Morgunblaðið - 04.10.2000, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.10.2000, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2000 17 AKUREYRI Þriggja mánaða gamall drengur með mikinn hjartagalla Söfnun hafin fyrir fjölskyldu drengsins PRESTARNIR í Akureyrar- kirkju, þau Svavar A. Jónsson og Jóna Lísa Þorsteinsdóttir, hafa sent frá sér fréttatilkynn- ingu þar sem þau hvetja alla sem eitthvað geta látið af hendi rakna til að sýna fjölskyldu Ey- þórs Daða Eyþórssonar, þriggja mánaða gamals Akur- eyrings, sem fæddist með mik- inn hjartagalla, samhug og stuðning í verki. Eyþór Daði fæddist á þjóðhá- tíðardaginn, 17. júní síðastlið- inn, með mikinn hjartagalla. Fyrsta mánuð ævi sinnar dvaldi hann á sjúkrahúsi í Reykjavík en eftir það þurfti hann að fara til Boston í Bandaríkjunum. Þar gekkst hann undir mjög erfiða sjö tima skurðaðgcrð og var næstu átján dagana á sjúkrahúsi þar ytra. Aðgerðin úti gekk vonum framar og kom Eyþór Daði loks aftur heim til Akureyrar 2. september síðast- Iiðinn. Hann verður þó undir stöð- ugu eftirliti lækna áfram, fer suður í hjartaþræðingu eftir áramót og þarf ef til vill aftur út til Bandaríkjanna í aðra minni aðgerð. Hefur barist fyrir lífi sínu frá fæðingu Eyþór Daði hefur því þurft að berjast fyrir lífi sínu frá fæðingu og hefur sýnt aðdáun- arvert þrek og seiglu, segir í frétt frá prestunum. Foreldrar hans, ungt fólk, hafa ekkert getað unnið frá sama tíma og er vandséð að þau geti hafið störf á ný. Eyþór Daði á tvö eldri systkini, fjögurra og sex ára. Þessi fjölskylda hefur því orðið fyrir mikilli lífsreynslu. Fjárhagur hennar er nánast í rúst og þau þurfa á stuðningi okkar að halda, segir ennfrem- ur í frétt prestanna. Opnaður hefur verið reikn- ingur í Landsbanka íslands, Brekkuútibúi á Akureyri, nr. 8800, og hvetja prestarnir sem áður segir alla þá sem eitthyað geta látið af hendi rakna til að sýna fjölskyldu litla drengsins samhug og stuðning í verki. Mikið eignartjón varð í árekstrinum. Morgunblaðið/Kristjan Harður árekstur ÖKUMAÐUR fólksbfls var fluttur á slysadeild Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri um hádegisbil í gærdag eftir harðan árekstur á mótum Glerárgötu og Smáragötu. Ökumann jeppa sem skall á fólks- bflnum sakaði ekki, hann kvart- aði um eymsl í hálsi en þótti ekki ástæða til að leita sér aðstoðar á slysadeild. Ibúum á Akureyri fjölgar lítillega á milli ára Aukningin tæplega fímm þúsund manns á 30 árum Morgunblaðið/Kristján íbúum á Akureyri hefur fjölgað lítillega á milli ára síðustu áratugina og eru konur nú sem fyrr heldur fjölmennari en karlarnir. ÍBÚUM á Akureyri hefur fjölgað um rétt tæplega fimm þúsund manns á síðustu 30 ái-um. 1. desember árið 1970 var íbúafjöldinn í bænum 10.755 manns en 1. desember á síð- asta ári var íbúafjöldi kominn í 15.139. Akureyrarbær hefur nýlega sent frá sér ritið Staðreyndir í tölum 2000, þar sem m.a. kemur fram hver fólksfjöldaþróunin hefur verið í bæn- um frá árinu 1950. Það ár voru íbúar bæjarins 7.188 en frá þeim tíma hef- ur íbúum fjölgað um rúmlega helm- ing. Ái'ið 1980 voni íbúar bæjarins 13.420 að tölu og 14.174 árið 1990. Akureyri náði ekki 15.000 íbúa markinu fyrr en árið 1996 en 1. des- ember það ár voru 15.009 íbúar skráðir í bænum. Mikil umræða hefur verið um fólksfækkun á landsbyggðinni und- anfarin misseri og þar oftast talað um fólksflótta, enda hefur fólki fjölg- að gífurlega mikið á höfuðborgar- svæðinu á kostnað landsbyggðarinn- ar. Þrátt fyrir þessa þróun hefur Akureyringum fjölgað lítillega á hverju ári og frá árinu 1950 um rétt rúmlega helming sem fyi-r sagði. Konur á Akureyri era fleiri en karlar og samkvæmt tölum frá 1950 hafa þær verið fleiri alveg frá þeim tíma að minnsta kosti. 