Morgunblaðið - 04.10.2000, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUK 4. OKTÓBER 2000
JVIOKGUNKTADID
FRETTIR
Mikil óvissa einkennir nýja skýrslu um loftslagsbreytingar og afleiðingar þeirra
Hlýnun við Island
gæti orðið engin
Samkvæmt skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar á Is-
landi gæti dregið úr áhrifum Golfstraumsins hér við land. Sökum
óvissuþátta gæti einnig hlýnað verulega á næstu old með bráðnun
jökla, aukinni úrkomu, hlýrri sjó með aukinni þorskgengd, hærra
sjávarborði og meira rennsli vatnsfalla. Skýrslan er mikilvægt inn-
legg í umræðuna, segir umhverfísráðherra.
Hitafar á norðurhveii og við ísland síðustu þúsund ár
og hugsanleg hiýnun á næstu öid
Myndin sýnir 50 ára útjafnað frávik hita frá meðaltali áranna 1961-1990.
Hitafar síðustu eitt þúsund ára hefur verið
metið á grundvelli ýmissa gagna um forn-
veðurfar ásamt sögulegum gögnum og
löngum mæliröðum hitamælinga. Óvissan
er meiri á fyrri hluta tlmabilsins.
Á tímabilinu 2000 til 2100 er sýnd hugsan-
leg hlýnun, meðaltal og frávik, á íslandi og
að meðaltali á jörðinni að gefnum ákveðn-
um forsendum. Hlýnunin er ekki eiginleg
spá heldur er verið að geta sér til um þróun
veðurfars út frá ákveðnum forsendum um
losun gróðurhúsalofttegunda og viðbrögð
lofthjúpsins við henni. Ekki er gert ráð fyrir
breytingum á hafstraumum Norður-Atlants-
hafs en þær gætu leitt til þess að hlýnun
yrði minni.
9
í.. ■
/ +2°C
ísland, m^lingar í ÍStykkishóimi
Ár 900 1000 1100 1200 1300 1400 1500 1600 1700 1800 1900 2000 2Í00
BRÁÐNUN jökla og aukin úrkoma
getur haft veruleg áhrif á vatnafar
hér á landi, ekki síst vegna aukning-
ar á rennsli jökuláa. Meðalrennsli
margra vatnsfalla gæti vaxið um 5-
20% á næstu 30 árum og kann það að
hafa áhrif á nýtingu vatnsafls, auk
meiri hættu á flóðum.
Þetta er meðal fjölmargra áhuga-
verðra upplýsinga sem koma fram í
nýrri skýrslu sérstakrar vísinda-
nefndar um loftlagsbreytingar sem
Siv Friðleifsdóttir umhverflsráð-
herra kynnti í gær, fyrst í ríkisstjórn
og síðan fyrir fjölmiðlum. Ráðherra
skipaði nefndina á sínum tíma að
frumkvæði stýrihóps um loftslags-
breytingar sem í sitja ráðuneytis-
stjórar átta ráðuneyta. Nefndinni
var ætlað að gera grein fyrir helstu
niðurstöðum milliríkjanefndar um
loftlagsbreytingar og leggja mat á
afleiðingar þeirra fyrir Island. Vís-
indanefndin byggði sína vinnu að
mestu á niðurstöðum milliríkja-
nefndarinnar (IPCC - Intergovern-
mental Panel on Climate Change)
frá árinu 1995 en hún kynnti sér
einnig niðurstöður rannsókna sem
síðar hafa komið fram og liggja til
grundvallar nýrri skýrslu sem IPCC
vinnur nú að og verður lögð fyrir að-
ildarríki nefndarinnar til samþykkt-
ar ánæstaári.
