Morgunblaðið - 04.10.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.10.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2000 29 Ekki létt að vera mann- eskja KVIKMYIVÐIR I! í ó b o r g i n SÖNGVAR AF ANNARRI HÆÐ (SÁNGER FRÁN ANDRA VÁN- INGEN) ★ ★★% Leikstjórn og handrit: Roy Andersson. Aðal- leikarar: Lars Nordh, Jöran Mueller, Fredrik Sjögren og Lugio Uucinia. Svíþjóð 2000. ÞAÐ er erfítt að vera undirförull, vanmátt- ugur, fégráðugur, staðnaður, tilfinningasnauð- ur og snobbaður. Og sá sem sér fegurðina í líf- inu og skrifar um það ljóð verður geðveikur í þessum gráa heimi, þar sem allt snýr eins og allir ganga í sömu átt. Þess vegna var víst líka Jesús krossfestur, af því að hann var góður. Enda er honum hent á haugana í þessari mynd, á honum er víst lítið að græða. Söngvar af annarri hæð er ótrúleg kvikmynd á allan hátt. Það er mjög langt síðan ég hef séð jafn flotta mynd og sterka. Handritið er magnað og mjög frumlegt. Þar segir frá mörgu fólki sem við kynnumst mis- jafnlega mikið, en feðgana Kalle og Stefan sjá- um við mest. Lítið eða ekkert tengir persón- urnar saman nema að þær búa allar í sömu Bróður- kærleikur Bíðborgin HVERNIG VIÐ HLÓGUM (COSI RIDEVANO) ★★★ Leikstjórn og handrit: Gianni Ameilo. Tónlist: Franco Piersanti. Aðalldutverk: Francesco Giuffrida, Enrico Lo Verso. Itah'a. ÍTALSKA verðlaunamyndin „Hvemig við hlógum“ segh’ sögu af tveimm- gjörólíkum bræðmm í Turin á Ítalíu á árunum kringum 1960. Þeir koma frá Sikiley og eru bláfátækir en eldri bróðirinn er gersamlega himinlifandi yfíi' því að sá yngri er greindur, læs bæði og skrif- andi og gengur menntaveginn. í bláfátækt sinni fórnar hann sér svo að bróðir hans megi læra og vonar að einn daginn verði hann kennari. Það sem hann veit ekki er að yngri bróðhinn er hálf- gerður gallagripur, hefur engan áhuga á nám- inu, beith- blekkingum og virðist alls ekki kæra sig um alltumvefjandi ást eldii bróður síns. Leikstjórinn og handritshöfundurinn Gianni Ameilo segir söguna af bræðrum þessum án þess nokkru sinni að víkja út af sporinu. Myndin hans er um bróðurást og brothætt samband bræðra og það er nákvæmlega ekkert sem flæk- ist inn í þá frásögn. Fókusinn er allan tímann á bræðurna tvo, sem eru í mynd nær allan tímann, en hið þrönga sjónarhorn gerir kröfur til áhorf- andans. Það vekur nánast innilokunarkennd. Ameilo lokar okkur gersamlega af með aðalpersónum sínum tveimur. Frásögnin spann- ar fimm eða sex ár og á þeim tíma verða tals- verðar breytingar á lifnaðarháttum bræðranna án þess að maður fái nema veika tilfmningu fyrir því, klæðnaðurinn skánar, húsakynnin verða betri, jafnvel veðrið batnar - sólin fer að skína. Myndmni er skipt í nokkra kafla sem heita t.d. „Blekking“, „Blóð“ og „Peningar“ og taka á nokkrum afgerandi þáttum í lífi bræðranna. Sá eldri er miklum mun sterkari, vinnuþjarkur sem veit hvernig hann á að koma sér áfram í lífinu. Sá yngri er viðkvæmari sál sem finnst bróður- kærleikurinn á tímabili yfírþyrmandi. Hann forðast bróður sinn, kiknai' undan kröfunum sem gerðar eru til hans. Hann virkar vanþakk- látur og heldur ómerkilegur en vill þó vel. At- burður í lífi þeirra verður til þess að álit okkai' breytist skyndilega. Kannski skynjaði yngri bróðirinn alltaf hættuna í kringum þann eldri. Hvemig við hlógum er áhugaverð úttekt á sambandi bræðra og fjölskyldutengslum, lista- vel