Morgunblaðið - 04.10.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.10.2000, Blaðsíða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ _ MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2000 31 Islands- dagar í E1 Ferrol í Galisíu á Spáni ÍSLANDSDAGAR verða haldnir í borginni E1 Ferrol í Galisíu á Norður-Spáni 2.-8. október. Heimastjórn Galisíu á frum- kvæði að og kostar viðamikla dag- skrá sem haldin er í ýmsum borg- um Galisíu þar sem öllum menningarborgum Evrópu er boð- ið að kynna sína menningu. Hafn- arborgin E1 Ferrol varð fyrir val- inu sem vettvangur fyrir kynningu á Reykjavík. Menntamála- ráðuneytið fól Reykjavík - menn- ingarborg Evrópu árið 2000 að annast skipulagningu og undirbún- ing íslandsdaganna en að þeim koma einnig utanríkisráðuneytið, Ferðamálaráð Islands og Bláa lón- ið. Borgarskjalasafn Reykjavíkur, í samvinnu við Ljósmyndasafn Reykjavíkur og Reykjavíkurhöfn, hefur útbúið ljósmynda- og skjala- sýningu um Reykjavíkurhöfn. Heiti hennar er Og höfnin tekur þeim opnum örmum sem er tilvitn- un í Ijóð Tómasar Guðmundssonar, Við höfnina. Sýningin undirstrikar mikilvægi hafnarinnar sem lífæðar borgar og þjóðar en tengsl borg- anna tveggja birtast ekki síst í mikilvægi hafnarinnar. E1 Ferrol er hafnarborg, miðstöð skipasmíða og sjóflutninga í Galisíu sem er eitt mesta útgerðarhérað Spánar. Svanhildur Bogadóttir, borgar- skjalavörður, opnaði sýninguna við upphaf íslandsdaganna. Gítartríóið Guitar Islancio skip- að þeim Gunnari Þórðarsyni, Birni Thoroddsen og Jóni Rafnssyni leikur íslensk þjóðlög á tvennum tónleikum. Islensk matarvika Matreiðslumeistari Bláa lónsins stendur fyrir íslenskri matarviku og reiðir fram ýmsa rétti úr ís- lensku hráefni. Þá verða sýndar tvær íslenskar kvikmyndir með spönskum texta: Börn náttúrunnar eftir Friðrik Þór Friðriksson og Svo á jörðu sem á himni eftir Kristínu Jóhannsdóttur. Haldin verður ráðstefna um ís- land undir heitinu ísland: Svip- mynd af eyju í Atlantshafinu. Fyr- irlesari verður José Antonio Fernández Romero, prófessor í norrænum fræðum við Vigo há- skóla. Islandsdögunum lýkur með sýn- ingum Leikhússins Tíu fíngur á brúðuleikritinu Leifur heppni sem sýnt hefur verið hér á landi og vestanhafs. Guitar Islancio og brúðuleikritið Leifur heppni eru á dagskrá Reykjavíkur - menningarborgar Evrópu árið 2000 sem jafnframt leggur fram ljósmynda- og skjala- sýninguna til íslandsdaganna í E1 Ferrol. Menningar-, fjölmiðla- og ferða- málaráðherra í heimastjórn Galisíu opnaði Islandsdagana en við opn- unina fluttu m.a. ávörp Sigríður A. Snævarr sendiherra íslands í Frakklandi og á Spáni og Skúli Helgason framkvæmdastjóri inn- lendra viðburða hjá Reykjavík - menningarborg Evrópu árið 2000. Blaðamannafundur var haldinn í tengslum við opnunina. Menningarborgirnar Reykjavík og Santiago de Compostela hafa átt samstarf á árinu í verkefnum eins og Raddir Evrópu og Codex Calixtinus og eitt helsta samstarfsverkefni þeirra, sjávarút- vegssýningin Lífið