Morgunblaðið - 04.10.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.10.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2000 43 SKOÐUN FÉGRÆÐGI, já, fégræðgi virðist hafa náð slíkum tökum á sumum landsmönnum að meira að segja við- talsþáttur á sjón- varpsstöð, nánar til- tekið Skjáeinum, er kenndur við góðmálm- inn silfur. Stjórnandi þáttarins, Egill nokk- ur Helgason, átti fyrir alllöngu vital við höf- uðspeking íslensku þjóðarinnar, sjálfan forsætisráðherra vorn, Davíð Oddsson, og vakti það eflaust óskipta athygli al- mennings í landinu. Engin gullkorn hrutu þó af vörum sálmaskáldsins góða að þessu sinni, sökum þess hversu því var heitt í hamsi og fjargviðraðist og býsnaðist út af ummælum biskups Islands, sem hafði leyft sér þá ósvinnu að vara þjóð sína við afleiðingum af óheftri græðgi og aurasýki. Þessi ótíma- bæru viðvörunarorð voru léttvæg fundin og snarlega og spaklega af- greidd aðeins með einu orði; klisja. Undir þá gagnrýni tók stjórn- andinn síðan og það fullum fetum. Það má til sanns vegar færa að við- brögð Davíðs við orðum biskups hafi verið eðlileg og skiljanleg einkum ef miðað er við hans póli- tíska uppeldi, þrælskólaður eins og hann nú einu sinni er í klisju- eða gamaltuggusmiðju sjálfstæðis- manna. Eru menn kannski búnir að gleyma slagorðum á borð við: stétt með stétt, flokkur allra stétta og eru ekki orðin „góðæri“ og „stöðugleiki" á góðri leið að verða að hvimleiðum tuggum? Af þessu má glöggt sjá að kempan okkar vaska og eldklára, Davíð Oddsson, vílar ekki fyrir sér að setja ofan í við æðsta embættismann þjóð- kirkjunnar, sjálfan biskup íslands. Flest- ir ef ekki allir munu þó enn standa í þeirri meiningu að það standi hinum síðar- nefnda nær að vanda um við þjóð sína en hinum fyrrnefnda, en þau tíðkast nú hin breiðu spjótin og allt virðist bera að sama brunni hjá íslenskum stjómvöldum, þ.e.a.s. að koma hið bráðasta eins miklum auði og unnt er á fárra hendur, en kæra sig hins vegar kollótt um hag alls almennings í landinu, hann má bara halda áfram að draga fram lífið eins og endranær og aldraðir, öryrkjar og einstæðar mæður geta líka siglt sinn sjó, sinn lífsins ólgu- sjó, jafnan óstudd og jafnvel smáð af því opinbera. Nú væri ef til vill ekki úr vegi að spyrja hver sé í raun og sanni uppistaðan eða öllu heldur innsti kjarninn í kapítalisma, þegar grannt er skoðað eða með öðmm orðum hvaða hugrenningar búi innra með hreinræktuðum kapít- alista? Ég hugsa að hann gæti í fullri hreinskilni sagt sem svo við sjálfan sig: Á meðan ég hef það gott, er mér nákvæmlega sama hvernig aðrir hafa það. Svo einfalt er það, en ekki sérlega göfugt markmið að vísu. Ef auðmenn verða hér allsráðandi og þeim verða seldar náttúraperlur eins og suma fýsir, þeirra á meðal sjálfan landbúnaðarráðherra, Guðna Ágústsson, þá eru dagar okkar Is- lendinga þar með taldir, að Fyrst og fremst ber að endurskoða skattkerfið, segir Halldór Þor- steinsson, og það frá rótum, og sníða af því verstu agnúana. minnsta kosti sem menningarþjóð- ar. „Alræði auðmanna“ mun ör- ugglega steypa okkur öllum í glöt- un og gegn því verðum við að berjast með oddi og egg. Annars er „alræði auðmanna" ámóta fráleit kennisetning og „alræði öreiga“, slagorð sem lengi