tekin í Turin-borg og ágætlega leikin. Arnaldur Indriðason borg þar sem er mikil umferðarteppa. Með þessu fólki gefur Andersson okkur yfirgi'ips- mikla mynd af því hvemig hann sér fyrir sér sálarlegt ástand okkar Vesturlandabúa og við- horf okkar til lífsins. Það er sorgleg sýn en bæði kómísk og íronísk frá hendi leikstjórans Isklumpurinn Onegin Regnboginn ONEGIN ★★★ Leikstjóri: Martha Fiennes. Handrit: Michael Ignatieff og Peter Ettedgul eftir sögu Púsk- ins. Aðalhlutverk: Ralph Fiennes, Liv Tyler, Martin Donovan. Bretland. AÐALSMAÐURINN Évegní Onegin í St. Pétursborg er ein þekktasta skáldsagnapersóna rússnesku bókmenntanna og sprettur ljóslifandi fram á sviðið í túlkun breska leikarans Ralphs Fiennes í myndinni Onegin, sem systir Ralphs, Martha Fiennes, leikstýiir. Ralph lýsir vel hin- um lífsleiða og kalda Onegin með einföldum svipbrigðum, svo fráhrindandi, kaldhæðnisleg- ur og sneyddur mannlegri hlýju eða tilfinning- um yfiiieitt að vekur hroll. Letilíf aðalsins hefur gert úr honum þróttlausa mannleysu og Ralph er einkar lagið að undirstrika það. Onegin drattast af stað tilneyddur úr gleði- borginni St. Pétursborg þegar föðurbróðir hans geispar golunni og út á landsbyggðina þai' sem hann erfir stórhýsi og landareignir. Onegin gæti ekki staðið meira á sama. I viðburðaleysi sveit- arinnar vingast hann við Lensky og unnustu hans, Olgu, af næsta herragarði. Þar býr önnur systir, Tatjana, sem verður yfír sig ástfangin af ísklumpinum Onegin en tekst ekki að bræða hann. Kannski er það vegna þess að hún er af lægri stigum, eins og hún bendir honum á síðar, en miklu fremur vegna þess að hann veit ekki, skilur ekki, hvað ást er. Onegin er maður sem hefur ekkert að gefa. Hann munai- hins vegar ekki um að særa fólk með eitraðri heinskilni en úr því verður haiTnur sem á eftir að opna augu hans og kveikir loks innra líf með honum en of seint. Fáum er betur treystandi fyrir því að koma stórum bókmenntaverkum á hvíta tjaldið en Bretum og það sýnir sig enn og aftur í tilfelli Onegins. Martha Fiennes heldur utan um hina dramatísku spennu af alúð og lýsir handbragð hennai' skilningi á mörkum hins bókmenntalega og kvikmyndalega. Leikur allra er fyi'sta ílokks, sérstaklega Ralphs bróður hennai' eins og áður er getið, en ekki síður bandarísku leikkonunnai' Liv Tyler, sem fer með hlutverk Tatjönu. Rúss- neski veturinn er tilvalin umgjörð utan um svo nístandi ástarsögu og leikmynd og búningar all- ir til fyrirmyndar. Myndin slær ekki feilnótu og er akkur þeim sem unna góðri kvikmyndaút- færslu á bókmenntaverki. Arnaldur Indriðason Kalle karlinn á ekki sjö dagana sæla. sem sýnir okkur fram á hversu fáránleg við er- um. Hversu auðtrúa, ginnkeypt og metnaðar- laus við erum þegar kemur að lífi okkar og ör- lögum. Myndatakan er flott, við fáum bara eina mynd af hverju atriði, myndavélin hreyfist ekkert. Sviðshönnunin þjónar sögunni full- Kókhald á áströlskum útkjálkum Háskólabfó KÓKA KÓLA-STRÁKURINN (THE COCA COLA KID) ★★ Leikstjóri: Dusan Makavejev. Handritshöfundur: Frank Moorhouse. Kvikmyndataka: Dean Semler. Aðal- leikendur: Eric Roberts, Greta Scacchi, Bill Kerr, Max Gillies. Ástralía 1985. MARGT breytist á skemmri tíma en þeim fimmtán ánam sem liðin eru síðan Dusan Maka- vejev, gestur kvikmyndahátíðai' í ár, frumsýndi þessa stundum hnyttnu, en oftar ofurvenjulegu, satíru. Báðar