Morgunblaðið - 04.10.2000, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Sjávarútvegsráðherra segir koma til greina að breyta lögum um erlendar fjárfestingar
Sj ávarútvegsfyrir-
tækin þurfa að vera
stærri og öflugri
SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA
segist fagna umræðu um hvort
breyta eigi lögum um takmarkanir á
eignaraðild erlendra aðila í íslensk-
um sjávarútvegi enda eðlilegt að
lagaumhverfi og reglugerðir af
þessu tagi væru í sífelldri endur-
skoðun. Þetta kom fram í erindi
Árna Mathiesen, sjávarútvegsráð-
herra, á fjölmennum fundi sem
greiningardeild Kaupþings stóð fyr-
ir í gær um stöðu og horfur í sjávar-
útvegi.
Árni sagði að nokkur umræða hafi
átt sér stað að undanförnu um það
hvort ástæða væri til þess að breyta
lögum um takmörkun á eignaraðild
erlendra aðila í íslenskum sjávarút-
vegi.
Litlar fjárfestingar erlendra aðila
Staðreyndin væri hins vegar sú að
samkvæmt þeim gögnum sem hann
hefði aflað sér væri lítið um fjárfest-
ingar erlendra aðila í íslenskum
sjávarútvegi. Ráðherra sagðist ekki
hafa orðið var við aukinn þrýsting
erlendis frá um að aflétta þeim
hömlum sem nú séu í gildi. Hann
hefði hins vegar að undanförnu verið
að velta fyrir sér þeirri spurningu
hvort þær aðstæður hefðu nú skap-
ast að rétt væri að gera breytingar á
lögunum. Ráðherra sagði að grund-
vallaratriðið í núgildandi lögum væri
að íslensk sjávarútvegsfyiirtæki
væru undir fullum yfirráðum ís-
lenskra aðila. í þessu sambandi yrði
að hafa það í huga hversu auðvelt er
að nýta auðlindina í hafinu kringum
Island án þess að menn þurfi nokk-
um tíma að koma hér á land.
Kemur til greina
að endurskoða lögin
Þá verði og að taka tillit til þess að
samkvæmt núgildandi lögum sé það
hlutfall sem erlendir aðilar geti eign-
ast í íslenskum sjávarútvegsfyrir-
tækjum ekki lágt. Það ætti að nægja
fjárfestum sem vilji taka þátt í arð-
sömum og traustum fyrirtækjum
með það að markmiði að tryggja sér
góða ávöxtun þótt það fullnægi ekki
þeim fjárfestum sem vilji eignast
áhrifahlut í fyrirtækjum og ákvarða
stefnu þeirra. Ráðherra sagði eðli-
legt að spyrja sig þeirrar spurningar
hvort íslendingar þurfi erlenda fjár-
festa til þess að nýta auðlindina. Að
sínu mati sé ekki þörf á því.
Sjávarútvegsráðherra tók hins
vegar fram að íslensk sjávarútvegs-
fyrirtæki og fyrirtæki í stoðgreinum
sjávarútvegs hafi verið að fjárfesta
víða um heim og það hljóti að vera af
hinu góða að samstarf innlendra og
erlendra fyrirtækja skuli vera að
færast í aukana. Það væri mikill
akkur í því ef hægt væri að auðvelda
sjávarútvegsfyrirtækjum að laða til
sín erlent fjármagn og erlenda sam-
starfsaðila til þess að fara í enn öfl-
ugri útrás. Það sé í þessu samhengi
sem komi til greina að endurskoða
reglur um fjárfestingar erlendra að-
ila í íslenskum sjávarútvegi. Rétt
væri hins vegar að taka fram að hér
væri um viðkvæmt og flókið mál að
ræða vegna þess hversu mikilvægur
sjávarútvegur væri í íslenska hag-
kerfinu. Þvi væri nauðsynlegt að
fara varlega og rétt væri að árétta
að yfirráð yfir auðlindinni verði að
vera í höndum íslendinga.
