Morgunblaðið - 04.10.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.10.2000, Blaðsíða 36
^36 MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Þefur af braski „ Verður að telja öruggt að einhver hóp- ur sjálfstœtt starfandi einstaklinga muni breyta formi rekstrarsíns íþví skyni að lækka skattgreiðslur sínar með því að taka fé út úrfélögunum í formi arðs að svo miklu leyti sem eigið fé fé- lags leyfirslíkt. “ Úr umsögn skattrannsóknastjóra vorið 1996 vegnafrumvarps um fjármagnstekjuskatt. MIKIÐ gekk á hjá full- trúum á Alþingi ís- lendinga í byrjun maí- mánaðar 1996, þá var verið að hespa af ýmsum þörfum málum og koma þannig í veg fyrir að þau dagaði uppi fynr þing- lausnir. Uttaugaðir þingmenn sátu og strituðu við að fá einhvem botn í flókin mál sem þeir höfðu í mörg- um tilfellum engin færi á að meta. Þeir urðu því að treysta því að sérfræðingarnir hefðu unnið sína heimavinnu. Eitt af þeim var frumvarp um skattlagningu fjármagnstekna. Svo fór að samþykkt var að taka upp 10% skatt VIÐHORF Eftir Kristján Jónsson á slíkar tekjur og naut hug- myndin stuðn- ings jafnólíkra hagsmunaaðila og Vinnuveitenda- sambandsins og Alþýðusambands- ins. Slíkar tekjur umfram þrjár milljónir hjá einstaklingi myndu þó bera 38% skatt. Sumir stjóm- arandstæðingar bentu á ýmsa agnúa á frumvörpunum sem ykju hættu á skattsvikum, þeir vildu að samþykktinni yrði frestað til að tími gæfist til að hugsa málið til enda. Undir lok umfjöllunar þingsins lögðu stjómarþingmenn fram til- lögu um breytingu á frumvarpinu. Hún gekk út á að hægt yrði að fresta skattlagningu söluhagnaðar um tvö ár ef aðilar sem hagnast hefðu um meira en þrjár milljónir fjárfestu peningana aftur innan tveggja ára í verðbréfum eða hlutabréfum. En Ágúst Einarsson og fleiri bentu þegar á að með því að nýta sér ákvæðið gætu einstakl- ingar í reynd frestað skattlagning- unni endalaust. Hagnaðurinn yrði aldrei skattskyldur. Talsmenn ríkisstjórnarinnar lögðu áherslu á að söluhagnaður væri ekki fjárhæð sem skipti sköp- um. Einn þeirra benti á að saman- lagður söluhagnaður á íslandi árið 1995 hefði numið um 300 milljón- um ki-óna. En nú er komið í ljós að með lögunum var opnuð óvænt smuga fyrir fólk sem vill koma fé sínu fyrir erlendis með hávaða- lausum hætti. Og af ýmsum ástæð- um, ekki síst vegna þenslunnar og stóraukins hagnaðar af hlutabréf- um, er nú um ótalda milljarða að ræða, hve marga veit enginn. Upp- lýsingar þess efnis liggja ekki á lausu, hvorki í Lúxemborg, á Jóm- frúreyjum né í öðrum skattaskjól- um. Sums staðar ríkir friður. Vilhjálmur Egilsson, sem var einn helsti talsmaður frumvarps- ins 1996, sagði við umræðurnar að skattlagning á arði fram yíir þrjár milijónimar áðumefndu væri há „42-47% hjá einstaklingnum sem ég tel að jaðri við eignaupptöku". Hann sagði að þetta merkti að fyr- irtæki hefðu haft tilhneigingu til að taka hagnað fremur út sem laun, þau hefðu freistast til að hafa fólk á launaskrá án mikils vinnu- framlags og sumir væru jafnvel teknir í vinnu „í gustukaskyni". Nú segir hann aðspurður að ákvæðið um frestun á skattlagn- ingu hafi verið lykilatriði í að hvetja til uppstokkunar á atvinnu- lífinu, kynslóðaskipta í fyrirtækj- um, sameiningar fyrirtækja og fleiri góðra hluta síðustu árin. Einnig hafi fresturinn skipt sköp- um við að byggja upp svonefnt áhættufjármagn. Menn hafi getað losað fé sitt án þess að borga skatta af því. Ef ákvæðið yrði af- numið væri það ávísun á stöðnun. Áhrifin af