Morgunblaðið - 04.10.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.10.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2000 23 Rasmussen boðar sam- ráð í Evrópumálum Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Landsfundur breska Ihaldsflokksins Höfðað til kjós- enda á miðjunni Bournemouth. AFP, AP, Reuters. POUL Nyrup Rasmussen, forsætis- ráðherra Dana, rétti í gær sátta- hönd til pólitískra andstæðinga sinna í Evrópumálum í stefnuræðu við setningu danska þingsins. Leið- togar nei-hreyfingarinnar svoköll- uðu, brugðust hins vegar fálega við og sögðu ekki mikið varið í fyrirheit forsætisráðherrans um samráð í Evrópumálum. Nýafstaðin þjóðar- atkvæðagreiðsla um aðild að evrópska myntbandalaginu setti svip sinn á stefnuræðuna en Nyrup Rasmussen var vígreifur þrátt fyrir það, sagði stjórnina stefna að því að skapa 100.000 ný störf á næstu tíu árum. Forsætisráðherrann sagði upp- kast að fjárlögum fyrir árið 2001 hafa verið byggt á því að Danir myndu' samþykkja aðild að mynt- bandalaginu. Þar sem því hefði verið hafnað, myndu stjórnvöld grípa til aðhaldsaðgerða teldu þau það nauð- synlegt vegna fastgengisstefnunnar en danska krónan er tengd evrunni, hinum sameiginlega gjaldmiðli sem Danir höfnuðu. I stefnuræðunni lagði hann áherslu á að styrkja yrði velferðar- þjóðfélagið og atvinnulífíð frekar og sagði grunninn góðan; atvinnuleysi væri hið minnsta í 25 ár og verð- bólga í sögulegu lágmarki. Kjör aldraðra hafa verið mjög gagnrýnd í Danmörku og sagði Nyrup Rasmus- sen að þau yrði að bæta, með hækk- uðum ellilífeyri til þeirra verst settu og lækkun á hitakostnaði. Vilja Færeyjar í ríkjasambandinu Ráðherranum var ennfremur tíð- rætt um bætta menntun, einkum á tæknisviðinu og fjárfestingar í einkageiranum. Störfin 100.000 sem stjórnin hyggst skapa eiga ekki síst að nýtast þeim sem hafa takmark- aða starfsorku og innflytjendum, en forsætisráðherrann sagði aukna at- vinnuþátttöku þeirra lykilinn að því að þeir aðlöguðust dönsku samfé- lagi. Mikil umræða hefur verið um inn- flytjendamál í Danmörku en ríkis- stjórnin hefur m.a. verið harðlega gagnrýnd fyrir hugmyndir um að einangra innflytjendur frá fyrrum Sovétlýðveldum og Balkanskaga á eyju áður en þeim yrði hleypt inn í sjálft landið. Horfið hefur verið frá þessum hugmyndum, sem féllu nær eingöngu í geð Danska þjóðar- flokknum, sem er mjög andsnúinn straumi innflytjenda til Danmerkur. Nyrup Rasmussen nefndi Fær- eyjar og Grænland og viðræður um aukið sjálfstæði. Itrekaði hann fyrri óskir stjórnarinnar um að Færeyjar yrðu áfram innan ríkjasambandsins en sagði það undir Færeyingum sjálfum komið að ákveða hvert sam- bandið við Danmörku yrði. Viðræð- um við fulltrúa Færeyinga yrði haldið áfram, svo og við nefnd þá sem grænlenska heimastjórnin hef- ur skipað til að vinna að auknu sjálf- stæði frá Danmörku. Evrópuyfirlýsingar í grýttan jarðveg í Evrópumálum ítrekaði Nyrup Rasmussen orð sín á kosningakvöld um nauðsyn þess að ræða stöðu Danmerkur í Evrópu í ljósi þess að Danir hefðu hafnað aðild að evrunni. Mun