Morgunblaðið - 04.10.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.10.2000, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR •• Ossur Skarphéðinsson þegar þingflokkur Samfylkingarinnar kynnti áhersluatriði sín Munum standa vörð um niður- stöðu auð- lindanefndar SAMFYLKINGIN mun beita sér fyrir því á komandi þingi að fram fari heildarendur- skoðun á lögum um viðlagatryggingu. Enn fremur vill flokkurinn gera breytingar á lög- um um tekju- og eignaskatt og er þar eink- um horft til frestunar á söluhagnaði hluta- bréfa. Loks leggur Samfylkingin áherslu á að staða Barnahúss verði tryggð, þ.e. að lögfest verði fyrri tilhögun við skýrslutöku af börn- um sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi. Fulltrúar þingflokks Samfylkingar kynntu helstu áhersluatriði sín í upphafi 126. lög- gjafarþings á fréttamannafundi í gær. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinn- ar, sagði að raða mætti flestum þessara at- riða í fjóra flokka, þ.e. þau tengdust öll ann- aðhvort mannréttindum, jöfnuði, lýðræði eða umhverfi og auðlindum. „Varðandi þetta síðasta munum við auð- vitað standa vaktina hérna í þinginu og gæta þess að það verði ekki reynt að afvegaleiða niðurstöðu auðlindanefndar, hún var ákaf- lega skýr,“ sagði Össur m.a. í gær. „Nú heyrum við það hins vegar að Landssam- band íslenskra útvegsmanna er búið að gefa sína línu og því miður virðist það vera þann- ig að einstakir ráðherrar virðast vera eins og hvolpar í bandi LIU. Við erum hins vegar reiðubúin með þingmál sem gera það að verkum að það verður boðið hér upp á mjög sterkan og skýran valkost þar sem menn eiga að njóta jafnræðis varðandi aðgang að auðlindinni. Við munum ekki fallast á það að menn, sem hafa haft einokun á fiskveiði- heimildum, haldi þeim áfram um ókomna tíð með því að greiða fyrir það eitthvað mála- myndagjald. Það þarf að opna greinina.“ Össur benti einnig á að Samfylkingin væri fyrsti stjórnmálaflokkurinn sem mótaði stefnu í málefnum innflytjenda. Þar yrði lögð áhersla á þætti sem tengdust atvinnuréttind- um innflytjenda, kynþáttafordómum og kennslu- og menntunarstefnu til handa inn- flytjendum. Þessi atriði sagði Össur að féllu undir áherslu Samfylkingar á mannréttindi og hið sama sagði hann að ætti við um mál- efni aldraðra og öryrkja. Hann sagði í því samhengi að fjöldamörg dæmi væru um það að fólk sem byggi við fá- tækt brotnaði niður á tiltölulega skömmum tíma með tilheyrandi áhrifum á heilsufar þess. Fyrir vikið þyrfti fólk að sækja til stofnana samfélagsins sem vitaskuld kostaði sitt. „Það er þessi rándýra fátækt sem við viljum útrýma með okkar málum,“ sagði Össur. Enn fremur yrði lögð áhersla á byggðamál og sagði flokksformaðurinn að víglínan þar lægi ekki um sjávarútveg og kvóta heldur um nýja tækni. Landsbyggðin yrði hins vegar að sitja við sama borð og grundvöllur byggðastefnu byggðist þess vegna á því að grunnnet Landssímans verði skilið frá samkeppnisrekstri Símans. Heildarendurskoðun á lögum um Við- iagatryggingu tímabær Að lokinni yfirferð Össurar kynnti Mar- grét Frímannsdóttir þingmál sem tengdust jarðskjálftavá á landinu. Hún sagðist telja að við samninga vegna tjóns er varð á Suður- landi í sumar hafi lög beinlínis verið brotin, þ.e.a.s. hvað varðar upplýsingagjöf til