aðalstjörnurnar eni fallnar í ónáð og kókþambið ógnarlegra en nokkru sinni fyrr, en myndin fjallar einmitt um sendiför banda- rísks „umba“ Coca Cola (Eric Roberts) sem sendur er á ástralskan útnára til þess að hægja á innfæddum kaupahéðni sem storkar fjölþjóða- veldinu. Hefur bniggað sitt eigið ropvatn með slíkum árangii að það hefur hertekið markað- inn. Ádeilin, smáslú'ýtin, hálffyndin og óvenju- snyrtileg mynd frá Makavejev sem nær furðu góðum leik hjá Roberts, en honum hefur hvorki fyrr né síðar tekist að vera nokkum veginn eðli- legur. Scacchi er flott og synd hvað lítið vai'ð úr henni. Myndin rennur átakalítið og hneykslun- arlaust hjá. /Ástæða er til að geta fallegrar myndatöku Ástralans Deans Semler, sem átti eftir að hefjast til vegs og virðingar sem töku- stjóri Dansar við úlfa - Dances with Wolves. Sú ágæta og langbesta mynd Kevins Costners færði Semler Oskarsverðlaunin árið 1990. Sæbjörn Valdimarsson * Ut úr stofu- fangelsinu H á s k ó I a b í ó MONTENEGRO ★★★% Leikstjóri: Dusan Makavejev. Tónlist: Kornell Kovach. Aðalhlutverk: Susan Anspach, Erland Josephson, Per Oscarsson. Svíþjóð. VIÐ þrjátíu og sjö ára aldurinn komst Lucy Jordan að því að hún ætti aldrei eftir komlega. Allt smellpasssar í einfaldleikanum og formfestunni í takt við góða tónlist. Þessi sænska kvikmynd hefur allt annan frá- sagnarmáta en við erum vön, sem er vissulega hressandi og sérstaklega þar sem hann gengur algjörlega upp. Eitthvað nýtt er alltaf svo skemmtilegt. Það er verst að „Sánger frán andra váning- en“ var bara sýnd tvisvar, ég þarf eiginlega að sjá hana aftur og taka alla vini mína með mér. Hildur Loftsdóttir að aka um stræti Parísar í sportbíl með hlýj- an andvarann í hárinu, syngur Marianne Faithfull angurvært í bestu mynd júgó- slavneska leikstjórans Dusans Makavejevs, Montenegro. Hún er líka að syngja um aðal- persónuna, húsmóðurina sem Susan An- spach leikur, sem hefur verið dæmd í ævi- langt stofufangelsi innan um pottablómin í fallegu, sænsku úthverfi. Hún gerir uppreisn og leggur einn daginn á flótta og lendir inni á einstaklega frísklegri krá júgóslavneskra innflytjenda og fær heldur betur að kynnast lífinu utan heimilismúranna. Montenegro, sem gerð er árið 1981, er ásamt öðru frábært innlegg í kvenréttinda- baráttu á hvaða tíma sem er. Hún er dásam- lega ýkt og káldhæðnisleg en einnig sterk og lýsandi úttekt á stöðu konunnar sem bundin er við heimilið og ekkert minna en ævintýra- leg þegar hún lýsir útrás hennar. Myndin er full af orku og lífi og virkar eins og kynngi- mögnuð og fjörleg veisla. Arnaldur Indriðason KVIKMYNDAHATIÐ I REYKJAVIK MIÐVIKUDAGUR Bíóborg'in Kl. 15.40 The Straight Story Kl. 15.55 The Loss of Sexual Inn oeence Kl. 16.00 Buena Vista Social Club Kl. 17.50 The Straight Story Kl. 18.00 Buena Vista Social Club Kl. 20.00 Buena Vista Social Club, Cosi Ri devano Kl. 22.00 Happy Toghether, The Loss of Sexual Innocence, Buena Vista Social Club. Háskólabíd Kl. 18.00 Manifesto Kl. 20.00 Kikujiro Kl. 22.15 The Filth and the Fury. Regnboginn Kl. 16.00 Onegin, Felicia’s Journey, Cosy dens Kl. 18.00 Crouching Tiger..., Miss Julie Kl. 20.00 Onegin Kl. 22.00 Crouching Tiger, Hidden Dragon iiMiiiiiiiiiiiiiiiiiniiriiiiimiiiiiMiiiiiiimm'nnfiHfTm KVIKMYNDAHATIÐ I REYKJAVIK UUUlUllllHIHIIimili
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.