1. desember sl. voru konur í bænum 7.665 en karl- ar 7.474. Frá árinu 1994 og fram til 1999 hefur íbúum Akureyrar fjölgað norð- an við Glerá en á sama tíma fækkað árlega sunnan árinnar. Arið 1994 voru íbúar sunnan Glerár 8.717 að tölu en íbúar norðan árinnar 6.196.1. desember í fyrra vora íbúar sunnan Glerár 8.364 en norðan við 6.775. Miklar byggingaframkvæmdh- eru nú í gangi á Eyrarlandsholti og með tilkomu íbúðarbyggðar þar og upp- byggingu Naustahverfis í framtíð- inni á fólki eftir að fjölga töluvert sunnan Glerár á ný. Héraðsdómur Norðurlands eystra Hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir fjárdrátt NÍTJÁN ára gamall maður hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í þriggja mánaða íángelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir fjárdrátt. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa á tímabilinu frá því síðla í mars á þessu ári og fram undir apríllok dregið sér fé úr verslun í Kringlunni í Reykjavík að upphæð um 160 þús- und krónur en hann starfaði þar sem sölustjóri. Auk peninganna tók hann tölvu, prentara, myndlesara, mús og tvo farsíma úr versluninni. Skilaði vörum og endurgreiddi fjárrnuni Maðurinn játaði skýlaust þann verknað sem honum var gefinn að sök. Samtals nam andvirði þess varnings sem hann dró sér um 260 þúsund krónum. Maðurinn skilaði megninu af þeim vöram sem hann tók og endurgreiddi auk þess 180 þúsund krónur við lögreglurann- sókn málsins. Með hliðsjón af því að maðurinn hafði ekki áður gerst sek- ur um refsilagabrot, hann játaði brot sín hreinskilnislega og endurgreiddi fjármuni þá sem hann hafði dregið sér sem og af ungum aldri hans þótti refsing hans hæfilega ákveðin þriggja mánaða fangelsi og þótti rétt að fresta framkvæmd hennar og láta hana niður falla að liðnum tveimur árum haldi hann almennt skflorð. ÚA sýknað af kröfum skipverja um skaðabætur ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið sýknað af kröfu fyrrverandi skipverja á Harðbak EA, en hann krafðist rúmlega tveggja milljóna króna í skaðabætur auk vaxta frá slysadegi vegna slyss sem hann varð fyrir um borð í Harðbak í október árið 1991. Maðurinn lýsti málsatvikum þannig að hann hafi 7. október 1991 orðið fyrir slysi um borð í skipinu, þegar vinstri hendi hans lenti milli svokallaðs leiðara og lunningar. Harðbakur var þá að veiðum norðaustur af Langanesi í mjög vondu veðri og var verið að hífa inn troll- ið. Maðurinn vann ásamt skipsfélaga sínum við að lása leiðara í svokallaðan dauðalegg á öðrum hlera skipsins og áttu þeir eftir að losa legginn úr hleranum þegar alda lyfti skipinu upp. Við það hafi bremsa togvindunnar gefið eftir, hler- inn fallið niður og af þeim sökum strekkst á leiðaranum sem klemmdi vinstri hendur þeirra beggja. Maðurinn slasaðist illa á vinstri hendi, hún var öll sundurtætt og þumalfingur hand- arinnar hékk á skinntægju og einni taug. Maðurinn fékk aðhlynningu til bráðabirgða um borð, en skipið hélt til Þórshafnar og þaðan var maðurinn fluttur til aðgerðar á Akureyri. Forsvarsmenn ÚA lýsa málsatvikum með