Islensku vísindanefndina skipuðu
Sigurður Guðmundsson landlæknir,
sem er formaður, Arný Sveinbjörns-
dóttir jarðfræðingur, Gísli Viggós-
son verkfræðingur, Jóhann Sigur-
jónsson, sjávarlíffræðingur og for-
stjóri Hafrannsóknastofnunar, Jón
Ólafsson haffræðingur, Stefán Ól-
afsson þjóðfélagsfræðingur, Tómas
Jóhannesson jarðeðlisfræðingur og
Trausti Jónsson veðurfræðingur.
I skýrslunni er minnt á að veður-
far á N-Atlantshafi einkennist af
miklum sveiflum í náttúrunni.
Óvissa um þróun veðurfars sé því
mikil, og meiri en víðast annars stað-
ar vegna óvissu um viðbrögð haf-
strauma N-Atlantshafsins við hlýn-
un veðurfars á jörðinni. Skýrslu-
höfundar telja hugsanlegt að svo
mikið dragi úr varmaflutningi með
hafstraumum að hlýnun verði nán-
ast engin í grennd við Island, en
einnig er talið mögulegt að hlýnunin
verði mun meiri, eða 0,3°C á áratug.
Bent er á að sumir líkanreikning-
ar gefi til kynna að grundvallarrösk-
un kunni að verða á hringrás heims-
hafanna, færibandinu svokallaða,
sökum veðurfarsbreytinga. Rann-
sóknir á jökulís frá Grænlandi sýni
að miklar og snöggar veðrasveiflur
áttu sér stað á síðasta jökulskeiði
sem lauk fyrir 10 þúsund árum.
Rannsóknir á hafbotnsseti sýni
einnig þessar sveiflur sem hafa verið
skýrðar með röskun á færibandinu
þannig að á köldum svæðum hafí það
veikst eða jafnvel stöðvast.
„Við það dregur úr varmaflutningi
til Norður-Atlantshafssvæðisins og
veður kólnar. Kuldakast af þessum
toga sést einnig í íslgörnum úr
Grænlandsjökli frá okkar hlýinda-
skeiði fyrir um 8 þúsund árum, en þá
kólnaði skyndilega á Grænlandi um
3-6°C og hiti hélst lágur í ein 200 ár
en þá hlýnaði jafn skyndilega á ný.
Sökum mikilvægis varmaflutnings
með hafínu fyrir veðurfar á íslandi
getur röskun á færibandinu valdið
miklum breytingum í veðurfari hér á
landi,“ segir m.a. í skýrslunni.
Óvissuþættirnir eru greinilegir
því skýrsluhöfundar benda á að
hlýnun geti orðið veruleg á næstu
öld, samanber meðfylgjandi línurit
þar sem spáð er til ársins 2100. Svo
gæti nefnilega farið að meðalhiti á
jörðinni hækki um 1-3,5°C á 21. öld-
inni og þessi hlýnun verði rneiri og
hraðari en dæmi eru um í loftslags-
sögu jarðar síðustu þúsund árin.
I skýrslunni kemur einnig fram að
hlýnun hér á landi á næstu áratug-
um kann að verða um 0,3°C á áratug,
ef tekið er mið af staðsetningu ís-
lands og gengið út frá ákveðnum
forsendum um losun gróðurhúsa-
lofttegunda. Hlýnun verður meiri að
vetrarlagi en á sumrin.
Hækkað sjávarborð
Úrkoma mun að öllum líkindum
aukast. Sjávarborð hér við land gæti
hækkað um 50 cm næstu 100 árin,
sem gæti haft augljós áhrif á hafnar-
svæði og byggð á lágsvæðum. Þá
gæti hlýnun sjávar og aukið flæði
næringarríks hlýs sjávar norður fyr-
ir land á uppeldisslóð margra fiski-
stofna leitt til stækkunar þorsk-
stofnsins og e.t.v. annarra botnfiska.
Þá gæti hlýnun loftslags hér á
landi á næstu öld breytt gróðurfari
og haft jákvæð áhrif á heyfeng. Að-
stæður til kornræktar muni batna
og líklegt sé að breyting verði á
dýralífi landsins og fjölbreytni þess
vaxi við það að tegundum fjölgi.
