Morgunblaðið - 04.10.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.10.2000, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Líf og list í Grafarvogi MorgunblaðiðAJG Fjórar af sjö listakonum í Jónshúsi í Kaupmannahöfn: Nanna Bisp Buchert, Þórunn Guðmundsdóttir Jensen, Guðrún Sigurðardóttir Urup og María Sveinsdóttir Kjarval. Sj ö listakonur í Jónshúsi BÆKUR Smásögurog 1 j 6 ð BRÚIN ÚT í VIÐEY Höfundar: Aðalsteinn Ingólfsson, Ari Trausti Guðmundsson, Einar Már Guðmundsson, Gyrðir Elías- son, Hjörtur Marteinsson, Kristín Marja Baldursdóttir, Ragnar Ingi Aðalsteinsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson. Myndir eftir Guðbjörgu Lind Jóns- dóttur, Magdalenu Margréti Kjart- ansdóttur og Kristínu Geirsdóttur. Miðgarður. 2000 - 94 bls. FRÁ upphafi íslenskrar sagnarit- unai- hafa draumar og fui'ður sett mark sitt á hana. Nú á tímum er í tísku að kenna þess háttar stílbrögð við töfraraunsæi. Fyrr á öldum voru slík óræð fyrirbrigði hluti af vitundar- heimi og náttúruskynjun manna. Þau voru hluti af andrúmsloftinu jafnvel þótt þau væru að einhverju marki stílbrögð. í sögum samtímans gegna þau oftar en ekki öðru hlutverki. Sem sé því að vera táknheimur eða jafnvel kjölfesta í formgerð sögu. Hið yfir- náttúrulega er skoðað með sjóuðum og raunsæjum augum nútímans. Eft- ir stendur formið án innihalds þjóð- trúarinnar, póstmódemisminn í öllu sínu veldi fullur með spumingar- merki og efa um raunveruleikann. Það er í slíkum anda sem bókin Brúin út í Viðey verður tíl. Skoða má hana sem ofurlítinn þverskurð af skáldskaparheiminum enda eru höf- undarnir margir í fremstu röð. Auð- vitað er engin brá yfir til Viðeyjar til í raunveruleikanum og engin tilraun gerð til að smíða hana í sögunum. Bókin er öðruvísi bráargerð, huglæg- ur samnefnari átta ólíkra skálda, sjö karla og einnar konu, úr Grafarvogi sem safnað hafa saman stökum smá- sögum og ljóðum í bók til útgáfu. Þótt skáldin kenni sig við Grafarvog em sögumar lítt hverfisbundnar að und- anskilinni einni sögunni sem nefnist Bugðóttur farvegur jökulár og er eft- ir Hjört Marteinsson. Það er varla til- viljun að í henni kemur fyrir átta skálda hópur, sjö karlar og ein kona, í Grafarvogi sem hafa það fyrst og fremst sameiginlegt að vera haldin útþrá: „Átta skáld og hvert þeirra um sig þjakað af lönguninni að komast eins langt i burtu frá borginni, þar sem þau bjuggu, og mögulegt var. Eða kannski þegar verst lét eins langt í burtu frá lífinu sjálfu til að undirstrika þá bitru staðreynd að skáldskapurinn væri fyrir löngu búinn að segja skilið við mennina- ...Skáldskapur sem snerist um eitt- hvað annað en skáldskap alveg eins og listin sem snerist um eitthvað allt annað en sjálfa listina. Kannski hin hreinu látalæti eða tilgerð?" Ekki veit ég hvort Hjörtur er í reynd þeirrar skoðunar að skáld- skapur nútímans sé hrein látalæti eða tilgerð. En raunar finnst mér sögum- ar í bókinni einkennast dálítið af þess- ari firringu lífs og listar. Stórgóð saga Hjartar fjallar einmitt um hana. Þar er sagt frá listakonu sem hverfur á vit landsins líkt og Olafur Kárason Ljós- víkingui' forðum daga og rennur sam- an við skáldskapinn og eilífðina. Á svipaðar andstæður leikur Kristín Marja Baldursdóttir í hnitmiðaðri sögu sinni, Homherbergi. Þar segir frá konu sem hverfur frá döpmm veraleikanum inn í draumaheim. Hún lifir fremur í draumnum en veraleik- anum og festist í honum. Þar er fall hennar falið. Sagan skilur lesendur eftir með óleystar spumingar. Á sama hátt eru sögur eftir þá Gyrði Elíasson, Langt frá öðram, og Einar Má Guðmundsson, Ertu ekki alltaf að skrifa? í óræðari kantinum. Einar segir frá manni sem lifir tvö- földu lífi, saklausu og svallsömu en deyr og deyr þó ekki en Gyrðir fjallar um þýska konu sem sest að í húslaus- um eyðifirði með niðursuðudósir og bækur eftir Goethe og Hesse. Hún þraukar af vetur en skilur menn eftir í hljóðri