við sjóinn, verð- ur opnað í Santiago de Compostela sunnudaginn 1. október. Borgin Santiago de Compostela er mið- stöð stjórnsýslu í Galisíuhéraði á Norður-Spáni. Hljómlistarlaukar framtíðar TOJVLIST Háskólabfó HÁTÍÐARTÓNLEIKAR 70 ára afmælistónleikar Tónlistar- skólans í Reykjavík. Páll Isólfsson: Hátíðarmars. Jón Nordal: Píanókonsert (1956); Tsjækovskij: Sinfónía nr. 4 í f Op. 36. Víkingur Heiðar Ólafsson, pianó; Hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík u. stj. Bernharðs Wilkinson. Sunnudaginn 1. október kl. 14. ÞAÐ er kannski ekki nema eðli- legt í samfélagi lengst af fátækra bænda og sjómanna, að sú listgrein sem dýrust er í rekstri skuli jafn- framt hafa orðið síðust til að festa rætur, og er þeirri rótfestu þó ekki fulllokið meðan bíður umgjörð við hæfi um flaggskip íslenzkrar hljómlistar - þ.e. tónlistarhús utan um Sinfóníuhljómsveit Islands og aðra tónlistarviðburði til hátíðar- brigða. Aftur á móti ber að þakka fyrir þegar unna áfanga, og á hátíð- artónleikunum fyrir troðfullu Há- skólabíói s.l. sunnudag var einmitt ein meginforsenda íslenzkrar at- vinnutónlistarmennsku í brenni- depli - stofnun fyrsta tónlistarskóla landsins 1930. Þá réð ekki góðæri okkar tíma, heldur var þvert á móti nýskollin á heimskreppa. En fram- sýni og bjartsýni stofnenda nægði engu að síður til að ryðja helztu ljónum úr vegi og búa þar með í hag- inn fyrir drauminn um sinfón- íuhljómsveit þá sem varð að veru- leika tuttugu árum síðar. Þótt fleiri tónlistarskólar hafi komið til sögunnar á seinni áratug- um, stendur Tónlistarskólinn í Reykjavík enn í fylkingarbrjósti æðri tónlistarmenntunar í landinu líkt og í upphafi, enda hefur megnið af þeim hljómlistarmönnum okkar sem hæst ber í hljómsveitar- og kammerleik lagt þar grunninn að ferli sínum. Nú á sjötugsafmælinu stendur Tónlistarskólinn á kross- götum með aðsteðjandi rekstri Listaháskólans nýja, og verður þar vonandi ekki aðeins lagður formleg- ur akademískur grundvöllur að æðstu tónlistarmenntun landsins, heldur einnig búið svo um hnúta að tónlistarnemar geti lokið fullu fag- legu námi án þess að þurfa að sækja framhaldsnám erlendis, ef þeir kjósa svo. Gullrend prófskjöl eru til margs nýtileg, en í listum - og kannski sér- staklega í tónlist - gildir umfram allt það sem maður getur hér og nú. Til marks um þetta var, auk hins lif- andi flutnings, á boðstólum nýr hljómdiskur með leik Hljómsveitar TR í upptöku Ríkisútvarpsins. Þá voru eftir ávörp Baldvins Tryggva- sonar formanns skólanefndar og Halldórs Haraldssonar skólastjóra að loknum Hátíðamars Páls ísólfs- sonar sýnd ágrip af sögu skólans af myndbandi, og eftir hlé svipmyndir úr skólalífinu af sama miðli, og féll allt í góðan jarðveg meðal hlust- enda. Hljómsveit Tónlistarskólans var að þessu sinni í fjölmennara lagi eða um 80 manna, með þáttöku 12 nem- anda úr öðrum tónlistarskólum. At- hyglivert var það tímanna tákn hversu hlutföllum kynja var mis- skipt - aðeins þriðjungur hljóm- sveitarmanna var