lagasetningu verða oft önnur en ætlast var til og ekk- ert við því að segja. Menn geta velt fyrir sér hvort þingmenn hafi séð áhrifin af ákvæðinu um frestun skattlagningar fyrir. Var það ætl- un þingmanna að afnema skatt af fjármagnstekjum hjá þeim sem standa í stórrekstri eða hafa svo mikinn söluhagnað að skipti millj- ónatugum og hundraðum millj- óna? Allh- vita að venjulegir Jónar og Gunnur sem selja fasteign og hagnast um fáeinar milljónir hafa engin efni á að útvega sér rándýra ráðgjöf eða stofna fyrirtæki í Lúx- emborg til að losna við skatta. Því fer fjarri að jafnt sé látið yfir alla ganga þótt svo sé á pappímum. Þetta vita allir. Einnig að sam- hengi er á milli slæmrar skulda- stöðu sjávarútvegsfyrirtækja og þess að hópur íslenskra fyn-ver- andi og núverandi kvótaeigenda hefur notfært sér lögin til að koma gróðanum úr landi. Gróða sem varð að mestu leyti til vegna þess að Alþingi setti lög á níunda ára- tugnum og úthlutaði sumum kvóta en öðram ekki. Skrifari veit auðvitað ekki hver samsetningin á fjárfestingunni er en ljóst hlýtur að vera að veiði- kvótagróði er dijúgur hluti af pen- ingunum sem nú er búið að festa • vandlega erlendis og munu von- andi verða þar einhveijum til góðs. Hagræðingin mikla sem unnið hef- ur verið að í íslenskum sjávar- útvegi er farin að skila sér en með óvæntum hætti og ekki hér á landi. Því miður, samanlagðar skuldir fyi’irtækisins okkar allra, Sjávar- útvegsins ehf., hafa vaxið gríðar- lega hi'att síðustu áiin. Um 70 milljarða króna, segja áreiðan- legar heimildir. Þingmenn hafa leyfi til að gera mistök eins og við hin og yfirleitt er hægt að leiðrétta mistökin með því að endurbæta lögin seinna. En lögin um fjármagnstekjuskatt vora ekki sett í fyrra heldur fyrir i’úmlega fjóram áram. Hvers vegna biðu þeir sem vissu hvernig málin vora í pottinn búin með að segja frá fjárflóttanum undanfarin ár og fleiri vanköntum sem hafa komið í ljós á lögunum? Afleiðing- um sem hljóta að hafa verið mjög til umræðu hjá þeim sem vel þekkja til í fjármálalífinu. Talsmenn markaðskerfis eru að sjálfsögðu á einu máli um að best sé að hafa skatta sem lægsta og kerfið sem einfaldast. Líklega væri einveldi neysluskattanna besta lausnin vegna þess hve ein- faldir þeir era og erfitt að komast hjá þeim. En hagnaður sægreif- anna á að mestu leyti rætur að rekja til ákvarðana löggjans og er ekki einkamál þeirra sem hagnast. Skattlagning á honum er mál okk- ar allra. Barnaspítalinn rís NÝLEGA ritaði sú mæta þingkona, Guð- rún Ogmundsdóttir, grein í Morgunblaðið undir fyrirsögn er gaf til kynna einhvern vandræðagang varð- andi byggingu Barna- spítala. Umfjöllunin var nokkuð á þeim nótum að byggingu yrði slegið á frest vegna meintrar seinkunar á fram- kvæmdum við Hring- braut. Rétt þykir mér að koma á framfæri leiðréttingum vegna misskilnings er gætir í umræðunni. Ekki stendur til að fresta eða seinka á neinn hátt framkvæmdum við Barnaspítala Hringsins. Unnið er eftir fram- kvæmda- og fjárhagsáætlun er miðar að vígslu þessa langþráða verkefnis árið 2002. Komi ekkert óvænt upp ættu þau áform að halda. Hringbraut eða Barnaspítali? Þótt ekki sé búið að samþykkja fjárlög ársins 2001 hafa fjölmiðlar nefnt að gert sé ráð fyrir seinkun framkvæmda við færslu Hring- brautar. Borgarstjóri mótmælti í fréttaviðtali þeim meinta ásetningi og vísaði réttilega til samnings borgaryfirvalda við ríkisvaldið um nýja legu Hringbrautar, m.a. vegna byggingar Barnaspítalans. Mér er ekki