Ekkert fyrirtæki farið að nálgast
þakið í aflaheímildum
Sjávarútvegsráðherra sagði að
undanfarið hefði hann oft verið
spurður hvort ekki væri rétt að
breyta reglum um hámark á sameig-
inlegri aflahlutdeild fiskiskipa í eigu
einstakra aðila. Þau rök hafi verið
færð fram að hámarkið hafi hugsan-
lega haft áhrif á yfirstandandi sam-
runaferli í íslenskum sjávarútvegi á
þann hátt að það hafi komið í veg
fyrir aukinn samruna fyrirtækja í
greininni. Ráðherra tók fram að
ekkert fyrirtæki í greininni virðist
vera farið að nálgast það þak sem
sett hefði verið. Stærsta einstaka fé-
lagið sé með um 6,22% af áflaheim-
ildum. Á Alþingi hafi verið pólitísk
samstaða um það að margir aðilar
kæmu að nýtingu auðlindarinnar og
hámarksreglur bæri að skoða í því
ljósi. Auðlindanefnd hafi hins vegar
bent á að forsendur hafi breyst þar
sem öll stærstu félögin séu orðin al-
menningshlutafélög og að fjöldi
hluthafa og dreifing eignaraðildar
innan þeirra skipti ekki minna máli
þegar haft er í huga að sem flestir
landsmenn hafi hagsmuni af nýtingu
auðlindarinnar. Endurskoðunar-
nefnd hafi nú tekið við skýrslu
auðlindanéfndar og tillagna frá
henni sé að vænta fyrir lok þessa árs
og þá einnig um reglur um hámark í
aflaheimildum. Verði gerðar tillögur
um breytingar megi vænta þess að
þær verði gerðar í samhengi við
breytingar á fiskveiðistjórnunarlög-
gjöfinni.
Sjávarútvegur of tengdur
byggðasjónarmiðum
í erindi Róbert Sighvatssonar,
stjórnarformanns SH, kom fram að
helstu veikleikar í sjávarútvegi væru
meðal annars að hann væri enn of
tengdur byggðasjónarmiðum. Stað-
reyndin væri hins vegar sú að kvótar
hefðu ekki flust til Reykjavíkur
heldur á milli landsbyggðarsvæða;
kvótinn leiti einfaldlega þangað þar
sem arðsemin er mest og það sé af
hinu góða. Þá benti Róbert á að áhrif
sjómanna væru of sterk og nauðsyn-
legt væri að ná fram breytingum,
þeirra hluti af launakökunni væri
orðinn of stór. Róbert taldi einnig
skorta verulega á faglega umræðu
um sjávarútveginn, alltof algengt
væri að fjallað væri um greinina á
neikvæðan hátt og slagorð á borð við
sægreifa og kvótabrask yfirgnæfðu
skynsamlega umræðu. Að sínu mati
væru fyrirtækin þvert á móti of lítil
og að það stæði greininni fyrir þrif-
um. Langflest þeirra væru með
veltu á bilinu þrjá til fimm milljarða
og það væri hreinleg of lítið. Að mati
Róberts er hræðsla við stórfyrirtæki
í sjávarútvegi ástæðulaus eryíáh'
mætti til að mynda benda á að út>
gerð á Nýja-Sjálandi, sem menn
bæru sig gjarna saman við, væri að
mestu í höndum aðeins tveggja
stórra fyrirtækja. Því væri nauðsyn-
legt að breyta reglum um aflahá-
mark svo hagræða megi enn frekar í
greininni. Þá gagnrýndi Róbert
stjórnvöld fyrir þá óvissu sem sjáv-
arútvegsfyrirtækin búi við, það sé
algert skilyrði að greinin búi við
svipuð starfsskilyrði og önnur fyrir-
tæki og geti markað stefnu fram í
tímann.
Losa þarf um hömlur á erlendri
fjárfestingu og í aflahlutdeild
Takmarkanir á fjárfestingum er-
lendra aðila geri það einnig að verk-
um að sjávarútvegsfyrirtækin geti
ekki sótt jafnmikið fjármagn erlend-
is eins og æskiiegt væri og nauðsyn-
legt væri að losa um þær hömlur svo
greinin nái að vaxa og skila viðun-
andi arði. Tækifærin fælust í því að
sameina enn frekar í sjávarútvegi, fá
inn erlenda fjárfestingu og skapa
þannig grundvöll fyrir sterk fyrir-
tæki sem gætu ráðið við frekari út-
rás. Þá væri greinilega möguleiki á
því að gera ísland að alþjóðlegri
fjármálamiðstöð í sjávarútvegi enda
væru sjávarútvegsfyrirtæki óvíða
skráð á markaði líkt og hér tíðkast.
