Morgunblaðið - 04.10.2000, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.10.2000, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2000 15 Forseta- heimsókn í sólríku veðri s * Forseti Islands, Olafur Ragnar Grímsson, er nú í opinberri heimsókn í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu. Jóhanna K. Johannes- dóttir og Þorkell Þorkelsson slógust í för með fylgdarliði forseta. HEIMSÓKNIN hófst í sólríku og björtu veðri árla dags í gærmorgun. Fyrsti viðkomustaður var við sýslu- mörkin við Hítará þar sem Ólafur K. Ólafsson sýslumaður, Lára Gunnars- dóttir eiginkona hans, héraðsráð Snæfellinga, hreppsnefnd í Kol- beinsstaðahreppi og lögregla tóku á móti forseta og íylgdarliði. Ekið var frá sýslumörkunum að Snorrastöðum í Kolbeinsstaðahreppi þar sem Haukur Sveinbjamarson bóndi var heimsóttur Á bæjartröpp- unum afhenti lítil snót, Ingibjörg Kristjánsdóttir, forseta blómvönd og hlaut kærar þakkir og breitt bros að launum. Höfðinglegar móttökur ferðabóndans, kaffi og nýbakaðar kleinur, voru vel þegnar sem og kankvís ræða hans um raunir og gleði ferðaþjónustunnar. Forseti spurði Hauk hvort ferðaþjónustan gengi ekki vel. Svai-aði bóndi að bragði: „Já, og segðu bankanum það!“ og kunnu viðstaddir vel að meta beinskeytt svarið. Ólafur Ragnar og Haukur ræddu svo nokkuð um þá miklu upp- græðslu lands sem bændur hreppsins hafa lagt ríka rækt við undanfai'na áratugi. Gíesta Kolbeinsstaðahrepps samtímans bíða nú iðagræn tún og búpeningur liggur á beit þar sem áð- ur voru svartir melar. Lopapeysur með hestamynstri Frá Snorrastöðum var haldið að Laugagerðisskóla í Eyja- og Mikla- holtshreppi þar sem nemendur tóku á móti forseta og fylgdarliði. Fjörutíu og fjórir nemendur stunda grunn- skólanám við skólann og tóku þeir all- ir virkan þátt í að gera heimsókn for- setans sem skemmtilegasta. Við skólann er rekinn tónlistarskóli þar sem 70% nemenda stunda nám. Nemendur yngstu bekkjardeild- anna tóku lagið og sungu „Sofðu unga ástin mín“ og „Grænt, grænt, grænt er grasið útá túni“. Forsetanum varð einmitt tíðrætt um stórbrotna fegurð haustlitanna sem klæddu landið feg- urstu tónum innan um snævi þakta fjallstindana. Forsetinn gekk í allar kennslustofur skólans og spurði krakkana um lífið og tilveruna og jafnvel hvort þau ættu lömb, en því Níunda heimsókn forsetans innanlands OPINBER heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Islands, í Snæ- fells- og Hnappadalssýslu er, sam- kvæmt upplýsingum frá skrifstofu forseta Islands, níunda heimsókn hans innanlands síðan hann tók við embætti. 1997 heimsótti forsetinn Suður- Þingeyjasýslu og Dalasýslu og 1998 Seltjarnames og Vestur-Skaftafells- sýslu. 1999 fór forsetinn í tvær heim- sóknir, annars vegar um Eyjafjarð- arsvæðið og hins vegar um Norður-Múlasýslu og Fjarðabyggð. Heimsóknin í Snæfells- og Hnappa- dalssýslu er sú þriðja á þessu ári. Áð- ur hafði forsetinn heimsótt Rangár- vallasýslu og Strandasýslu. svömðu allir nemendur í 1.-2. bekk hátt og snjallt játandi. Hádegisverður var borinn fram í matsal skólans þai' sem allir sátu jafnir, nemendur sem hinir tignu gestir ásamt fjölmörgum íbúum sveitaiinnar, og gæddu sér á fiskibollum og soðnum kartöflum. Að máltíð lokinni færði Sigrún Ólafsdótt- ir, oddviti Kolbeinsstaðahrepps, for- setanum og heitkonu hans, Dorrit Moussaieff, handprjónaðar lopapeys- ur sem Elísabet Hallsdóttir hafði bæði hannað og pijónað. Peysumar vom útpijónaðar með hestamynstri. Forsetinn þakkaði íyrir frábærar móttökur og góðar gjafir, brosti út í annað og sagði: „Þó dæmin sýni að það sé hættulegt að fara á hestbak." Halla