Morgunblaðið - 04.10.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 04.10.2000, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMl 6691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: R11ETJ@MBL.1S, AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. ( Olíuverðshækkanir komu viðskipta- ráðherra á óvart _ Oskar eftir rannsókn Samkeppn- isstofnunar VALGERÐUR Sverrisdóttir við- skiptaráðherra hefur farið fram á það við Samkeppnisstofnun að hún fari yfir og rannsaki forsendur olíu- félaganna fyrir síðustu hækkun á bensíni og olíum. Valgerður sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa átt fund í gær með forstjóra Samkeppn- isstofnunar í tilefni síðustu verð- »lfhækkana olíufélaganna. Aðspurð sagði Valgerður að hækkanirnar nú hefðu komið sér á óvart. „Það er orðið ansi erfitt að búa við þetta. Auðvitað á það ekki bara við um ísland en þetta er eitt af þeim málum sem við viljum átta okkur betur á,“ sagði Valgerður. Hún sagði að innkaupsverð og álögur ríkisins skýrðu ekki nægjan- lega vel útsöluverðið, í samanburði við aðrar þjóðir. Því væri full ástæða til að líta á málin nánar. „Mér skilst að þetta sé ekki flókið, ‘verðlagningin er gegnsæ og fáir þættir sem mynda verðið. Ég vonast því til að þessi athugun Samkeppnis- stofnunar taki ekki langan tíma.“ ■ Dýrari olía/4 Morgunblaðið/Kristinn Forsætisráðherra ræddi hugsanlega aðild Islands að ESB í stefnuræðu Framlag í sjóði ESB yrði með því hæsta sem þekktist DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra gerði hugsanlega aðild íslands að Evrópusambandinu að umtalsefni í stefnuræðu sinni á Alþingi í gær- kvöldi. Hann vakti athygli á því að samkvæmt skýrslu sem Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra lét gera á síðasta þingi, um kosti og galla þess að ísland gerðist aðili að ESB, væri talið líklegt að framlag Islands í beinhörðum peningum til sjóða ESB gæti orðið rúmlega átta milljarðar króna á ári, og það hefði verið varlega áætlað. A hinn bóginn væri bent á það í skýrslunni að óvíst væri hve mikið kæmi til baka. Davíð sagði víst að framlag ís- lands á mann til sjóða ESB yrði hátt, gengju íslendingar í sam- bandið, raunar með því hæsta sem gerðist innan ESB vegna hlutfalls- lega mjög hárra þjóðartekna hér á landi. „Jafnvíst væri að íslendingar myndu greiða mun meira til sjóða sambandsins en þeir fengju til baka. Þá er öruggt, að eftir stækk- un ESB myndi framlag Islands stórhækka og endurgreiðslur lækka vegna mun hærri þjóðar- tekna á mann á íslandi en í nýjum aðildarríkjum.“ Forsætisráðherra minnti enn- fremur á að ekki væri líklegt að ís- lendingar fengju varanlegar undan- þágur frá stefnu ESB í sjávar- útvegsmálum. Ekkert benti heldur til að sjávarútvegsstefna ESB væri líkleg til að haggast í neinum aðal- atriðum. Viðskiptahallinn minni ögn en menn hafa viljað vera láta Forsætisráðherra fór einnig yfir stöðuna í efnahagsmálum í ræðu sinni í gær. Sagði hann góðan af- gang af ríkissjóði, þriðja árið í röð, hluta af jákvæðri þróun sem væri til marks um að þjóðarbúskapurinn væri öflugri en nokkru sinni fyrr í sögu íslensku þjóðarinnar. Mikill viðskiptahalli hefði verið eina nei- kvæða táknið í íslenskum efnahags- Haustlegt í höfuð- borginni ÞAÐ ER haustlegt í Reykjavík um þessar mundir og farið að fréttast af snjókomu á