Morgunblaðið - 04.10.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.10.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2000 47 ELIN ÓLAFSDÓTTIR + Elín Ólafsdóttir fæddist á Bursta- felli í Vopnafirði 3. janúar 1916. Hún lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 12. septem- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Garða- kirkju 22. septem- ber. Hver var hún, Elín Ólafsdóttir þama í Naustahlein 5 í Garða- bæ? Það var hún Ella Ólafs úr Kaupfélaginu á Vopnafirði. Það eru sannarlega góðar minningar sem við Þórir eigum úr Naustahlein- inni hjá elsku Ellu og Tryggva. Einu sinni sem oftar þegar við komum til hennar eftir að hún var orðin ein, sagði hún: Frændfólk á alltaf að reyna að hittast sem oftast. Enda oft hægt að hitta hana því hún var eigin- lega alltaf heima. Heimilið hennar var einstaklega hlýlegt, og vitnaði um góðan smekk, enda valdi hún einfald- leika og góða hönnun fram yfir prjál ög punt. Hún átti alltaf eitthvað gott áð bjóða gestum, það $r eldá svo Jangt ■ síðan hún hætti að baka þennan fína gerbakstur og kleiriur. AUt sém húri bjó til er það besta sem maður getur hugsað sér. Húri var alltáf með handavinnu. Síðast var hún farin að •prjóna mikið af íallegum sokkum á barnabömin og flott voru teppin með smekklega röðuðum litunum, sem hún prjónaði íyrir dætumar og öll bamabömin og fleiri. Heimili okkar prýða bæði dúllur og dúkur, einn af mörgum sem hún pijónaði svo lista- vel. Það væri margt fleira hægt að segja, bæði frá því þegar þau voru á Akureyri og Homafirði. Tvisvar gist- um við þjá þeim á Homafirði og þið, sem þekkið til, getið ímyndað ykkur að móttökumar voru yndislegar. Einn dagur líður mór seint úr minni, þá man ég fyrst eftir Ellu. Við mamma komum sunnan úr Reykjavík með skipi árið 1931 seint að vori og gistum í læknishúsinu hjá þeim góðu hjónum frú Aagot og Ama lækni, höfðum verið þar áður og þar átti ég alltaf athvarf. Þá kom Methúsalem á Bustarfelli með þijá hesta til reiðar og við áttum að koma með honum, mamma ætlaði að vera ráðskona á Bustarfelli. Þá kom Ella Ólafs með og ætlaði að vera selskapsdama fyrir okkur ems og einhver sagði. Hún sat svo á ein- um hestinum, mamma á öðmm og bóndinn á þeim þriðja og reiddi mig á hnakknef- inu fýrir framan sig. Hann varð svo ári síðar stjúpi minn. Eg man vel eftir Ellu þessa daga á Bustarfelli, það var indælt að hafa hana þegar hún var að kynna mér þennan stóra bæ og umhverfið og létta svolítið tilveruna. Ég saknaði hennar þegar hún fór eftir nokkra daga. Það er eins núna, nú söknum við Ellu þótt þetta sé besta lausnin þegar hefisan er farin, þá er best að fá að fara, eins og.hún sagði sjálf, úr em- hveiju verður maður að fara. Þegar við komum til hénnar á spítalann rúmri viku áður en hún dó hafði hún meira gaman af að tala um burt- kvadda gamla Vópnfirðinga og mundi allt svo vel frá þeim tíma, en að tala um hvemig henni liði. Guð geymi hana. Við Þórir þökkum fyrir liðnar stundir og sendum fjölskyldunni inm- legar samúðarkveðjur. Amfríður Snorradóttir. Mig langar að minnast hennar El- ínar ðlafsdóttur, frænku minnar, eða hennar Ellu Ólafs, ems og við frænd- fólk hennar og gamlir kunningjar nefndum hana. Elm fæddist að Bust- arfelli í Vopnafirði 3. janúar 1916. Hún var elst af fimm dætrum hjón- anna Ásrúnar Jörgensdóttur frá Krossavik og Ólafs Methúsalemsson- ar á Bustarfelli en þau hófu búskap á Bustarfelli 19Í4 á móti þrem systkm- um Ólafs og foður þeirra. 