Morgunblaðið - 04.10.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.10.2000, Blaðsíða 26
26 MfF) V i K l; í) AC-! l; K' 4. < )KTO B B K '20W) LISTIR MöKGLiNBLAÐli) Einleikur um geðhvörf I Kaffíleikhúsinu frumsýnir Vala Þórsdóttir í kvöld frumsaminn einleik sinn, Háaloft. Hávar Sigurjónsson ræddi við Völu og 7 ‘ Agústu Skúladóttur leikstjóra. Morgunblaðið/Árni Sæberg „Eg vildi forðast að verkið yrði bara mín sýn og lýsing á minni reynslu. Þess vegna leitaði ég eftir að heyra um reynslu annarra," segir Vala Þórsdóttir. Hér er hún í hlutverki sínu í einleiknum. í VERKINU birtist ung kona, Kai’- ítas Ólafsdóttir, sem þjáðst hefur af geðhvarfasýki í mörg ár, og segir áhorfendum sögu sína með ýmsum aðferðum, Hún bregður á leik og sýn- ir okkur hvemig hún hefur fleygst á milli oflætis og þunglyndis, týnt sjálfri sér í lyfjaþoku og reynt að standa á eigin fótum þegar rofað hef- ur til. „Hugmyndin að þessu verki fædd- ist fyrir tveimur árum,“ segir Vala Þórsdóttir þegar hún sest niður eftir æfíngu ásamt blaðamanni og leik- stjóranum Ágústu Skúladóttur. „Ég fékk hvergi peninga til að vinna það á þeim tímá og lagði það á hilluna því efnið er þess eðlis að mér fannst ekki hægt að fara að taka viðtöl við fólk, leita upplýsinga um svo viðkvæmt mál sem geðsjúkdómur er, nema maður viti að þetta verði að veru- leika.“ Hugmynd Völu varð svo fyrir val- inu á leiklistarhátíð Sjálfstæðu leik- húsanna, Á mörkunum, og Kaffileik- húsið tók verkið upp á arma sína sem hluta af Einleikjaröð sinni, en Háa- loft er þriðja verkið í röðinni frá því í vor. Er þetta önnur frumsýningin á leiklistarhátíðinni Á mörkunum. Vala segir að eftir að hún hóf und- irbúning að sýningunni og leitaði til fólks í geðheilbrigðisgeiranum hafí sér hvarvetna verið tekið opnum örmum. )rAllir sem ég hef leitað til hafa sýnt þessu mikinn áhuga og vel- vilja og viþ'að hjálpa mér á alla lund. Landlæknisembættið, Geðhjálp og geðsvið LSP eru með samstarfs- verkefni sem heitir Geðrækt en það er átak í fræðslu um geðsjúkdóma. Ég er í samstarfi við það verkefni. Það verður sýnt á þeirra vegum á Geðveikum dögum, sem verða í Há- skólanum 22.-26. október. 10. októ- ber verður hátíðasýning hér í Kaffi- leikhúsinu á alþjóðlega geðheilbrigð- isdaginn." Persóna verksins, Karítas Ólafs- dóttir, er að sögn Völu samsett úr mörgum þáttum. „Ég talaði við Leifur heppni til Spánar BRÚÐULEIKRIT Helgu Arnalds, Leifur heppni, verður sýnt í menn- ingarborginni Santiago de Compostela á Spáni í dag og í E1 Ferrol á morgun og föstudag. Sýn- ingarnar eru á dagskrá Reylqavík- ur - menningarborgar Evrópu ár- ið 2000. Verkið var frumsýnt í Washingt- on í maí sl. í tilefni af opnun vík- ingasýningarinnar í Smithsonian- stofnuninni og einnig var það sýnt í Boston í sumar, hvort tveggja í tengslum við landafundahátíða- höldin vestanhafs. Tíu fingur, brúðuleikhús Helgu, setur leikrit.ið upp, höfundur Ieik- myndar er Petr Matásek og leik- stjóri Þórhallur Sigurðsson. Leikritið um Leif heppna er ein- lcikur byggður á Islendingasögun- um og er kerlingin ísafold látin leiða áhorfcndur í gegnum söguna milli þess sem hún tekur þvott nið- ur af snúrunum, hlustar á eftir- lætisútvarpsþátt sinn um víking- ana og blaðrar í farsímann sinn. „Leifur er mjög góður ferðafé- lagi - og hann er ekki siður mai’gt fólk sem þjáist af geðhvarfa- sýki og það eru vissir þættir sem eru mjög almennir, hin sameiginlegu ein- kenni sjúkdómsins sem allir ganga í gegnum. Síðan eru ýmis einstaklings- bundin frávik. Ég hef lesið mjög mik- ið af efni, bæði frá sjúklingum og læknum, en ég hef einnig persónu- lega reynslu af geðhvarfasýki sem aðstandandi. Ég missti vinkonu mína úr þessum sjúkdómi 1986 og ákvað þá að ég yrði einhvem tíma að gera eitt- hvað. Sjúkdómurinn kom