Morgunblaðið - 04.10.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.10.2000, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR I leiðurum dagblaðanna DV og Dags er niðurstöðu auðlindanefndar fagnað Segja nefndar- starfíð hafa skilað góðum árangri í LEIÐURUM DV og Dags í gær er farið jákvæðum orðum um niður- stöðu auðlindanefndar og hvatt til þess að stjómvöld fari að niðurstöðu nefndarinnar. Jónas Kristjánsson ritstjóri skrif- ar leiðara í DV undir fyrirsögninni „Þjóðarsátt og -illindi". „Álit Auðlindanefndar var langrar biðar virði, óvenjulega ítarlegt og yf- irgripsmikið, vel rökstutt og skýrt fram sett. Enn merkilegri er sáttin, sem náðist um niðurstöðuna meðal nefndarmanna, sem valdir höfðu ver- ið með hliðsjón af fjölbreytilegum sjónarhólum þeirra. Nefndarsáttin og textastílinn er glæsilegur endir á efnahagspólitísk- um ferli Jóhannesar Nordals. Sem formaður nefndarinnar vann hann það afrek að stilla saman strengi allra níu nefndarmanna í eina hljóm- kviðu, sem á að vera öllum áhuga- mönnum skýr og skiljanleg.“ í leiðaranum segir að vísu sé of langt sé gengið á móts við „sérhags- muni kvótaeigenda" í nefndarálitinu. Jafnframt er spurt hvort þess sé að vænta að samkomulag náist í þjóðfé- laginu um einhverja aðra niðurstöðu. „í þjóðarsátt nefndarinnar er þeg- ar búið að gera ráð fyrir, að helming- ur auðlindagjaldsins í sjávarútvegi renni til sjávarplássa. Þar er þegar búið að gera ráð fyrir, að fyming kvóta gerist á löngum tíma, svo að kvótaeigendur geti lagað rekstur sinn að skilyrðum hvers tíma. I þjóðarsátt nefndarinnar er þegar búið að reikna afkomu fiskveiðanna og spá í burði þeirra til að standa undir auðlindagjaldi, hvort sem það er í formi íymingar eða veiðigjalds. Þannig er búið að taka tillit til sér- hagsmuna í varfærinni niðurstöðu nefndarinnar. Forsætisráðherra hefur raunar minnt gæzlumenn sérhagsmuna á, að til lítils sé að setja svona vinnu af stað, ef menn ætla ekki að taka mark á henni.“ Ríkisstjórnin á næsta leik í leiðara Dags í gær fer Elías Snæland Jónsson ritstjóri einnig já- kvæðum orðum um starf auðlinda- nefndai'. „Starf Auðlindanefndar hefur skil- að meiri árangri en flestir áttu von á. Það víðtæka samkomulag sem náðist í nefndinni um helstu gmndvallar- þætti auðlindamála er merkur áfangi á leið til almennrar sáttar um nýting- ar sameiginlegra auðlinda þjóðarinn- ar. Tvennt skiptir þar mestu máli. Annars vegar tillaga nefndarinnar um að nýtt ákvæði um þjóðareign verði sett í stjómarskrána. Hins veg- ar tillögur um gjaldtöku fyrir nýt- ingu sameiginlegra auðlinda og upp- boð á þeim nýtingarrétti þegar næg samkeppni er til staðar. Með þessari niðurstöðu hefur Auðlindanefnd fært þjóðina nær nauðsynlegri samstöðu." Leiðarahöfundur Dags segir að nú ,eigi ríkisstjórnin næsta leik í málinu. „Tillögur Auðlindanefndar hafa nú þegar skapað nýjar væntingar hjá þjóðinni. Væntingar um að almenn- ingur fái í framtíðinni sanngjamt gjald frá þeim tiltölulega fáu öflugu fyrirtækjum sem nýta sameiginlegar auðlindir Islendinga. Jákvæð fyrstu viðbrögð formanna beggja stjórnar- flokkanna við áliti nefndarinnar hafa magnað þessar væntingar. Almenn- ingur væntir þess að ríkisstjórnin beri gæfu til að festa meginhug- myndir