Morgunblaðið - 04.10.2000, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ
40 MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2000
*----------------------------
UMRÆÐAN
Um einkavæð-
ingu heilbrigðis-
þjónustunnar
ÞAÐ virðist vera að
lifna yfir umræðunni
um einkavæðingu
heilbrigðisþjónustunn-
ar á ný. Skrif eru far-
in að sjást um þetta
efni í blöðum, og þann
I 8.9. sl. var haldið mál-
þing um það í Nor-
ræna húsinu í Reykja-
vík. Þessi aukna
umfjöllun vekur grun
um aukna áherslu á
einkavæðingu á þessu
sviði á næstunni, enda
segja tvær þingkonur
Sjálfstæðisflokksins í
Morgunblaðinu 1.
sept. sl. að „ferðin í
átt til einkavæðingar í heilbrigðis-
kerfínu sé rétt nýhafin“. Það er því
von á aðgerðum í þessa átt á næst-
unni og því þörf á kröftugri og víð-
tækri umræðu um þessi mál því að
hér eru ekki allir á sama máli.
Á áðurnefndu málþingi kom til
umræðu fyrirbrigðið að borga sig
út af biðlista m.a. hjá Hannesi
Hólmsteini Gissurarsyni, sem
mælti með þessu fyrirbrigði en þar
er átt við það að vel stæðir ein-
staklingar létti á opinbera heil-
brigðiskerfínu, eins og það er kall-
að, með því að kaupa sér þjónustu
á einkarekinni heilbrigðisstofnun.
Er þá gert ráð fyrir að ríkið greiði
með þessum sjúklingum þá upp-
hæð sem það hefði greitt fyrir þá
inni á ríkisrekinni stofnun, en síð-
* an talað um að sjúklingurinn greiði
umtalsverða upphæð til viðbótar
(einkareksturinn virð-
ist dýrari en ríkis-
reksturinn?). Þar með
segir Hannes að bið-
listinn í opinberu
þjónustunni styttist
og allir verði glaðir.
Hér er hugsanavilla
eða verið að blekkja
af ásettu ráði.
Biðlistarnir eru til
komnir vegna fjár-
skorts. Ef sjúklingur,
sem fer frá opinbera
kerfínu yfir til einka-
rekinnar stofnunar,
tekur með sér það
fjármagn sem ríkið
hefði greitt fyrir hann
inni á ríkisrekinni stofnun, er hann
ekki að stytta biðlistann þar, ríkið
losnar ekki við tilkostnaðinn af
sjúklingnum. Ef meiningin er að
létta á opinbera kerfínu og stytta
biðlistann þar, verður hann að
greiða allan sjúkrakostnað sinn úr
eigin vasa eða með einkatrygg-
ingu. Þetta er spurning um fjár-
magn.
I öðru lagi viðraði Hannes
Hólmsteinn þá hugmynd, að fólki
væri skipað í forgangsröð á biðlist-
um heilbrigðiskerfísins eftir því
hvað það legði mikið fram til sam-
félagsins, þ.e. hvað þeir væru ríkir,
og nefndi fjárupphæðir í því sam-
bandi. Þeir sem legðu mikið fram
áttu að hafa forgang en hinir látnir
mæta afgangi. Það þarf ekki að
fara mörgum orðum um þessa hug-
mynd, svo óhrjáleg sem hún er, en
Guðmundur Helgi
Þdrðarson
Einkavæðing
Sjúkdómar eiga sér fjöl-
þættar orsakir, segir
Guðm. Helgi Þórðar-
son, o g ef grannt er
skoðað eigum við þar öll
sameiginlega sök.
það er ástæða til að benda á að
hún kemur úr hópi þeirra sem
mæla með einkarekstri í heilbrigð-
isþjónustunni og gefur til kynna á
hvaða nótum sú þjónusta muni
væntanlega verða ef til kemur.
Sama er að segja um þá hugmynd
Hannesar að láta þá greiða sína
læknisþjónustu úr eigin vasa, sem
„eiga sök“ á sínum sjúkdómi.
Nefndi hann þar sérstaklega fólk í
yfirvigt, en auk þess vímulyfja-
sjúklinga og þá sem hafa reykt sér
til óbóta. Sjálfsagt bætast fleiri í
þennan hóp ef þessi hugmynd nær
fram að ganga. I býsna mörgum
tilvikum má halda því fram, að
sjúklingur eigi meiri eða minni sök
á sjúkdómi sínum. Hvað um bíla-
eigendur sem hreyfa sig of lítið og
stuðla þannig að hjarta- og æða-
sjúkdómum og yfirvigt? Það er
býsna stór hópur.