Guðmundsdóttir, oddviti Eyja- og Miklaholtshrepps, færði forseta einnig gjöf, handunninn leirvasa með myndum af íslenska þjóðbúningum. Það var Bára Finnbogadóttir, leir- listarkona á Hjarðafelli, sem átti heið- urinn af vasanum sem Ölafur Ragnar sagði að myndi koma í góðar þarfir við að útskýra þjóðbúninginn fyrir er- lendum gestum sem þyrftu ekki nema að snúa vasanum til að fá alla söguna. Hátíðai-andi ríkti innan veggja skólans þegar forsetinn veitti Hvatn- ingarviðurkenningu til þriggja nem- enda sem skara fram úr en það vora þau Guðmundur Margeir Skúlason, Gunnhildur Jónsdóttir og Þorbjörg Dagný Kiistbjörnsdóttir sem fengu hvert um sig Hvatningu fyrir „fi’am- úrskarandi árangui- í íþróttum og af- burða námsárangur". Forsetinn minnti á að viðurkenningin er ekki eingöngu ætluð þeim sem hana hljóta heldur er hún einnig ætluð öllu unga fólkinu í byggðinni. Smalahundar og margmiðlun Frá heimsókninni í Laugagerðis- skóla var haldið á óvenjulega sýningu að Dalsmynni þar sem Svanur Guð- mundsson sýndi ótrúlega smölunar- leikni tíkurinnar Skessu sem hrein- lega lék sér að fénu og virtist skilja hverja skipun sem Svanur kallaði til hennar. Svanui- segir að Skessa þurfi aðeins að sjá til fjárins til að geta smalað því rakleitt heim á hlað. Ábúendur á Dalsmynni rækta smala- hunda og hreifst Doirit mjög af hvolpunum á bænum þeim Kátínu og Vaski enda er hún að sögn Ólafs Ragnars mikil hundaáhugamann- eskja. Lýsuhólsskóli var næsti áningar- staður þar sem fánaborg nemenda og bæjarstjórn Snæfellsnesbæjar tóku á móti forseta. Nemendur skólans hafa tekið ástfóstri við og vai- kynning skólans að miklu leyti í margmiðlun- arformi. Forseti kunni mjög að meta þá nýsköpun sem þar fór fram og hafði orð á hvað væri skemmtilegt að sjá hve vel nemendur og starfsmenn skólans hafa tileinkað sér nýjustu tækni. Ekki síður virtist Ólafur Ragnar hafa gaman af frumkvæði og dirfsku nemenda sem spurðu forseta sinn ófeimin ótal spurninga sem margar viku að því hvaða lið væri í uppáhaldi hjá honum. Iþróttir hvers konar era mjög vinsælar innan skólans og iðk- aðar af ki'afti. Forsetanum vora færð- ar gjafir á Lýsuhóli, afmælisrit skóla- blaðsins og handofin lerkikarfa full af heilsusamlegu ölkelduvatni. Næst var staldrað við í Björgunar- Morgunblaðið/Þorkell Á Snorrastöðum í Kolbeinsstaðahreppi tók Ingibjörg Krisljánsdóttir á móti forsetanum og heitkonu hans og færði þeim blómvönd. í forgrunni glittir í borðalagðan einkennisbúning Ólafs K. Ólafssonar sýslumanns. Smalahundarnir á Dalsmynni sýndu listir sínar og Dorrit Moussaieff sýndi þeim mikinn áhuga. Á myndinni er hún klædd lopapeysu með hestamynstri sem Elísabet Hallsdóttir hannaði og prjónaði handa for- setanum og Dorrit og þeim voru gefnar í Laugagerðisskóla. í samsæti í Laugagerðisskóia veitti Ólafur Ragnar Grímsson, forseti ís- lands, Gunnhildi Jónsdóttur, Þorbjörgu Dagnýju Kristbjörnsdóttur og Guðmundi Margeiri Skúlasyni Hvatningarverðlaun forseta Islands fyrir framúrskarandi árangur í íþróttum og afburða námsárangur. Börnin á Hellissandi sungu fyrir forsetann og heitkonu hans. skólanum að Gufuskálum þar sem Ingi Hans Jónsson fræddi gesti um starfsemi skólans en þar era tekin fyrir öll svið björgunar- og þjálfunar björgunarsveitarmanna. Skólinn er eini sérbúni staðurinn fyrir þjálfun af þessu tagi, að sögn Inga Hans, sem sagði að samræmd fræðsla væri grannurinn að samræmdum aðgerð- um björgunarsveitamanna þegar kall um aðstoð berst. Forseti vai' áhuga- samur um starf skólans og sagði merkilegt hve hrikalega stórbrotin náttúran er eins og framhald á skóla- stofunum því rétt fyrir utan dymar era fjöllin til að klífa, beljandi hafið og sjálfur jökullinn; allt tilvalið til að æfa björgun við hárréttar aðstæður. Grannskólinn að Hellissandi var næsti viðkomustaður og vora móttök- urnar þar ekki síður hlýlegar, þar sem allir nemendur skólans og kenn- arar stóðu úti á skólalóðinni og buðu forseta og fylgdarlið velkomið með því að syngja „ísland ögram skorið". Þegar inn var komið hélt söngvaseið- urinn áfram þar sem nemendur í 1.