Morgunblaðið - 04.10.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.10.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2000 27 LISTIR Bókasalur Þjóðmenningarhúss Zeno kort- ið sýnt í fyrsta sinn hér á landi OPNUÐ hefur verið í bókasal Þjóðmenningarhússins sýning á gömlum Islandskortum og erlend- um ferðabókum frá íslandi frá fyrri öldum. Sýningin, sem stend- ur til loka októbermánaðar, var sett upp í tilefni af þingi al- þjóðasamtaka kortasafnara í Reykjavík um siðustu helgi. Göm- ul Islandskort getur einnig að líta á fastasýningu í kortastofu Þjóð- menningarhússins. Meðal fágætra korta á sýning- unni í bókasalnum er Zeno kortið svonefnda frá 1558 sem um langt skeið hafði mikil áhrif á gerð landakorta af norðurslóðum. Fylg- ir kortið lítilli ferðabók eftir fen- eyskan höfund. Lengi stóðu deilur um sannleiksgildi bókarinnar og áreiðanleika kortsins, en nú er tal- ið fullvíst að frásögn bókarinnar sé uppspuni og kortið samsett úr eldri kortum og að hluta til tilbún- ingur. Það hefur ekki áður verið til sýnis opinberlega hér á landi en mynd af því er í Kortasögu fs- lands I eftir Harald Sigurðsson. Kortin og bækumar á sýning- unni eru í eigu Seðlabanka fs- Morgunblaðið/Jón Svavarsson Ólafur Pálmason, forstöðumaður safnadeildar Seðlabankans, hafði veg og vanda af uppsetningu sýningarinnar. Eitt af elstu kortunum sem til sýnis eru í Þjóðmenningarhúsinu. lands. Ólafur Pálmason, for- stöðumaður safnadeildar Seðlabankans hafði veg og vanda af uppsetningu sýningarinnar. Sýningar í Þjóðmenningarhús- inu eru opnar alla daga frá kl. 11 til 17. Oddur Björnsson Kórsöngur í Ými TOIVLIST II1 j ó m d i s k a r VOR 2000 Karlakór Reykjavíkur. Stjórnandi: Friðrik S. Kristinsson. Einsöngur: Sigrún Hjálmtýsdóttir, Björn Björasson. Píanó: Anna Guðný Guð- mundsdóttir. Upptaka og hljóð- vinnsla: Halldór Víkingsson. Uppta- kan fór fram á tónleikum í Ymi, tónleikasal, dagana 6.-13. maí 2000. Framleiðsla: Tocano, Dan- mörku. Útgefandi Karlakór Reykjavíkur KKR001. Á ÞESSUM hljómdiski höfum við fyrstu vortónleika Karlakórs Reykja- víkur í nýja tónleikahúsinu sínu. Og eins og segir í bæklingi „er þess freistað að koma til skila þeirri sér- stöku stemmningu sem ævinlega skapast milli áheyrenda og flytjenda í tónleikasal. Einnig er gerð tilraun til að koma hinum einstaka hljómi í Ymi, Tónlistarhúsi Kaiiakórs Reykjavík- ur, til skila í hljóðritun þessari". Allt tekst þetta vel í lifandi flutningi kórs- ins og einsöngvara. Söngskráin verð- ur að teljast mjög hefðbundin, þó að yngstu lögin hafi verið sérstaklega samin fyrir kórinn á síðasta ári. Um það bil helmingur laganna er alþekkt- ur, gömul og góð lög, og svo algeng á söngskrám karlakóra (þ.