Trivia Factory er að finna ótal lista yfir hitt og þetta sem stjömunar hafa dundað sér við gegnum árin. Höfundinum Aubrey Dillon-Malone tekst ágætlega til við að tína til ýmislegt sem flestir les- endur vilja vita en einnig er að finna í bókinni upptalningu atriða sen engum hefði einu sinni dottið í hug að spyija um. Langi þig að vita hvaða leikarar hafa orðið ástfangnir við tökur á kvikmynd og hvaða sam- bönd enduðu með hjónabandi er svörin að fínna í bókinni. Og langi þig að vita um sérþarfir stjarnanna á tökustað, drykkjarvenjur og hver síðustu orð þeirra vora á banabeðin- um hefurðu li"ka fundið handbókina sem hentar. Húmorinn er aldrei langt undan og systir hans, kaldhæðnin, ekki heldur. Sannleiksgildi alls þess efriis sem finna má í bókinni er eflaust ekki 100% enda oft sögur sem geng- ið hafa mann fram af manni. Hvað sem því h'ður er hér á ferðinni einkar skemmtileg lesning með Hafnaði aðalhlutverkinu í Galdrakarlinum í Oz. ágætis fræðslugildi. Er hægt að biðja um meira? Hér á eftir fara nokkrar skemmtilegar sögur frá kvikmyndaborginni Hollywood þar sem ekkert er heilagt. Frægð og frami Fæstir leikarar öðluðust frægð og frama í vöggugjöf heldur þurftu flestir að vinna fyrir henni. Aðrir vora uppgötvaðir af hreinni tilviljun líkt og John Wayne sem var að af- ferma flutningabíl er Raoul Walsh kom auga á hann. Sagan segir einn- ig að það hafi verið hrein tilviljun að Harrison Ford fékk hlutverk í Stjöraustríði þegar hann var að vinna sem smiður í kvikmyndaver- inu en George Lucas hélt að hann væri þar til að fara í áheymarpróf. Áður en leikarinn Jack Nicholson fékk tækifæri á hvíta tjaldinu flokkaði hann aðdáendabréf Tomma og Jenna. Anthony Quinn burstaði skó fyrir framan kirkju eina og Paul Newman var kylfuberi. Robert Mitchum var í sviðsljósinu áður en leikferillinn hófst, hann vann t.d. í fjölleikahúsi og stund- aði hnefaleika af kappi. Sumir leikarar þurftu að ganga í gegnum fjölda misheppnaðra áheymarprófa áður en stóra tæki- færið kom. Ein af fallegustu konum heims, Sophia Loren, lét sér ekki segjast (sem betur fer) þegar leik- sljóri einn sagði henni í áheyraar- prófi að hún hefði of breiðar mjaðm- ir, of stórt nef og alltof stóran munn til að ná nokkrum frama í kvik- myndum. í umsögn eftir fyrsta áheymarpróf Fred Astaire stendur: „Getur ekki sungið. Getur ekki leik- ið. Dansar svolítið.“ En það voru ekki aðeins leiksfjórar sem höfnuðu leikurum, dæmið á það til að snúast við þegar öruggum áfanga á frama- brautinni er náð. Robert Redford hafnaði hlutverki í The Graduate árið 1967 sem kom Dustin Hoffmart á kortið. Baraastjaraan vinsæla Shirley Temple átti í fyrstu að fara með aðalhlutverkið í Galdrakarlin- um í Oz árið 1939 en sökum anna hafnaði hún því og eignaðist þar með harðan keppinaut í Judy Gar- land sem tók að sér hlutverkið. Jodie Foster á leikkonunni Michelle Pfeiffer ýmislegt að þakka því að sú síðarnefnda hafnaði boði um hlut- verk í myndinni Lömbin Þagna sem Foster fékk síðar Óskarsverðlaun fyrir. Fortíðin kvödd Þegar rétta hlutverkið er komið upp í hendurnar er ekki þar með sagt að hið ljúfa líf taki strax við. Fyrst þarf að finna rétta leikara- nafnið og jafnvel að yngja sig aðeins upp. Nafn getur bæði verið til góðs og trafala og þó að skyldleiki sé oft af hinu góða í harðri baráttu Holly- wood er ekki nauðsynlegt að auglýsa hann. Nicolas nokkur Coppola var ekki áljáður í að vera grunaður um að eiga frænda sínum Francis Ford Coppola frægð sína að þakka og breytti því eftimafni sínu í Cage. Þá ákvað Rodolpo Alphonzo Rafaelo Pierre Filibert Gugliemi di Valentina d’Antonguolla að taka upp leikaranafriið Rudolph Valent- ino og Jennifer Anist onopoulus ákvað að stytta eftimafnið í Aniston. Sérþarfir, samningar og slys Samningar leikara segja oft meira en mörg orð um þá stöðu sem þeir hafa náð og það sem þeir komast upp með að krefjast. Gamanleikar- amir Bud Abbott og Lou Costello vildu hafa vaðið fyrir neðan sig og í samningi þeirra var ákvæði sem tryggði að þeir væru ekki ábyrgir ef einhver dæi úr hlátri við að horfa á myndir þeirra. Vörumerki bama- stjörnunnar Shirley Temple voru án efa sætu krullumar enda stóð í samningi hennar að hún yrði alltaf að hafa a.m.k. sex litlar krullur í hárinu fyrir framan myndavélarnar. Þótt