Að mati vísindanefndarinnar er
erfitt að meta þjóðhagsleg áhrif veð-
urfarsbreytinga hér á landi en þegar
á heildina væri litið gætu þau orðið
jákvæð fyrir landbúnað og mögu-
lega einnig fyrir sjávarútveg. Breytt
skordýralíf gæti á hinn bóginn vald-
ið búsifjum í landbúnaði.
„Á sama hátt er örðugt að spá fyr-
ir um áhrif á heilsufar en vegna
styrkra innviða íslensks þjóðfélags
er ólíklegt að þau verði veruleg. Þó
má búast við aukinni tíðni ofnæmis-
sjúkdóma vegna vaxandi magns
frjókorna. Einnig er mögulegt að til-
teknir smitsjúkdómar á borð við nið-
urgangssjúkdóma verði algengari
vegna vaxandi útbreiðslu iðrasýkla í
lækjum, ám og vötnum,“ segir m.a. í
skýrslunni.
Nefndin telur ekki forsendur til
að ætla að hlýnandi veðurfar hafi úr-
slitaáhrif á snjóflóðahættu, illviðra-
tíðni eða jökulhlaup hérlendis.
Straumur innflyljenda
til landsins?
Hlýnandi loftslag á jörðinni mun
væntanlega valda verulegum breyt-
ingum á náttúrufarslegum aðstæð-
um á Islandi á næstu öld, að mati
nefndarinnar. Erfiðara sé að spá
fyrir um afleiðingar vaxandi gróður-
húsaáhrifa hér á landi en víða ann-
ars staðar vegna mikilla náttúru-
legra sveiflna í veðurfari, eins og
áður greinir. Innviðir þjóðfélagsins
verði þó að teljast svo styrkii' að til-
tölulega auðvelt ætti að vera að tak-
ast á við þessar breytingar, komi
ekki til grundvallaiTÖskunar á haf-
straumum N-Atlantshafsins.
í skýrslunni segir að veðurfars-
breytingar kunni að hafa alvarlegri
afleiðingar í öðrum löndum og geti
það haft óbein áhrif hér á landi, t.d.
ýmis efnahagsleg áhrif. Það kom
einmitt fram í máli formanns
vísindanefndarinnar, Sigurðar Guð-
mundssonar, á blaðamannafundi í
gær að fólk í heitari löndum gæti
,;flúið“ til landa á norðurhveli eins og
Islands og því mætti á næstu ára-
tugum reikna með auknum straumi
innflytjenda inn í landið.
Sigurður lagði áherslu á að marg-
ir óvissuþættir væru í mögulegum
afleiðingum loftslagsbreytinga hér á
landi, s.s. er varðaði hafstrauma til
landsins. En hann minnti á að inn-
viðir íslensks þjóðfélags væru sterk-
ir og áhrif breytinga gætu ekki orðið
mikil né alvarleg. Breytingarnar
væru líka að eiga sér stað yfir lang-
an tíma.
Ekkert ætti að koma á óvart
Þegar skýrslunni var fylgt úr
hlaði í gær sagði Siv Friðleifsdóttir
að niðurstaða vísindanefndarinar
væri einkar áhugaverð og mikilvægt
innlegg í umræðuna hér á landi um
loftslagsbreytingar og umhverfis-
mál. Hún sagði að ekkert ætti að
koma verulega á óvart í skýrslunni,
áður hefði verið vitað um fjölmargt
er sneri að loftslaginu á Islandi.
Margt væri dregið fram sem gæti
aðstoðað stjórnvöld við stefnu-
markandi ákvarðanir í framtíðinni.
Fylgjast þyrfti með alþjóðlegri um-
ræðu, líkt og ráðuneytið hefði gei't
hingað til. Siv tók undir með Sigurði
um að óvissuþættir væru margir í
skýrslunni og hana þyrfti að skoða
með þeim fyrirvara.
