Morgunblaðið - 04.10.2000, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2000 21
GoPro Group hlýtur
alþjóðlegar viðurkenn-
ingar frá IBM/Lotus
ÍSLENSKA fyrirtækið GoPro
Group hlaut í lok síðustu viku hin eft-
irsóttu Lotus Beacon-verðlaun fyrir
tvær hugbúnaðarlausnir ó alþjóðlegu
hugbúnaðarsýningunni Lotusphere í
Berlín, en hugbúnaðarlausnir upp-
lýsingatæknifyrirtækjanna Hugvits
hf. og SCIO AS, sem tilheyra GoPro
Group, hafa undanfarið vakið veru-
lega athygli á alþjóðamarkaði.
Hugbúnaðarfyrirtæki hvaðanæva
að tóku þátt í Lotusphere-sýningunni
í Berlín og þar sóttust um fjögur þús-
und evrópsk fyrirtæki eftir Beacon-
verðlaunum í sex flokkum. Sýningin
er haldin árlega af IBM og Lotus fyr-
ir samstarfsfyrirtæki þeirra og við-
skiptavini, en talið er að um 55 millj-
ónir manna noti daglega hugbúnað
og hópvinnukerfi IBM/Lotus.
Hugvit hf. hlaut fyrst Lotus
Beacon-verðlaun árið 1996 fyrir Go-
Pro í flokknum „Greatest Impact on
a Customer Business in Europe“, og
árið 1998 hlaut fyrirtækið verðlaunin
fyrir WebPagePro í flokknum „Best
Web Business Solution". Á nýafstað-
inni Lotusphere-hugbúnaðarsýningu
í Berlín hlaut GoPro Group verðlaun
fyrir bestu hugbúnaðarlausnina á
sviði raírænna viðskipta og fyrir
bestu farsímalausnina. Þannig hlaut
Hugvit hf. verðlaun fyrir GoPro
Case-hugbúnaðinn, en grundvöllur
tilnefningarinnar var góður árangur
Hugvits og ÁTVR við innleiðingu og
aðlögun á GoPro-kerfunum. Hug-
búnaðurinn var valinn af sérstakri
dómnefnd sem besta lausnin fyrir
rafræn viðskipti sem fram kom á ár-
inu. SCIO A/S fékk verðlaun fyrir
bestu farsímalausnina sem kom fram
á árinu, en lausnin var hönnuð af
SCIO A/S, sem er danskt systurfyr-
irtæki Hugvits, ásamt Landssíman-
um, Marel og verðbréfafyrirtækinu
Aros Securites A/S, sem er dóttur-
fyrirtæki danska bankans Unibank.
Verðlaunin skipta miklu máli fyrir
markaðssetningu
Fyrr á þessu ári var eignarhald á
nokkrum af stærstu upplýsinga-
tæknifyrirtælgum landsins og tveim-
ur dönskum hugbúnaðarfyrirtækjum
sameinað undir nafni GoPro Group.
Þessi fyrirtæki eru Hugvit hf., Þróun
hf„ Þekking hf., Tristan ehf. og
dönsku fyrirtækin SCIO A/S og F8-
Data. Fyrirtækin verða öll starfrækt
í óbreyttu formi og ekki sameinuð í
eitt, en þau kappkosta að veita við-
skiptavinum heÚsteyptar lausnir á
sviði hugbúnaðar. Saman mynda þau
öfluga heild sem ræður við stærstu
verkefni á sviði upplýsingatækni,
einni þeirri stærstu sinnar tegundar
á Norðurlöndum. Heildarfjöldi allra
starfsmanna fyrirtækjanna er um
280 og heildarvelta þeirra er á annan
milljarð króna. Þá hefur verið til-
Morgunblaðió/Ámi Sæberg
Björn Ársæll Pétursson, framkvæmdastjóri GoPro Development, og Bjarni
Sv. Guðmundsson, framkvæmdasljóri Hugvits hf.
|H að flytja út íslenskt
hugvit. Verðlaunaveit-
ingin gerir okkur auð-
veldara um vik og setur
ákveðinn stimpil á fyr-
iitækið og þá starfsemi
sem ^er er re^*n> en
■ þessi verðlaun vekja
Sí tn.inK mikla athygli er-
lendis. Þetta hefur því
mikil og góð áhrif fyrir
okkur sem fslenskt
hugbúnaðai'fyrirtæki
■ og útflytjanda hugvits.
Það vill reyndar svo
| skemmtilega til að
þetta litla íslenska fyr-
irtæki er nú orðið eitt
stærsta samstarfsfyr-
irtæki Lotus í Evrópu,
og það er sérstaklega
ánægjulegt að samstarf okkar við ís-
lensk fyrirtæki og það hugvit sem
upp úr því samstarfi sprettur er sí-
fellt að skila okkur fram á við. Við er-
um að starfa fyrir mörg stór erlend
fyrirtæki, eins og til dæmis Atlas
Copco og fleiri, og þannig höfum við
komist á staði sem við hefðum aldrei
komist á að öðru jöfnu,“ sagði Bjarni.
Per Bendix Olsen tekur við Lotus Beacon-verð-
launum GoPro Group úr hendi A1 Zollar, forstjóra
Lotus Development Inc.
kynnt að stjómir GoPro Group og
Landsteina Intemational hf. hafi
skrifað undir samkomulag um sam-
einingu félaganna og munu hluthafar
GoPro Group eignast 60% hlut í hinu
sameinaða félagi.