ám. Karla- kórs Reykjavíkur) að maður gæti haldið að þau væru ómissandi. Og kannski eru þau það. Eg taldi ein sex lög á þessum nýja diski sem er að finna á fjögurra ára gömlum diski sama kórs, Islands lag. Sá „þjóðlegi" titill átti raunar vel við efnisskrána (ísland! ísland! Eg vil syngja!, Landið vort fagra, Islands lag, Island ögrum skorið, Drauma- landið, Island - svo má bæta við tveimur á nýja diskinum: ísland far- sælda frón og Yfir voru ættarlandi). Og við höfum hér fleiri fasta liði, svo sem Sefur sól hjá ægi, Sjá dagar koma, Nú hnígur sól og Brennið þið vitar. Og allt er þetta gott og blessað og mjög vel sungið (enda ættu þeir að kunna þetta!) og skírskotar beint til ættjarðarástarinnar í íslenskum brjóstum. Sigrún Hjálmtýsdóttir er hér (eins og á áðurnefndri plötu) með glansandi einsöng í Draumalandinu, Sjá dagar koma, íslands lagi, Ave María (Kaldalóns) og Þig ég unga (þjóðlag í útsetningu Jóns Asgeirs- sonar), Vísum Islendinga og skond- inni Vorvísu eftir Atla Heimi við texta Jónasar Hallgrímssonar (sú seinni a la Jón Þorláksson); einnig í lagi Gunnars Þórðarsonar og loks í vel þekktri „aríu“ úr Leðurblökunni, þar sem hún er í S-inu sínu og endar fínan konsert á viðeigandi nótum. Loks er að geta Bjöms Bjömssonar, sem syngur einsöng í mögnuðu lokaatriði Þrymskviðu Jóns Ásgeirssonai’ (söngur Þórs og kórs). Bjöm hefur volduga bassarödd - og góð lungu, sem kom fram í auka- laginu (þau em reyndar sex) Hraust- um mönnum. Auk Jóns Ásgeirssonar, Atla Heimis og Gunnars Þórðarsonar á Gunnar Reynir Sveinsson hér tvö lög við texta Halldórs Laxness (Hald- iðún Gróa hafi skó og Ríður, ríður hofmann) og Páll P. Pálsson lag við texta Þorsteins Valdimarssonar (Blómseljan). Þessi söngskemmtun er öllum til sóma. Karlakór Reykja- víkur er mjög góður og „stabíll" kór (ef einhver skyldi ekki vita það!) og syngur margt virkilega fallega undir sínum ágæta stjórnanda. Og þá er bara að óska kórnum til hamingju með konsertinn og tónleikahúsið sitt, sem virðist standa undir væntingum. Oddur Björnsson Stjomjnarfélag Istante Hvað verður um mælistikur fjárfesta (DCF, ROI, EVA) í nýju hagkerfi? Hefur ekki komið í Ijós að gömlu mælistikurnar eru illa til þess fallnar að stýra stjórnendum í síbreytilegu umhverfi þar sem óvissa ríkir og langur tími líður þar til fyrirtæki skila arði? Vandamálið er ekki að mælistikur séu úreltar, heldur tengist því hvernig mælingarnar eru framkvæmdar. Nokkur fyrirtæki hafa nú tekið upp aðferðir sem miða að því að bæta við hinar hefðbundnu aðferðir tölfræðilegum líkönum sem taka tillit til hagkerfisins, markaðsaðstæðum og samkeppni. Er skynsamlegt að tengja umbun stjórnenda við árangur sem ræðst af aðstæðum á markaði fremur én verkum þeirra? Námsstefnan fjallar um takmarkanir hefðbundinna aðferða við árangursmælingar og nýjar tölfræðilegar aðferðir sem falla betur að hinu „nýja hagkerfi”. Farið verður yfir nokkur dæmi um gamlar og nýjar aðferðir. Námsstefnan ætti að höfða til allra fyrirtækja sem ætla að ná árangri í því síbreytilega umhverfi sem við lifum við. Patrick Finegan er frumkvöðull í notkun EVA greiningar við árangursmat. Finegan er framkvæmdastjóri Finegan and Company og fyrrverandi meðeigandi í Stern Stewart and Co. þar stjórnaði hann fyrirtækja og markaðsþjónustu ásamt því að leiða rannsóknir þeirra á sviði EVA greiningar. Finegan er með o ði Stjórnunarfélags I hélt hann fyrirlestur um Árangursmat í fyrirækjum, EVA (Economic Value Added) Skráning f síma: 533-4567 og stjornun@stjornun.is Blásararnir frá Bergvík MYNDLIST Listasafn Kópavogs GLERLIST SIGRÚN EINARSDÓTTIR & SÖREN S. LARSEN Til 8. október. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 11-17. GLERLIST á sér langa og lit- ríka sögu eins og þeir þekkja sem komið hafa tii staða þar sem gler- blástur hefur verið stundaður sem iðnaður mann fram af manni. Þótt okkur sé varið sem öðrum, að við kunnum vel að meta nytja- hluti og skrautmuni úr gleri, þá eru þeir ekki margir íslenskir list- og handverksmenn sem hafa lagt fyrir sig glerlist. í samburði við leirlistina sem er mjög út- breidd og ástunduð af fjölda ís- lenskra listamanna á glerblástur sér örstutta og knappa sögu. Hjónin í Bergvík á Kjalarnesi, þau Sigrún Einarsdóttir og Sören S. Larsen, hafa stundað gler- blástur í nær tvo áratugi með miklum glæsibrag. Smám saman hafa þau náð fullkomnu valdi á miðlinum og skerpt list sína svo að nær við liggur að verk þeirra minni á skartgripi. Þau Sigrún og Sören hafa ekki sýnt opinberlega hér á landi síðan 1984, enda hafa þau helgað alla krafta sína Gallerí Bergvík sem þau reka í tengslum við verkstæði sitt. Aftur á móti hafa þau sýnt af- rakstur glerblástursins á megin- landi Evrópu. Hér er því brotið sextán ára hlé með sýningu sem er í meira lagi fjölbreytt. Mest ber á Himnastiga, stórri gler- höggmynd sem teygir sig ská- hallt til lofts. Á málmgrind - eins konar stiga - er raðað risastór- um, rauðbrúnum glerflögum. Frá ákveðnu sjónarhorni líkist þessi samsetning brjótsykurslituðum sápukúlum eða lýrískri útgáfu af Morgunblaðið/HalldórB. Runólfsaon Himnastiginn setur óvæntan svip á glerlistarsýningu þeirra Sigrúnar Einarsdóttur og Sörens S. Larsen. höggmyndum Antons Pevsner og Naums Gabo. Andspænis þessari splundrun eru svo viðkvæmari verk, litlar höggmyndir úr slíp- uðu gleri og undurfögur flösku- og vasasett í föllitum tónum. Þessi ágæta sýning Sigrúnar og Sören vekur áleitnar spurningar um það hvers vegna ekki er miklu meiri gróska í glerlist hér á landi en raun ber vitni. Ekki vantar fyrirmyndirnar. Sýning Berg- víkurblásaranna er því til sönn- unar. Halldór Björn Runólfsson Stökktu til Kanarí 20. október frá kr. 49.855 Nú seljum við síðustu sætin til Kanarí í október, en eyjarnar eru langvinsælasti vetraráfangastaður okkar og þúsundir íslendinga ferðast þangað á hverjum vetri til að njóta eins besta veðurfars heimsins og stytta veturinn hér heima. Þú bókar núna og tryggir þér sæti, og 3 dögum fyrir brottfor látum við þig vita hvar þú gistir. Verð frá kr. 49.855 Verð kr. 59.900 20.október, 32 nætur, m.v. hjón með 2 börn. Skattar ekki inni- faldir. Ferðir til og frá flugvelli erlendis kr. 1600. M.v. 2 í íbúð, 20.október, flug og gisting. Skattar kr. 2.490.- ekki inni- faldir. Ferðir til og frá flugvelli erlendis kr. 1600 HEIMSFERÐIR Austurstraeti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.