kunnugt um að til standi að brjóta það samkomu- lag. Þá er vert að vekja athygli á því að tæknilegur undirbún- ingur vegna færslu Hringbrautar mun enn vera á vinnslu- stigi og því ekki af þeim sökum unnt að hefja framkvæmdir strax. Þá vek ég at- hygli á því að með Barnaspítalanum er í raun ekki verið að auka umsvifin innan sjúkrahússins heldur einungis verið að skapa mannsæmandi aðstöðu í stað þeirra þrenginga sem barnadeildin býr við í dag - engum til sóma. Með þeim rökum fæ ég ekki séð að umferð bifreiða um svæðið muni aukast vegna stækkunar Barna- spítala. Barnaspítali vígður árið 2002 Ingibjörg Pálmadóttir hefur mikinn metnað til að láta_ ljúka byggingu Barnaspítalans. I ráð- herratíð hennar hefur loksins tek- ist að láta langþráðan draum ræt- ast. Langt er síðan umræða um þessa framkvæmd hófst. Fyrst í tíð Ingibjargar sem heilbrigðisráð- herra komst skriður á málið. Sann- arlega hafa ýmis Ijón verið á vegin- um. Eina skiptið sem áætlanir voru stöðvaðar var þegar borgaryfirvöld Spítali Ekki stendur til, segir Hjálmar Árnason, að fresta eða seinka á neinn hátt fram- kvæmdum við Barna- spítala Hringsins. urðu að bregðast við kæru ná- granna Landspítalans. Þegar þeirri stöðvun var aflétt hófust strax framkvæmdir. Fyrsta áfanga er lokið og öðrum áfanga miðar áfram eins og sjá má af steypufram- kvæmdum. Senn verður síðasti áfanginn sendur í útboð og hafin er samkeppni um listaverk við bygg- inguna. Seint mun ég trúa því að deilur um Hringbrautina verði látnar koma niður á byggingu Barnaspítala. Islenska þjóðin vill byggja sæmandi aðstöðu fyrir veik börn okkar. Þau skipta mestu máli og þess vegna verða pólitísk bit- bein um aðrar framkvæmdir hjóm eitt í þeim samanburði. Leggjumst öll á eitt um að vígsla Barnaspítal- ans verði að veraleika árið 2002. Annað sæmir okkur ekki. Höfundur er alþingisnmður og formaður byggingamefndar Barnaspítaia. Hjálmar Árnason Búum til „betri“ börn FYRIR skömmu var greint frá því í fjölmiðlum að öllum vanfærum konum á Islandi gæfist kostur á snemmómskoðun. Einn aðaltilgangur skoðunarinnar er svokölluð hnakka- spiksmæling. Með henni er hægt, með nokkuð góðum líkum, að greina hvort fóstur sé með Downs-heil- kenni og í framhaldi af því er móður gefin kostur á legvatnsprófi og fóstureyðingu. Það sem mér fannst sér- staklega athyglisvert við frétta- flutning þennan var að eingöngu var fjallað um þvílíkar tækni- framfarir þetta væru en aldrei var spurt um siðferði. Viljum við geta valið hvernig einstaklingar byggja þetta þjóðfélag og kærum við okk- ur ekki um að hafa fatlaða með? Hvaða skilaboð er verið að senda þeim sem hafa Downs-heil- kenni? Að þau séu afbrigðileg, mistök náttúrunnar sem best væri að uppræta sem fyrst? Eg er ekki að segja að ég sé á móti fóstureyð- ingum. Þar snýst valið um hvort tilvonandi foreldrar séu reiðubúnir að eiga barnið eða ekki. Hér er hinsvegar verið að leita uppi fóstur með ákveðin einkenni þannig að tilvonandi foreldrar geti valið hvort þeir séu tilbúnir að eignast þannig barn. Eg álít að við verðum að vera meðvituð um hugsanlegar afleiðingar gerða okkar og til þess þykir mér skorta umræðu í þjóðfé- laginu. Með því að bjóða upp á leit að vissum „fósturgöllum" erum við að skilgreina hvað er eðlilegt og hvað er óeðlilegt. Ef svo fer fram sem horfir er alls ekki langt í það að ekkert Downs-barn fæðist hér á Islandi, án þess að það hafi verið greint á fyrstu vikum meðgöngu, þ.e.a.s. ef nokkurt slíkt barn fæð- ist