1922 flutti fjölskyldan út í Vopnafjarðarkauptún, þegar Ólafur varð kaupfélagsstjóri KVV. Þar bjó fjölskyldan í hmu stóra húsi kaupfélagsins. Þar mun oft hafa verið glatt á hjalla, heimilið stórt og uppvaxandi fimm heimasætur. Föður mínum voru þessar systur mjög kær- ar og hefur honum efalaust fundist dauflegt þegar fjölskyldan flutti frá Bustarfelli. En þær eldri voru stund- um í sveitinni tíma og tíma og lífguðu upp á lífið. 1938 flutti fjölskyldan til Akureyrar en Ólafur hafði keypt hús- ið Brekkugötu 25. Þá voru elstu syst- umar búnar að vera í skóla á Akur- eyri og komnar þar í vinnu. 1939 giftist Elín Tryggva Jónssyni, vél- stjóra frá Ystabæ í Hrísey. Þau bjuggu fyrst í risíbúðinni í Brekku- götu 25 en eftir lát Ólafs á miðhæð- inni. Elín og Tryggvi eignuðust fjórar dætur: Ásrúnu, Hallfríði, Margréti og Þóru. I óljósum bemskuminningum man ég Ellu sem eina af kaupfélagssystr- unum þegar fjölskyldan kom á hest- um í sumarheimsóknum. En fyrsta al- vöm minningin er ft’á sumrinu 1943, þegar Tryggvi kom með konu sinni, tvær mágkonur, tengdaforeldra og föður minn á bíl heim í hlað. Næstu daga var glatt á hjalla á Bustarfelli, sungið og spjallað og systumar gripu rösklega í hrífur. Eftir þetta komu Ella og Tryggvi i nokkur sumur ásamt vinafólki sínu í laxveiði' á Bust- arfelli. Þegar síldarverksmiðja var byggð á Vopnafirði var Tryggví þar aðalnjaður í að koma henni upp og starfaði þai- síðan sém vólstjóri.. Það var alltaf mikil vinátta milli -Ellu og Tryggva og foreldra minna og eftir að við Einar Gunnlaugsson tókum við búskap var oft gott að eiga Tryggva að, og reyndist hann okkur öllum vel. Á þessum tíma leigðu þau hjónin í húsi Valgerðar frænku ókkar og Sveins manns hennar á Vopnafirði og var Ella þar mikið á sumrin og kom þá oft í sveitina. Seinna fluttu þau á Höfri í Homafirði, þar sem Tryggvi var þá verksmiðjustjóri. Ég var svo lánsöm að fá tækifæri til að heim- sækja þau þar, með Fríðu systur minni og Þóri frænda og Oddnýju, systur Ellu. Við féngum kónunglegar móttökur, þarna áttu þau fallegt heimili með fallegum garði og litlu gróðurhúsi fullu af rósum og naut Ella þess að sinna blómunum. Méðan þau vom á Homafirði komu þau flest HALLDOR EYJÓLFSSON + Halldór Eyjólfs- son fæddist í Reykjavík 9. mars 1 1924. Hann lést á heimili sínu 21. sept- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaða- kirkju 29. septem- ber. Elsku bróðir og mág- ur. Okkur langar til að kveðja þig með örfáum orðum. Við áttum ekki von á því að þú myndir hverfa okkur svona fljótt. Okkur finnst við skilin eftir sem höfuðlaus her, því að það varst þú sem hringdir og fylgdist með öll- um, vildir vita hvemig fólkið hefði það og hvort. ekki væri allt í lagi,. riú eða bara til að vita hvort'ekki ættí að skreppa eitthvað 6g gerá sér glaðan 'iag- ðfáar skemmtilégar stundir áttum' við á Lækjarbakka, fallega suiriar- húsinu ykkar Dagbjartar þar sem boðið var uþp á góðán mat.og mikinn siing, því að alltaf þegar komið vár. samán vajr surígið pg> leikið af fingr- umfrati}. . ; Þorrablótin • vora sér kapituli fyrstu árin, þú stjómaðir því hvar og hvériær þau áttú að verá og þetta skapaði oft og tíðum mikla