Morgunblaðið - 04.10.2000, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2000
MORGUNB L AÐIÐ
FRÉTTIR
Talsmenn olíufélagaiina vísa á bug ásökunum um samráð um verðhækkanir
Dýrari olía vegna
reglugerðar ESB
FORRÁÐAMENN olíufélaganna
vísa þeim ásökunum hagsmunasam-
taka atvinnu- og einkabflstjóra á bug
að þau stundi ólöglegt verðsamráð
sín á milli. Bflstjórar hafa mótmælt
síðustu verðhækkunum á eldsneyti
harðlega og boðað aðgerðir, fáist
ekki viðunandi svör. Bílstjórar hafa
óskað eftir því að olíufélögin leggi
fram gögn er sýna verðútreikninga
dísilolíunnar, sem hækkaði mest um
mánaðamótin. Einnig var krafist
skýringa á miklum verðmun milli
flotaolíu og dísilolíu.
Talsmenn olíufélaganna sögðu í
samtölum við Morgunblaðið að áhugi
væri fyrir fundum með fulltrúum
samtaka bflstjóra þar sem málin
yrðu rædd og sjónarmið félaganna
skýrð. Framkvæmdastjóri Lands-
sambands vörubifreiðastjóra fagnar
því að olíufélögin vilji boða til funda.
Kristinn Björnsson, forstjóri
Skeljungs, sagði við Morgunblaðið
að í umræðunni um dísilverðshækk-
anir að undanförnu hefði verið horft
framhjá því að um síðustu áramót
hefði ný reglugerð ESB tekið gildi,
sem skikkar olíufélögin til að nota
sérstaka tegund dísilolíu fyrir bfla.
Olían er með minna brennisteins-
innihald en aðrar tegundir, sem t.d.
eru notaðar í skipum og verksmiðj-
um. Byrjað var að flytja hana inn í
lok síðasta árs. Kristinn sagði þessa
olíutegund vera mun dýrari fyrir
bfleigendur en aðra starfsemi og því
hefði hún hækkað þetta mikið
undanfarið ár. Hún væri hins vegar
gæðameiri og mengaði minna.
„Vai-ðandi þessa gömlu klisju um
verðsamráð, get ég nú varla orða
bundist. Allh- sem vilja kynna sér
þessi mál ættu að vita að öndvert við
svo margt annað þá er bara til eitt
verð á olíu, hið svokallaða heims-
markaðsverð. Við á íslandi getum
ekki keypt olíu inn til landsins á ein-
hverju öðru verði en aðrir eru að
kaupa á sama tíma. Olíufélögin eru
öll að kaupa inn á sama tíma, mánað-
arlega, á því meðalverði sem gildir
þann mánuð,“ sagði Kristinn og vís-
aði til samanburðar við t.d. banka og
tryggingarfélög hér á landi. Skilja
mætti gagnrýni um að vextir eða ið-
gjöld væru hærri hér á landi en í
nágrannaríkjum. En verð á olíu á
Islandi væri ekki hærra en í ná-
grannaríkjum, stuðst væri við sama
verð á Rotterdam-markaði. Vahð
væri ekkert.
„Mér finnst eins og menn, viljandi
eða óviljandi, líti framhjá þessari
staðreynd og tali því sem næst gegn
betri vitund. Við höfum margoft birt
þessa skiptingu okkar á eldsneytis-
verði og látið Samkeppnisstofnun í
té þær upplýsingar nokkuð oft,“
•sagði Kristinn.
Hann bætti því við að koma þyrfti
á fundi með fulltrúum samtaka bíl-
stjóra til að skýra málin betur út.
Kristinn sagðist enga löngun hafa til
að munnhöggvast við þennan mikil-
væga viðskiptahóp. Erfitt væri að
taka ákvarðanir um verðhækkanir
því ekkert fyrirtæki vildi hafa sína
viðskiptavini óánægða.
