Morgunblaðið - 04.10.2000, Blaðsíða 39
MÓRGUÍNBLAlðltó MIöVIKÚDAGUR>4.öKTOBEK2000
UMRÆÐAN Minnum á heimsenda
1 • • Heimsókn Madeleine Albright - gíróseðla- greiðsiukortahjónusta s: 535 1823/ 535 1825
tvískinnungsháttur íslenskra félaga í A HJARTAVERND I I 1-ÁQMUiA ö - i'-fíy 3?SS
FYRIR stuttu
dvaldi hér á landi ein-
staklingur sem sumir
forystumenn ungliða-
hreyfinga sögðu að
væri með blóði drifna
fortíð. Hann var sak-
aður um að bera
ábyrgð á dauða
hundraða námsmanna
sem mótmæltu spill-
ingu innan stjórnkerf-
is lands síns og skorti
á lýðræði. Báru ís-
lensk stjórnvöld hann
á höndum sér. Nokk-
ur félagasamtök
efndu til mótmæla
gegn komu þessa
manns og gáfu þar með þeirri
skoðun undir fótinn að þau meti
mannúð ofar viðskiptalegum hags-
munum. Voru slík mótmæli bæði
þörf og réttmæt.
Um síðustu helgi sótti Island
heim annar einstaklingur sem fáir
deila um að sé með blóði drifna
slóð að baki sér. Um er að ræða
Madeleine Albright, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna. Hún hefur á
undanförnum árum beitt sér af
miklu kappi fyrir því að meina ír-
ökum aðgang að nægu magni mat-
væla og lyfja og að öðrum nauð-
synjavörum. Markmiðið var að
þjarma að írökum í von um að
þjáningar þeirra leiddu til upp-
reisnar gegn einræðisherra lands-
ins. Ætlun Bandaríkjastjórnar og
fylgisveina hennar var sem sagt að
fórna lífi og heilsu þúsunda
óbreyttra borgara í írak til að
koma einræðisherra fórnarlamb-
anna frá. Með þessu var aðeins
verið að fórna lífi íraka en ekki lífi
neins Vesturlandabúa
í hinni örlagaríku bar-
áttu ills og góðs.
Madeleine Albright
var ófeimin að rétt-
læta opinberlega slík-
ar mannfórnir og
vefengdi ekki einu
sinni umfang þessa
voðaverks. Meðan hún
gegndi enn embætti
sendifulltrúa Banda-
ríkjanna hjá Samein-
uðu þjóðunum átti
Leslie Stahl viðtal við
hana í sjónvarpsþætt-
inum Sixty Minutes
hinn 12. maí 1996.
Hún spurði: „Við höf-
um heyrt að hálf milljón barna hafi
látist [í írak; af völdum viðskipta-
bannsins]. Eg meina, þetta eru
Mannréttindi
Heimsfriðnum stafar
hætta af því, segir
Arnþór Helgason, ef
enginn er sóttur til saka
að lögum vegna dauða
500.000 barna.
fleiri börn en létust í [kjarnorkuár-
ásinni á] Hiroshima.
En er þetta þess virði?“ Svar
hennar: „Eg held að þetta sé mjög
erfitt val, en verðið - ég held að
verðið sé þess virði“ [the price -
we think is worth it].
Hér birtist hugsunargangur
manns sem vílar ekki fyrir sér að
sprengja farþegaflugvél til að
þvinga fram göfugan málstað. Slík-
ir menn kallast hryðjuverkamenn.
Þó væri það ekki sanngjarnt í garð
hryðjuverkamanna að líkja þeim
við Madeleine Albright. Hvorki
Bú-Nídal, Carlos eða hvað þeir all-
ir heita hafa nokkurn tíma verið
sakaðir um glæpi af því umfangi
sem Madeleine Albright er sökuð
um. Það er þó ekki svo að undirrit-
aður sé einhver sérstakur óvildar-
maður þessarar konu. I sjálfum
Bandaríkjunum getur hún hvergi
komið fram opinberlega án þess að
vera úthrópuð af eigin landsmönn-
um sem barnamorðingi.