kátínu hjá: okkur. Nú er yngra fólkið tékið við að skipuleggjaþau. Krakkarnir okkar spyrja nú, hvemig verður næsta þorrablót án Dóra frænda, það verður skrýtið. Oft hóaðir þú systkinunum saman til að fara í ferðalög á hina ýmsu staði. Ef farið var á há- leridið þékktir þú öll fjöll, ár og vötn betur en nokkur annar og þú miðlaðir þvi til okkar. Sumir sögðu að hann Dóri frá Rauðalæk rat- aði betúr Um hálendið en götur höfuðborgai’- innar. Ékki má gleyma fyrsta ættarmótinu sem þú áttir frumkvæði að þó að yngra fólkið tæki að sér að sjá um og hvað þær skemmtu sér vel móðursystumar, Ogga, Stína Villa og Ása við harmon- ikkuspil og söng. Já, það er margt sem kemur upp í hugann, en við geymum minningam- ar um góðari bróður og élskulegán mág og þykjumst vitaáð hann sé far- inn að karina hálendi himnaríkis, til þess;að vera’tilbúinh að sýna okkur þáð seinhá méir. Eai;áu ífriði, elsku póri. Örh, Viktoría og Qölskylda. HaiifStferðirnar með I)óra um há- lendi íslands voru orðnar fastur puriktur í tijverunrii. Á vinnustafð Dagþjartar og Gerðár konunnar mirinar var hóþur sem fór i þessar ferðir með DÖra á hverju haustí frá árinu 1996. Dóri sá um að skipu- leggja þessar ferðir og ávallt ríkti mikil spenna að fá að vita hvert yrði nú farið næsta haust. Ferðimar í Jökulgilskvísl, Jökulheima, Hrafn- tinnusker og á virkjanasvæðin vora allar ógleymanlegai’. Dóri þekkti öll kennileiti á þeim svæðúrn sem við fóram um. Hálendið var hans heim- m\ Eitt er víst að utanlandsferðir freistuðu Dóra ekki. Hann sagði við mig að hann hefði ekki áhuga á því að bíða í flughöfnum erlendis. Dóri hafði brennandi áhuga á að rannsaka gamlar göriguleiðir og í blaðagrein- um setti hann fram tillögur um vega- lagningu yfir hálendið. Hann gagn- rýndi þá tæknimenn sem ekki vora tilbúnir að taka tíllit til upplýsinga frá eldri mönnum sem þekktu vel til stáðhátta. Gaman var að spjalla við Dóra uni þjóðmál, þó að við væram ekki alltaf á sömu skoðun. í lok hverrar ferðar var alltaf farið í sum- arbústað Dóra og Dágbjartar og grillað, spjallað og sungið. Sérstakur hátíðarblær var alltaf yfir þeirri stundu þegar Dóri hóf að segja okkur sögu sem tengdist veggteppi sem hangir upp á vegg í sumarbústaðn- um. Mér fannst eins og Dóri færi allt- af í annan heim þegar hann hóf að segja okkur söguna sem tengdist veggteppinu. Það rifjaðist greinilega ýmislegt upp úr æsku hans. Dóri hafði unun af að; hlústa á 'íslensk songlög. Á þessum kyöldum var mik- ið surigið, í eittpkiptið,þegaryiðýoi>- um orðnir nóikkúð héitir var þjöð- söngiirinn surígjrm.af mikillj iníiljfún. Síðastliðinn’vétur sencli Ðóri til:nrín kort, þar sem hann var búinn áð mérkja- inn þá leið sem skyldi farin méð hópinri á þessu líausti, sem sýndi áð það vár engaiy bilbug á honurii að finna. Það erú mikil forréttindi ai hafa fengið að rijétá þessa að_fér<5asi um hálendið með jafn fróðum manni og Dóra. Dóri, ég þakka innilegafýr- ir þær skemmtilegu stundir sem við áttum saman. Það var ekki annað hægt en að komast í gott skap við það að vera í návist þinni. Dagbjört, ég votta þér mína dýpstu samúð, ég veit að söknuður þinn er mikill. Sigurður Guðjónsson. sumur í Bustarfell. Alltaf var sama hugulsemin, það vora víst orðnir fjór- ir ættliðir sem búið var að færa glaðn- ingu. Meðan Tryggvi glímdi við laxinn í