Morgunblaðið - 04.10.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.10.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2000 41«^_ UMRÆÐAN Staðreyndir um ávaxtasýrukrem Stefana Ólafur Kr. Karlsddttir Ólafsson í NÝLEGRI blaða- grein með fyrirsögn- inni „Efast um hrukkukremið“ var gefið til kynna að vör- ur með ávaxtasýrum stuðluðu að ótíma- bærri öldrun húðar- innar. Þetta er fárán- leg fullyrðing því staðreyndin er reynd- ar sú að það eru út- fjólubláir geislar sól- arinnar sem valda (öldrunar)skaða á húðinni. Þetta hefur verið vitað um aldir. Ávaxtasýrur eru not- aðar til að bæta sólar- skaða. Húðmeðferðir sem byggjast á ávaxtasýrum til að endurnýja og yngja upp húðina ættu í öllum til- vikum að innifela mikilvægustu fyrirbyggjandi aðgerðirnar. S.s. að stunda hvorki sól- og ljósaböð og nota sólarvörn til að forðast frekari öldrunarskemmdir. Þessi tilmæli eru kjarninn í boðskap þeirra sem framleiða og selja vörur af þessu tagi. Það vantar hlutlæga umfjöllun um hin raunverulegu vísindi að baki ávaxtasýrum, sem sé framsett á sanngjarnan, ábyrgan óg fagleg- an hátt. Hið augljósa markmið svona greinar er að selja meiri fréttir... því neikvæð „hystería" selur dagblöð! Á læknaþingi sem haldið var í Bandaríkjunum 1995 og fjallaði eingöngu um ávaxtasýr- ur sátu fjórir íslenskir húðlæknar. Þar voru meðal annars birtar nið- urstöður rannsókna sem sýndu að notkun ávaxtasýra jók heildar- þykkt húðarinnar verulega og þar með hæfileika hennar til að verjast sólai-geislum. Rannsóknirnar sýndu að „sólarvarnarstuðull" húð- arinnar meira en tvöfaldaðist! Þ.e.a.s. notkun þessara vara jafn- gilti því að nota sólarvörn með SPF 2+. Vissulega bendir ýmislegt til þess að strax eftir „peel“ sé húðin eilítið berskjaldaðri... Þegar efstu frumulögin hafa verið fjar- lægð... áður en neðri lög yfirhúðar- innar hafa náð að þykkna. Þarna er verið að tala um daga eða vikur. Notkun á sólarvörn með SPF 15 eins og mælt er með gerir miklu betur en að vinna þetta upp. Á sama læknaþingi birti fulltrúi FDA (bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitsins) bráðabirgðaniður- stöður þess sem hafði verið beðið í ofvæni, bæði af læknum og snyrtivöruframleiðendum. I Bandaríkjunum era hráefni í snyrtivörum aðeins háð eftirliti FDA með tilliti til almenns öryggis og fullyrðinga (Þ.e.a.s. Ólöglegt er að framleiða skaðlegar snyrtivörar, og einnig að fullyrða að þær verki sem lyf.) Samkvæmt þeim álitu sérfræðingarnir að ekki væri nauð- synlegt að flokka ávaxtasýrar sem lyf, eða að læknar sæju einir um að úthluta þeim til sjúklinga sinna. Þó að áhrif ávaxtasýra bendi vissulega til þess að virkni þeirra líkist frek- ar áhrifum lyfja en snyrtivara hafa þær verið framleiddar og seldar með góðum árangri í svo mörg ár að það þyrfti mjög sterk rök til að fara að flokka þær sem lyf úr því sem komið er. Ábyrgir snyrtivöruframleiðendur sem nota ávaxtasýrur sem áhrifa- efni hafa selt þessar vörar síðustu tíu ár til notenda um allan heim, og árangurinn er frábær. Ávaxtasýrur hafa reyndar verið notaðar í fegr- unarmeðul öldum saman. Snemma á tíunda áratugnum fóru ávaxtasýrur að njóta aukinna vinsælda sem fegrunarhráefni. Þær voru í raun endurappgötvaðar Svar við grein Óðins Sigþórssonar ENN skrifa andstæð- ingar laxeldis um skað- semi eldisstofna á villta laxastofninn. I þetta sinn er það Óðinn Sig- þórsson, seiðaframleið- andi og bleikjubóndi úr Borgarfirði, sem skrifar