Skiljum þessa óánægju
Bjarni Bjarnason, fulltrúi for-
stjóra Olíufélagsins, sagði við Morg-
unblaðið að félagið væri að skoða
kröfur bflstjóra og hvemig brugðist
yrði við þeim. Áformað væri að koma
á fundi með fulltrúum þeirra. Varð-
andi ásakanir þeirra um verðsamráð
olíufélaganna vísaði Bjarni þeim á
bug. Hann sagðist ekki hafa svör á
reiðum höndum af hverju ohufélögin
hækkuðu eldsneytið yfirleitt um
sömu krónutölu. Olíufélagið tæki
sjálfstæðar ákvarðanir um sínar
verðbreytingar.
„Annars skiljum við þessa
óánægju afskaplega vel. Þetta eru
okkar viðskiptavinir og við viljum
hafa gott samband við þá. Hækkan-
irnar eru vissulega miklar en ástæð-
an er fyrst og fremst hækkanir á
heimsmarkaðsverði. Við höfum ekki
verið að hækka okkar álagningu.
Auðvitað er lausnin sú að heims-
markaðsverð fari að lækka en því
miður er það ekki á fleygiferð niður,“
sagði Bjarni.
Boðberi
illra tíðinda
Einar Benediktsson, forstjóri Olís,
sagði í samtali við Morgunblaðið að
fyrirtækið hefði ekki síður áhyggjur
af verðþróuninni en notendur elds-
neytisins. Olís væri aðeins milliliður
og gæti ekki haft áhrif á mótun
heimsmarkaðsverðs.
„Þannig erum við boðberi illra tíð-
inda en getum ekki haft úrslitaáhrif.
Fullyrðingar um verðsamráð olíufé-
laganna hafa margoft komið fram.
Hér er um einsleita vöru að ræða,
sem er eins hjá öllum keppinautum í
grundvallaratriðum. Eftirspurnin
hefur mikið með verð að gera og það
er eins hér sem annars staðar í heim-
inum að verð aðlagar sig þessum
vörutegundum á sama svæði. Oftast
er einn aðili leiðandi á markaðnum
og sá sem er sterkastur hlýtur að
hafa mest um þessi mál að segja
hverju sinni,“ sagði Einar.
Varðandi kröfu samtaka bílstjóra
um að fá aðgang að gögnum um
verðútreikninga sagði Einar verð-
myndun olíunnar margoft hafa kom-
ið fram. Þeir aðilar sem hefðu kynnt
sér málin gagnrýndu ekki lengur
verðmyndun olíufélaganna og tók
Einar þar dæmi um Félag íslenskra
bifreiðaeigenda, FÍB. Það hefði ekki
treyst sér síðustu misserin til að
gagnrýna verðmyndunina, hvorki á
bensíni né dísilolíu.
Hvort Olís vilji hitta fulltrúa bfl-
stjóra að máli sagði Einar það sjálf-
sagt mál. Sú hugmynd hefði einmitt
komið upp á framkvæmdastjórnar-
fundi Olís í gær. Mikilvægt væri að
eiga gott samstarf við jafnstóran hóp
viðskiptavina og atvinnubflstjórar
væru.
Bflstjórar fagna
fundarboði
Unnur Sverrisdóttir, fram-
kvæmdastjóri Landssambands vöru-
bifreiðastjóra, tók vel í þau áform ol-
íufélaganna að boða til funda með
bflstjórum. Ræða þyrfti málin áður
en gripið yrði til einhverra róttækra
mótmælaaðgerða af hálfu bflstjóra.
Spyr um
frestun á
tekjufærslu
söluhagnaðar
ÖGMUNDUR Jónasson alþingis-
maður hefur lagt fram fyrirspurn á
Alþingi til Geirs H. Haarde fjármála-
ráðherra um frestun á skattlagningu
söluhagnaðar af hlutabréfum.
Morgunblaðið fjallaði ítarlega um
þetta mál sl. sunnudag.
