Morgunblaðið - 04.10.2000, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ
38 MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2000
*.. .........................
UMRÆÐAN
r
Mannréttindabarátta -
stundum og stundum ekki
ÉG VERÐ að viður-
kenna að það hefur set-
ið í mér óhugur allt frá
því að írafárið hófst hér
á dögunum vegna
heimsóknar Li Peng
forseta Kína til Is-
lands. Þessari tilfinn-
ingu óhugs blandaðist
þó smáhúmor þegar
baráttumenn á borð við
framkvæmdastjóra
Sjálfstæðisflokksins
stigu inn í flóðljós
fjölmiðlanna. Einnig
var skondið að fylgjast
með þeirri gífurlegu at-
hygli sem baráttufólkið
fékk þessu sinni, það
var engu líkara en fjölmiðlar og
fjölmiðlafólk finndu til mikils léttis
að geta nú einu sinni gert mikinn
mat úr mótmælum og baráttu fyrir
betri heimi gegn ósvífnum valda-
mönnum sem beita ofbeldi og kveða
niður uppsteyt almennings.
Langt minni mótmælenda
Þessir sömu fjölmiðlar þegja hins
vegar þunnu hljóði og birta lítið af
gagnrýni, þegar Bandaríkjamenn
eða aðrir þóknanlegir valdamenn
strádrepa almenna borgara, menn
konur og börn. Gildir þá einu hvort
illvirkin eru framin beinlínis til
þess að gæta efnahagslegra hags-
muna eins og þegar drepnar voru
hundruð þúsunda manna í Persa-
flóastríðinu til að vernda olíuhags-
muni Bandaríkjamanna, eða til að
kveða niður uppreisn almennings
eins og gerðist í Chile
í valdatíð Pinochet,
hershöfðingjans sem
Bandaríkjamenn
studdu til valda á sín-
um tíma. Þá hurfu
mörg þúsund manns
sem vildu spyrna við
fótum og enn fleiri
flýðu í útlegð. Þeir
sem hafa langt minni,
eins og þeir sem settu
af stað mótmælin
gegn Li Peng vegna
atburða sem gerðust
fyrir 11 árum, gætu
einnig minnst kjam-
orkuárásar Banda-
ríkjamanna á Hirós-
íma og Víetnamstríðsins, að maður
tali nú ekki um yfirstandandi voða-
verk sem felast í viðskiptabanninu
á Irak, sem leitt hefur til dauða
mörg hundruð þúsunda barna.
Islensk stjórnvöld hafa yfirleitt
stutt þessar aðgerðir dyggilega og
eru þær allar mun tilfinnanlegri
brot á mannréttindum en illvirki
þau sem framin voru 1989 á Torgi
hins himneska friðar og voru þau
samt nógu hörmuleg. Einhver
spakur maður sagði á mektardög-
um Thatcher í Englandi; „Hver
getur nú talað lengur um frelsi þeg-
ar frú Thatcher er farin að leggja
sér það orð í munn“. Mér datt þetta
í hug þegar ég sá framkvæmda-
stjóra Sjálfstæðisflokksins birtast
sem baráttumann fyrir mannrétt-
indum. Hvernig er hægt að fjalla
um mannréttindabaráttu þegar
Mannréttindi
Mannréttindabrot eru
alltaf ámælisverð, segir
Júlíus Valdimarsson, og
tilefni til þess að fólk
safnist saman til mót-
mæla og haldi uppi mót-
mælum í ræðum og riti.
fulltrúar slíkra stjórnmálaafla eru
orðnir að merkisberum hennar?
Mannréttindabrot
alltaf ámælisverð
Mannréttindabarátta er alltaf
góð barátta, en ef hún byggist á því
að réttindi sumra manna séu gild-
ari en annarra er hún háskaleg og
er þá stutt í að yfirskyn mannrétt-
inda sé notað til að hefja stríðsátök
á hendur öðrum þjóðum. Mannrétt-
indabrot eru alltaf ámælisverð og
tilefni til þess að fólk safnist saman
til mótmæla og haldi uppi mótmæl-
um í ræðum og riti, Húmanista-
flokkurinn mótmælti kröftuglega á
sínum tíma ofbeldisverkum kín-
verskra stjórnvalda á Torgi hins
himneska friðar. Þessi sami flokkur
mótmælti einnig Persaflóastríðinu.