spum um tilgang dvalarinn- ar. Báðar era sögumar sagðar af þeirri frásagnarlist sem þeim Gyrði og Einari er lagin en teljast varla þeirra fremstu verk. Það er raunar einkenni þessara verka hversu leitin að jafnvægi sem hefur verið raskað gegnir miklu hlut- verki. Það gildir einnig um frásögu Ara Trausta Guðmundssonar af tíb- etskum manni sem brýtur gegn jafn- vægi náttúrannar með því að veita vatni í margar áttir og fær af því sjúk- dóm. Hér er enn ein sagan sem snert- ir mörk hins yfirskilvitlega. Það kveður við dálítið annan tón í brotakenndu örsagnasafni Aðalsteins Ingólfssonar sem hann neftiir Örsögu- sveig en gæti efnisins vegna alveg eins heitið Þættir af einkennilegum mönn- um. Aðalsteinn á fyndna spretti á milli en þó er eins og vanti bindiefni í sveig- inn. Saga Ragnars Inga Aðalsteins- sonar er raunaleg raunsæisfrásögn af bami sem lendir í sálarkreppu við skilnað foreldra. Sagan er vel upp byggð og ágætlega sögð en efnið er vel þekkt og kannski of mikið notað til að sagan veki sterk viðbrögð. Frásagnarháttur skáldanna er oft merkilega líkur. Hann er persónuleg- ur og sum segja söguna í 1. persónu á þann hátt að ekki fer milli mála að sú persóna er skáldið sjálft eða annað ég þess. Blanda veruleika, drauma og framandleika einkennir þær flestar. Ljóð era nokkur eftir skáldin í bók- inni. Fyrirferðamest era ljóð eftir Sigmund Emi Rúnarsson. Þetta era ljóð ort í anda hversdagsraunsæis, lágstemmd og sum dálítið naum. En einhvem veginn nær sá sem þetta rit- ar ekki almennilegu sambandi við þau, kannski vegna þess að þau segja svo lítið líkt og kvæðið Kvöld: Vissulega gætum við orðað kvöld ámargavegu en myrkrið fellur birtuþverr ogærslinslokkna þannigerþað vissulega. Vissulega er það þannig en líka á svo ótal margan annan hátt og öllu fjörlegri. í heild sinni er Bráin út í Viðey læsileg bók sem vel er þess virði að lesa. Það sem meira er hún leggur fram spumingar á háu plani um eðli skáldskapar, um gildi efahyggjunnar, látæðisins og tilgerðarinnar í íslensk- um bókmenntum samtímans. Skafti Þ. Halldórsson Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. SJO íslenskar listakonur sýna nú 1 Jónshúsi í Kaupmannahöfn og viðhalda þar með hefð sem nær aftur til ársins 1975. Þá hélt hópur kvenna sýningu á sama stað í tilefni Kvennaárs og allt frá þeim tíma hefur hópur, sem á það sameiginlegd að hafa verið búsettur í Danmörku um ára- tugaskeið, sýnt í Jónshúsi fimmta hvert ár. Að þessu sinni sýna: Guðrún Sigurðardóttir Urup, málverk, Nanna Bisp Biichert, ljósmyndir, og Þórunn Guðmundsdóttir Jen- sen, málverk, en þær hafa verið með í öll skiptin. Einnig sýna El- ín Pjetursdóttir Bjarnason, mál- verk, Guðbjörg Benediktsdóttir Malling, grafík, María Sveins- dóttir Kjarval, málverk, og Pia Rakel Sverrisdottir, glerlist. AIl- ar hafa þær stundað mynd- listarnám í Danmörku, við Kunstakademiet og Kunsthánd- værkerskolen í Kaupmannahöfn, haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum í Danmörku, Islandi og Bandaríkjunum. Karlmenn í hópi íslenskra listamanna í Danmörku hafa ekki hlotið aðgang að sýningum kvennanna, sem eru nú orðnar scx talsins. Fyrir 25 árum stóð Ólöf Pálsdóttir, þáverandi sendi- herrafrú, fyrir sýningunni og hélt móttöku í tilefni hennar þar sem aðeins karlmenn gengu um beina. Nú 25 árum síðar hellir Helgi Ágústsson, sendiherra ís- lands, kampavíni í glös lista- kvennanna á sýningaropnuninni og ber lof á verkin, sem eru af ýmsum toga, greinilegt er þó af mörgum þeirra að innblásturinn er fenginn frá íslenskum fjöllum og fossum og veðrinu. Tvær listakvennanna sýna hins vegar ljósmyndir þar sem myndefnið eru börn og ungir menn. Þetta gr hópur ólíkra listamanna, sem eiga það eitt sameiginlegt að segjast vera á leiðinni heim, þeg- ar farið er til Islands, þótt þær hafi búið lengst af í Danmörku. Sýningin stendur til 31. októ- ber og er opin á opnunartíma Jónshúss. Tilkomumikill sellóleikur TONLIST llljómdiskar EINTAL-MONOLOGUE Sigurður Halldórsson, selló. Alfred Schnittke: Klingende Buchstaben. Hans Abrahamsen: Hymne / Storm og stille. Sveinn L. Björnsson: Ego is emptiness. Hafliði Hallgrímsson: Solitaire. Zoltán Kodály: Sónata op 8. Hljóðritun gerði Stafræna hljóð- upptökufélagið í Skálholtskirkju í apríl og júní 1999. Hljóðupptaka og eftirvinnsla: Sveinn Kjartansson. Upptökustjórn: Sverrir Guðjónsson. 