ríkisstjórnin kalla flokkana á þingi til viðræðna afstöðu þeirra til þátttöku Dana þegar í næstu viku. Óhætt er að segja að þessar yfír- lýsingar forsætisráðherrans hafí fallið i grýttan jarðveg hjá Holger K. Nielsen, leiðtoga sósíalíska vinstriflokksins, og Piu Kjærsgaard, leiðtoga danska þjóðarflokksins, en þau fóru fyrir andstæðingum aðild- ar að evrunni í þjóðaratkvæða- greiðslunni. Bæði sögðu þau ljóst að stjómin hefði ekki nálgast andstæð- inga aðildar í ræðunni en Nielsen kvaðst þó enn reiðubúinn að eiga samvinnu í Evrópumálum. RÆÐUMENN á landsfundi breska íhaldsflokksins í Bourne- mouth í gær reyndu að höfða til kjósenda á miðjunni með því að mæla fyrir félagslegum umbótum, í bland við hefðbundin stefnumál íhaldsmanna. Michael Portillo, skuggaráð- herra Ihaldsflokksins í ríkisfjár- málum, hét því í aðalræðu dagsins að ef flokkurinn kæmist til valda eftir næstu kosningar yrðu skattar lækkaðir og sterlingspundinu hald- ið. En hann lagði einnig áherslu á að Ihaldsflokkurinn myndi standa vörð um velferðarkerfið og beita sér fyrir réttlæti í samfélaginu. Siðustu skoðanakannanir benda til þess að íhaldsflokkurinn eigi möguleika á að vinna sigur í næstu þingkosningum, en aðeins ef hann nær að höfða til hluta þeirra kjós- enda á miðjunni, sem kusu Verka- mannaflokkinn í síðustu kosning- um. Þó kjörtímabilið renni ekki út fyrr en árið 2002 er búist við að kosningar verði haldnar á næsta ári, jafnvel strax í maí. Ræðu Portillos var vel tekið af fulltrúum á flokksþinginu, en fund- armenn fögnuðu mest þegar hann lýsti andstöðu sinni við aðild Breta að myntbandalagi Evrópu. „I kosn- ingunum munum við taka afstöðu gegn evrunni. Við viljum halda pundinu," sagði Portillo. Ekki ríkir þó einhugur um Evrópumálin meðal íhaldsmanna. Kenneth Clarke, fyrrverandi fjár- málaráðherra, varaði Hague við því að hin harða afstaða gegn Evrópu- samrunanum myndi kosta íhalds- flokkinn fjölda atkvæða. „Það er kominn tími til að falla frá þeirri blekkingu að sameiginlegi gjald- miðillinn sé skref sem leiði óhjá- kvæmilega í átt að myndun eins Evrópuríkis," sagði Clarke. Búist við átökum á fundi Sambandsflokksins á N-Irlandi V eik staða Trimbles ógnar friðarsamningum STAÐA forsætisráðherra N-ír- lands, David Trimble, þykir veik um þessar mundir og á hann erfíða tíma framundan á landsfundi Sam- bandsflokks Ulster (UUP) sem fer fram á laugardaginn, ef marka má umfjöllun The Irish Times og The Daily Telegraph undanfarna daga. Trimble hefur átt undir högg að sækja síðan flokkur hans tapaði þingsæti til Lýðræðislega sam- bandsflokksins (DUP) í aukakosn- ingjim 23. september. Á það er bent á í The Irish Times í gær að í málefnaskrá fundarins sé gengið framhjá þeim málum sem skipa flokksmönnum Sambands- flokksins í andstæðar íylkingar, eins og áðurnefndar kosningar og löggæslumál, en talið er næsta víst að þessi mál muni eigi að síður vera til umfjöllunar. í sömu grein er einnig haft eftir, Peter Robinson, þingmanni Lýð- ræðislega sambandsflokksins (DUP), sem andvígur er friðar- samningnum á