Húmanistaflokkurinn í Chile var
með virkustu samtökum í stöðugu
andófi gegn Pinochet og varð meðal
annars fyrsti stjórnmálaflokkurinn
sem aflaði nægilega margra undir-
skrifta og fullnægði fyrstur flokka
skilyrðum til framboðs til kosninga
í Chile þegar Pinchet neyddist til
að leyfa lýðræðislega stjórnar-
hætti. Þannig mætti lengi telja þau
tilefni baráttu gegn mannréttinda-
brotum sem Húmanistaflokkurinn
og fjölmörg samtök og einstakling-
ar aðrir hafa staðið að alls staðar í
heiminum. Mannréttindabrot eru
framin á hverjum degi af valda-
mönnum heimsins og nú uppá síð-
kastið hefur ísland slegist í hópinn
og gerst í fyrsta skipti í sögu sinni
beinn aðili að árásarstríði með þátt-
töku sinni í árás Nató á í fyrrver-
andi Júgóslavíu.
Mismunandi áhugi fjölmiðla
Og hér er lítið dæmi um mismun-
andi áhuga fjölmiðla eftir því hvaða
ofbeldisöfl eiga í hlut; Samband
Húmanistaflokka í Evrópu, og þar
með talinn Húmanistaflokkm-inn á
Islandi gerðist meðflutningsaðili að
málshöfðun á hendur Tony Blair og
nokkrum öðrum ráðamönnum Nató
í Bretlandi vegna drápa á almenn-
um borgurum í árásum Nató á fyrr-
verandi Júgóslavíu. Málshöfðun
þessi var sett af stað af samtökum
alþjóðlegra lögfræðinga í Bretlandi
sem telja að um stríðsglæp sé að
ræða og brot á alþjóðalögum og
samþykktum Sameinuðu þjóðanna
um stríð á hendur öðrum þjóðum.
Nató leitaði ekki samþykkis örygg;
isráðsins eins og áskilið er. I
árásum Nató lést fjöldi almennra
borgara og stríðið hefur leitt af sér
Júlíus
Valdimarsson
fleiri flóttamenn og fórnarlömb en
ella. Húmanistaflokkurinn sendi af
þessu tilefni fréttatilkynningu til
allra íslensku fjölmiðlanna, blaða,
útvarpsstöðva og sjónvarpsstöðva.
Enginn fjölmiðill birti þessa frétta-
tilkynningu, ekki einu sinni útdrátt
eða annan vott um að þessi rödd
hefði heyrst, að þetta sjónarmið
hefði verið kynnt fyrir þeim.
Horft á fjöldamorð
í beinni útsendingu
Ég hóf þessi skrif mín vegna þess
óhugs sem hefur setið í mér. Það er
óhugnanlegt hvernig allt afl fjöl-
miðla getur gagnrýnislaust lagst á
sveif með æsingaöflum. Samskonar
óhug setti að mér þegar ég kom til
íslands eftir nokkurra ára dvöl í
Bretlandi á dögum Persaflóastríðs-
ins. Þá var allur almenningur að því
er mér virtist með glampa í augum
pg hélt með Bandaríkjunum gegn
írak og horfði á fjöldamorð eins og
á knattspyrnuleik í sjónvarpinu í
beinni útsendingu. Skyldi vera að
við séum að verða vígaglaðir ís-
lendingar eins og gerðist þegar
þjóðin hálfsturlaðist á hinni blóði
drifnu Sturlungaöld? Ég vona
sannarlega ekki því ég held að innst
inni séu íslendingar eins og flest
fólk friðarsinnar og vilji frekar að
Island verði þekkt fyrir friðarvilja
sinn og starf fyrir bættum mann-
réttindum í heiminum. Og þá er
mikilvægt að muna að það er fólk
alls staðar í heiminum en ekki bara
í fyrrverandi kommúnistaríkjum
eða í Kína, eða í öðrum ríkjum, þar
sem það hentar hagsmunum
Bandaríkjanna að vera ýmist með
eða á móti mannréttindum. Það er
nefnilega þannig að mannréttinda-
barátta er alltaf góð, ekki bara
stundum.