nokkuð öðrum hætti og nefnt er að maðurinn hafi verið tvítugur að aldri og vanur sjó- mennsku. Fram kemur að við athugun á tog- vindubúnaði hafi bremsur togvindunnar verið i fullkomnu lagi og búnaðurinn nýyfirfarinn. Skýring þess að bremsukerfið gaf sig þegar slysið varð sé sú að búnaðurinn hafi ekki þolað það feiknarlega átak sem kom á kerfið þegar aldan reið undir skipið. Maðurinn var metinn 100% öryrki fyrstu 6 mánuðina eftir slysið en 25% varanlegur öryrki eftir þann tíma. Vanbúnaður á spilbremsu á ábyrgð útgerðarinnar Fallist var á að greiða manninum skaðabæt- ur vegna slyssins úr ábyrgðartryggingu út- gerðarinnar en án viðurkenningar á bóta- skyldu og var gengið frá bótauppgjöri í nóv- ember 1992. Bæturnar námu rúmum fjóram milljónum króna auk vaxta og kostnaðar. Þá- verandi lögmaður mannsins kvittaði fyrir mót- töku skaðabótanna með fyrirvara um óbreytt örorkustig, en að öðra leyti sem fullum og end- anlegum bótum og að fallið væri frá frekari kröfum. Stefnandi bendir á að kvittað hafi ver- ið undir móttöku bótanna með fyrirvara um ör- orkustig og síðar hafi komið í Ijós að örorka stefnanda sé verulega meiri, þ.e. 20% hærri en gert sé ráð fyrir í uppgjörinu og því hafi allar forsendur verið fyrir því að taka málið upp að nýju. Maðurinn telur orsök slyssins þá að bremsur í spili skipsins hafi gefið eftir og hlerinn því fallið niðm-. Vanbúnaður á spilbremsu sé á ábyrgð útgerðarinnai', en hún eigi að sjá svo um að útbúnaður skipsins sé þannig að af hon- um stafi eins lítil hætta fyrir skipverja og mögulegt er. Sú aukna áhætta sem því fylgi að vera á veið- um við tvísýn og erfið veðurskilyrði hvíli einnig á útgerð skipsins. Þá nefndir maðurinn einnig að það sé þekkt meginregla að sá sem stundar atvinnustarfsemi sem felur í sér hættulegar aðstæður fyrir starfsmenn beri ríka bóta- ábyrgð gagnvart þeim sem slasast við störf í hans þágu. Fiskveiðar ekki hættulegur atvinnurekstur Útgerðarfélagsmenn benda á að bótareglur vegna áhættusams eða hættulegs atvinnu- rekstrar eigi ekki við, enda sé margdæmt að fiskveiðar teljist ekki hættulegur atvinnu- rekstur. Þá er bent á að slysið verði ekki rakið til bilunar eða vanbúnaðar á tækjum togarans eða annarra atriða sem útgerðin geti borið ábyrgð á. Þeir telja rangt og ósannað að tog- vindur hafi verið vanbúnar, fremur megi rekja orsök slyssins til þess að bleyta hafi komist inn á bremsuborðana og ógemingur sé að koma í veg fyrir slíkt. Loks nefna ÚA-menn að hvorki sé við útgerð né skipshöfn að sakast að umrætt slys varð, heldur eigi maðurinn sjálfur sök þar á, en hann hafi sýnt af sér stórkostleg gáleysi. Telja þeir því að rekja megi slysið til óhappatil- viljunar og eigin gáleysis. Dómurinn telur ekki sannað að fyrir liggi viðurkenning á bótaskyldu vegna slyssins, þá þykir heldur ekki sannað að slysið hafi orsak- ast af því að stýrimaður hafi farið úr brúnni, einnig er á það bent í dómi héraðsdóms að fleiri skip hafi verið á veiðum á svipuðum slóðum umrætt sinn og því ósannað að saknæmt hafi verið að halda skipinu til veiða þá. Loks er nefnt að ekki verði annað ráðið en orsök slyss- ins megi rekja til bleytu á bremsuborða tog- spilsins og því hvemig maðurinn bar sig að. Með vísan tfl þessa var Útgerðarfélag Akur- eyiinga því sýknað af öllum kröfum mannsins. Freyr Ófeigsson dómstjóri kvað upp dóm- inn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.