og finn ég mig knúinn að svara honum í örfá- um línum. Óðinn hefur mál sitt á ofnotuðum og alröngum fullyrðingum andstæðinga laxeldis og segist óttast genameng- un og sjúkdóma, sem laxeldið muni færa vill- ilaxastofni okkar, og að þetta sé reynsla nágr- anna okkar Norðmanna og Skota. Nú liggur það hins vegar endanlega á borðinu að þetta er alrangt, og vísa ég hér til skýrslu frá NOU 1999:9, sem er mjög vönduð óháð samantekt unnin af „Riebermohn utvalget" fyr- ir norsku ríkisstjórnina, sem upp- gjör á orsökum fyrir niðursveiflu norska villilaxastofnsins. Enn er tekið í sama streng í NF 1999/6 af sömu aðilum. Meginniðurstöður þessara skýrslna era að laxeldi hef- ur ekki verið meginorsakavaldur af slæmum viðgangi norska villilaxa- stofnsins heldur era talin upp 4 meginatriði: 1) Súrt regn. 2) Virkjun vatnsfalla. 3) Snýkjudýrið Gyr- odaetilus. 4) Nábýli manna og laxa. Þarna er þó sagt að minnka beri strok eldislaxa og vinna beri að því að kveða niður laxalús. Síðan þá hafa komið á markaðinn ný og bylt- ingarkennd umhverfisvæn lyf, sem auðveldlega slá niður lúsina og strok minnkar ár frá ári. Þó að þessar skýrslur dragi upp svarta mynd af ástandi norska villi- laxastofnsins þá virðist starf veiði- réttareigenda og stangveiðifélaga vera betur heppnað þar, en hér á Fróni. Norski villi- laxastofninn er nú í miklum uppgangi og var veiðin í sumar sú besta í 10-12 ár (DFN sept. 2000) og síðast- liðin 10 ár hefur 4-9% af stangveiðinni verið eldislax (NINA Opp- dragsmelding 659). Þetta gerist þrátt fýr- ir að laxeldi þar hafi fjórfaldast á síðustu 10 áram. Enn bendir Óðinn á að hann hafi undir höndum skýrslur, sem sýna að 2-5% eldis- laxa sleppi. Ég veit einnig að til era skýrslur, sem sýna að tóbaksreykingai’ eru ekki skað- legar mönnum. Hins vegar sýnir Laxeldi Grein Óðins, segir Jón- atan Þórðarson, er lýs- andi fyrir lítinn skilning andstæðinga laxeldis á umhverfismálum. uppgjör fyrir 98-árganginn af öllu laxeldi í Noregi, að minna en 0,5% hafi sloppið (Fiskeridir. Aar- srapport 1998). Uppgjör fyrir 99-ár- ganginn liggur ekki fyrir, en ljóst er að strok er minna. Uppgjör fyrir 3 síðustu ár í Kanada sýnir að minna en 0,3% hafi sloppið, og slapp allur sá lax í 3 slysum hjá sama fyrirtæk- inu, þ.a. segja má að laxastrok er ekki vinnuregla í eldi heldur vinnus- lys, oft orsakað af vangá. Undir lok greinarinnar lýsir Óð- inn miklum áhyggjum sínum af Jónatan Þórðarson slæmum afleiðingum, sem sjókvía- eldi undir Vogastapa muni geta haft á villilaxinn. Hann segir að staðsetn- ingin sé óheppileg, vegna návígis við mestu laxveiðiár landsins á Faxa- flóasvæðinu. Þetta þykir mér undar- legt, sérstaklega þar sem þetta kemur frá Óðni. Ég veit ekki betur en að um 50 kílómetrar séu í næstu laxveiðiá frá Vogastapa og að hann sjálfur stundi stórfellt seiðaeldi með hina ýmsustu laxastofna, ásamt stórfelldu bleikjueldi nánast úti í miðri laxveiðiá, sem rennur svo í eitt viðkvæmasta vatnasvæði landsins. Ég skil nú ekki hvernig Óðinn Sig- þórsson fékk leyfi fyrir þessu og hafi hann svona miklar áhyggjur af eldi Silungs ehf. undir Vogastapa þá skil ég ekki hvernig hann ætti að sofa á nóttunni fyrir áhyggjum af villta laxastofninum í Borgarfjarðaránum, hann sjálfur hafandi fiskeldi í miðju vatnasvæðinu. Að lokum vil ég þó segja, að mér lýst reyndar ákaflega vel á þessa grein Óðins, þar sem hún er mjög lýsandi fyrir lítinn skilning andstæðinga laxeldis á