Morgunblaðið - 04.10.2000, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 04.10.2000, Qupperneq 54
54 MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍDAG Myndasýning frá Perú NOKKRIR íslenskir fjallamenn héldu til Perú sl. sumar til að klífa tinda í Cordillera Blanca fjallgarðinum. Hópurinn náði m.a. á tind Huascarán fjallsins í 6700 m hæð, auk annarra tinda við 6000 metra múrinn. Fimmtudaginn 5. október klukkan 20.30 halda þeir mynda- sýningu í samvinnu við Islenska alpaklúbbinn og NANOQ, í sal Ferðafélags Islands f Mörkinni 6 þar sem sagt verður frá ferðinni í máli og myndum. Aðgangseyrir er 400 krónur. Allir áhugasamir eru velkomnir. 4- f Gengið með strönd Skerjafjarðar HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð í kvöld, mið- vikudagskvöld, með strönd Skerja- fjarðar. Farið verður frá Hafnarhúsinu, Miðbakkamegin, kl. 20 og með AV suður að Nesti í Fossvogi. Þaðan gengið kl. 20.30 út með ströndinni að Sundskálavík og um háskólahverfið til baka niður að Hafnarhúsi. Hægt verður að stytta gönguleiðina og fara með SVR á leiðinni. Allir velkomnir. Starfa að þróun netmála FAGHÓPUR um netmál innan Gæðastjórnunarfélags Islands var stofnaður sl. vor og kallast hópurinn Nethópur GSFÍ. „Markmiðið með Nethópnum er að skapa vettvang fyrir aðila sem starfa að netmálum innan fyrirtækja og þá sérstaklega að því er viðkemur þróun viðskipta á vefnum til að afla sér upplýsinga um það sem aðrir eru að gera og miðla af reynslu sinni til annarra. Mjög hefur færst í vöxt að viðskipti fyrirtækja séu færð í aukn- um mæli á vefinn og eru mörg fyrir- tæki að stíga sín fyrstu skref í þeim málum. Þróunin í þessum málum er mjög hröð og því getur Nethópurinn reynst viðkomandi starfsmönnum kjörinn vettvangur til að ræða málin við aðila sem eru að takast á við álíka verkefni. Markmið faghópsins er einnig að standa að því að fá utanaðkomandi ráðgjöf og fyrirlesara til að kynna ýmis atriði sem huga þarf að í þess- um efnum,“ segir í fréttatilkynn- ingu. „Næsti viðburður sem Nethópur- inn mun standa fyrir verður hádeg- isverðarfundur fimmtudaginn 5. október kl. 11.30 til 13 í Skáianum á Hótel Sögu. Þar mun Þórður Vík- ingur Friðgeirsson, verkfræðingur hjá CL-ráðgjöf, halda fyrirlestur um starfræna stefnumörkun. Hagnýtt nám um fyrir- tækjarekstur á Islandi ENDURMENNTUNARSTOFNUN HI býður nú í fyrsta sinn upp á tveggja vikna námskeið um grunna- triði í rekstri fyrirtækja, markað- sfræðum, stjómun og stefnumótun. Námskeiðið miðast við þá sem ekki hafa langskólamenntun á sviði við- skipta, en vilja fá markvissa fræðslu um íslenskt hagkerfi og markaðsmál, segir í fréttatilkynningu. Námskeiðið, sem fengið hefur heit- ið Atvinnulífsins skóli, er skipulagt í samstarfi við samnefnt einkahlutafé- lag og verður haldið í húsnæði Ferða- þjónustunnar á Öngulsstöðum III. Fagleg umsjón er í höndum skóla- nefndar skipaðri af fulltrúum félags- ins, Endurmenntunarstofnunar og viðskiptalífsins. Námið í Atvinnulífsins skóla er hagnýtt og byggir á dæmum og verk- efnum m.a. úr starfsumhverfi nem- enda. Lögð er áhersla á að nemendur læri hver af öðrum og miðli af reynslu sinni og þekkingu úr viðskiptalífinu. Kennt verður að hluta til í tölvuveri og verður