Morgunblaðið - 04.10.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.10.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ________________________________________________MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2000 37 UMRÆÐAN ' Af hverju sam- ræmd próf á yngri stig’um? ÞAÐ hefur hvflt á mér í allt sumar að skrifa þessar línur og sennilega er betra að þær birtist nú þegar hugur er í mönnum en sl. vor þegar allir voru þreyttir eftir veturinn. Það voru skjólstæðing- ar mínir sem hvöttu mig til að skrifa. Eg leyfði nemendum mínum að spreyta sig á samræmdu prófi í ís- lensku og stærðfræði sl. vor, en þau voru þá í 3. bekk. Mér blöskraði svo tímalengd prófanna, þrír tímar á hvert próf, að ég varð að tjá mig um málið. Ég get ómögulega skilið afhveiju sam- ræmdu prófin sem ætluð eru 4. bekk þurfa að taka svo langan tíma. Prófin skiptast í þrjá þætti og þau fá frímín- útur inn á milli en úthaldið er samt löngu búið hjá sumum nemendum, vitandi að þau eru enn í prófi. Mér fannst oft verið að endurtaka atriði, með örlítið breyttum áherslum, og því verið í raun að prófa úthald en ekki getu í öllum tilvikum. Ég hef sjaldan átt eins erfitt og þegar slakir nemendur voru með grátstafmn í kverkunum yfir því að geta ekki klár- að prófin haldandi að þá væru þeir sennilega vitlausir. Ég hef einnig kennt fyrir sam- ræmd próf í 10. bekk og eiga þar margir erfitt með að klára prófin og finnst þrír tímar langur próftími, ekki það að það er það sem bíður þeirra þegar fram í sækir og vorkenni ég þeim sama og ekkert. En í þeim ár- gangi þjást samt margir af streitu og eru undir miklu andlegu álagi tengdu þessum prófum, jafnvel allan vetur- inn. í nágrannalandi okkar, Noregi, eru engin samræmd próf hjá yngsta stigi og miðstigi og það svona hvarflaði að mér hverjum þessi próf gögnuðust. Það er að segja einkunnir yngstu nemendanna, þar sem skólamir meta stöðu nemenda jafnt og þétt og eiga aðgang að sérfræðing- um sem meta nemend- ur sem eiga við örðug- leika að stríða. Reyndar mætti sá stuðningur víða vera miklu meiri en oftar en ekki fá skólam- ir þá þau svör að það kosti of mikið. Ég kenndi í Noregi vetur- inn 1997-1998 og tóku þá Norðmenn í gagnið nýja aðalnámskrá ári á undan okkur. Þar var lögð rík áhersla á „proj- ect“-vinnu eða nokkm’s konar þemavinnu/hópa- vinnu meðal nemenda á öllum stigum, þverfag- leg vinna milli námsgi’eina. Enda er það góður undirbúningur fyrir nám almennt, ekki síst á háskólastigi. Hér á landi er svo mikil ofuráhersla á samræmd próf, sérstaklega í 10. bekk, að lítið annað kemst að sum- Nám Ég skora á mennta- málaráðuneytið, segir Alda Baldursdóttir, að endurskoða þessi próf og sér í lagi tíma- lengd þeirra. staðar, geta einstaklingsins í fyrir- rúmi. Ég held að það sé ekki góð til- finning að vera 8-9 ára og fara í tvö löng þriggja tíma próf sem vaxa þér í augum og vinnuhraði, þroski og kannski dyslexía/lestrarörðugleikar hamla því að þú Ijúkir prófinu. Af hverju að vera að brjóta þau niður svona snemma? Gefa þeim sem eru slök stimpilinn „ómöguleg". Þau sem eru „dugleg" á prófum halda