100 milljónir krdna á aukafjárlögum vegna olíuskipsins E1 Grillo í Seyðisfírði
Hreinsunin boðin út
í alþjóðlegu útboði
SAMÞYKKT hefur verið í ríkisstjóm, að til-
lögu Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráðheiTa,
að ráðist verði í hreinsun olíu úr skipinu E1
Grillo sem liggur á botni Seyðisfjarðar.
Hefur verið ákveðið að veita 100 milljónir kr.
á aukafjárlögum yfirstandandi árs til verkefn-
isins. Einnig hefur verið ákveðið að bjóða út
hreinsun olíunnar úr skipinu í alþjóðlegu út-
boði, að sögn Sivjar.
„Það er alveg ljóst að þetta verður stærsta
umhverfisverndaraðgerð hér á landi, sem við
höfum ráðist í um lengri tíma,“ segir Siv.
Skipið hefur legið á botni Seyðisfjarðar síð-
an í seinni heimsstyrjöldinni og hefur olía lekið
úr því síðustu tíu árin. Siv sagði að Seyðfirðing-
ar hefðu allan þennan tíma þrýst á ráðuneytið
um aðgerðir enda væri ljóst að það hefði ófyrir-
sjáanlegar afleiðingar fyrir lífríki Seyðisfjarð-
ar ef olían læki út í miklum mæli. „Það var t.d.
óskað liðsinnis ráðuneytisins vegna mengunar-
hættunnar frá E1 Grillo árið 1993 í bréfi til Oss-
urar Skarphéðinssonar, þáverandi umhverfis-
ráðherra,“ segir hún.
„Við ákváðum að fara út í rannsókn á skip-
inu. Ríkisstjórnin samþykkti að veita til þess
tíu milljónir króna og fengum við kafara til að
gera úttekt á ástandi skipsins. Það hefur komið
í ljós að skipsskrokkurinn er í ágætis standi en
lokin á tönkunum eru verr farin. Það er þó ljóst
að þau munu ekki gefa sig öll í einu, þannig að
olían mun ekki fara öll út í einu ef eitthvað gef-
ur sig. Hins vegar aukast líkumar á að ein-
hverjir tankar gefi sig eftir því sem frá líður og
því er brýnt að fara í þessa hreinsun. Þetta
vandamál leysist ekki af sjálfu sér,“ segir Siv.
Skoðun á ástandi E1 Grillo leiddi í ljós að
fjórir aðaltankar af tíu væru líklega fullir af ol-
íu og einnig 13 hliðartankar af 20, auk þess sem
lokufestingar væm tærðar.
I kjölfar rannsóknarinnar fékk umhveríls-
ráðuneytið norskan ráðgjafa sem skilaði sínum
niðurstöðum fyrr á þessu ári þar sem fram
kom að um yrði að ræða umfangsmikið og dýrt
verk en talið er að verkefnið allt muni kosta
upp undir 200 milljónir kr. Var eindregið mælt
með að verkið yi'ði boðið út í alþjóðlegu útboði,
að sögn umhverfisráðherra.
Siv segir að umhverfisráðuneytið hafi unnið
að því að gera forsendur tiltækar fyrir útboðið
og Ríkiskaup séu reiðubúin að taka að sér að
bjóða verkið út.
Siv benti einnig á að þótt aðgerðin heppnað-
ist fullkomlega væri ólíklegt að hægt yrði að
ganga þannig frá að ekki yrði einhver olíuleki
merkjanlegur á næstu ámm.
„Olían er seigfljótandi. Rennslimark hennai'
er við 9 gráður og þess vegna er líklegast að
farið verði í þetta síðla sumars, þegar hitastig
sjávar er hæst á Seyðisfirði.
Með þessari ákvörðun ríkisstjórnarinnar er
búið að tryggja að við getum farið í útboðið og
hreinsað upp þetta gamla umhverfisvandamál
frá því í seinni heimsstyrjöldinni. Það er afar
ánægjulegt," sagði Siv að lokum.