Eða umferðarslysin? Við gætum
talið þannig lengi. Sjúkdómar eiga
sér fjölþættar orsakir, og ef
grannt er skoðað eigum við þar öll
sameiginlega sök. Það er farsælast
fyrir okkur að viðurkenna það og
axla ábygðina sameiginlega. Og
hvað biðlistana varðar, þá á að for-
gangsraða þar á heilsufarslegum
forsendum en ekki eftir efnahag.
Ríkt fólk á ekki að hafa þar for-
gang.
Höfundur er fyrrv.
heilsugæslulæknir.
Ný hugsun á nýrri öld
ÞAÐ liggur í loftinu
að gerð þjóðfélagsins
er að breytast örar en
oft áður. Ljóst var að
margir þættir voru
staðnaðir en hið mikla
og hömlulausa „frelsi“
og sú „frjálshyggja“
sem nú leikur lausum
hala virðist leiða til
* þess, ef ekki verður
gripið í taumana, að
velja verður um það
hvort á Islandi á að
halda áfram að vera
„velfer ðarþj ó ðfélag“
eða hvort skipta á
þjóðinni í stéttir þar
sem gapandi gjá er á
milli fólks. Þetta kann að virðast
mikil svartsýni í mesta „góðæri" í
sögunni en í raun er málið einfalt.
Vissir þættir í rekstri þjóðfélags-
ins eru að molna innan frá. Ríkið og
sveitarfélögin eru vinnustaðir sem
reka og móta stærstu þjónustu-
stofnanir eins og til dæmis mennta-
kerfið, eru endanlega að verða und-
ir í samkeppninni um vinnuaflið.
Kennarar og uppalendur - frá leik-
skólunum til Háskólans eru t.d.
hálfdrættingar í launum á við al-
mennan vinnumarkað þegar um
sambærilega menntun og hæfni er
að ræða. Heilbrigðiskerfið er að
stöðvast. Ekki er hægt að manna
stofnanir aldraðra og fatlaðra og
svo framvegis.
Og það er ýmislegt fleira að ger-
ast. Þó mörgum fínnist laun al-
mennra launþega léleg hér á íslandi
þá eru þau það ekki í samanburði
við laun verkafólks vanþróaðra
landa. í vanþróuðum löndum þar
sem íslenskir atvinnurekendur eru
að nema land er nánast ókeypis
vinnuaíl miðað við okkar vinnumar-
kað. Þarna finna atvinnurekendur
umhverfi þar sem verkafólkið lifír á
hungurmörkunum og stjórnvöld
taka erlendri fjárfestingu fegins
—*hendi. Þetta gerir atvinnurekend-
um kleift að flytja at-
vinnureksturinn út og
svo er hrópað húrra í
íslenskum fjölmiðlum
fyrir því hvað „land-
inn“ er að gera það
gott með flóttanum frá
íslenskum veruleika!
En meðan þessi þró-
un er í gangi og þjóð-
félagið er að gliðna
sundur innanfrá ger-
ast jafnframt hlutir
sem ef til vill eiga eftir
að breyta þjóðfélaginu
í framtíðinni. Islensk
erfðagreining hóf
starfsemi sína og verð-
ur fyrsta íslenska fyr-
irtækið sem kemst alla leið inn á al-
þjóðlegan fjármagnsmarkað.
Furðuleg eru viðbrögð margra
þeirra aðila sem eru á vinstri
vængnum gegn þessu fyrirtæki.
Þessi stóru líftæknifyrirtæki sem
eru að hefja starfsemi sína gætu
orðið með umsvif sem eru áður
óþekkt hér á landi þegar hafa þau
haft áhrif vinnumarkaðinn með því
að kalla til sín hátekjufólk í miklum
mæli. í þeirri stöðu er ekki um ann-
að að ræða fyrir opinbera aðila en
að viðurkenna veruleikann í þjóðfé-
laginu.
Um þessa þróun og aðra þróun
þarf að verða umræða í þjóðfélag-
inu. Umræða á einhverju plani. En
kannski er ekki mikill grundvöllur
fyrir slíkri umræðu núna. I „góðær-
unum“ rennur berseksgangur á
landsmenn alla. Og það er verst að
ráðamenn þjóþarinnar eru ekki til
fyrirmyndar. í stað þess að gefa al-
menningi kost á hlutlausum upplýs-
ingum eru stjórnvöld sjálf á fullu í
sandkassanum. Og stjórnarand-
staðan breytist ekki. Á uppboðs-
markaði „góðærisins“ yfirbjóða all-
ir hver í kapp við annan. Og
almenningur leikur með.