einnig upp í fjölskyldu minni og þá tvíefldist ég í þeirri ákvörðun en vildi bíða þar til ég væri búin að ná áttum sjálf og hefði öðlast nokkra fjarlægð. Ég vildi líka forðast að verkið yrði bara mín sýn og lýsing á minni reynslu. Þess vegna leitaði ég eftir að heyra um reynslu annarra. Loks hef ég skáldað sögur inn í verkið sem mér fannst passa vel við persónuna Karítas Ólafsdóttur." Vala segist frá upphafi hafa ætlað sér að búa til einleik úr þessum efni- við. „Það eru tvær gildar ástæður fyr- ir því. Önnur er sú að það er lang- ódýrasta leikhúsformið og líkumar á að ná saman þeim peningum sem þarf eru meiri með því móti. Ég hef einnig lagt mig eftir þessu formi, ein- leikjunum, og finnst það mjög spenn- andi leikhúsform. Það býður upp á alls kyns möguleika og skemmtileg tengsl við áhorfendur. En fyrst og fremst er það ódýrt.“ Karítas birtist í upphafi sem af- skaplega ræðin og opin manneskja. Smám saman kemur í ljós hverja sögu hún á og hún er ófeimin við að segja frá reynslu sinni. Sárast finnst henni þó að þegar hún á góð tímabil og gengur vel þá mætir hún tor- tryggni og vantrú. „Meðferð í dag er þannig að fólk getur náð sér mjög vel og lifað heilbrigðu lífi löngum stund- um. Það sem er erfiðast er að oft trúir fólk því ekki. Það má ekki verða svol- ítið leitt eða svolítið glatt, þá halda allir að nú sé það að fara upp eða nið- ur. Það trúir því kannski líka sjálft og verður hrætt. Þetta er stórt mál sem skemmtilegur á spænsku," segir Helga, sem býr að því að hafa stundað nám á Spáni og kann því ágæt skil á tungu þarlendra. Hún var að búa sig undir að pakka Leifi og leikmyndinni niður fyrir Spánarferðina þegar Morgunblað- ið náði tali af henni. Þegar þau Þórhallur Ieikstjóri koma aftur heim frá Spáni er ferðinni heitið á Vestfirði og Norðurland vestra þar sem leikritið verður sýnt í grunnskólum. Þá verður haldið ekki hefur verið tekið á sem skyldi." Ágústa leikstjóri skýtur því hér inn í samtalið að einstaklingar með geðhvarfasýki séu oft mjög skapandi og drífandi í samfélaginu. „Það eru ótal dæmi um áhrifafólk, listamenn og stjórnmálamenn, sem hafa þjáðst af geðhvarfasýki. Tilgangurinn með því að lækna sjúkdóminn er ekki að drepa sköpunarkraft einstaklingsins heldur gefa honum færi á að njóta sín.“ Þær Vala og Agústa hafa unnið saman í nokkur ár í mörgum sýning- um leikhópsins The Icelandic Take Away Theatre sem starfað hefur í London þar til nú í haust að frumsýnt var í Tjarnarbíói leikritið Dóttir skáldsins. Ágústa leikur einmitt í þeirri sýningu og segir að þær Vala hafi byrjað æfingar strax eftir frumsýninguna. „Við þekkjumst óskaplega vel og hefðum annars ekki getað æft sýninguna á svona stuttum vestur um haf til New York og sýnt í Scandinavia House og Am- erican National Museum of Natur- al History í tengslum við opnun víkingasýningarinnar þar. Eftir heimkomuna þaðan í byrjun nóv- ember sýnir Helga verkið í grunn- skólum Reykjavíkur. „Svo erum við Leifur á leiðinni til Kanada í janúar og til Ástralíu í apríl þar sem við verðum fulltrúar Islands á menningarhátíð eylanda," segir Helga. tíma, þremur vikum.“ Þess má geta að þær hafa æft sýn- inguna samhliða á ensku því ætlunin er að sýna verkið enskumælandi áhorfendum í tengslum við evrópsku leikhúsráðstefnuna, IETM, sem haldin verður 5.