yfirhöfuð. Afhverju get ég ekki valið hvort ég eignast stelpu eða strák ná- kvæmlega eins og ég get valið hvort ég eignast barn með Downs- heilkenni eða ekki? Ástæðan er ef- laust sú að fólki finnst það siðferðislega rangt að geta valið um kyn en ekki sið- ferðislega rangt að geta valið um að eign- ast eða eyða fóstri með Downs-heilkenni. í dag eru margir að velta sér upp úr erfðafræðinni, tilbún- um börnum og hvort foreldrar eiga að geta valið hvort þeir eign- ist stelpu,. strák, tón- listarsnilling eða stærðfræðisjéní. Það er undarlegt að um- ræðan um fóstur- greiningu á fötlunum skuli ekki vera sett undir sama hatt. Eru fatlaðir ekki með sömu réttindi og Snemmómskoðun Ég hef áhyggjur af því, segir Indriði Björnsson, að kynning og fræðsla á fötlunum sé af skornum skammti og illa framsett. við hin? Er í lagi að fórna þeim? Viljum við lifa í heimi sem er laus við fatlaða? Ef hægt væri að greina hvort góðar líkur séu á því að fóstur verði t.d. eiturlyfjasjúkl- ingur, samkynhneigt eða heyrnar- laust mundi sú greining eiga sér stað? Yrði það talið þvílíkar fram- farir og frelsi fyrir tilvonandi for- eldra ef þeir gætu valið hvort þeir vildu eiga eða eyða slíku fóstri? Ef til vill er snemmómskoðun góð leið fyrir þá foreldra sem vilja velja um hvort þau eignast fatlað barn eða ekki. En ég hef líka mikl- ar áhyggjur af því að tilvonandi foreldrar vita ekki um hvað þau eru að velja. Að kynning og fræðsla á fötlunum sé af skornum skammt og illa framsett. Ég er búinn að heyra allt of margar sorglegar sögur af þeim sérfræð- ingum sem tengjast fæðingardeild- um hér á landi til að trúa því að umræðan um fóstureyðingu sé hlutlaus og opinská. Einnig hef ég verulegar áhyggjur af því að til- vonandi foreldrum sé, beint eða óbeint, ýtt út í fóstureyðingu af fagfólki sem hefur ekki hundsvit á því hvernig það er að eiga fatlað barn. Og hvað ef foreldrarnir ákveða að eiga barnið? Er þá sam- félagið tilbúið að styðja þá ákvörð- un? Hvert stefnir í þessum málum? Þegar skoðaðar eru rannsóknir sem tengjast Downs-heilkenni kemur í ljós að langstærstur hluti þeirra snýst um hvernig greina megi Downs-heilkenni á fóstur- stigi. Lengi vel hefur verið boðið upp á legvatnspróf fyrir konur sem eru 35 eða eldri. Ástæðan er sú að með aldri móður aukast líkur á því að eignast barn með Downs- heilkenni, fer úr 0,05%, í 0,5% við 37 ára aldur og 1% við 40 ára ald- ur. Legvatnspróf er ekki hættu- laus aðgerð, u.þ.b. 1% líkindi eru fyrir því að ástungan sjálf valdi fósturláti. í flestum tilfellum eru því meiri líkur á því að rannsóknin sjálf valdi fósturláti hjá „heil- brigðu“ fóstri en að fóstur greinist með Downs-heilkenni. Svo miklu erum við tilbúin að fórna til að koma í veg fyrir að fatlað barn fæðist í þennan heim. Hér hefur snemmómskoðun ver- ið tekin upp án nokkurrar um- ræðu. I Noregi hefur heilbrigðis- ráðherra ákveðið að heimila ekki snemmómskoðun fyrr en siðferðis- leg umræða hefur farið fram. Það eitt finnst mér nægja til þess að við stöldrum við og íhugum málið. Við þurfum að ákveða hvað við teljum eðlilegt og hvað við teljum óeðlilegt. Sonur minn er með Downs-heil- kenni en við virðum hann á hans eigin forsendum. Hann er eðlileg- ur hluti af mínu lífi og eðlilegur hluti af okkar fjölskyldu. Mín heitasta ósk er sú að einhvern tím- ann verði hann velkominn og eðli- legur hluti af samfélaginu sem við búum í. Höfundur er tölvunarfræðingur. Indriði Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.