Hafi einhver gerst aðili að glæp-
um gegn mannkyninu eða þjóðar-
morði, t.d. með því að valda dauða
hálfrar milljóna barna, ber öllum
ríkjurn skylda til að handtaka og
lögsækja slíkan einstakling eða
framselja hann öðru ríki sem gerir
tilkall til hans. íslenskum yfirvöld-
um ber að framfylgja þessum
skyldum þegar að garði ber ein-
stakling sem gi’unaður er um slík-
an verknað. Þau geta einnig, séu
þau í vafa um saknæmi, meinað
slíkum einstaklingi um landgöngu-
leyfi.
Að sjálfsögðu er það aðeins á
færi til þess bærra og sjálfstæðra
dómstóla að meta hverjir bera
endanlega ábyrgð á dauða 500.000
barna í írak á tímabilinu 1990 til
dagsins í dag. En það virðist
greinilega enginn áhugi á því með-
al ráðamanna að slík rannsókn fari
fram. Margir óttast með réttu að
þeir kynnu að lokum að sitja á
sakabekk ásamt með Saddam Hus-
sein fyrir að hafa með aðgerðum
sínum eða aðgerðaleysi stuðlað að
þessum harmleik.
Heimsfriðnum stafar hætta af
því ef enginn er sóttur til saka að
lögum vegna dauða 500.000 barna.
Láti aðildarríki Sameinuðu þjóð-
anna af því að tryggja eðlilega
málsmeðferð í þessu fordæmis-
lausa máli verða þjóðir heims fyrr
eða síðar að grípa til nýrra ráða til
að tryggja friðinn. Ríki heims geta
ekki látið stjórnast af hagsmunum
risaveldis sem ber slíkan ægis-
hjálm yfir önnur ríki heims að það
þykist geta látið sem sjálfskipuð
heimslögregla.
Fæst þeirra samtaka, sem efndu
til mótmæla vegna komu Li Peng
hingað til lands, sáu nokkra
ástæðu til þess að mótmæla komu
hins meinta barnamorðingja - ut-
anríkisráðherra Bandaríkjanna -
hingað til lands. Þó kvað formaður
Heimdallar, Björgvin Guðmunds-
son, upp úr með það í sjónvarps-
þætti 23. ágúst sl., að hann væri
alfarið á móti hvers konar við-
skiptabanni og í beinni útsendingu
á Rás tvö þennan sama dag kvaðst
hann vel geta hugsað sér að leggja
fram tillögu þess efnis að stjórn
Heimdallar skoraði á ríkisstjórn
íslands að beita sér fyrir því að
viðskiptabanninu á írak yrði aflétt.
Trúverðugleiki flestra þeiira,
sem mótmæltu fyrir framan Al-
þingishúsið 2. september síðastlið-
inn, hlýtur nú að verða dreginn í
efa. Þar hlýtur eitthvað annað að
hafa ráðið ferðinni en ást á lýðræði
og velferð mannkyns eða þegna
einstakra landa.
Höfundur er formaður Kínversk-
íslenska menningarfélagsins.
Arnór
Helgason
Sameiginleg náttúru-
perla við Elliðavatn
BORGARSTJÓRN
Reykjavíkur samþykkti
einróma á fundi sínum
21. september sl. tillögu
undirritaðs um að óska
eftii’ viðræðum við bæj-
aryfirvöld í Kópavogi
um framtíð Elliðavatns-
svæðisins. I tillögunni
er m.a. lögð áhersla á
„að við skipulag byggð-
ar við Elliðavatn sé tek-
ið tillit til útivistarsvæð-
isins þar og lífríkis
Elliðavatns og Elliða-
ánna sem einnar heild-
ar“ og „að fyrirhuguð
íbúðarbyggð í Vatns-
endalandi sé innan
vatnsverndarsvæðis höfuðborgar-
svæðisins" og „að rannsaka þurfi til
hlítar orsakir mengunar í Elliðavatni
og áhrif aukinnar byggðar á hana áð-
ur en byggð á svæðinu sé aukin“.
Tryggja þurfi sameiginlega hags-
muni Reykjavíkur og Kópavogs við
Elliðavatn sem og annarra sveitarfé-
laga á höfuðborgarsvæðinu.