í Evrópu eru stjórnmál að breyt-
ast. Þar eru sumstaðar að komast
Þjóðfélagsmál
Vissir þættir í rekstri
þjóðfélagsins eru,
að mati Hrafns
Sæmundssonar, að
molna innan frá.
til valda einstakir stjórnmálamenn
sem hafa burði og pólitískt hu-
grekki til að breyta þeim veruleika
og þein-i stöðnun sem „velferðar-
þjóðfélögin" eru komin í. Hæfni til
að forgahgsraða. Sem þyrðu til
dæmis í verki að viðurkenna að
menntakerfið er undirstaða velferð-
ar og besta fjárfestingin fyrir alla
þegar til lengri tíma er litið en verð-
ur ekki rekið til lengdar með „lág-
launafólki". Og að leiðrétting á
þessari miklu tímaskekkju verður
að vera einhliða fjárfesting „ein-
greiðsla" til að rétta menntakerfíð
við. Þarna þarf að koma til ný hugs-
un sem gefur mikla kjarabót og var-
anlega inn á öll heimili í landinu.
Auðvitað mun verkalýðshreyfíngin
ekki brosa því ný hugsun er ekki
inn á rispuðu plötunni sem sett er í
gang í samningunum og er löngu
hætt að að hafa áhrif á lífskjör
fólks. En þegar búið verður að
brjóta ísinn og almenningur verður
upplýstur og sér meðvitandi um al-
mennar staðreyndir munu koma í
ljós margar aðrar nýjar leiðir til að
bæta runveruleg lífskjör. Ný við-
horf í kjölfar nýrrar hugsunar, nýtt
gildismat - minna tilgangslaust
puð. Minni offneysla og sóun. Ný
fjölskyldustefna þar sem fólk kast-
ar af sér drápslyfjum markaðarins
og setur hamingjuna í öndvegi. Nú
þegar eru raunar gerðar tilraunir í
jaessa átt.
Höfundur er fv. atvinnumálafulltrúi.
Hrafn
Sæmundsson
Hvar getur þú
leitað þér upp-
lýsinga, neyt-
andi goður?
HVERNIG þvotta-
vél á ég að fá mér?
Hvað merkir hringur
með kross yfir
(þvottamerki)? Hvað
get ég gert ef sósan
brennur við eða ef hún
mærnar? Hvernig er
hægt að hreinsa ryð-
bletti úr jóladúknum?
Má frysta egg? Hvar
getur þú leitað þér
upplýsinga, neytandi
góður? Spurningar
sem þessar koma inn
á borð hjá Leiðbein-
ingastöð heimilanna
sem og margar aðrar.
Margir þekkja starf-
semi Leiðbeiningastöðvar heimil-
anna, nýta sér þjónustuna og fá
ráðleggingar varðandi heimilis-
störfin. Þrátt fyrir það eru margir
sem vita mjög takmarkað um starf-
semina.
Leiðbeiningastöð heimilanna er
alhliða neytendafræðsla sem hóf
starfsemi sína árið 1963. Kvenfé-
lagasamband íslands, sem eru ein
stærstu landssamtök kvenna á ís-
landi, hafa stýrt þessari starfsemi.
Eitt af markmiðum Kvenfélaga-
sambandsins er að standa vörð um
hag og heilsu íslenskra heimila.
Það er við hæfi að kynna starfsemi
Leiðbeiningastöðvarinnar á 70 ára
afmælisári Kvenfélagasambands-
ins.
Á Leiðbeiningastöðinni eru veitt-
ar upplýsingar um allt sem viðkem-
ur heimilisstörfum, svo sem mat-
reiðslu, bakstur, mataræði, 'þrif,
þvotta, hreinsun efna og fleira.
Jafnframt eru veittar upplýsingar
um erlendar gæðakannanir á
heimilistækjum.
Fyrirspurnir eru oft árstíða-
bundnar. í kringum stórhátíðir, jól
og páska, er fólk að leita eftir upp-
lýsingum hvernig best er að skipu-
leggja veisluna eða matarboðið,
hvaða veitingar henta best hverju
sinni, hvað þarf að áætla mikið á
mann og almennt hvernig best er
að haga undirbúningnum svo tím-
inn nýtist rétt og vel. Á sama ár-
stíma er fólk að leita eftir upp-
lýsingum og aðstoð varðandi
smákökubaksturínn, matreiðsluað-
ferðir á jólasteikinni og fleira. Fyr-
irspurnir um heimilistæki eru
nokkuð jafnar yfír allt árið en það
má finna aukningu með aukinni
markaðssetningu hverju sinni, þeg-
ar tilboð eru í gangi eða nýjar
verslanir opnaðar. Blettahreinsun
og þrif eru daglegar fyrirspurnir.