námsefni og verkefnum miðlað á kennsluvef. Kennarar eru úr viðskipta- og rekstrardeild Háskóla íslands, frá Háskólanum á Akureyri og úr íslensku viðskiptalífi. Fulltrúar fjármálastofnana og fyr- irtækja munu heimsækja Atvinnu- lífsins skóla og listamenn standa fyrir kvöldandakt. Þá hefst hver kennslu- dagur með eins og hálfs tíma lík- amsrækt þar sem þjálfun er sniðin að þörfum hvers og eins, segir í tilkynn- ingunni. FimmtudagskvSld opíð til kl. 21 Langur laugard. opið til kl. 16 ð líta ^ á glæsilegu haustvörurnar okkar Spennandi tilboð. Verið hjartanlega velkomin tískuverslun Eyravegi 7, Selfossi, sími 482 1800 (Gegnt Hótel Selfossi) VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Kerfisfræðingur óskast í ræstingar KERFISFRÆÐINGUR óskast í ræstingar. Ein- hverjir gætu þurft að lesa þetta einu sinni í viðbót til þess að sannfæra sjálfa sig um að þeir hafi lesið rétt. Þannig leið mér einmitt þegar ég las auglýsingu í Morgunblaðinu, ekki alls fyrir löngu sem beint var til starfsstéttar minnar, kenn- ara. Þar var auglýst eftir kennaramenntuðum aðila til þess að aðstoða börnin á heimilinu við heimanám eftir skóla auk þess sem viðkomandi átti að „sjá um að halda heimilinu í horf- inu.“ Sumum finnst kannski ekkert sjálfsagðara en að fólk sækist eftir láglauna- fólki til þess að sjá um heimilisstörfin fyrir lítinn pening. Fyrir mig var þetta einungis enn ein staðfest- ing á því hversu mikla virð- ingu þjóðfélagið, líkt og stjórnvöld, ber fyrir starfi mínu og menntun. Því hef ég ákveðið að bíða ekki á tánum eftir kjarasamningum og sjá hvort borgarstjórinn okkar verður svo rausnarleg að hækka laun mín úr 107.000 krónum í 109.000 eða jafn- vel 111.000 krónur (fyrir skatt). Heldur hef ég ákveðið að hverfa nú þegar til annarra starfa þar sem fólk kann að meta störf mín og sýnir það í verki. Fráfarandi kennari. Þakkir til Ellerts B. Schram ÞAKKIR til Ellerts B. Schram fyrir allar þær góðu greinar sem hann hef- ur skrifað í Morgunblaðið. Ég hvet alla til þess að lesa greinina „Hugsað upphátt" sem birtist í Morgunblað- inu 24. september sl. Hún er svo sönn og góð eins og hann sjálfur þvi að hann er svo mikill mannvinur með hjartað á réttum stað. 291130-5189. Barnaleikritið Glanni glæpur ÉG fór með dóttur mína á barnaleikritið Glanni glæp- ur sem sýnt er í Þjóðleik- húsinu. Mig langar að þakka fyrir frábæra sýn- ingu og frábæran leik. Það er mjög góður boðskapur í leikritinu og mæli ég með því að foreldrar fari með börnin sín að sjá Glanna glæp. Við mæðgurnar skemmtum okkur afar vel og þökkum kærlega fyrir okkur. Móðir. Yfírgangur og kúgun RUV ÉG vil lýsa sérlegri ánægju minni með grein Eiríks Eiríkssonar í Morgunblað- inu 23. september sl. með íyrirsögninni „Er íþrótta- deild RÚV kúgunartæki?" Ég er honum hjartanlega sammála efnislega um frekju og yfirgang í þessum fréttaflutningi um íþróttir í sjónvarpinu. Þetta gengur ekki lengur svona til. Þetta er ekki nokkur hemja og ég er alfarið á móti þessu háttalagi sjónvarpsins enda þótt ég sé gamalkunnur knattspyrnumaður í KR og nú eftirlaunamaður eins og Eiríkur. Ég vil ótvírætt hafa mínar fréttir í sjónvar- pinu á réttum fréttatíma og ekkert múður íþrótta- manna eða öfgahreyfinga. Og