umhverfis- málum, sem og allan þeirra málatil- búnað, sem er með ólíkindum. Höfundur er frumkvæmdustjóri Silungs ehf. GOJU-RYU KARATE m Karatedeild Fylkis Byrjendanámskeiðin eru hafin Stundaskra: Böm byrjendur: Mán. og Föstud. kl. 18:15 Fullorðnir byrjendur: Mán., mið. og Föstud. kl. 19:15 Upplýsingar í síma: 896 3010 eða 567 6467 Hrukkukrem Það eru útfjólubláir geislar sólarinnar sem valda ótímabærri öldrun húðarinnar, segja Stefana Karlsdóttir og Ólafur Kr. Ólafsson. Ekki vörur með ávaxtasýrum! vegna óviðjafnanlegra eiginleika sinna til að bæta útlit húðar. Þær gefa sýnilegan árangur á tiltölu- lega skömmum tíma, án óþæginda. Þennan árangur má þakka þeirri staðreynd að ávaxtasýrurnar eru raunverulegur rakagjafi, og þær losa efstu lög dauðra húðfruma af húðinni. Vegna þessara auknu vin- sælda, markaðssetningar og um- fjöllunar urðu ávaxtasýrurnar helsta „cosmeceutical" snyrtivöru- hráefnið á markaðnum. Orðið cosmeceutical er samansett úr cosmetic (snyrtivöru-) og pharma- ceutical (lyfja-). Vegna hinnar miklu virkni fengu ávaxtasýrurnar athygli þeirra stofnana sem annast öryggiseftirlit og almannavernd, bæði í Bandaríkjunum og alþjóð- lega. Við, sem höfum unnið að markaðssetningu og fræðslu um M.D. Formulations og M.D. Forté húðvörar með glýkólsýru síðan 1993, fylgjumst grannt með öllum rannsóknum og þróun mála. Fram- leiðandinn kallar okkur til sín einu sinni til tvisvar á ári til kennslu og fræðslufunda, þann síðasta 30. maí - 3. júní í Las Vegas. Þar svaraði Joseph A. Lewis II efnafræðingur fyrirspurnum og greindi frá nýj- ustu rannsóknum og framförum á þessu sviði. Hann hefur stundað rannsóknir á glýkólsýra og vöru- . þróun á húðvörum síðan 1983, og * hefur áreiðanlega meiri reynslu en nokkur annar sérfræðingur í þess- um geira. Á þessu þingi héldu margir læknar og aðrir vísinda- menn fyiirlestra um ýmsar hliðar fegranariðnaðarins. Þeirra á meðal var Dr. Joe DiNardo, sem hefur birt niðurstöður rannsókna sinna á glýkólsýru og öðrum húðvöruhrá- efnum í bandarískum og alþjóðleg- um fagtímaritum lækna, auk þess að vera eftirsóttur fyrirlesari. Okkur, sem stundum þennan innflutning, er lagt á herðar að miðla fræðslu til snyrtistofa sem selja M.D. Formulations vörurnar, og þeirra viðskiptavina. Fræðsla um skaðsemi sólar, og hvernig megi verjast henni er mikilvægur hluti af þeim boðskap. Það er viðurkennt af lýtalækn- um, að með glýkólsýru má ná 30% af þeim árangri sem hægt er að ná með leysitækni og sú meðferð er bæði sársauka- og áhættulaus. Húðin verður unglegri og frískari, og skilar hlutverki sínu betur. Það á við um glýkólsýruvörar eins og bætiefni (t.d. vítamín og lýsi) að langtímanotkun skiptir máli. Glýk- ólsýran veitir raka, losar stíflur úr húðinni og eykur teygjanleika hennar. Að lokum viljum við benda á grein í tímaritinu Lyf og heilsa 1. tbl. 2000 sem fæst ókeypis í apót- ekum og lyfjabúðum. Greinin heitir „Hvernig snúum við á Elli kerl- ingu“ og þar fjallar Bárður Sigur- geirsson húðsérfræðingur m.a. um þessi efni í víðu samhengi. Stefana er umboðsmaður M.D. Formulations og M.D. Forte. Ólafur er framkvæmdastjóri Reisnarhf. ALBRAUTIR Míkið úrval af áibrautum ___sem við mótum eftír þinum óskum O O W ir> co oo ÍTí Allt fyrir . i gluggann Þakrennur Vandaðar þakrennur á góðu verði Fjórir litir Frábær ending OPH) ÖLL KVÖLD TIL KL. 21 ilft METRO Skeifan 7 • Sími 328 0800 Plaslmo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.