Morgunblaðið - 04.10.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 04.10.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fyrirlestur um brjósta- myndatöku GUÐRÚN Ámadóttir, MA í sálar- fræði, verður með rabb fimmtudag- inn 5. október á vegum Rannsókna- stofu í kvennafræðum í Odda, stofu 201, kl. 12-13. Rabbið ber yfirskrift- ina „Hvað hindrar konur í að mæta í brjóstamyndatöku?“. Allir velkomnir. í fréttatilkynningu segir: „Brjósta- krabbamein, ásamt lungnakrabba- meini, er langalgengasta dánarorsök íslenskra kvenna á miðjum aldri. Nýgengi brjóstakrabbameins hefur aukist verulega, en lífslflnn- kvenna hafa einnig aukist með tflkomu bættr- ar greiningartækni og árangursríkari meðferða. Þrátt fyrir árangur reglu- bundinnar brjóstamyndatöku hefur mæting íslenskra kvenna ekki verið eins góð og almennt gerist í ná- grannalöndum okkar.“ Kaffitár opn- ar heimasíðu KAFFITÁR ehf., sem rekur kaffi- brennslu í Njarðvík og kaffihús í Kringlunni og í Bankastræti í Reykjavík, hefur opnað heimasíðu á Netinu. Veffangið er www.kaffl- tar.is Heimasíðunni er ætlað að flytja fréttir, kynna starfsemina og vöruvalið, auðga kaffilíf þjóðarinn- ar með fróðleik og ábendingum til kaffiunnenda og síðast en ekki síst eru uppskriftir að kaffidrykkjum, kökum og hátíðarmat á síðunni, svo eitthvað sé nefnt, segir í fréttatilkynningu. Kaffitár ehf. fagnar 10 ára af- mæli um þessar mundir og er opn- un heimasíðunnar liður í þeim há- tíðahöldum. Lýst eftir vitnum UMFE RÐARÓHAPP varð á Bú- staðavegi við Kringlumýrarbraut (Bústaðabrú), föstudaginn 29. sept- ember kl. 11.07 en þar lentu í árekstri Honda-fólksbifreið og Dodge-pallbifreið. Ökumenn greinir á um stöðu umferðarljósa er árekst- urinn varð. Vitni að árekstrinum eru vinsam- lega beðin að hafa samband við lög- regluna í Reykjavík. Afhenti trúnaðarbréf ÞÓRÐUR Ægir Óskarsson sendi- herra afhenti 2. október Pino Arl- acchi, yfirmanni Skrifstofu Samein- uðu þjóðanna í Vínarborg, trún- aðarbréf sitt sem fastafulltrúi Islands hjá stofnunum Sameinuðu þjóðanna þar í borg. Gengið á slóð- um g’ömlu eimreiðanna HAFNARGÖNGUHÓPURINN stóð íyrir gönguferð sl. miðvikudags- kvöld á þeim slóðum sem önnur eim- reiðanna fór um Vesturbæinn og Skildinganesmelana til efnistöku fyrir hafnargerð í Reykjavík 1913- 1917. í kvöld er hugmyndin að hefja gönguferðina þar sem frá var horfið við grjótnámið í Öskjuhlíð og fylgja eins og kostur er leið eimreiðanna úr grjótnáminu og malarnáminu austan í Skólavörðuholtinu niður að Rauð- arárvík og með gömlu strandlengj- unni út á Ingólfsgarð. Gönguferðinni lýkur við Hafnarhúsið. Mæting er við Hafnarhúsið, Mið- bakkamegin kl. 20 og farið með SVR suður undir Öskjuhlíð að Hótel Loft- leiðum og þaðan farið um kl. 20.30. Allir eru velkomnir. KIRKJUSTARF Safnaðarstatf Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á eftir. Grensáskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Allar mæður velkomnar með lítil böm sín. Samverustund eldri borgara kl. 14. Biblíulestur, bænastund, kaffiveitingar og sam- ræður. TTT-starf (10-12 ára) kl. 16.30. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra bama kl. 10-12. Fræðsla: Brjóstagjöf: Kolbrún Jóns- dóttir, hjúkrunarfræðingur. Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyrirbænir í dag kl. 18. Langholtskirkja. Kyrrðar- og fyr- irbænastund kl. 12-12.30. Orgelleik- ur og sálmasöngur. Eftir kyrrðar- stundina er létt máltíð í boði í safnaðarheimili kirkjunnar. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 11-16. Kaffi- sopi, spjall, heilsupistill, létt hreyf- ing, slökun og kristin íhugun. Við göngum til bænagjörðar í kirkjunni kl. 12. Að henni lokinni er sameinast yfir kærleiksmáltíð (kr. 500). Síðan er spilað, hlustað á upplestur eða málað á dúka og keramik. Eldri borgurum sem komast ekki að öðr- um kosti til kirkjunnar er boðið upp á akstur að heiman og heim þeim að kostnaðarlausu. Hafið samband við Svölu Sigríði Thomsen djákna í síma 520-1314. Laugarneskirkja. í tilefni af starfsdegi kennara er efnt til dóta- markaðar til ágóða fyrir börn á Ind- landi. Nánar auglýst í skólanum. Fermingarfræðslan kl. 19.15. Ungl- ingakvöld Laugameskirkju, Þrótt- heima og Blómavals kl. 20. (8. bekk- ur). Neskirkja. Opið hús kl. 16. Kaffi- veitingar. Biblíulestur kl. 17 í um- sjón sr. Franks M. Halldórssonar. Bænamessa kl. 18. Sr. Frank M. Halldórsson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðar- og bænastund kl. 12. Léttur málsverður á eftir í safnaðarheimilinu. Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldr- aðra. Opið hús í dag kl. 13-16. Hand- mennt, spjall og spil. Fyrir- bænaguðsþjónusta kl. 16. Bænar- efnum er hægt að koma til presta safnaðarins. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnaðar- heimilinu eftir stundina. Kirkju- prakkarar. Starf fyrir 7-9 ára börn kl. 16. TTT-starf fyrir 10-12 ára kl. 17.15. Digraneskirkja. Æskulýðsstarf KFUM&K og Digraneskirkju kl. 20. Fella- og Hólakirkja. Kyrrðar- og bænastund kl. 12 í umsjón Lilju G. Hallgrímsdóttur djákna. Organisti kirkjunnar leikur á orgelið frá kl. 12. Kl. 12.10-12.25 er helgistund þar sem m.a. þakkar- og bænarefni era lögð l'ram fyrir Guð. Eftir stundina í kirkjunni er léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu gegn vægu gjaldi. Samvera fyrir fullorðna (opið hús) er svo í framhaldinu til kl. 15. Keyrsla til og frá kirkju stendur til boða fyrir þá sem þurfa. Þeir láti vita í síma 557-3280 fyrir kl. 10 á miðvikudags- morgnum. Þakkar- og fyrirbænaefn- um má koma til presta, djákna og annarra starfsmanna kirkjunnar. Starf fyrir 9-10 ára stúlkur kl. 15-16. Helgistund í Gerðubergi á fimmtu- dögum kl. 10.30. Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Altarisganga og fyrir- bænir. Boðið er upp á léttan hádegis- verð á vægu verði að lokinni stund- inni. Allir velkomnir. KFUM fyrir drengi 9-12 ára í dag kl. 16.30-17.30. Kirkjukrakkar í Engjaskóla kl. 18- 19. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17. Kópavogskirkja. Samvera 8-9 ára barna í dag kl. 16.45-17.45 í safnaðar- heimilinu Borgum. TTT-samvera 10- 12 ára bama í dag kl. 17.45-18.45 í safnaðarheimilinu Borgum. Seljakirkja. Kyrrðar- og bæna- stund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúk- um, allir velkomnir. Tekið á móti fyr- irbænaefnum í kirkjunni og í síma 567-0110. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14-16.30. Helgi- stund, spil og kaffi. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðar- stund kl. 12. Hugleiðing, altaris- ganga, fyrirbænir, léttur málsverður á eftir í Ljósbroti, Strandbergi, kl.13. Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund kl. 20. Allir velkomnir. Boðunarkirkjan. í kvöld kl. 20 heldur áfram námskeið þar sem dr. Steinþór Þórðarson mun kenna þátt- takendum að merkja biblíuna og hvernig á að leita í henni. Eftir slíkt námskeið verður biblían aðgengi- legri og aðveldara að fletta upp í henni. Efni kvöldsins: Jesús Kristur. Allir era hjartanlega velkomnir og aðgangur kostar ekkert. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl. 12.10. Samverastund í Kirkjulundi kl. 12.25, súpa, salat og brauð á vægu verði. Allh- aldurshóp- ar. Umsjón Ásta Sigurðardóttir. Alfanámskeið í Kirkjulundi kl. 19 og lýkur í kirkjunni um kl. 22. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 12 fyrsta bæna- og kyrrðarstund vetrarins í Landakirkju. Organleik- ur og fyrirbænir. Kl. 20-22 opið hús í KFUM&K-húsinu, borðtennis, fót- bolti, snóker, bara nefndu það. Ytri-Njarðvíkurkirkja. STN- starf. Fyrsti skipti í dag kl. 16.30 og verður í umsjá Vilborgar Jónsdótt- ur. Þetta starf er ætlað börnum 6-9 ára og verður á miðvikudögum í vet- ur. Fíladelfía. Súpa og brauð kl. 18. Kennsla kl. 19, krakkaklúbbur, unglingafræðsla, grannfræðsla, kennsla fyrir enskumælandi og bibl- íulestur. Allir velkomnir. Ath. breyttan tíma. Hólaneskirkja, Skagaströnd. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. DULSPEKI Miðlun - spámiðlun Lífssporin úr fortíð í nútíð og framtíð. Tímapantanir og upplýsingar í símum 692 0882 og 561 6282, Geirlaug. FÉLAGSLÍF FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKIWI6 - SÍMI S68-2S33 Myndasýning: Ingvar Teits- son, formaður Ferðafélags Ak- ureyrar, sýnir myndir og segir frá Öskjuveginum og Bisk- upaieiS um Odáðahraun í F.I.- salnum föstudaginn 6. október kl. 20:30. Aðgangseyrir kr. 500. Kaffiveitingar í hléi. www.fi.is. textavarp RUV bls 619. I.O.O.F. 18 = 1811048 = □ GLITNIR 6000100419 I I.O.O.F. 7 = 1811047 = Rk I.O.O.F. 9 = 1814107V2 = Rk. □ HELGAFELL 6000100419 IVA/ Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. ÉSAMBAND ÍSLENZKRA ____' KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58. Samkoma í kvöld kl. 20.30. Skúli Svavarsson talar. Allir hjartanlega velkomnir. http://sik.is MIÐVIKUDAGUR 4. 0KTÓBER 2000 49 Astrcu vidfyntus syKs Astra 4ra dyra 1.2 - kr. 1.313.000,- Astra 4ra dyra 1.6 - kr. 1.539.000,- Astra 3ja dyra 1.2 - kr. 1.241.000,- Astra 3ja dyra 1.6 - kr. 1.486.000,- Astra 5 dyra 1.2 - kr. 1.293.000,- Astra 5 dyra 1.6- kr. 1.519.000,- Astra station 1.2 - kr. 1.344.000,- Astra station 1.6 - kr. 1.582.000,- Búnaður m.a.: loftpúðar - ABS hemlakerfi (1.6) - vökva-, velti og aðdráttarstýri - rafdrifnar rúður (1.6) - litað gler - verðlaunuð hljómflutningstæki - hæðarstillt bílstjórasæti - hæðarstillt bflbelti -12 ára ábyrgð gegn gegnum- tæringu - fjarstýrðar samlæsingar - rafstýrðir og upphitaðir hliðarspeglar (1.6) Þýskt eðalmerki Bílheimar ehf. Sævarhöfba 2a Sími:525 9000 wwvv. bilheimar. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.