ég styð ummæli Eiríks í grein sinni, að rétt sé að af- nema skyldugjöld af RÚV vegna þessa yfirgangs sem að framan er getið. Páll Hannesson, fyrrverandi tollfulltrúi, Ægisfðu 86. Gamlar bækur á sænsku fást gefins GAMLAR barnabækur og myndabækur á sænsku fást gefins. Upplýsingar í síma 555-4028. Tapad/fundið Nokia 5110 GSM-sími tapaðist NOKIA 5110 GSM-sími tapaðist annaðhvort við Bifreiðastöð Frumherja á Hesthálsi eða á svæði Mjólkursamsölunnar á Bitruhálsi. Upplýsingar í síma 557-3253. Lyklakippa í óskilum LYKLAKIPPA frá Pelsin- um er í óskilum í Domus Medica, röngten. Upplýs- ingar á staðnum eða í síma 551- 9333. Gleraugu töpuðust GLERAUGU í málmum- gjörð og í silfruðu gler- augnahulstri, töpuðust mánudaginn 23.okt. sl. á leiðinni frá Reynimel að Háskólanum. Uppl. í síma 552- 3883. Rautt hjól í óskilum RAUTT kvenreiðhjól er í óskilum í Miðtúni í Reykja- vík. Upplýsingar í síma 552-6548. Lyklakippa fannst í Heiðmörk LYKLAKIPPA með 6 lykl- um fannst á útivistarsvæði í Heiðmörk fyrir stuttu. Uppl. í síma 565-6916. Olympus-myndavél tapaðist OLYMPUS-myndavél tap- aðist, sennilega við lyftu- húsið eða púttvöllinn við Elliðaárstöðina, fimmtu- daginn 28.september sl. Upplýsingar í síma 587- 3137. Nokia með glærri framhlið tapaðist NOKIA 5110 GSM-sími með glærri framhlið tapað- ist á skólaballi hjá Pjól- brautarskólanum í Breið- holti sem haldið var á Hóteli íslandi fimmtudag- inn 28. september sl. Upp- lýsingar í síma 694-1290 eðatalhólf 689-5852. Dýrahald Tveir hundar í óskilum TVEIR hundar eru í óskil- um á hundahótelinu að Leirum. Annar er loðinn, hvítur, brúnn og svartur blandaður enskur setter, hinn er ljósbrúnn og hvítur með upprétt eyru, fannst við Kleifarvatn. Eigendur eru beðnir að vitja þeirra strax. Uppl. í síma 566-8366 og 698-4967, Hreiðar. Arsgömul kanína fæst gefíns RISA kanína, ársgömul, fæst gefins á gott heimili. Búr og fylgihlutir fylgja með. Uppl. í síma 895-5670. Bh'ða er týnd BLÍÐA hvarf frá Ki’óka- mýri í Garðabæ fyrir um það bil átta dögum. Hún er gráhvitbröndótt. Blíða er fjögurra ára og hún er ekki með hálsól, en eyrnamerkt. Ef einhver hefur orðið var við hana, vinsamlegast haf- ið samband í síma 565-6377 eða 866-6659. Svarta-Péturs er sárt saknað! ÞVÍ miður var þessi heima- kæri roskni köttur ekki með ólina sína þegar hann gerði óvænt víðreist um miðja síðustu viku í Suður- hlíðum í Reykjavík. Svarti- Pétur er í meðallagi stór, mestmegnis svartur en er hvítur á bringu, hálsi og höku og upp á trýnið hægra megin. Svo er hann með hvítar hosur og hvítan blett aftarlega á kviðnum. Ef einhver hefur orðið hans var frá fimmtudeginum 28. sept. eða veit hvar hann er niður kominn vinsamlegast látið vita í síma 553-4775 (Beykihlíð 25). Víkverji skrifar... SAUT JÁN ára aldur hefur um ára- bil verið bflprófsaldur á íslandi, næstum því svo lengi sem elstu menn muna, að því er Víkverji hyggur. Sau- tján ára unglingar eru óðum að kom- ast til manns og vita sínu viti á mörg- um sviðum þótt vitanlega búi þeir ekki yfir langri reynslu úr lífi eða starfi. Nokkuð hefur verið rætt hvort hækka eigi aldursmörk íyrir bflpróf. Hefur þessi umræða risið á ný eftir mikla slysaöldu í sumar. Menn benda á að ungir ökumenn komi hlutfalls- lega