hefur verið eign- að Karli Mai-x en er því miður ranglega feðrað, vegna þess að það varð fyrst til í heilabúi franska ní- tjándualdar hagfræðingsins Ádolphe Banqui og að mínum dómi naumast hnuplvert, en það er önn- ur saga. Sem dæmi um þá makalausu ein- okun sem ríkir nú í flestum sviðum efnahagslífsins hér á landi má benda á eitt og annað. Gjafakvóta- greifarnir era svo að segja búnir að slá eign sinni á viðurkennda sameign allra landsmanna, fiski- miðin. Baugur drottnar bísperrtur og borginmannlegur yfir matvæla- verslun í landinu og hagar álagn- ingu sinni að miklu leyti eftir ósk- um hluthafanna. Eimskip, stærsti hluthafinn í Flugleiðum, færir víða út kvíarnar, kaupir hlut í UA, ann- ast ekki aðeins flutninga á sjó heldur líka á landi, rekur gistihús og ferðaskrifstofurnar Ferðaskrif- stofu íslands og Úrval-Útsýn, að visu óbeint í gegnum Flugleiðir, sem hafa á sínum snæram erlenda „leiðsögumenn" bæði próf- og rétt- indalausa. Vonandi era þeir ekki hýradregnir eins og títt er um er- lenda skipverjá, sem sigla undir hentifána. Og ekki era trygginga- félögin barnanna best. Þar er lög- mál græðginnar svo sannarlega í hávegum haft. Mér er spurn hvers vegna aldraðir fái t.d. ekki meiri afslátt af iðgjöldum, þar sem þeir aka minna og valda því færri tjón- um. Hvernig bregðast sjálfstæðis- menn jafnan við, þegar manni verður á að ræða við þá um vax- andi fátækt eða örbirgð hér á landi? Nú annaðhvort stinga þeir höfðinu í sandinn og það langt upp fyrir eyra eða þeir kreppa hnefann eins og spakvitringurinn að vestan, Einar Oddur Kristjánsson, gerði svo eftirminnilega í Kastljósþætti þann 2. ágúst um leið og hann hreytti út úr sér innblásnum and- mælum eða hitt þá heldur, sem hljóðuðu svo þó sannarlega ekki í drottins nafni: „Þetta eru hrein ósannindi, það sýna tölur frá OECD.“ Hvar hefur hann eiginlega alið manninn? Á tunglinu eða á enn fjarlægari himinhnetti? Hefur hann ekki neina nasasjón af því sem er að gerast rétt við nefið á honum? Sem betur fer fékk Einar Oddur ærlega ofanígjöf fyrir gönu- hlaup sitt hjá samherja mínum, Guðmundi Jóhannssyni. Það hefur greinilega farið fram hjá þessum góða manni að vestan og sálufélög- um hans að nýlega voru stofnuð hér í Reykjavík samtök gegn fá- tækt. Era þessir menn steinhættir að lesa Moggann? Allt tal manna um bág lífskjör aldraðra, öryrkja og reyndar fleiri hefur farið svo fyrir brjóstið á sjálfstæðismönnum að meira að segja fjármálaráðherrann sjálfur segist vera orðinn dauðleiður á þessum samanburði á kjörum landsmanna. Hins vegar virðist hann aldrei þreytast á því að guma svo að segja linnulaust af afgangin- um af fjárlögum. Bendir þetta ekki ótvírætt til þess að sjálfshól geti aflað manni vinsælda meðal sauð- svarts almennings? Fyrir nokkra lýsti sami ráðherra því yfir í viðtali við blaðamann Morgunblaðsins að það væri ánægjulegra að glíma við hallarekstur. Eftir minni málvitund glíma menn við vanda eða vanda- mál. Ber að skilja orð ráðherrans svo að hann líti á góðæri sem vandamál sem brýnt sé að leysa hið bráðasta? Treystir hann sér til að svara því? Páll Gíslason, fyrr- verandi formaður FEB, vitnar líka, í viðtalið við okkar ágæta fjármál- aráðherra eins og hann orðar það í greinarkorni, sem