Auðlindanefndar í stjómar- skrá og landslög og tryggja þar með þjóðareign sameiginlegra auðlinda og sanngjarnt endurgjald fyrir afnot þeirra. Nú er lag,“ segir í niðurlagi leiðara Dags. Forstjórar Landsvirkjunar, RARIK og Orkuveitu Reykjavíkur um álitsgerð auðlindanefndar Brosað í slabbi ÞAÐ ER nokkuð langt siðan fólk hefur þurft að ferðast um göturnar í slyddu og slabbi, en í upphafi vik- unnar fengu margir tækifæri til að rilja upp hvernig skal fóta sig þeg- ar götur og gangstéttir eru blautar og hálar. Þeirra á meðal voru drengirnir þrír sem urðu á vegi ljösmyndara í Kópavogi. Þeir létu lítið á sig fá þótt veturinn minnti á sig, ferðuðust um á fjallalijólum sín- um og brostu út, að eyrum. Morgunblaðið/Omar Endurskoðunar- nefnd ljúki störfum um áramót Álit auð- linda- nefndar mikilvægt innlegg FRIÐRIK Már Baldursson, formaður endurskoðunar- nefndar sjávarútvegsráðherra um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða, segir að skýrsla auðlindanefndar verði mikilvægt innlegg í störf end- urskoðunarnefndarinnar. „Við emm ekki formlega bundnir af þessu áliti auðlindanefndar," segir hann, „en það er ljóst að nefndin er búin að leggja mikla vinnu í álitið og munum við að sjálfsögðu taka mið af því.“ Aðspurður segir Friðrik að upphaflega hafi verið gert ráð fyrir því að endurskoðunar- nefnd lyki störfum um síðustu mánaðamót en það hafi annars vegar dregist vegna þeirrar réttaróvissu sem skapaðist vegna Vatneyrarmálsins svo- kallaða síðasta vetur en hins vegar vegna þess að auðlinda- nefnd hefði skilað sínum niður- stöðum seinna en áætlað var. „Sjávarútvegsráðherra gaf hins vegar út yfirlýsingu sl. vor um að hann gerði ráð fyrir því að endurskoðunarnefndin skil- aði af sér í kringum áramótin og á ég von á því að það gangi eftir,“ segir Friðrik en bendir á að það muni þó þýða að hraða þurfi störfum nefndarinnar. Eðlilegt að ríkið hafi arð af eignum sínum í ÁLITSGERÐ auðlindanefndar kemur fram að í samræmi við al- menna. stefnumótun sína telur nefndin að tryggja þurfi að þjóðin njóti í framtíðinni eðlilegrar hlut- deildar í þeim umframarði sem nýt- ing vatnsafls í eigu þjóðarinnar skapi. Því beri að selja nýtingarrétt- indi á því vatnsafli sem sé í þjóðar- eigu á uppboði ef nægjanleg sam- keppni sé til staðar en ella með samningum. Svipaðar reglur gildi um jarðhita- og námuréttindi á landi og um vatnsaflsvirkjanir og gjaldtaka komi því fyrst og fremst til greina vegna nýtingar jarðhita á þjóðlendum eða jarðeignum ríkisins. Til að tryggja að auðlindarenta af slíkum rekstri falli til þjóðarinnar sé heppilegast að ráðstafa jarðhita- og námaréttindum með uppboðum þegar markaðasað- stæður leyfi en ella með samningum á grundvelli áætlaðrar auðlinda- rentu. Hafa greitt fyrir auðlindirnar Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði spurður um álitsgerð auðlindanefndar hvað þessi atriði varðaði, að sín íyrstu viðbrögð væru þau að eðlilegt væri að litið væri til vatnsorkunnar og orku- lindanna með sama hætti og annarra auðlinda. Hins vegar yrði að geta þess í leiðinni að þeir aðilar sem hefðu stundað orkuframleiðslu á ís- landi hefðu auðvitað greitt fyrir orkulindimar fullu verði því vatns- aflsvirkjanimar þyrftu að greiða fyr- ir