skipaður piltum, eða 27, og kastaði þó tólfum í strengjum (53), þar sem þeir námu ekki nema 15% eða 8 alls. Væri það verðugt félagsfræðilegt rannsókn- arefni að varpa ljósi á hvað veldur þessu tiltölulega áhugaleysi pilta og hvort sé í samræmi við það sem ger- ist erlendis, þó að sá grunur læðist óneitanlega að manni að bág launa- kjör hljómlistarfólks hér á landi, og kannski líka leifar af gamaldags fyr- irvinnuhlutverki karla, hafi sitt að segja. Einnig bentu hlutfallslega fáskipaðir kontrabassar (3) og víól- ur (8) til að örva þyrfti áhuga nem- enda á þeim hljóðfærum. Það var vel til fundið í ánægjulegu tilefni dagsins að láta nemenda- hljómsveitina flytja m.a. verk eftir tvo fyrrverandi skólastjóra TR. í upphafi lék hljómsveitin Hátíðar- mars Páls Isólfssonar, glaðhlakka- legt og á köflum allstórskorið róm- antískt verk er lýkur á kóralnum kunna Úr útsæ rísa íslands fjöll. Hljómsveitin lék af fersklegum þokka, þó að einkum strengjasveitin hefði mátt vera aðeins meitlaðri í hrynjandi og stundum þungstígari, hið síðara eflaust sumpart sakir fá- liðunar í kontrabassa. Hinn aðeins 16 ára gamli Víkingur Heiðar Ólafs- son var í krefjandi einleikshlutverki í stuttum en átakamiklum Konsert Jóns Nordal fyrir píanó og hljóm- sveit frá 1956, og er óhætt að segja að sjaldan hafi íslenzkur píanisti jafnsnemma á ferli kvatt sér hljóðs með jafnglæsilegum hætti. Ætti snörp og tæknilega örugg frammi- staða Víkings að vekja miklar vonii- um framtíð hans á hvítum nótum og svörtum. Síðust á dagskrá var 4. sinfónía eftir stórmeistara melódíunnar, Pjotr Tjækovskíj, samin 1877 eftir fyrstu kynni (og ávallt aðeins bréf- lega) þeirra Nadesjdu von Meck, forríkrar ekkju í Moskvu, sem næstu 13 ár styrkti tónskáldið til smíða, enda verkið tileinkað henni. Hljómkviðari hefur verið kölluð „ör- lagasinfónía" rússneska snillingsins og lýsir skv. prógrammi hans í bréfi til velgjörðarkonu sinnar ægivaldi örlaga og úrræðaleysi mannsins með tilheyrandi sterkum geðsveifl- um. Engu að síður verða bjartsýnni hliðar tilverunnar og jafnvel ávæn- ingur af skopi oft ofan á, og líkt og t.a.m. Rómeu og Júlíu forleikurinn er þetta svipmikla verk kjörið við- fangsefni æskulýðshljómsveita, m.a. vegna tíðra tilfinningabrigða og krafna verksins um þrótt og snerpu. Undir hvetjandi stjórn Bernharðs Wilkinson var margt geysivel leikið af unga hljómlistarfólkinu, sem ekki sízt í voldugum túttí-köflum náði að opinbera því sem næst „prófessj- ónalan" hljóm. Pizzicato-þáttinn fræga (III.) vantaði að vísu kraft og samtaka snerpu, og þó að jaðri við stórmæli að hafa hátt um það nú á tímum, hvarflaði að manni hvort kraftinn hefði skort í sama mæli, hefðu piltar verið í meirihluta í strengjum. Einnig bar svolítið á óhreinleika í sellóum aftarlega í II. þætti, en að öðru leyti var flutning- ur hljómsveitarinnar í heild af þeim kalíber, að með fastmótuðu æfing- arstarfi í líkingu við það sem gerist í erlendum tónlistarháskólum var hér auðheyranlegur kominn