oftast nær áfram að vera það þegar fram í sækir en hin slöku í 4. bekk geta verið lengi að vinna sig út úr þeim tilfinn- Alda Baldursdóttir Hverjir eru hættulegastir? hjóls sem gætir ekki að umferðarmerkingum eða ijósum. Það getur verið gangandi vegfar- andi sem gengur í veg fyrir ökutæki án þess að gæta að sér. Það get- ur verið ökumaður vélknúins ökutækis sem þekkir ekki sín eig- in takmörk eða ökutæk- isins, t.d. með ofsa- akstri. En engum manni ætla ég það að valda slysi viljandi. Nú stendur yfir um- Flest slys verða vegna Jóhann Guðni ferðarvika í Hafnarfirði þess að eitt andartak Reynisson þar sem grunnskólan- emendur eru sérstak- lega virkjaðir til þess að benda á helstu hættur í umferðinni. Þessari viku er meðal annars ætlað að vekja okkur öll til meðvitundar um okkar eigin ábyrgð og benda á þá staði og þær aðstæður sem ætla má að séu hættulegastar. Sem vegfarendur verðum við ávallt að vera meðvituð um að aðra vegfarendur skorti einbeitingu sem á sekúndubroti getur valdið hrikaleg- um harmleik. Hvert og eitt okkar verður að spyrja sig: Er ég þannig? Iíöfundur er upplýsinf'usíjörí hjá Hnfnarfjarðnrbæ en hefur áður starfað sem lögreglumaður. Umferðarvika Flest slys verða vegna þess, segir Jóhann Guðni Reynisson, að eitt andartak missir ein- hver einbeitingima eða sýnir af sér gáleysi. missir einhver einbeitinguna eða sýnir af sér gáleysi. Það getur verið ökumaður bifreiðar, bifhjóls eða reið- VARLA hefur nokk- urn tímann fyrr verið eins rík ástæða til þess að vekja vegfarendur til aukinnar vitundar um umferðaröryggi eft- ir mörg hræðileg um- ferðarslys á þessu ári. Rétt er þó að ræða sér- staklega um það megin- atriði að ábyrgðin er fyrst og fremst okkar sjálfra sem eigum leið umstrætiogtorg. Fæst slys eru bílum eða götum að kenna. ingum sem fylgja í kjölfarið á þessum prófum. Ég minnist þess að einn kennari í Kennaraháskólanúm á sín- um tíma nefndi hátt hlutfall sjálfs- morða hjá ungum krökkum í Japan. Tengdust þau of miklum kröfum í skólakerfinu. Ég man að mér fannst það skelfileg tilhugsun. Er það nauðsynlegt að dæma nem- endur svona ung? Viljum við þróa hjá okkur skólakerfi sem veldur andlegri vanlíðan hjá mörgum svo ungum nemendum? Eins og ég sagði þá spjara þessi duglegu sig og ég er ekki að segja að þau eigi ekki að fá umbun, þau taka próf í skólunum sem gefa tækifæri á því og umbun er hægt að veita með ýmsum hætti án þess að gera lítið úr öðrum. Það er nú einu sinni svo að við erum ekki öll steypt í sama mótið. Mörg sem eru sein í byijun eiga eftir að rétta úr kútnum, „late bloomers", fara hægt af stað, önnur sem eiga við lestrarörðugleika að stríða eiga skilið að allur texti sé lesinn fyrir þau og hjálpað við skriftir án þess að fá sérstakar undanþágur, en það fá þær víst ekki allir nema mikið sé að, og hvaða skilaboð er þá verið að gefa? Ef þú ert ekki „full- korninn" þá... Ég spyr aftur, fyrir hvern eru prófin? Ef menntamálaráðuneytið telur nauðsynlegt að kanna stöðu skólanna sem slflcra, kennsluhætti og því um lflct má örugglega finna leið til þess. Og ef sú leið yrði valin að prófa á yngstu