Blettir í fötum, húsgagnaáklæðum
og gólfteppum eru oft vandamál og
skiptir miklu að meðhöndla alla
bletti rétt áður en þeir eru settir í
þvottavél. Fræðslurit um bletta-
hreinsun var endurútgefið fyrir
nokkrum ái-um og með það í hönd-
unum er oft á tíðum hægt að spara
stórar fjárupphæðir og koma í veg
fyrir óþarfa tjón.
Á haustin er mikið spurt um
sultugerð, geymsluþol á grænmeti
eins og frystingu og súrsun og ekki
má gleyma sláturgerðinni. Aukning
hefur veríð á alskyns ofnæmi og
óþoli hjá fólki, það þolir ekki
ákveðnar fæðutegundir og algenga-
star eru egg og mjólk. Fólk með
sykursýki leitar einnig eftir upp-
lýsingum'varðandi sitt fæðuval og
aðrir vilja draga úr fitunni. Fólk
þarf sérhæfðar uppskriftir og er
reynt eftir fremsta magni að koma
til móts við það á sem bestan hátt.
Alltaf er mikið spurt um
geymsluþol og meðferð matvæla.
Það er jákvæð þróun því fólk er
farið að hugsa meira um hreinlæti
og að meðhöndla fæðuna rétt í stað
þess að taka þá
áhættu að nota mat-
vöru sem gæti valdið
skaða. Því miður eru
matarsýkingar alltof
algengar og hættuleg-
ar, nýjasta dæmið er
hin skæða salmonellu-
sýking sem herjar
þessa dagana á marg-
an landann. Það er
dýrt spaug og betra
að vinna að því að
bjóða ekki hættunni
heim að óþörfu. Það er
allra að vera vel vak-
andi, bæði þeir sem
selja vöruna og síðan
hinna sem kaupa.
Það er mikið um að vera á Leið-
beiningastöðinni. Daglega koma
allt að 20-25 fyrirspurnir á dag og
Leiðbeiningar
A Leiðbeiningastöðinni
eru veittar upplýsingar
um allt sem viðkemur
heimilisstörfum, segir
Hjördís Edda Brodda-
dóttir, sem og upp-
lýsingar um erlendar
gæðakannanir á
heimilistækjum.
á miklum álagstímum fer talan
hækkandi. Á þessu ári var tekin sú
ákvörðun að takmarka símatímann,
það er mikilvægara að fræða og
upplýsa fjöldann og ná þannig til
fleiri neytenda. Það krefst þess að
nauðsynlegt er að vera í meiri
tengslum við fjölmiðla og ljósmiðla.
Forsvarsmenn hinna ýmsu miðla
hafa leitað eftir upplýsingum og
reynt hefur verið að svara því og
sinna eins og tími hefur gefist til.
Aukin tengsl við atvinnulífið með
heimsóknum í fyrirtæki sem selja
heimilistæki og annað er varðar
heimilið er gagnlegt, upplýsinga-
flæði verður á báða vegu og þegar
upp er staðið er neytandinn ánægð-
ari. Vilji er fyrir því að auka tengsl
við skólana, það þarf að standa
vörð um heimilisfræði í skólum
landsins sem ög styðja heimilis-
fræðikennara. Nýlega eí' komið á
markað frá Leiðbeiningastöðinni
veggspjald um vatnið sem hvetur
til aukinnar vatnsneyslu íslend-
inga. Þvottaspjald með þvottaleið-
beiningum er einnig vert að nefna,
en margar heimilistækjaverslanir
hafa tekið þvottaspjaldið í umboðs-
sölu. Þetta sýnir hvað starfsmenn
þessara fyrirtækja eru orðnir með-
vitaðir um mikilvægi þess að fræða
neytendur og um gildi þess að gefa
út gagnlegar upplýsingar fyrir þá.
Starfið krefst þekkingar og víð-
tækrar leitar upplýsinga á mörgum
sviðum. Það þarf að fylgjast vel
með nýjum bókum og sérfræðirit-
um er snerta heimilisfræði, neyt-
endafræði sem og annað tengt
starfseminni. Það þarf að afla
gagna í gegnum opinber neytenda-
blöð til þess að fá sem nýjastar
upplýsingar um gæðakannanir á
heimilistækjum. Allt þetta er nauð-
synlegt til þess að viðhalda og end-
urbæta gagnabanka svo hægt verði
að gefa neytendum í landinu sem
bestar upplýsingar hverju sinni.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Leiðbeiningastöövar heimilanna og
Kvenfélagasambands Islands.
Hjördís Edda
Broddadóttir