fjöllum. Regnhlífar geta veitt góða vörn í votviðrinu, en verða hins vegar næsta haldlitlar þegar blæs. málum upp á síðkastið og hann væri sannarlega áhyggjuefni. Viðskipta- hallinn væri þó sennilega minni ógn en menn hefðu viljað vera láta auk þess sem nú væri væntanlega kom- ið yfir stærsta kúfinn þar. ■ Þjóðarbúskapurinn/32-33 Ný skýrsla um loftslagsbreytingar Dregið gæti úr áhrifum Golfstraums við landið SAMKVÆMT skýrslu vís- indanefndar um loftslags- breytingar á íslandi, sem um- hverfisráðherra kynnti í gær, gæti dregið úr áhrifum Golf- straumsins hér við land á næstu áratugum. Sökum óvissuþátta í hegðan haf- strauma heimshafanna gæti hlýnun hér við land orðið veruleg og hraðari en þekkst hefur á síðustu öldum. Jöklar á norðurhveli munu hverfa smám saman Með hlýrra veðurfari munu jöklar á norðurhveli jarðar hverfa smátt og smátt, úr- koma aukast, sjávarborð hækka, sjórinn hlýna samfara aukinni vatnsgengd og rennsli vatnsfalla aukast verulega, sem gæti haft já- kvæð áhrif á vatnsbúskapinn. Siv Friðleifsdóttir umhverf- isráðherra telur skýrsluna af- ar mikilvægt innlegg í um- ræðuna um loftslagsbreyt- ingar hér á landi en minnir á ýmsa óvissuþætti sem fram koma í skýrslunni, sem unnin var af átta vísindamönnum og byggð að hluta á rannsóknum alþjóðlegrar nefndar. ■ Hlýnun/6 Gefur áfram kost á sér sem forseti ASI GRÉTAR Þorsteinsson, forseti Al- þýðusambands Islands, hefur ákveð- ið að gefa áfram kost á sér sem for- seti sambandsins á þingi ASÍ sem haldið verður dagana 13.-16. nóvem- ber næstkomandi. Töluverð umræða hefur farið fram innan verkalýðshreyfingarinn- ar að undanfömu um hugsanlegar breytingar á forystu Alþýðu- sambandsins og hafa núverandi forseti og varaforsetar sætt gagn- rýni fyrir að vera ekki nógu áber- andi og kraftmiklir í starfi. Skv. heimildum blaðsins hefur verið þrýst á Ara Skúlason, framkvæmda- stjóra ASI, að gefa kost á sér sem forseti. Umdeildur í hreyfingunni „Ég hef að undanförnu rætt við ýmsa í hreyfingunni," sagði Grétar í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég hef meðal annars orðið þess áskynja að ég er umdeildur og átti svo sem aldrei von á öðru. Mín nið- Grétar urstaða er hins Þorsteinsson vegar sú að ég mun gefa kost á mér. Það er mín ákvörðun,“ sagði hann. Grétar sagðist jafnframt hafa talið óskynsamlegt að draga lengur að taka ákvörðun um hvort hann gæfi kost á sér til áframhaldandi starfa sem forseti ASÍ. Aðspurður sagðist Grétar ekki geta svarað því hvort hann mætti eiga von á mótframboði á þinginu en hann myndi mæta því ef slík staða kæmi upp. Tillögur um breytingar á skipulagi Alþýðusambandsins verða meginmál ASI-þingsins og sagðist Grétar ætla að fylgja því máli fram. „Ég hef litið á það sem meginviðfangsefnið frá því ég var kjörinn og hef reynt að haga mér í samræmi við það. Það hefur auðvitað gengið á ýmsu og stundum verið heldur ófriðlegt en hins vegar tel ég að við séum núna komin með á höndina tillögur sem þokkaleg sátt er um. Það er auðvitað mörgum að þakka en ég tel mig eiga þar einhverja hlutdeild. Ég vona að þingið staðfesti þessar tillögur í öll- um aðalatriðum og tel að Alþýðu- sambandið verði þá miklu betur fært um að takast á við umhverfið en það hefur verið til langs tíma litið,“ sagði Grétar Þorsteinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.