tjón- þola. Enn fremur hefðu lög um vátrygginga- samninga verið rangtúlkuð, einstakar grein- ar laga hefðu verið notaðar sem forsenda þess að háar fyrningar voru settar á bruna- bótamat eða fasteignamat eigna. Sagði Margrét að Samfylkingin teldi að fara þyrfti í skoðun á vátryggingalöggjöfinni og heildarendurskoðun á lögum um Viðlaga- tryggingu íslands. Slík endurskoðun væri mjög tímabær og hið sama mætti segja um heildarúttekt á öllum húsnæðum á jarð- skjálftasvæðum á landinu. Svanfríður Jónasdóttir gerði að umtalsefni þær breytingar á skattalögum sem gerðar voru fyrir nokkrum árum og sem heimiluðu frestun á söluhagnaði hlutabréfa. Menn hefðu síðan getað komist hjá því að greiða skatt af þessum söluhagnaði hefðu þeir fjár- fest í nýjum hlutafélögum. Svanfríður sagði að þetta hefði haft þau áhrif að menn hefðu losað mikið fé úr ís- lensku atvinnulífi, síðan fjárfest erlendis og því hefði aldrei verið greiddur skattur af þessum fjármunum hér á landi. Hér væri á ferðinni stórmál sem taka þyrfti á. Samfylkingin mun einnig flytja þingmál sem gerir ráð fyrir að lögfest verði fym tilhögun við skýrslutöku af börnum sem orð- ið hafa fyrir kynferðisofbeldi, þ.e. að lög- reglan beri ábyrgð á skýrslutökunni en ekki dómarar. Sagði Rannveig Guðmundsdóttir að brýnt væri að breyta lögum, sem sett voru í fyrra, til að tryggja starfsemi Barna- húss á ný. Skipað var í fastanefndir Alþingis á setningarfundinum á mánudaginn Mikill handagangur varð í öskjunni þegar hlutað var til um sæti þingmanna á mánudag. Morgunblaðið/Þorkell Talsverðar breytingar hjá Samfylkingunni FÁEINAR breytingar hafa orðið á nefndaskipan í fastanefndum Al- þingis en gengið var frá skipan í þær á setningarfundi þingsins síðast- liðinn mánudag. Sjálfstæðismaður- inn Einar K. Guðfinnsson kemur í stað flokksbróður síns, Péturs H. Blöndal, í efnahags- og viðskipta- nefnd en síðan hefur Samfylkingin gert talsverðar þreytingar, þannig kemur Asta R. Jóhannesdóttir inn í félagsmálanefnd í stað Kristjáns L. Möller, Bryndís Hlöðversdóttir og Svanfríður Jónasdóttir koma inn í iðnaðarnefnd í stað Ástu R. og Rann- veigar Guðmundsdóttur og Sigríður Jóhannesdóttir tekur sæti í landbún- aðarnefnd í stað Einars Más Sigurð- arsonar. Einar Már tekur í staðinn sæti Svanfríðar Jónasdóttur í mennta- málanefnd, Jóhann Ársælsson kem- ur inn í umhverfisnefnd í stað Össur- ar Skarphéðinssonar og Þórunn Sveinbjarnardóttir sest í utanríkis- málanefnd í stað Margrétar Frí- mannsdóttur. . ' :• B [).■ XÍ f. 'j1 ■lít 1 ,.r -'r. ■: >■":* ALÞINGI Nefndaskipan Alþingis Allsherjarnefnd: Þorgerður K. Gunnarsdóttir (D), Guðrún . Ögmundsdóttir (S), Hjálmar Jóns- son (D), Jónína Bjartmarz (B), Lúð- vík Bergvinsson (S), Katrín Fjeld- sted (D), Sverrir Hermannsson (F), Ásta Möller (D) og Ólafur Örn Har- aldsson (B). Efnahags- og viðskiptanefnd: Vil- hjálmur Egilsson (D), Jóhanna Sig- urðardóttir (S), Einar K. Guðfinns- son (D), Kristinn H. Gunnarsson (B), Margrét Frímannsdóttir (S), Sigríð- ur A. Þórðardóttir (D), Ögmundur Jónasson (V), Gunnar Birgisson (D), HjálmarÁrnason (B). Félagsmálanefnd: Arnbjörg Sveinsdóttir (D), Guðrún Ögmunds- dóttir (S), Pétur H. Blöndal (D), Ól- afur Örn Haraldsson (B), Ásta R. Jó- hannesdóttir (S), Kristján Pálsson (D), Steingrímur