Hofsá var Ella heima og sagði hún mér þá margt sem hún mundi og gaf rifjað upp en ég hafði ekki heyrt. Ég man hana aldrei öðravísi en glaða og hressa og þannig er gott að minnast hennar. Seinna fluttu þau hjón suður í Garðabæ að Naustahlein 5. Þangað kom ég til Ellu fyrir tveimur áram með Fríðu og Þóri, þá var Tryggvi lát- inn. Heimilið þeirra þar var fallegt eins og annarsstaðar og Ella var hress og enn svo minnug og gaman var að heyra þau Þóri rifja upp ýmis- legt gamalt frá Vopnafirði. í júní fyrir þremur áram var haldið niðjamót í Vopnafirði. Vora þar samankomnir afkomendur gömlu Bustarfells-systk- inanna, bama Elínar Ólafsdóttur og Methúsalems Einarssonar á Bustar- felli. Þá komu austur fjórar dætur Ól- afs og Ásrúnar, þær Elín, Margrét, Oddný og Ingibjörg, en Guðrún var þá látin. I samkomutjaldinu á Bustar- felli var mikið sungið á föstudags- kvöldið og léku þær Olafsdætur á „als oddi“ og létu sitt ekki eftir liggja í söngnum, ég á myndir sem sanna það. Ella var mikil hannyrðakona, prjónaði og saumaði allt á dætumar meðan þær vora að alast upp. Seinna fór hún að prjóna dúka, bæði stóra og litla. Seinustu árin pijónaði hún tígla, sem hún saumaði saman í falleg teppi. I síðustu ferðinni í Bustarfell gaf hún Björgu dóttur minni, núverandi hús- freyju á Bustarfelli, fallegt teppi og sagði henni að „breiða það ofan á Braga bóndasinn þegar hann væri að hvíla sig“. Ég þakka Ellu frænku minni fyrir allt og sendi dætram hennar og fjölskyldum þeirra samúð- arkveðjur, einnig systram hennar, þeim Möggu, Önnu og Ingu. Elín Methúsalemsdóttir. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA SIGURLAUG VALDIMARSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Blöriduósskirkju laugarr daginn 7. október kl. 14.00. Jóhann Baldur Jónsson, Kristín Jónsdóttir, Örn Sigurbergsson, Kristinn Snævar Jónsson, Jóna Björg Sætrán, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og bróður, HAFLIÐA SIGURÐSSONAR, Laugavegi 1, Siglufirði. Jóhanna Vernharðsdóttir, Fanney Hafliðadóttir, Sturlaugur Kristjánsson, Vernharður Hafliðason, Hulda Kobbelt, Hafliði Jóhann Hafliðason, Helga Magnea Harðardóttir, barnabörn, barnabarnabörn og systkini hins látna. Innilegar þakkir til átlra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, ELÍNAR ÓLAFSDÓTTUR frá Burstafelli í Vopnafirði, Naustahlein 5, Garðabæ. Ásrún Tryggvadóttir, Hallfríður Tryggvadóttir, Margrét Tryggvadóttir, Þóra Tryggvadóttir og aðrir aðstandendur. t Innilegustu þakkir færum við öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð, vináttu' og hlýhug vegria andláts og útfarar ástkærrar dóttur okk- ar, móður og systur, SIGRÚNAR ARNARDÓTTUR, Æsufelli 2, Reykjavík. Sérstákár þakkir til'.séfa Guðjaugar Helgu Ásgeirsdóttur', Þorsteins S. Stefánssonar, yfirlæknis, syo og annars starfsfólks gjörgæsiudeildar . Landspítalans við Hringbraut. í okkar augum er þetta fólk alveg einstakt. . Guð blessi ykkur ölL Skúli Guðmundsson, Björg Guðnadóttir, Lilja Björg Sigurjónsdóttir, Elvar Skúli Sígurjónsson, Ingibjörg Karen Sigurjónsdóttir, Daníel Aron Sigurjónsson, Alexandra Mist Birgisdóttir, Álfheiður Arnardóttir, Stefán Þór Bjarnason, Guðni Þór Skúlason, Sigurbjörg Ámundadóttir, Ragnheiður Linda Skúladóttir. j | ú i) ■ I I fij ff
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.