það stæði ekki í samningi nýttu margir leikstjórar hennar sér ungan aldur hennar og fengu hana til að fella tár í kvikmyndum með því að segja henni að gæludýrin hennar væru dauð. Þá tryggði Trevor Howard það í samningi sfnum að hann þyrfti aldrei að vinna þegar enSka krikketlandsliðið væri að spila. Robert Redford hefur fengið nóg af aðdáendum sfnum og kaupir alltaf heila sætaröð í flugvélum til að þurfa ekki að tala við þá. Katherine Hepburn þoldi ekki skítugt hár á nokkrum manni og var vön að ganga milli allra á tökustað og þefa af hár- inu áþeim. Frænka hennar, Audrey Hepbum, átti við alvarlegra vanda- mál að strfða en hún bakbrotnaði þegar hún datt af hestbaki við tökur á myndinni The Unforgiven árið 1959. Slysin gerast nefnilega líka í Hollywood og Dustin Hoffman hefur einnig fengið að finna fyrir því. Hann skaut sig í einu atriði myndar- innar Littte Big Man árið 1970 þegar hann reyndi að taka byssuna, sem hlaðin var alvöru skoti, upp úr byssubelt- inu. Verr fór fyrir leikaranum Brandon Lee við Herra Nicolas Coppola. tökur myndarinnar The Crow árið 1994 þegar hann var óvart skotinn til bana með alvörubyssukúlu í atriði þar sem nota átti púðurskot. Leikurum er mörgum kunnugt um það að hæfileikar eru afstætt hugtak í kvikmyndaheiminum og gera óspart grín að því. Starfsheiti Marlon Brando var alltaf „fjárhirð- ir“ í vegabréfi hans og Mickey Rourke sagði eitt sinn að í stað starfsheitisins „leikari" ætti að standa „dýr“ í vegabréfinu. Þá vildi leikarinn Wilfred Hyde-White meina að hann hefði uppgötvað tvennt á ferli sínum sem leikari, í fyrsta lagi að hann hefði enga hæfileika og í öðru lagi að það skipti engu máli. Að leikslokum Það er ýmislegt á sig lagt fyrir frægðina og ekki leggja aðdáendur stjarnanna minna á sig til að komast yfir sem mestar og sóðalegastar upplýsingar um þær. I bókinni I Was a Fugitive From a HoIIywood Trivia Factory er þó sjónum beint að gam- ansögum og spaugilegum upp- ákomum þvf að þegar allt kemur til alls eru Hollywood-stjörnumar að- eins mannlegar eins og ég og þú og lenda í lyndnum jafnt sem alvarleg- um aðstæðum sem eru saga til næsta bæjar. Steven Pinker: The Language Inst- inct: The New Science of Language and Mind. Penguin Books, 2000. Upphafleg útgáfa 1994.548 bls. THE LANGUAGE Instinct kom fyrst út árið 1994 en var í ár end- urútgefin sem kilja enda er hún eitt besta inngangsritið að almenn- um málvísindum sem völur er á fyrir hinn almenna lesanda. Hún er bæði fróðleg og yfirgripsmikil en um leið eins létt og skemmtileg aflestrar og viðfangsefnið framast leyfir. Rauði þráðurinn í bókinni er margþættur rökstuðningur fyrir því, að málhæfni mannsins byggist á eins konar „eðlisávísun", þ.e. sérhæfðri, líffræðilega gef- inni getu til að læra tung- umál með því að fella það að meðfæddum, málf- ræðilegum reglum sem sérhvert tungu- mál verði að hlíta ef börn eigi að geta lært það. Þetta er aldagömul hug- mynd sem var endurvakin og endurbætt af Noam Chom- sky um 1960 og hefur síðan leitt til sann- kallaðrar bylt- ingar í málvís- indum - án þess þó að hafa unnið alla á sitt band. Pinker útlistar hvað í þessari tilgátu fellst og reynir að sýna fram á að hún sé besta skýringin á ýmsum staðreyndum um tungumál, m.a. varðandi málþroska barna, málsk- erðingu fólks með heilaskaða af ýmsu tagi, arfgenga málgalla, táknmál heyrnleysingja og skjóta ummyndun málfræðisnauðra blendingsmála (pidgins) í fullgild tungumál með fastmótaða mál- fræði (creoles). Hann setur tilgát- una einnig í samhengi við nýlegar kenningar og niðurstöður úr öðr- um vísindagreinum, s.s. heilarann- sóknum, þróunarlíffræði og rann- sóknum á gervigreind. Um leið hrekur hann á allsannfærandi og skemmtilegan hátt ýmsar út- breiddar ranghugmyndir um tungumál og eðli þess. Hvort sem maður lætur sann- færast af rökum Pinkers eða ekki, er heillandi að fylgjast með fram- setningu hans enda sameinar hún á sjaldgæfan hátt skýra hugsun, skarpskyggni og kímni. Þema bók- arinnar er á engan hátt byltingar- kennt og sé maður á höttunum eft- ir frumleika eða nýsköpun í kenningasmíð verður að leita víð- ar. Sem blanda af fróðleik og skemmtun er hún hins vegar einkar vel heppnuð. Baldur A. Kristinsson Forvitnilegar bækur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.