vatnsréttindin og hinir sem væm í framleiðslu á hitaorku til dæmis ættu oftast orkulindimar sjálfir og hefðu keypt þær. „Því til viðbótar hafa orkufyrir- tækin og sérstaklega Landsvirkjun í stómm stíl stundað rannsóknir á ís- lensku náttúrufari langt umfram það sem orkufyrirtæki gera í nágranna- löndunum og það hefur oft verið á það bent að í raun og vera sé kannski Landsvirkjun að vinna þar verk fyrir umtalsverða peninga sem ríkið og skattborgaramir hefðu átt að vinna sjálfir,11 sagði Friðrik. Hann sagði að sér fyndist eðlilegt að þessi mál yrðu rædd í framhaldi af þessari skýrslu og þetta skoðað með tilliti til þess sem væri að gerast og hefði verið að gerast í þessum málum hér á landi og í nágranna- löndunum. Friðrik bætti því við að hann hefði ekki haft tækifæri til þess að kynna sér álitsgerðina ítarlega og hún ætti eftir að verða til nánari umfjöllunar hjá fyrirtækinu á næstunni. Eðlilegt að ríkið sitji við sama borð og aðrir Kristján Jónsson, forstjóri Raf- magnsveitna ríkisins, sagði að sér fyndist eðlilegt að ríkið sæti við sama borð og aðrir sem ættu sambærileg réttindi í þessum efnum. I álitsgerð- inni væri fyrst og fremst talað um þjóðlendur eða lönd í eigu ríkisins og sér fyndist eðlilegt að ríkið sæti við sama borð og aðrir sem ættu sam- bærileg réttindi og það. Viðmiðunin væri samningar við landeigendur um þessi réttindi, hvort sem um væri að ræða vatnsréttindi eða jarðhitarétt- indi og sér fyndist því ekkert óeðli- legt að þarna væri um eitthvert hóf- legt gjald að ræða. Kristján bætti því við aðspurður að í ljósi þeirra þróunar í átt tíl sam- keppni á þessu sviði sem stefnt væri að væri eðlilegt að taka upp reglur af þessu tagi og í því sambandi ættu ekki að vera neinir tæknilegir erfið- leikar. „Ég held það sé auðvelt að koma því við hvort sem er í núver- andi kerfi og enn frekar í þessu markaðsumhverfi sem verður innan skamms tíma,“ sagði Kristján. Hafa keypt land og jarð- hitaréttindi fyrir milljarða Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, sagði að í álitsgerðinni væri fyrst og fremst talað um hvernig bæri að ráðstafa þeim réttindum sem ríkið ætti hvað snerti vatnsafls- og jarðhitaréttíndi og það væri í sjálfu sér ekkert hægt að segja við því að ríkið ráðstafaði þeim með einhveijum hætti til fjár. Það mætti benda á að Orkuveitan hefði keypt land og/eða jarðhitarétt- indi vegna starfsemi sinnar. Það mætti telja það hundruðum milljóna króna sem Hitaveitan fyrst og síðan Orkuveitan hefði varið í að kaupa þessi réttindi, bæði hér í ná- grannasveitarfélögunum og á Hellis- heiðinni. Þar á meðal hefði þetta ver- ið keypt af ríkinu, þannig að í sjálfu sér væri verið að leggja til ákveðinn framgangsmáta hvað vatnsaflið Í| varðaði, sem hefði gilt í sambandi við jarðhita. „Ég held það sé mjög al- mennt að menn hafi þurft að kaupa sér þau réttindi sem þeir era að nýta þar sem jarðhitinn er,“ sagði Guð- mundur. Hann bætti því við aðspurður að það væri ekkert við það að athuga að ríkið ávaxtaði sínar eigur á íjambæri- legan hátt og einkaaðilar. „Ef þessi réttindi væra í einkaeigu sem verið er að tala um þá þyrfti náttúrlega að .. kaupa þau,“ sagði Guðmundur enn- fremur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.