N-írlandi, að flokk- urinn muni lýsa yfir vantrausti á Trimble í byrjun næstu viku á n-írska þinginu. Ekki er talið að sú vantrauststillaga nái nægu fylgi en hún gæti enn frekar dregið úr styrk Trimble sem leiðtoga. Helsti andstæðingur Trimble innan Sambandsflokksins, þing- maðurinn Jeffrey Donaldson, hefur óskað eftir því að fulltrúaþing Sam- bandsflokksins verði kallað saman. Það velur formann flokksins en Donaldson hefur lýst yfir áhuga á formannsembættinu. Hann er and- vígur friðarsamningnum en margir hafa óttast að falli Trimble úr sessi sé friðarsamningurinn einnig í hættu. Þeirrar skoðunar var ónafn- greindur stuðningsmaður Trimble sem The Irish Times ræddi við í síðustu viku. Sá benti á að breyting- ar á lögreglusveitunum í Ulster væru ein helsta hindrun sátta í Sambandsflokknum og þær þyrfti jafnvel að endurskoða. Því eru Sinn Féin og Flokkur hófsamra kaþól- ikka (SDLP) ekki sammála og segja að án þeirra muni lýðveldissinnar ekki ganga í lögregluna sem sé til- gangur breytinganna en lögreglu- sveitirnar börðust við IRA, írska lýðveldisherinn, í 30 ár. Veik staða sjálfsköpuð? Sumir stjórnmálamenn, bæði úr röðum kaþólikka og mótmælenda, vilja halda fram að veik staða Trimble sé algerlega sjálfsköpuð. Hann hafi ekki kynnt nægilega vel þær hliðar friðarsamningsins sem komi sambandssinnum til góða, og því séu þeir jafnklofnir og raun ber vitni. Trimble, sem sjálfur skýrði ósigurinn í kosningunum á dögun- um með því að kjósendur væru að mótmæla áformum bresku stjórn- arinnar um breytingar á Konung- legu lögreglusveitunum í Ulster, RUC, hélt uppteknum hætti í grein í The Telegraph í gær. Þar gagn- rýnir hann breytingarnar auk þess sem hann segir að IRA dragi lapp- irnar í afvopnun sem kveðið er á um í friðarsamningnum. Talsmaður Gerry Adams, leið- toga Sinn Féin, sagði í The Irish Times í gær, að IRA myndi standa við gerða samninga um afvopnun. Hann hafnaði því sem haft var eftir ónafngreindum heimildamönnum innan IRA í The Daily Telegraph að eftirlitsmönnum yrði meinaður að- gangur að vopnabúrum IRA. Tals- maðurinn hafði eftir Gerry Adams að hann hefði lýst yfir fullu trausti á IRA. Ráðherra N-írlands-mála, Peter Mandelson, sagði í The Irish Times í gær að hann treysi IRA til að standa við gerða samninga. Trimble gagnrýnir hins vegar í grein sinni bresk stjórnvöld fyrir undanlátssemi í garð IRA en í síð- ustu viku felldu þau niður framsals- heimildir á 21 liðsmanni IRA. Flug frá Akureyri eða Reykjavík og bíll á aðeins kr. 11.780.- Flug frá Egilsstöðum eða Reykjavík og bíll á aðeins kr. 13.080,- Lágmarksdvöl ein nótt Verð miðað við 2 í bíl/einn dag ru/oújmíBMas JUtir MnrSmmé Sími 570 30 30 ASTMAÍfi OndunarmæMingar á staðnum Sérfræðingar veita upplýsingar um astma og notkun allra helstu astmalyfja I dag Lyfju Setbergi frá kl. 13-18. Kjörið tækifæri til að fræðast betur um astma, astmalyf og rétta notkun lyfjaformanna. GlaxoWellcome dh LYFJ A Sww - Lyf á ■Agmartcsverðl Lyfja Staðarbergi 2-4, sími 555 2306
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.