nokkuð oft við sögu í árekstrum og umferðaróhöppum, oftar en aðrir aldurshópar, og af þeim sökum sé rétt að hleypa þeim ekki út í hinn harða heim umferðarinnar svo ungum. Víkverji er á því að þessar hug- myndir séu aðeins frestun á vandan- um. Ungir ökumenn valda ekki oftar slysum en aðrir af því þeir eru ungir heldur af því þeir eru nýlega komnir með bflpróf. Þótt þeir hæfu ekki akst- ur fyrr en 18 ára væru þeir engu betri ökumenn; fyrstu árin sem ökumenn færu í það hjá þeim að öðlast reynslu í umferðinni rétt eins og hjá 17 ára ök- umönnum í dag. Reynslu af því að bregðast við óvæntum uppákomum, svo sem írekju og yfirgangi þeirra sem „eiga“ götumar, tillitsleysi sumra eldri ökumanna sem á sér eng- in takmörk þegar þeir ætla að „kenna fiflunum" í umferðinni sína lexíu og svo framvegis. Snýst ekki málið miklu fremur um það að taka ökukennslu og æfinga- akstur fostum tökum? Ökukennslan hefur tekið miklum framfórum frá því Víkverji var í sínum ökutímum og í dag er farið eftir námskrá til að tryggt sé að ökunemar fái fræðslu um alla þætti. í þá daga fór kennslan ein- göngu fram í bflnum og ökukennari Víkverja, sem líka var lögreglumaður, ágætur kennari og kunni sitt fag, fór vel og vandlega yfir alla þætti akst- ursins. Síðan var heldur hraðari yfir- ferð í reglum og fræðilegu hliðinni. En þá voru ökuskólar ekki orðnir al- gengii-, voru rétt að hefja starf, og Víkverji minnist eins kvölds nám- skeiðs þar sem var ágætt svo langt sem það náði. Fyrir fáum árum var líka farið að heimila æfingaakstur sem Víkverji telur að sé ein mesta framförin á þessu sviði. Þar fá foreldrar eða aðrir, sem standa ökunemanum nærri, leyfi til að bera ábyrgð á ökutækinu meðan neminn æfir sig og eru að sjálfsögðu með í bílnum. Með þessu fyrirkomu- lagi fá unglingamir mun meiri æfingu en unnt var að veita þeim með tilskild- um tímafjölda hjá ökukennara. En þá verða menn líka að nota æfingaleyfið. Fara með krakkana út í umferðina í þéttbýlinu jafnt á háannatíma sem ró- legum, fara á ókunnar slóðir í bænum, fá þá til að æfa sig að leggja í stæði, bakka út og inn úr þrengslum og þar fram eftir götunum. Æfa akstur í hálku og snjó þegar það gefst. Og ekki er nóg að halda sig innan borgai-- markanna. Það er lífsnauðsynlegt að fara út á þjóðvegina svo unglingamir fái æfingu í að aka á 90 km hraða og vera viðbúin rollum á veginum, trakt- or með heyvagn sem erfitt er að kom- ast fram úr og lenda í hægfara bflalest og ákveða hvað skal þá gera. Og það þarf líka að fara á malarþjóðveg. Aka í lausamöl, fara um krókóttan veg og helst holóttan, finna hvernig hegðan bílsins breytist og hvemig hann getur vingsast til og frá á veginum ef menn ekki gæta sín. Allt þetta þarf að æfa og ef búið er að fara með unglingana vel og vandlega gegnum þetta, ekki bara einu sinni heldur oft, má búast við að hegðan þeirra sem 17 ára full- gildra bílstjóra verði þolanleg. Hér verða foreldrar sem sagt að taka sinn skerf af ábyrgðinni í öku- mannsuppeldinu. Ökukennarinn og ökuskólamir sjá um granninn og hið fræðilega, foreldramir ráða síðan miklu um hegðanina. Ætli hún ráðist ekki nokkuð mikið af því hvemig öku- menn við eram?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.