Þá væri það verkefni stjórnvalda að
skapa skýra stefnu til langs tíma þar
sem sömu leikreglurnar giltu fyrir
alla í sjávarútvegi.
Kvótaþak þegar orðið vandamál
Brynjólfur Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Granda, fjallaði um
verðþróun sjávarafurða og helstu
breytingar á framboðshliðinni og um
sterkari stöðu stórmarkaða í inn-
kaupum á fiski. Að mati Brynjólfs
eru ekki miklar líkur á því að raun-
verð sjávarafurða muni hækka frá
því sem nú er og því sé aukin þörf á
hagkvæmni í framleiðslu. Til þess
þurfi sjávarútvegsfyrirtækin að
verða stærri og öflugri, aflétta þurfi
kvótaþaki enda væri það ljóst að það
kæmi í veg fyrir frekari samruna
fyrirtækja auk þess sem fyrirtæki
væru farin að nálgast hámark í ein-
stökum fisktegundum, þannig ætti
Grandi nú 17% í karfa og væri kom-
inn fast að þakinu sem væri 20% og
Grandi gæti augljóslega ekki farið út
í samrunaviðræður við hin stærri
fyairtæki þótt það gæti verið skyn-
samegt.
^ Skapa þarf skilyrði fyrir
vexti í greininni
Guðbrandur Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Útgerðarfélags Akur-
éyringa, benti á að fækkað hefði í
togaraflotanum um sextán skip á
síðustu tveimur árum og þeir væru
nú 86 talsins. Á sama tíma hefði
smærri bátum fjölgað verulega og
að það væri vafasöm þróun. Að mati
Guðbrands er líklegt að samanburð-
ur við önnur fyrirtæki á hlutabréfa-
markaði með tilkomu Norex muni
reynast íslenskum sjávarútvegsfyr-
irtækjum erfiður og hætt við að þau
reynist dýr fjárfesting.
Þær aðgerðir sem Guðbrandur
telur að þurfi að grípa til eru einkum
fólgnar í því að stjórnvöld taki af
þakið um hámarksafla í einstökum
tegundum og eins í heildaraflaheim-
ildum. Sem dæmi mætti nefna að ef
algert hrun yrði í loðnuveiðum gæti
ÚA allt í einu lent í þeirri stöðu að
vera komið yfir leyfileg mörk í heild-
arkvóta. Nauðsynlegt væri að
stækka sjávarútvegsfyrirtækin. Það
væri sá þröskuldur sem komi í veg
fyrir útrás íslenskra sjávarútvegs-
fyrirtækja og alþjóðavæðingu
þeirra. Þá þurfi og að aflétta öllum
takmöfkunum á framsali aflaheim-
ilda líkt og auðlindanefnd hafi lagt til
og jafnframt að nema burt takmark-
anir á fjárfestingum erlendra aðila í
íslenskum sjávarútvegi. Þetta séu
meginskilyrðin fyrir því að skapa
sjávarútveginum á íslandi frekari
vaxtarmöguleika og sóknarfæri.
íslandssimi og TeleTænasten hefja fjarskiptarekstur í Færeyjum
Útrás fyrir-
tækisins hafín
ÍSLANDSSÍMI og færeyska fjar-
skiptafyrirtækið TeleTænasten til-
kynntu í gær um stofnun nýs fjar-
skiptafyrirtækis í Færeyjum, TeleF.
Fyrirtækið, sem er í jafnri eigu
Islandssíma og TeleTænasten, mun
bjóða upp á talsímaþjónustu í Fær-
eyjum, millilandasímtöl, netþjónustu
og gagnaflutninga. Þjónustan hefst á
þessu ári og er stefnt að útvíkkun á
starfseminni innan tíðar, þar með
töldum rekstri á GSM-þjónustu.