birtist í Morgun- blaðinu nýlega. Með leyfi að spyrja í hverju er ágæti hans einkum fólg- ið? Kannski með því að láta tví- sköttun viðgangast enn eða með því að skattleggja eftirlaun sem al- mennar launatekjur. Og hvað með lífeyrissjóðagreiðslur, sem Páll benti á með góðum og gildum rök- um að væru að % hlutum fjár- magnstekjur? Þvert ofan í gefin loforð á lands- fundi sjálfstæðismanna heldur skattpíning aldraðra áfram, þ.e. 38,37%, en þeir sem taka aftur á móti arð af hlutabréfaeign sinni eru aðeins skattlagðir um 10%. Stjórnarflokkarnir sjá jú um sína menn. Vonandi gengur núverandi formaður FEB aldrei erinda þeirra og ber einlægt velferð og hags- muni félagsmanna fyrir brjósti. Að lokum þetta. Það er svo margt sem mætti gera til að bæta kjör þeirra verst settu í þjóðfélag- inu. Fyrst og fremst ber að endur- skoða skattkerfið og það frá rótum og sníða af því verstu agnúana. Er ekki líka orðið löngu tímabært að afnema með öllu virðisaukaskatt af lyfjum? Það yrði til verulegra hagsbóta jafnt fyrir unga sem aldria. Guð forði okkur hins vegar frá því að heilbrigðisþjónustan verði einka- eða einkavinavædd eins og margt bendir til. Með slíkri aðgerð yrði öngþveit- ið, sem er þó nóg fyrir, fullkomnað. Höfundur rekur Málaskdla Hallórs. DANSINN í KRINGUM GULLKÁLFINN DUNAR Halldór Þorsteinsson Laukarabb - túlipanar HVER árstíð hefur sín sérkenni, sína töfra. Við látum heillast hvert á sinn hátt. Ef gerð yrði skoðana- könnun um vinsældir árstíðanna - já, hvers vegna ekki, það má gera skoðanakannanir um hvað sem er - býst ég við að vorið fengi flest atkvæði, en haustið er ekki síðra í mínum huga. Reyndar verð ég að viðurkenna, að það er átvaglið í mér sem þá nær yfirhöndinni. Mér finnst ótrúlega gaman að sanka að mér alls kyns berj- um, villtum berjum reyndar í harðri sam- keppni við fugla him- insins en að garða- berjunum sit ég ein - og þó. í sumarbú- staðnum mínum er ég hætt að ná einu einasta rifsberi og jarðarberin hverfa um leið og þau roðna. Þarna eru þrestirnir að verki en verði þeim bara að góðu, reykvísku þrestirnir era ekki eins aðgangsharðir svo þar fæ ég rifsber og jarðarber eins og ég kæri mig um. Ágæti sólberja og grænna eða rauðra stikkilsberja hafa fuglarnir hins vegar ekki uppgötvað svo ég sulta og sulta. En á öllu er einhver galli. Það er ekki nóg að eiga röð af sultukrukkum uppi í hillu, þessu þarf að koma í lóg og við erum næstum steinhætt að borða sultu. Hvort hollustuáróðri eða sí- vaxandi mittismáli er um að kenna læt ég ósagt. Grænmetið er þó hollt og gott og ekki er þar sykrinum fyrir að fara svo undan- farnar vikur höfum við úðað í okk- ur hvers kyns káli með góðri sam- visku og síðustu helgar hafa verið notaðar til að taka upp kartöflur - þrjár í kílóinu af gullauga - ekki sem verst, og gulrætur nær fet á lengd. Ég ræði hins vegar ekki um rófu- ræktun fjölskyldunn- ar. Já, haustið er svo sannarlega upp- skerutími og það má gleðjast þegar vel gengur. Auðvitað vekur haustið líka blendnar tilfinningar hjá mörgum. Haustið minnir okkur á for- gengileika lífsins. „Fagra haust, þá fold ég kveð, faðmi vef mig þínum, bleikra laufa láttu beð að legstað verða mínum.