efniviður í sinfóníuhljómsveit sem gæti jafnvel staðið flaggskipinu vestur á Melum á sporði þegar bezt lætur. Rikarður Ö. Pálsson Leikfélag fslands A sama tíma að ári Sigurður Tinna Siguijónsson Gunnlaugsdóttir UM NÆSTU helgi hefjast að nýju sýn- ingar hjá Leikfélagi Islands á gamanleik- ritinu vinsæla „A sama tíma að ári“ sem sýnt var fyrir fullu húsi á yfir hundrað sýningum í Loftkastalanum árin 1996-1998. Ástæða þess að sýningin er tekin upp að nýju er upphitun fyi-ir seinni hluta verksins, „Á sama tíma síðar“, sem frumsýndur verður í Loftkastalanum í lok október. Gefst nú kjörið tækifæri fyrir þá sem misstu af gömlu sýn- ingunni til að sjá hana áður en þeir sjá seinni hlutann. Einungis verða þrjár sýningar á Á sama tíma að ári. Á sama tíma að ári var frumsýnt 19. júní 1996. Leikritið fjallar um Georg og Dóru sem eru bæði harð- gift, bara ekki hvort öðru. Þau hittast í laumi á sama stað á sama tíma ár hvert í þrjátíu ár. Það eru Sigurður Sigurjónsson og Tinna Gunnlaugsdóttir sem fara með hlutverk Georgs og Dóru, en leik- stjóri er Hallur Helgason. Sýningarnar verða föstudaginn 6. okt., sunnudaginn 15. okt. og föstudaginn 20. okt. í Loftkast- alanum. 2000 Miðvikudagur 4. október KAFFILEIKHÚSIÐ Háaloft - Á mörkunum Bandalag íslenskra atvinnu- leikhópa frumsýnir sex ný sviðs- verk um ísland og íslendinga á leiklistarhátíð sjálfstæóu leik- hópanna í september og október og eru verkin öll eftir íslenska höfunda. „Háaloft" er einleikur um konu með geðhvarfasýki eftir Völu Þórsdóttur og er sýnt undir merkjum íslandsútibús The lcela- ndic Take Away Theatre. LISTASAFN REYKJAVÍKUR KL. 13-18 cafe9.net KinderCargo, verk- stæði þar sem börn geta unnið efni og skrifast á við jafnaldra í hinum borgunum (13-15). Kl. 15-18 Virtual Voices Cyberfem- inist workshop. Fjölbreytt dag- skrá frá Brussel þar sem sýndar eru myndir, framkvæmdir gjörn- ingar og rætt á fræðilegum nót- um um Cyberfeminisma. www.cafe9.net www.reykjavik2000.is, wap.olis.is Tímarit • Tímaritíð Islenskt mdl og al- menn málfræði, 21. árgangur, fjall- ar um íslenska málfræði. Fremst í heftinu eru fáein minn- ingarorð um dr. Sigríði Valfells málfræðing, en hún lést haustið 1998, aðeins sextíu ára að aldri. Sig- ríður lauk doktorsprófi í málvísind- um frá Harvard-háskóla 1967 og kenndi m.a. við Washington-háskóla í Seattle í Bandaríkjunum og við Columbia-háskólann í New York. Auk fræðilegra greina skrifaði Sig- ríður m.a. kennslubók í fornís- lensku, ásamt James E. Cathey, og sú bók kom út hjá Oxford Univers- ity Press. Fyrsta fræðilega greinin í heftinu er eftir Gunnar Harðarson og fjall- ar um Fyrstu málfræðiritgerðina svonefndu og hvað höfundur þeirrar ritgerðar kunni að eiga við með þeim orðum að Islendingar og Eng- lendingar hafi á 12. öld verið „einn- ar tungu“, eins og hann orðar það. - Jón G. Friðjónsson skrifar um þró- un forsetningarliða með orðinu mót, móti eða móts (t.d. mót suðri, móti mér, móts við Rauðhóla) og rekur tilbrigði af þeim í