stigunum þá ættu allir sér- fræðingar um þroska á þessu ald- ursstigi að vita að úthald í sömu námsgrein í þrjá klukkutíma í senn er fullmikið. Þau vita að um próf er að ræða og þau vilja auðvitað öll standa sig, nema hvað. Öll vilja þau gera sitt besta svona ung. Klukkutími, mesta lagi einn og hálfur, er alveg nóg til að kanna stöðu nemenda. Ef prófasemj- endur telja sig ekki ráða við það þá er bara að finna aðra. Ég man ekki bet- ur en að manni væri kennt í Kennara- háskólanum að forðast endurtekn- ingar í prófum, annaðhvort kunna þau eða ekki. Svo er líka til í dæminu að þessi próf verði bara eins konar skoðanakönnun fyrir menntamálayf- irvöld og þau myndu bera saman bækur sínar. Jafnvel ekki nauðsyn- legt að skólamir fái niðurstöður úr einstökum prófum heldur bara um- sagnir. Ef það væri t.d. einn þáttur áberandi slakur hjá öllum nemendum skólans væri hægt að bæta úr því. Norðmenn byrja ekki að skrá ein- kunnir nemenda sinna formlega fyrr en í unglingadeild. Það eru bara um- sagnir og kannanir yfir veturinn sem duga og þó eru þeir ekki á flæðiskeri staddir, með ríkari þjóðum heims. Ég skora á menntamálaráðuneytið að endurskoða þessi próf og sér í lagi tímalengd þeirra. Það mætti kannski nota aurana sem fara í þau í aukna sérfræðiþjónustu, sem alls staðar vantar, og stöðu námsráðgjafa í fleiri skólum, sem líka vantar. Leyfum bömunum okkar að vera bömum og leyfum þeim að njóta sín hverju og einu. Öll hafa þau sínar sterku hliðar og læra smám saman að vinna sjálf- stætt og í hópign. Ekki kæfa þau í bullandi samkeppni strax á yngsta stiginu. Höfundur er grunnskólakennari. Tetra-kerfí á Islandi ifr } EINS OG fram hef- ur komið í fréttum hefur Lína.Net átt í viðræðum við Stiklu um sameiningu fyrir- tækjanna Stiklu og Irju ehf., sem er dótt- urfélag Línu.Nets og starfrækir Tetra-kerfi skv. samningi við Rík- iskaup. Viðræðurnar hófust að frumkvæði Línu.Nets með það að markmiði að komast hjá því að byggð verði upp tvö Tetra-kerfi á landsvísu með tilheyr- Eiríkur andi kostnaði. Bragason Viðræðum hefur nú verið slitið af hálfu Stiklu og stað- hæfir félagið í frétt í Mbl. 3.10. 2000, að ástæða slitanna sé að Lín- a.Net hafi gefið rangar upplýsing- ar um stöðu Irju. Ohjákvæmilegt er að mótmæla þessum fullyrðing- um Stiklu sem röngum og er ekki annað að sjá en að hér sé um tylliá- stæðu að ræða af hálfu félagsins til þess að slíta viðræðum félaganna. Upplýsingar Línu.Nets um stöðu Irju m.t.t. uppbyggingar Tetra- kerfisins hafa á hverjum tíma verið réttar og aðgengilegar Stiklu. Lín- a.Net harmar þessa einhliða ákvörðun Stiklu og telur að eigend- ur Stiklu, Landsvirkjun, Lands- síminn og Tölvumyndir, hafi látið sér úr greipum ganga tækifæri til að gera rekstur Tetra-kerfis á ísl- andi þjóðhagslega hagkvæman og til að auka verulega öryggi í neyð- arfjarskiptum landsmanna. Oryggiskerfí í nágrannalöndum okkar hefur uppbygging Tetra-kerfa verið rek- in sem þjóðaröryggismál og mikil áhersla lögð á góða útbreiðslu, öfl- ug og örugg kerfi. Hér á landi var rekstur Tetra-kerfis boðinn út og var fyrirtækið þar lægstbjóðandi. I kjölfarið hefur Lína.Net nú byggt upp öflugt Tetra-kerfi á SV-horn- inu og er að vinna að frekari út- breiðslu kerfisins. Fyrirtækið Stikla, sem er í eigu Landsvirkjunar, Landssímans og Tölvumynda, hefur hins vegar sett upp sambærilegt kerfi þrátt fyrir að hafa beðið lægri hlut í útboði Ríkiskaupa en félagið bauð u.