2000 Tvdv 001. ALFRED Schnittke (1934- 1998), „síðasti snillingur 20. aldar“, eins og rássnesku dagblöðin köll- uðu hann - og kannski með réttu, á hér „upphafsorðin" á þessum al- deilis magnaða hljómdiski með tón- verkinu Klingende Buchstaben (sem er samið í tilefni 40 ára af- mælis rássneska sellóleikarans Al- exanders Ivashkin og skrifaði tón- skáldið fangamark sitt, A,Es (ess), undir kveðjuna). Verkið tekur rúm- ar 5 mínútur, sem nægir tónskáld- inu til að segja hrífandi „hluti“ sem taka mann með trompi, a.m.k. eins og það er flutt hér. Síðan koma tvö stutt verk eftir danska tónskáldið Hans Abrahamsen (f. 1952), Hymne og Storm og stille, einnig sterk í sínu knappa formi. Og þá er röðin komin að Ego is emptiness, „eintali“ Sveins L. Bjömssonar, sem vitnar um fullkomna sátt við einsemdina í ástríðulausum tær- leika sínum. Um verkið segir tón- skáldið m.a.: „Við erum alltaf að leita að einhverjum sælureit í lífinu og það er það sem skapar þján- ingu. En það er ekkert sérstakt við mína þjáningu. Hún er ekkert frá- bragðin þjáningu annarra. Hinn innri maður þráir annan líkama, aðrar aðstæður eða eitthvað betra eða öðruvísi. En þegar hann er ekki lengur á skjön við veraleik- ann, eða þráir ekki lengur að vera eitthvað annað, þá birtist sannleik- urinn og hann getur sungið með lífinu.“ Sveinn L. er án efa eitt sér- stæðasta tónskáld sinnar samtíðar, engum líkur nema sjálfum sér. Ég hef áður fjallað um verk hans og einnig kammerverk Hafliða Hall- grímssonar, þ.á m. „eintal" sellós- ins sem hér er flutt af miklum næmleik og fínlegum þrótti, ef svo má að orði komast. Solitaire (1970, rev. 1991) er í fimm þáttum, Orat- ion, Serenade, Nocturne, Dirge og Jig. Hafliði er „málari tilfinning- anna“ meðal tónskálda og einhvem veginn í mjög nánum tengslum við sjálfa náttúrana. Sellóið er hans hljóðfæri, og fer það ekki milli mála þegar hlustað er á þetta verk Morgunblaðið/Golli Sigurður Ilalldórsson sellóleikari. - sem tók ýmsum breytingum í áranna rás meðan tónskáldið starf- aði sem sellóleikari. „Solitaire varð einskonar „dagbók" hins leitandi sellista sem var þegar farinn að sjá framtíð sína sem tónskálds." Gunn- ar Kvaran, sem verkið er tileinkað, lék það í Listasafni íslands í sept- ember 1991 í „endui'vakinni upp- ranalegri mynd“. Lokaverkið á hljómdiskinum er sónata op. 8 eftir Zoltán Kodály (1915), sem talin er tímamótaverk í sögu tónverka fyrir selló. Verkið er stórt í sniðum, til- finningaþrungið og gerir miklar kröfur til tækni. Gildir það einnig um flutninginn. Sigurður Halldórs- son hefur oft og víða komið fram sem einleikari, hér og á tónlistar- hátíðum í Evrópu, en hann er ekki síður eftirsóttur sem kammertón- listarmaður, leikur með kammer- hópunum Caput og Cammer- arctica, Bachsveitinni í Skálholti; syngur með sönghópnum Voces Thules sem sérhæfir sig í flutningi íslenskrar miðaldatónlistar o.s.frv. o.s.frv.! Sigurður er magnaður sellóleikari, ekki síst í tónlist sem hér um ræðir. Kemur þar margt til, m.a. í senn þróttmikill og fín- legur tónn, kannski ekki sérlega hlýr en hreinn og fallegur. Tækn- ina hefur hann á valdi sínu, svo ekki sé talað um músíkalskan skilning hans á þessum kröfuhörðu tónverkum. Leikur hans er tilkom- umikill og lifandi, og sellóið syngur fagurlega í höndum hans - í fínum hljómburði kirkjunnar. Hljóðupptaka og önnur tæknileg vinnsla er framúrskarandi vel unn- in. Oddur Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.