Ástandið þegar óviðunandi
A undanfórnum árum hafa verið
gerðar ítarlegar rannsóknir á lífríki
Elliðaánna og mengun á vatnasviði
þeirra innan borgarlands Reykjavík-
ur. Vísbendingar eru um mengun
vegna innstreymis lífrænna efna í
Elliðavatn, sem rannsaka þarf nánar
og þurfa Reykjavíkurborg og Kópa-
vogsbær að koma sameiginlega að því
máli. Ekki er fullljóst hver uppruni
þessarar mengunar er en böndin hafa
m.a. borist að húsdýraáburði. Talið er
að aukinn fosfór berist í vatnið, sem
valdi hækkuðu sýrustigi þess og auk-
inni þéttni áljóna, sem aftur getur
haft eitrunaráhrif á fisk. Nefna má að
gefnu tilefni, að laxinn í Elliðaánum
og afdrif hans eru einn besti mæli-
♦
kvarðinn á hreinleika
árinnar. Ljóst er að
koma verður í veg fyrir
að mengun berist í
vatnakerfi Elliðaánna
úr ofanvatnsrásum,
sem gæti kallað á dýrar
framkvæmdir. Koma
þarf sem mestu af ofan-
vatni út í holræsakerfi
borgarinnar en öðni of-
anvatni þarf m.a. að
koma fyrir í settjörnum.
Bent hefur verið á, að
frárennslismál við Ell-
iðavatn séu ekki í lagi
og þetta þurfi að laga.
Meðal annai’s þurfi að
afleggja rotþrær og sjá
til þess að frárennsli frá landbúnaði
og húsdýrahaldi verði leitt til sjávar.
Sá hængur er þó á þessari úrlausn að
ekki er leyfilegt að láta slíkt frá-
rennsli renna beint til sjávar skv. lög-
um og reglugerðum. Þetta sýnir vel
að hér er flókið mál á ferð og því
nauðsynlegt að vanda til verka.
Mikil umhverfisröskun
Ef fyrirætlanir Kópavogsbæjar um
þétta byggð í landi Vatnsenda við Ell-
iðavatn ná fram að ganga er hætta á
mikilli umhverfisröskun. Sterkar lík-
ur eru á að mikil aukning byggðai’ og
umferðar við vatnið vajdi enn frekari
og jafnvel óafturkræírí hnignun líf-
ríkis Elliðavatns og Elliðaánna. Það
er ekki aðeins laxinn sem er í hættu
heldui’ einnig fjölskrúðugt Fuglalíf við
vatnið, en talsmenn undh’ski’iftasöfn-
unar vegna verndunar Elliðavatns
hafa borið lífríki vatnsins saman við
Iífríki Mývatns og Þingvallavatns
hvað varðar fjölbreytni. Hin fyrirhug-
aða íbúðai’byggð við Elliðavatn liggur
innan vatnsvemdarsvæðis og gæti
ógnað vatnsbólum Garðbæinga. Hún
mun tvímælalaust valda mikilli sjón-
Umhverfi
Engum ætti að dyljast,
segír Ólafur F. Magnús-
son, að mikilvægri nátt-
úruperlu höfuðborgar-
svæðisins er stefnt
í hættu fyrir skamm-
tímahagsmuni eins
sveitarfélags.
mengun eins og kom glöggt í Ijós í
kynnisferð um svæðið sem talsmenn
áðumefndrar undirskriftasöfnunar
stóðu fyrir sunnudaginn 24. septem-
ber sl. Stór fjölbýlishús, allt að sex
hæða há, munu byrgja sýn frá Vatns-
endavegi niður að vatninu. Það má
teljast ótrúlegt að svo fáránlegar
hugmyndir sem hér er um að ræða
séu settar fram á tímum stóraukins
skilnings og áhuga á umhverfis- og
náttúmvernd. Engum ætti að dyljast
að mikilvægri náttúmperlu höfuð-
borgai’svæðisins er stefnt í hættu fyr-
ir skammtímahagsmuni eins sveitar-
félags.