Greint var frá stofnun fyrirtækisins
á blaðamannafundi sem fyrirtækin
héldu í Norðurlandahúsinu í Fær-
eyjum í gær og við sama tækifæri
var jafnframt skrifað undir sam-
komulag við alþjóðafyrirtækið Er-
iesson um kaup á tækjabúnaði til
rekstrarins. Þar er um að ræ.ða sím-
stöð og síma- og netlausnir. Hafist
verður handa við uppsetningu á bún-
aðinum á næstu dögum.
Veltan á færeyska fjarskipta-
markaðnum um tveir milljarðar
I tilkynningu frá fyrirtækjunum
segir að samstarf TeleF við Islands-
síma lágmarki fjárfestingu TeleF í
tækjabúnaði og að heildarfjárfesting
fyrirtækisins verði undir 10 milljón-
um danskra króna, eða undir 95
milljónum íslenskra króna. Þá segir í
tilkynningunni að TeleF sé fyrsta
fjarskiptafyrirtækið í einkaeigu í
Færeyjum til þess að veita almenna
alhliða fjarskiptaþjónustu. Til þessa
hafi TeleTænasten rekið takmark-
aða fjarskiptaþjónustu en færeyski
Landssímin hafi verið markaðsráð-
andi. TeleF muni fyrst og fremst ein-
blína á að veita færeyskum heimilum
og fyrirtækjum betri þjónustu en
staðið hefur til boða fram að þessu.
Jafnframt sé búist við að með til-
komu nýs fyrirtækis lækki verð á
fjarskiptaþjónustu í Færeyjum.
Fram kemur í tilkynningunni að lyk-
ilmenn hafi þegar verið ráðnir til
nýja fyrirtækisins. Þeir komi víða að
en hafi mikla starfsreynslu úr fjar-
skiptageiranum í Færeyjum og Dan-
mörku.
Samkvæmt tilkynningu fyrirtækj-
anna nam velta færeyska fjarskipta-
markaðarins tæpum 220 milljónum
danskra króna á síðasta ári, sem
svarar til um 2ja milljarða íslenskra
króna, og jókst hún um 20% frá árinu
áður. Stærsti hluti vaxtarins er á
farsímasviði og netþjónustu.
Framkvæmdastjóri TeleF er Billy
Hansen. Hann sagði á fundinum í
Færeyjum í gær að fyrirtækið
stefndi að því að ná 10-15% mark-
aðshlutdeild á færeyska fjarskipta-
markaðnum eftir eitt ár. Möguleikar
fyrirtækisins á að ná því markmiði
væru góðir því einungis um 25%
Færeyinga eigi og noti farsíma í dag.
Færeyjar geta fært
Íslandssíma góða reynslu
Fram kom í máli Eyþórs Arnalds,
framkvæmdastjóra Islandssíma, að
útrás Íslandssíma væri hafin með
stofnun TeleF. Færeyjar væru góð-
ur staður til að byrja á og þar gæti
Islandssími fengið góða reynslu í
hvernig það sé að starfa með heima-
aðilum erlendis. „Þá fæst með þessu
einnig betri nýting á fjárfestingum
fyrirtækisins. Íslandssími er einn af
eigendum Cantat-3 sæstrengsins
sem liggur frá Norður-Ameríku, um
ísland, Færeyjar og austur um haf
til Bretlands. Það þarf því ekkert að
gera nema tengja Færeyjar við
strenginn,“ sagði Eyþór.
TeleTænasten var stofnað fyrr á
þessu ári og er í jafnri eigu fær-
eyskra einstaklinga og íslenska fyr-
irtækisins Radíómiðunar. Það hefur
sérhæft sig í gervihnattaþjónustu
við fiskiskip og útgerðir en yfirtók á
þessu ári millilandasímaþjónustu
sem starfrækt hefur verið í Færeyj-
um um árabil.
Stjórnai-menn í TeleF eru fimm,
þrír frá TeleTænasten og tveir frá
Islandssíma. Michale Jackson, for-
maður stjómar TeleF, sagði í Fær-
eyjum í gær að stefnt væri að skrán-
ingu TeleF á hlutabréfamarkað
fljótlega. Fyrirtækið yrði þá fyrsta
færeyska fjarskiptafyrirtækið á
þeim markaði.