“ Þannig kvað Steingrímur Thorsteinsson. En haustið gefur líka fyrirheit um upprisuna, nýtt líf kviknar með vorinu en til að svo megi verða þarf dálitla fyrirhyggju. Eitt það alskemmtilegasta við garðvinnuna að hausti til er ein- mitt að undirbúa vorkomuna, því haustið er tími vorblómstrandi lauka, svo hjákátlega sem það nú hljómar. Þótt ég hafi átt garð í aldarfjórðung, finnst mér alltaf jafngaman að leggja lauka að haustlagi og sjá þá koma upp að vori til. í margar vikur má gleðj- ast yfir verki, sem leyst var af hendi á örfáum tímum haustið áð- ur. Jafnvel umferðarhnútarnir á Miklubrautinni kvölds og morgna verða ekki eins herfilegir eftir að garðyrkjustjóri og hans harð- snúna lið gerðu blómabeð þar meðfram, beð sem era þéttsetin laukblómum fram undir 17. júní. Harðasti andstæðingur garðvinnu gleðst, þótt hann fussi kannski og segi: „Þetta eru tómir túlipanar“. En túlipanar eru ekki bara túl- ipanar. Af þeim eru til fjölmargar tegundir og litbrigðin eru hrein- lega ótrúleg. Túlipanaræktun í Evrópu stendur á nokkuð gömlum merg þótt Evrópubúar hafi lært hana af öðrum. Þeir era ættaðir frá Asíu eins og svo margar aðrar laukjurtir, koma frá Miðjarðarhaf- slöndum, Litlu- og Mið-Asíu. Vagga túlipanaræktunarinnar mun hafa verið í Persíu og þar var jurtin kölluð „lalé“ að því talið er. Nafnið túlipani er tilkomið af tóm- um misskilningi og tungumálaörð- ugleikum og sumir telja það kom- ið af túrban, höfuðfatinu fræga. Á 16. öld stóðu Tyrkir Evrópubúum mun framar í skrúðgarðyrkju og ferðalangar urðu margir hverjir hugfangnir af öllu því blómskrúði sem gaf að líta í tyrkneskum görðum. Tyrkir héldu árlega sér- stakar túlipanahátíðir og sagt er að einn sjeikinn hafi átt meira en 1.300 litbrigði af túlipönum. Hvað um það, til Evrópu bárust laukarnir með ýmsum leiðum um og eftir miðja sextándu öld og brátt urðu Evrópubúar og þó BLOM VIKUNMR 445. þáttur Ilmsjón Sigrfður lljartar einkum Hollendingai- gripnir af túlipanaæðinu. Stöðugt var reynt að fá fram fleiri og fleiri kvæmi og furðulegustu aðferðir notaðar, þeir voru ofaldii' eða vannærðir, settir í heitt eða kalt vatn, allt sem nöfnum tjáir að nefna. Fræg er sagan um svarta túlipanann, sem náungi í Haag átti. Fréttin af þessum merkilega túlipana barst til Haarlem og þar fóru menn á stúfana og keyptu svarta túlip- anann fyrir 1.500 flórínur, hentu á gólfið og trömpuðu hann í sundur. Eigandinn forni fékk taugaáfall þegar hann sá aðfarirnar og enn verra var þegar kaupendur sögð- ust hefðu borgað tífalt meira, ef hann hefði bara farið fram á það. Það er ekki að sökum að spyrja, aumingja maðurinn lést af ergelsi á nokkrum vikum. Túlipanaæðið náði hámarki í Hollandi í þrjátíu ára stríðinu, þar voru túlipanalaukar seldir fyrir himinháar fjárhæðir og túlipana- bréf gengu manna á milli engu síður en hlutabréf í tölvufyrir- tækjum nú á dögum. En hrunið lét ekki á sér standa og 1637 urðu túlipanaspekúlantarnir gjaldþrota einn af öðram. Eins og að líkum lætur eru langflestir þeir túlipanar, sem ræktaðir era nú, garðatúlipanar, þ.e.a.s. afbrigði villitúlipana, sem mennirnir hafa framkallað. Með ræktun hefur tekist að ná fram mismunandi blómgunartíma, hæð og blómlögun en rabb um það verður að bíða betri tíma. s.m.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.