Flýta þarf sameiningu
sveitarfélaga
Umhverfis- og heilbrigðisnefnd
Reykjavíkur samþykkti á fundi sín-
um 14. september sl. að mæla gegn
fyrirhuguðum byggingaifram-
kvæmdum Kópavogsbæjar í Vatns-
endalandi, með sömu rökum og komu
fram í tillögu undirritaðs í borgar-
stjórn. Viðbrögð Gunnars Birgisson-
ar, formanns bæjan’áðs Kópavogs,
við samþykktinni vom með þeim
hætti, að það hlaut að kalla á kröftuga
Ólafur F.
Magnússon
gagnrýni og andsvar. Orðrétt sagði
bæjarráðsformaðurinn: „Eg held að
heilbrigðisnefnd Reykjavíkur ætti að
sinna sínum eigin málum bæði varð-
andi Elliðaárnar og Korpu og önnur
mál áður en þeir fara að skipta sér af
málum í Kópavogi.“ Það er fráleitt að
stálla málum upp með þessum hætti.
Hér er hvorki um einkamál Kópa-
vogsbúa að ræða né meting milli
tveggja sveitarfélaga. Vemdun lífi-ík-
is Elliðaánna og Elliðavatns er hags-
munamál miklu fleiri aðila en þeirra
sem búa innan landamerkja Kópa-
vogsbæjar. Sama gildir um útivistar-
og vatnsverndarmál á svæðinu. Líta
verður á náttúruperlur höfuðborgar-
svæðisins sem sameign allra íbúa
þess og ekkert eitt sveitarfélag hefur
siðferðilegan rétt til þess að ráðstafa
þessum náttúruperlum að eigin vild.
Það skipulagsslys sem nú er í uppsigl-
ingu við Elliðavatn á m.a. rætur að
rekja til þess, að Kópavogsbær er
langt kominn með að nýta til fulls
byggingarsvæði sín, en talið er að þau
verði fullnýtt árið 2008. Á sama tíma
er nóg landrými fyrir byggingar-
svæði annai’s staðar á höfuðborgar-
svæðinu. Það er því fullkominn óþaifi
að reisa byggð svo nálægt Elliða-
vatni, sem bæjaryfirvöld í Kópavogi
hyggjast gera. Svipað dæmi gerðist
hjá bæjai-yfirvöldum á Seltjarnamesi
á áninum 1992-1996, þegar áfoi-m
vom uppi um að reisa íbúðarbyggð
vestan núverandi byggðar á svæði
sem hefur allt í senn, útivistar-, nátt-
úruvemdar- og fornminjagildi. Sem
betur fer tókst almenningi að stöðva
þessai- fyiTrætlanir og bjai’ga þannig
mikilvægri náttúmperlu á höfuð-
borgarsvæðinu frá eyðileggingu.
Vonandi fer eins um fyrirætlanir
ráðamanna í Kópavogi um þétta og
háreista byggð við Elliðavatn. Yfir-
vofandi skipulagsklúður af þessu tagi
er hrópandi dæmi um nauðsyn þess
að sameina sveitarfélög á höfuðborg-
arsvæðinu, þannig að þröngir
skammtímahagsmunir einstaki-a
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
víki fyrir langtíma- og almannahags-
munum.
Höfundur er læknir og borgar-
fulllrúi í Reykjavík.
VARDE
KAMÍNUR -
VIÐAR0FNAR
Dönsku Varde viðarofnarnir hafa
hlotið sérstaka viðurkenningu í
Danmörku, Svíþjóð og Þýska-
iandi fyrir fullkomna brennslu og
lágmarksreykmengun. Smíðaðir
úr þykku stáli, tvöfalt byrði og
steypt hurð með barnaöryggi.
Gæðavara á góðu verði,
34 gerðir fáanlegar.
Einar
Farestveit & Co. hf.
Borgartúni 28, «■ 562 2901
www.ef.is
HAND-FREE BAGS
■ - 'i, fer „ ■
M
METRO
TÖSKU - OG SKÓVIÐGERÐIR
Skeifan 7 • Sími 525 0800
Félaginn
fráTrunk&co
...góður
Handboltinn á Netinu
ýg> mbl.is
_ALL.TAf= £ITTHVrA£J HÝTT