-8. október í Reykja- vík. „Það getur svo vel verið að við reynum fyrir okkur í Englandi með sýninguna því þar er heimahöfn leík- hússins okkar,“ segja þær Vala Þórs- dóttir og Ágústa Skúladóttir. Aðrir aðstandendur sýningarinnar eru Pét- ur Hallgrímsson, sem samið hefur tónlist, og Dean Ferrell leikur á kontrabassa og Úlfur Skemmtari á skemmtara. Bjöm Gunnlaugsson samdi texta við eitt lag í sýningunni og Rannveig Gylfadóttir er hönnuður leikmyndar og búninga. Jóhann Bjarni Pálmason hefur hannað lýs- ingu og Kolbrún Ósk Skaftadóttir er sýningarstjóri og tæknimaður. HÖRÐUR Torfa heldur ferna tón- leika á landsbyggðinni, eins og svo oft áður. Vinsældir Harðar hafa gjarnan verið hve mestar á lands- byggðinni, enda hefur hann haldið þar ótal tónleika og sett upp fjöl- mörg leikrit á 30 ára listamanns- ferli sinum, segir í fréttatilkynn- Zoega- ættin BÆKUR IV i ð j a t a 1 ZOÉGAÆTT Niðjatal Jóhannesar Zoega og konu hans, Ástríðar Jónsdóttur. Geir Agnar Zoega tók saman. Mál og mynd, 2000, 541 bls. SNEMMSUMARS árið 1787 flutt- ist til íslands danskur maður um fer- tugt að nafni Jóhannes Zoéga „að leita sér frama“, eins og hann orðaði það sjálfur. Hann gerðist tugtmeist- ari í Reykjavík og bakari. Islenskri konu kvæntist hann og komust tvö bama þeirra á legg. Ætt Jóhannesar Zoéga verður með vissu rakin til Matthíasar Zoéga, for- söngvara í Flensborg, sem fæddur var 1589. En talið er að ættin sé upp- haflega ítölsk aðalsætt. Með nefndum Jóhannesi barst ein grein ættarinnar til íslands, en erlendar greinar henn- ar hafa verið rannsakaðar af dönsk- um ættfræðingum. Nú hefur einn hinna íslensku niðja, Geir Agnar Zoéga (f. 1919), fimmti liður frá ættföðumum, birt margra áratuga vinnu sína að niðjatali Jó- hannesar og Ástríðar Zoéga. Tvöþús- und og sjöhundmð niðja telur hann í bók sinni. Vantar þó bersýnilega all- marga, sém settust að erlendis og ekki hafa fengist upplýsingar um. Það verður því ekki annað sagt en að Jóhannes Zoéga hafi átt erindi til Is- lands, hvort sem hann hefur talið framavonh’ sínar rætast eða ekki. Af niðjatalinu er að sjá sem Zoéga- ættin hafi dreifst tiltölulega fljótt um landið - fljótar en margar aðrar ætt- ir. Hana er að finna í öllum lands- fjórðungum og varla einn öðrum fjöl- mennari að undanskilinni Reykjavík vegna stærðar sinnar. Þá er ættina einnig að finna í öðram löndum, víðs vegar um heim. Af öllum þessum fjölda bera einungis fáir ættarnafnið Zoéga, sem helgast að sjálfsögðu af tíðkanlegri venju um föðumöfn. Fremst í bók rekur höfundur fram- ætt Jóhannesar Zoéga í karllegg. Hann er fimmti maður frá nefndum Matthíasi, en faðir hans er talinn hafa verið Matthías, ítalskur aðalsmaður í Veróna á Ítalíu. Sá lenti víst í klandri og fór til Þýskalands. Stuttur kafli er um það sem helst er vitað um þennan elsta Matthías og þá er kafli um skjaldarmerki ættarinnar. Að þessu loknu hefst niðjatalið sjálft. Stuttir æviþættir eru um marga af elstu niðjunum. Að öðru leyti er niðjatalið nokkuð hefðbundið í sniðum, bæði hvað varðar merkingu ættliða og upplýsingar. Upplýsing- arnar íylgja fastri reglu eins og best fer á. Þar sem ættin er lengst fram gengin er hún komin á níunda ættlið frá Jóhannesi og Ástríði en oftast þó nokki’u skemur. Mikill fjöldi mynda er í ritinu, bæði af niðjum, mökum þeirra og börnum, svo og af stöðum. Þá er að lokum gríðarmikil nafnaskrá, svo og heim- ildaskrá. Bókin er prentuð á ágætan pappír, svo að myndir hafa prentast vel. Brot er af þægilegri stærð og leturílötur tvídálka. Ég fæ ekki betur séð en prýðilega sé að þessari bók staðið, bæði af hálfu höfundar og útgefanda. Að sjálfsögðu hef ég ekki haft nein tök á að fara í villuleit (ættfærslur eða ártöl), en rekið hef ég mig á að upplýsingar era á stöku stað nokkuð gamlar. Sigurjón Björnsson mgu. Tónleikaferðin er sem hér segir: Miðvikudag 4. okt. kl. 21: Ekru, Höfn í Hornafirði, fimmtudag 5. okt. kl. 21: Valaskjálf, Egilsstöð- um, föstudag 6. okt. kl. 21: All- anum, Siglufirði, laugardag 7. okt. kl. 21: Deiglunni, Akureyri. Morgunblaðið/Ómar Helga Amalds og Þdrhallur Sigurðsson eru komin til Spánar ásamt Leifi heppna og hyggja á Ameríkuferð. Tónleikar með Herði Torfa á landsbyggðinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.