Bjarni Sv. Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Hugvits hf., sagðist í
samtali við Morgunblaðið ekki vita til
þess að annað fyrirtæki hefði fengið
Lotus Beacon verðlaun jafn oft og
Hugvit. Hann sagði þetta skipta
miklu máli fyrir markaðssetningu
hugbúnaðarlausna fyrirtækisins er-
lendis og opna margar dyr í því sam-
bandi.
Að sögn Bjöms Ársæls Pétursson-
ar, framkvæmdastjóra GoPro Devt -
þróunarfyrirtækis GoPro Group,
skipta verðlaunin miklu máli fyrir
sölukerfi GoPro Group og ekki síst í
því uppbyggingarstarfi sem fram-
undan er á mörkuðum í erlendis.
„Við erum að vinna mikið í
markaðsstarfi erlendis og með sam-
einingu við Landsteina erum við að
sameina krafta okkar í útrásinni og
byggja upp ákveðinn farveg til þess
Stýrir starfsemi GoPro
Group í Evrópu
Hinn 1. ágúst síðastliðinn tók Per
Bendix Olsen við starfi fram-
kvæmdastjóra Evrópuhluta GoPro
Group, en hann hefur starfað hjá
IBM síðastliðin 16 ár. Frá 1996 var
hann framkvæmdastjóri IBM á sviði
rafrænna viðskipta og rafrænnar
skjalastjómunar með ábyrgð á
markaðssvæðinu Evrópa, Mið-Asía
og Afríka.
Að sögn Bjöms Ársæls Pétursson-
ar verða fyrstu verkefni Per Bendix
að þróa og stofna viðskiptasambönd
á erlendum mörkuðum ásamt því að
tryggja öflugan vöxt og uppbyggingu
allra eininga GoPro Group.
Kaupþmg gagnrýnir kynn-
ingu fjárlagafrumvarpsins
I MORGUNPUNKTUM Kaupþings
í gær var gerð athugasemd við að
fjárlögin skyldu á mánudag hafa verið
kynnt fjölmiðlum áður en þau voru
kynnt á Verðbréfaþingi íslands
(VÞÍ): „Athygli vakti í gær að fjárlög-
in komu fyrst fyrir sjónir markaðsað;
ila á netmiðli kl. 16:00, um leið og VÞÍ
lokaði. Býsna góð grein var gerð fyrir
fjárlögunum af vefmiðlunum, enda
höfðu þeir haft fjárlögin til skoðunar
frá því að blaðamannafundi lauk, en
hann hófst kl. 11:00 um morguninn.
Það er áhugavert að stærsti einstaki
útgefandi skráðra verðbréfa á mark-
aði, ríkissjóður, skuli ekki lúta þeirri
meginreglu útgefenda skráðra verð-
bréfa hér á landi, að birta fyrst upp-
lýsingar er kunna að hafa áhrif á mat
fjárfesta og markaðsaðila á útgefanda
eða verðbréfum hans í upplýsinga-
kerfi VÞÍ.“
Birt fjölmiðlum fýrirfram í
algerum trúnaði
Árni Kolbeinsson, ráðuneytisstjóri
fjármálaráðuneytisins, segir að löng
hefð sé fyrir því að greina fjölmiðlum
frá efni fjárlagafrumvaipsins í trún-
aði áður en það er lagt fram á Alþingi.
Skilyrði sé að fjölmiðlar haldi algeran
trúnað þar til frumvarpið verði lagt
fram og segist Ámi ekki vita til ann-
ars en sá trúnaður hafi ævinlega verið
haldinn. Nú hafi ekkert birst í fjöl-
miðlum um frumvarpið fyrr en eftir
klukkan fjögur, en þá var frumvarpið
lagt fram. „Þannig að við fáum ekki
séð að þetta geti á nokkurn hátt talist
athugavert gagnvart upplýsingum á
VÞÍ. Þetta er nauðsynlegt í þágu upp-
lýstrar umræðu um þetta mikilvæga
frumvarp." Spurður að því hvort
breytingar væru fyrirhugaðar sagði
Árni svo ekki vera, hins vegar væri
annað mál að sjálfsagt væri að senda
VÞÍ framvegis fréttatilkynningar
þegar þær væru gerðar opinberar. í
sambandi við framlagningu fjárlaga-
frumvarpsins sagði Ámi að einnig
yrði þó að hafa í huga að lagaskylda sé
að leggja fjárlagafiumvarpið fram í
upphafi þings og að alkunna sé að það
sé alltaf lagt fram á fyrsta degi.
Cartíse
Hamraborg 1
Lúxus
Mossy Micro
Verð kr. 9.990
Lúxus úlpur,
ullarkápur,dragtir
og dress
Stæröir 36-52
Ótrúlegt verð
Cartíse
Nýjar sendingar
Hamraborg 1, Garðarsbraut 15, Húsavík,
sími 554 6996. sími 464 2450.
AUICA
VELGENGNI
ÞÍNA?
DALE CARNEGIE '
NÁMSKEIÐIÐ HJÁLPAR PÉR AÐ:
♦ VERÐA HÆFARI í STARFI
♦ FYLLAST ELDMÓÐI
♦ VERÐA BETRI í
MANNLEGUM SAMSKIPTUM
♦ AUKA SJÁLFSTRAUSTIÐ
♦ VERÐA BETRI RÆÐUMAÐUR
♦ SETJA ÞÉR MARKMIÐ
♦ STJÓRNA ÁHYGGJUM OG KVÍÐA
VERTU VELKOMINN Á KYNNINGARFUND
SOGAVEGI
FIMMTUDAG
FJARFESTING I MENNTUN
SICILAR ÞÉR ARÐI ÆVILANGTI