þ.b. helmingi hærra en Irja. Stikla hef- ur gert samninga við tvo aðila, Landsvirkjun og RARIK um að- gang að þessu kerfi. Þetta er í senn mjög í ósamræmi við öryggis- sjónarmið, þar sem á neyðartímum þessi tvö kerfi geta ekki haft sam- skipti hvort við annað. Þessi samn- ingar eru einnig í viðskiptalegu ljósi óvenjulegir, þar sem þjónusta þessara opinberu fyrirtækja var ekki boðin út og einnig þar sem Landsvirkjun samdi við dótturfyr- irtæki sitt á hærri ein- ingarverði en samið var um í útboði Ríkis- kaupa. Er full ástæða til að skoða þessi mál betur út frá sam- keppnissjónarmiðum. Tetra-kerfi Línu.Nets Tetra-kerfi Línu.- Nets hefur ótvíræða yfirburði yfir það kerfi sem Stikla notar og hefur sambærilegt mat átt sér stað í mörgum nágranna- löndum okkar. Nægir hér að nefna að BT í Englandi, sem sér um uppsetningu Tetra-öryggiskerfis yfir allt Eng- land, sem búið var að semja við b Fjarskipti Sameining Stiklu og Irju hefði, að mati Eiríks Bragasonar, að líkindum getað flýtt uppbyggingu heildræns öryggiskerfís fyrir allt landið. Nokia, ákvað síðan að skila því kerfi og samdi við Motorola í stað- inn. Hér er líklega komin ástæðan fyrir því að Nokia-kerfi Stiklu < fékkst afhent með óvenju stuttum fyrirvara. Verksmiðjur Motorola hafa hins vegar ekki haft undan við framleiðsluna, sem er ástæðan fyr- ir þeirri seinkun sem varð á upp- setningu búnaðarins hér á landi. Kerfi Motorola er framtíðar- fjarskiptakerfi sem stefnir að því að gera allan gagnaflutning á IP grunni mögulegan í framtíðinni og á þann hátt er hægt að byggja upp heildstæða lausn við IP-gagna- flutningsnet Línu.Nets. Sameining Stiklu og Irju hefði að líkindum getað flýtt uppbyggingu heildræns öryggiskerfis fyrir allt landið og þannig orðið til að auka mjög á ör- yggi við neyðaraðstæður. Lína.Net harmar að þau sjónarmið hafi ekki vegið þyngra hjá Stiklu en raun ber vitni. i { Höfundur er frumkvæmdnstjórí Línu.Nets hf. SúreÍHÍsvörur Karin Herzog Vila-A-Kombi bíööhsr Enn og aftur kemur Brother á óvart meö nýrri merkivél. Hún er skemmtilega nýtískuleg en samt er allt þetta gamla góöa enn til staðar aö viðbættum fjölda nýjunga. í>íslenskir stafir |>5 leturstærðir |>9 mismundandi leturútlit Í6, 9 og 12 mm prentboröar l>Prentar í tvær línur l> Prentboröar í mörgum litum Iþ Rammar, borðar og tákn Bafnort Umboðsmenn: Volti eht., Vatnagörðum 10. Raftækjav. Skúla Þórssonar, Álfaskeiði 31, Hafnarf., Bókabúö Keflavikur. Ral „ Umboösmenn: Volti ehf., Vatnagöröum 10. Raftækjav. SkCjla Þórssonar, Alfaskeiði 31, Hafnarf., Bókabúð Keflavlkur. Rafþjónusta 3 Sigurdórs, Akranesi. Straumur, lsafiröi. ískraft, Akureyri. Öryggi ehf., Húsavík. Geisli, Vestmannaeyjum. Árvirkinn hf„ Selfossi. ” * Meðan birgöir endast. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.