J. Sigfússon (V), Drífa Hjartardóttir (D), Jónína Bjartmarz (B). Fjárlaganefnd: Einar Oddur Kristjánsson (D), Einar Már Sigurð- arson (S), Árni Johnsen (D), Jón Kristjánsson (B), Gísli S. Einarsson (S), Hjálmar Jónsson (D), Jón Bjarnason (V), Arnbjörg Sveinsdótt- ir (D), ísólfur Gylfi Pálmason (B), Össur Skarphéðinsson, Kristján Pálsson (D). Heilbrigðis- og trygginganefnd: Lára Margrét Ragnarsdóttir (D), Bryndís Hlöðversdóttir (S), Tómas Ingi Olrich (D), Jónína Bjartmarz (B), Ásta R. Jóhannesdóttir (S), Kat- rín Fjeldsted (D), Þuríður Backman (V), Ásta Möller (D), Jón Kristjáns- son (B). Iðnaðamefnd: Guðjón Guðmunds- son (D), Bryndís Hlöðversdóttir (S), Pétur H. Blöndal (D), Hjálmar Árna- son (B), Svanfríður Jónasdóttir (S), Drífa Hjartardóttir (D), Ámi Stein- ar Jóhannsson (V), Árni R. Ámason (D), ísólfur Gylfi Pálmason (B). Landbúnaðarnefnd: Hjálmar Jónsson (D), Sigríður Jóhannesdótt- ir (S), Drífa Hjartardóttir (D), Jón- ína Bjartmarz (B), Guðmundur Árni Stefánsson (S), Guðjón Guðmunds- son (D), Þuríður Backman (V), Einar Oddur Kristjánsson (D), Kristinn H. Gunnarsson (B). Menntamálanefnd: Sigríður A. Þórðardóttir (D), Sigríður Jóhannes- dóttir (S), Tómas Ingi Olrich (D), Ól- afur Öm Haraldsson (B), Einar Már Sigurðarson (S), Ámi Johnsen (D), Kolbrún Halldórsdóttir (V), Þor- gerður K. Gunnarsdóttir (D), Krist- inn H. Gunnarsson (Bf Samgöngunefnd: Árni Johnsen (D), Lúðvík Bergvinsson (S), Am- Tvennar utandag- skrárum- ræður í dag ÞINGFUNDUR hefst á Al- þingi í dag kl. 13.30. Þá fara fram tvennar utandagskrár- umræður og stendur hvor um sig>í hálftíma. Sú fyrri fjallar um kjör aldraðra og öryrkja og er málshefjandi Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Samfylkingu, en Davíð Odds- son forsætisráðherra verður til andsvara. Síðari utandag- skrárumræðan fjallar um ráð- stafanir stjórnvalda í kjölfar jarðskjálfta á Suðurlandi í sumar. Ögmundur Jónasson, Vinstrihreyfingunni - grænu framboði, er málshefjandi en Davíð Oddsson forsætisráð- herra verður sem fyrr til and- svara. björg Sveinsdóttir (D), Hjálmar Ámason (B), Kristján L. Möller (S), Þorgerður K. Gunnarsdóttir (D), Jón Bjarnason (V), Guðmundur Hallvarðsson (D), Jón Kristjánsson (B). Sjávarútvegsnefnd: Einar K. Guðfinnsson (D), Jóhann Ársælsson (S), Árni R. Ámason (D), Kristinn H. Gunnarsson (B), Svanfríður Jónas- dóttir (S), Guðmundur Hallvarðsson (D), Guðjón A. Kristjánsson (F), Vil- hjálmur Egilsson (D), Hjálmar Árnason (B). Umhverfisnefnd: Kristján Pálsson (D), Þórunn Sveinbjarnardóttir (S), Katrín Fjeldsted (D), Ókfur Örn Haraldsson (B), Jóhann Ársælsson (S), Gunnar Birgisspn (D), Kolbrún Halldórsdóttir (V), Ásta Möller (D), ísólfur Gylfi Pálmason (B). Utanríkismálanefnd: Tómas Ingi Olrich (D), Sighvatur Björgvinsson (S), Lára Margrét Ragnarsdóttir (D), Jón Kristjánsson (B), Þómnn Sveinbjarnardóttir (S), Árni R. Árnason (D), Steingrímur J. Sigfús- son (V), Einar K. Guðfinnsson (D), Jónína Bjartmarz (B). Eftirtaldir þingmenn eiga sæti í íslandsdeild Alþjóðaþingmanna- sambandsins: Einar K. Guðfinnsson (D), Jóhanna Sigurðardóttir (S), Ásta Möller (D). íslandsdeild Evrópuráðsþingsins: Lára Margrét Ragnarsdóttir (D), Margrét Frímannsdóttir (S), Ólafur Öm Haraldsson (B).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.