-3. bekk og leikskólaböm frá Kríubóli sungu lagið „Ég ætla að syngja“ sem þau og gerðu hátt og snjallt og notuðu viðeigandi tákn með textanum. Skóla- stjóri, Hulda Skúladóttir, flutti ávarp þar sem hún rninntist fyrri heimsókna forsetanna Ásgeirs Ásgeirssonai' og Vigdísar Finnbogadóttur til þessarar elstu menntastofnunar Snæfellsness sem hefur verið starfrækt óslitið síð- an árið 1887. Hulda sagði heimsóknir þjóðhöfðingja á landsbyggðarból væru skemmtilegar en einnig nauð- synlegar til að „færa þjóðhöfðingjann nær fólkinu og hvetja það til frekari dáða“. Bara venjulegiir maður Hulda hafði brýnt fyrir nemendum sínum að forsetinn væri bara venju- legur maður og hvert og eitt þeirra gæti einhvern daginn orðið forseti. Nemendur höfðu greinilega hlustað vel á skólastjórann sinn því þrír litlir strákhnokkar tylltu sér í sæti við hlið forsetans, brostu út að eyram ánægð- ir með sessunautinn, og höguðu sér eins og prúðustu siðameistarar. I ávarpi forseta talaði hann um þá „gleði, samkennd, bjartsýni og trú á landið“ sem einkenndi byggðina ásamt sjálfstæði heimamanna. Bjöllu- kór tónlistai'skóla Neshrepps flutti því næst, A Sprengisandi" og „Signir sól“ áður en Guðni Baldur Gíslason, formaðm- nemendafélagsins, færði forsetanum mynd sem allir nemend- ur skólans höfðu unnið að. Hildur Þórsdóttir færði Dorrit blóm og Hilmar Leó Antonsson leik- skóladrengui' afhenti forsetanum mynd eftir leikskólabörnin. Leikskól- inn Krílakot í Olafsvík var svo heim- sóttur þar sem Sigríður Þorsteins- dóttir leikskólastjóri tók á móti gestum. í Ólafsvík vai' komið við á fiskmarkaði Breiðafjarðar sem stofn- aður var árið 1991 að framkvæði sveitarfélaganna og tók til starfa í janúar árið eftir. Tryggvi Óttarsson, framkvæmdastjóri markaðarins, sagði hann í ár vera orðinn stærsta fiskmarkað á Islandi með 25.000 tonna afurðaveltu. Gestunum var sýnt hvemig uppboð fer fram í gegn- um tölvukerfi sem starfrækt er á 23 öðram stöðum á landinu. Á nýspúluðu gólfi markaðarins sýndu nemendui' grannskólans í Ólafsvík stóra sýningu þar sem var að finna viðamikinn fróð- leik um nytjafiska. Sýndir vora lifandi fiskar í búram og aðrir, rétt nýveidd- ir, sem lágu á ís, auk korta og annarra upplýsinga. Forsetinn var afar hrifinn af sýn- ingunni og sagði að sér fyndist mikið tíl koma hvemig námið væri af hug- myndaauðgi samtvinnað við atvinnu- lífið, menninguna og sögu staðarins og nálægðina við fiskimiðin. Forsetinn bað nemendur að ganga með sér um sýninguna, sem þeir gerðu, og flykktust eins og hendi væri veifað í þyrpingu utan um forsetann og miðluðu honum af allri þeúri þekk- ingu sem þau höfðu viðað að sér í und- irbúningi sýningarinnar sem unnin var í samvinnu við Jón Sólmundsson fiskifræðing Hafrannsóknunastofn- unar í Ólafsvík. Dagur var nú að kveldi kominn og því haldið til kvöldverðar á Hótel Höfða í boði bæjarstjómar Snæfells- nesbæjar, sveitarstjómar í Eyrar- sveit og hreppsnefnda í Kolbeins- staðahreppi og Eyja- og Miklaholts- hreppi. Að honum loknum var haldið á fjöl- skyldusamkomu í félagsheimilinu Klifi á Ólafsvík og þar lauk fyrsta degi heimsóknai' forsetans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.