aldanna rás. - Jörgen Pind á grein um skynjun hljóðlengdar og aðblásturs, þar sem hann sýnir m.a. fram á að það eru ekki aðeins lengdarhlutföll sam- hljóða og sérhljóða sem ráða því hvernig við greinum á milli orða eins og sek, segg eða sekk heldur ræður hljóðgildi (eða hljóðróf) sér- hljóðsins einnig nokkru. - Þorsteinn G. Indriðason ritar um eignarfalls- samsetningar og önnur samsett orð í íslensku og veltir m.a. fyrir sér spumingunum um það hvers vegna við segjum vélhjól en vélarhljóð (stofnsamsetning í fyrra tilvikinu, eignarfallssamsetning í því síðara), hvers vegna eyrnastór en keppnis- maður (eignarfall fleirtölu í fyrra tilvikinu en einhvers konar teng- ihljóð í því síðara) - og hvers vegna samsetningar eins og Aftureldings- menn koma upp, en slík dæmi hafa m.a. heyrst í íþróttafréttum. í síðari hluta heftisins eru ýmsar smærri greinar um málfræðileg efni. Helgi Skúli Kjartansson legg- ur orð í belg um svonefndan eignar- fallsílótta og ástæður hans. - Her- mann Pálssón fjallar um keltneskar þjóðir og tungur og heiti á þeim, í tHefni af útkomu bókar Helga Guð- mundssonar Um haf innan. - Loks skrifar Hjalmar P. Petersen um hljóðavíxl í færeysku og Höskuldur Þráinsson veltir fyrir sér spurning- unni um það hversu margar tíðir séu í íslensku máli og hvaða aðferð- um megi beita til að skera úr um það. Þá eru að venju smáþættir um einstök orð og orðfæri. Guðrún Kvaran skrifar um orðin kerling og karl og orð leidd af þeim (kerlingar- bloti, kerlingarsopi, kerlingarvæll..., karlagrobb, karlpúta, karlskrattans- tuska...) en Gunnlaugur Ingólfsson fjallar um orð yfir ólíkar gerðir skónála (fjaðranál, varpnál, þrístr- enda...) og um skekkijám, þ.e. járn til að skekkja sagartennur (skekkij- árn, skakktenningartöng, útleggj- ari...). Einnig eru nokkrir ritdómar í tímaritinu. Berglind Steinsdóttir skrifar um bók Jóhönnu Barðdal o.fl„ Nordiska, Guðrún Kvaran skrifar um útgáfu og þýðingu Jóns Axels Harðarsonar á málfræði Jóns Magnússonar, Grammatica Island- ica, Sigurður Konráðsson ritdæmir Mályrkju I-III eftir Þórunni Blönd- al (I-II) og Höskuld Þráinsson og Silju Aðalsteinsdóttur (III), og loks skrifar Ilöskuldur Þráinsson um bók Jörgens Pind, Sálfræði ritmáls og talmáls. Aftast í ritinu eru svo ritfregnir sem ritstjórinn hefur tekið saman um nýlegar málfræðibækur og kennslubækur í málfræði eða móð- urmáli, alls um 30 bækur. Ritinu lýkur svo á skýrslu formanns ís- lenska málfræðifélagsins og nokkr- um orðum frá ritstjóra. Islenska málfræðifélagið gefur heftið út, sem er alls 280 bls. ís- lenska málfræðifélagið sér um dreifingu ritsins, en heimilisfang þess er í Arnagarði v. Suðurgötu, 101 Reykjavík (malfel@ismal.hi.is; www.ismal.hi.is). Ritið kostar tæpar 3.000 kr. í áskrift, en auk þess mun það fást í helstu bókaverslunum, a.m.k. á höfuðborgarsvæðinu. Hjá afgreiðslu tímaritsins er líka hægt að fá alla útkomna árganga á sér- stöku tilboðsverði, kr. 16.000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.