Ögmundur segir að ástæða sé til
að skoða þetta mál ítarlega. Þing-
menn Vinstrihreyfingarinnar ætli að
hafa frumkvæði að lagabreytingu
um þetta mál, en vilji fyrst fá fram
afstöðu fjármálaráðherra til málsins.
Fyrirspurn Ögmundar er í tveim-
ur liðum.
„Hvemig metur fjármálaráðherra
reynslu af þeirri breytingu, sem gerð
var á skattalögum árið 1996, sem
heimilar frestun á skattlagningu
söluhagnaðar hlutabréfa, sérstak-
lega með tilliti til fjármagnsflutninga
úr landi?
Eru upplýsingar fyrir hendi um
hversu miklum skattgreiðslum af
söluhagnaði hefur verið frestað með
þessum hætti og hversu stór hluti
þeirra er vegna kaupa á erlendum
hlutabréfum?"
Morgunblaðið/Kristinn
Um 800 eldri borgarar komu saman á mótmælafundi og héldu kröfuspjöldum á lofti fyrir framan þinghúsið á Austui-velli þegar Alþingi var sett.
imRitar of'mijB iftaanda
fflðrRaoiirlnn
Perlunni
Opið all daga vikunnar frá kl. 10.00 -19.00
Fulltrúar eldri borgara
boðaðir til samráðs
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær
efni kröfugerðar eldri borgara, sem
forsvarsmenn Landssambands eldri
borgara afhentu ráðherrum á mót-
maelafundi við Alþingi í fyrradag.
Ákveðið var á ríkisstjórnarfund-
inum boða forsvarsmenn aldraðra
til fundar um málaleitan þeirra og
kalla saman samráðsnefnd, þriggja
ráðherra og þriggja fulltrúa Lands-
sambands eldri borgara, sem sett
var á fót fyrir þremur árum.
Benedikt Davíðsson, formaður
Landssambands eldri borgara, lýsti
í gær ánægju með að samráðsnefnd-
in verði nú kölluð saman og segist
vonast til að þar verði komist að
sameiginlegri niðurstöðu um nauð-
synlegar úrbætur í málefnum aldr-
aðra.
Helstu kröfur aldraðra eru að
leiðrétt verði það misgengi sem orð-
ið hefur á undanförnum árum á milli
almennra launa verkamanna á höf-
uðborgarsvæðinu, skv. mati Kjara-
rannsóknarnefndar og trygginga-
greiðslanna, að sögn Benedikts.
Grunnlífeyrir hækki um 18%
til að ná sömu stöðu og 1991
„Grunnlífeyrir almannatrygginga
og tekjutrygging þarf í dag að
hækka um 18% til að ná sama hlut-
falli af almennum verkamannalaun-
um á höfuðborgarsvæðinu eins og
það var 1991. Þetta hlutfall trygg-
ingagreiðslnanna stefnir einnig nið-
ur á við á núverandi samningstíma-
bili almennu verkalýðsfélaganna,"
segir Benedikt.
Fulltrúar samtaka aldraðra gera
einnig þá kröfu, að í kjölfar þessarar
leiðréttingar, verði tryggt að breyt-
ingar á tryggingagreiðslunum fylgi
almennri launaþróun. „Ríkisstjórn-
in gaf raunar út yfirlýsingu í mars
1999 þar sem það orðalag var notað
að kaupmáttur almennra trygginga-
bóta yrði ekki lakari en hjá öðrum.
Það finnst okkur mjög mikilvæg yf-
irlýsing en til þess þarf að koma
grunninum á rétt stig.“
Einnig eru gerðar kröfur um úr-
bætur vegna þess vandamáls sem
skapast hefur vegna skorts á hjúkr-
unarrýmum fyrir aldraða á suðvest-
urhluta landsins. „Þar eru biðlist-
arnir lengri en verið hefur og fara
vaxandi og þó er veruleg hlutfallsleg
fjölgun í hópnum, þannig að búast
má við að fjöldi á biðlistunum aukist
enn,“ sagði Benedikt.