Höfundur er talsmaður
Húmanistaflokksins.
Hið fullkomna
réttlæti
A ISLANDI má
blekkja, pretta og
svíkja. Það hefur nú
verið staðfest af
Hæstarétti íslands í
nýföllnum dómi réttar-
ins númer 124/2000.
Dómur þessi fjallar um
skattalega meðferð
dagpeninga sem fyrr-
verandi starfsmaður
íslenskra sjávarafurða
hf. fékk greidda meðan
hann starfaði hjá fyrir-
tækinu vegna svokall-
aðs Kamehatka-
verkefnis. í þessum
dómi var ríkið sýknað
af kröfum stefnanda
Orn
Gunnlaugsson
um að fá að njóta sömu skattalegu
meðferðar og aðrir dagpeningaþeg-
ar lýðveldisins, svo sem flugliðar,
þingmenn, bankastjórar og aðrir
postulínsbossar. Það er skoðun rétt-
arins að dagpeningaþegum beri að
sýna fram á að dagpeningar sem
þeir fengu greidda hafi farið til
~■ greiðslu þess kostnaðar sem þeim er
ætlað að mæta. Þetta er allt saman
gott og gilt en það apparat virðist
hins vegar ekki fyrirfínnast á land-
inu sem hefur eitthvað um það að
segja að öllum dagpeningaþegum sé
þá gert að sanna með framlagningu
gagna að þeir dagpeningar sem þeir
fá og hafa fengið greidda séu nýttir
að fullu til greiðslu ferðakostnaðar.
Nei, ríkisskattstjóri virðist hafa
frjálsar hendur hvað það varðar að
rannsaka bara sumar starfsstéttir
en aðrar ekki þó öllum sé ljóst að
miklu er stolið undan skatti í formi
* dagpeninga. Meira að segja einn af
núverandi þingmönnum þjóðarinnar
hefur fullyrt opinberlega að al-
mennt eigi menn mikinn hluta dag-
peninga í afgang eftir að hafa greitt
allan þann kostnað sem þeir verða
fyrir. En meðal þingmanna virðist
ekki nokkur áhugi fyrir því að verk-
Jagsreglum skattyfírvalda vegna
skattalegrar meðferð-
ar dagpeninga verði
breytt. Þingmennirnir
hafa nefnilega eigin
hagsmuni að verja með
því að koma í veg fyrir
að núverandi verklags-
reglum verði breytt.
Og hvað þetta varðar
þá eru öll dýrin í skóg-
inum vinir, hvort sem
um er að ræða þá sem
kenna sig við frjáls-
hyggju undir nafni
Sjálfstæðisflokks eða
jafnræði undir merkj-
um vinstri sinnaðra.
Enda eru fyrir þessa
aðila ærnir hagsmunir
að verja. Og hvar skyldu flugliðar
hjá Flugleiðum hf. í dagsferðum
eyða dagpeningum sínum í þá hluti
skylt að láta fara fram rannsókn.
Með öðrum orðum þá geta þau
ákveðið að líða sumum starfsstétt-
um skattsvik eins og augljóst er
með flugliða hjá Flugleiðum hf.
Fjármálaráðherra á lögum sam-
kvæmt að hafa eftirlit með að ríkis-
skattstjóri ræki sín störf. Ekki verð-
ur séð að ráðherra aðhafist neitt í
þessum efnum. Sem sagt, ákvæði
stjórnarskrárinnar sem kveða á um
jafnræði þegnanna eru einskis virði.
Á íslandi gilda aðeins þau lög og
reglur sem henta stjórnvöldum
hverju sinni. Ekki var það skoðun
Hæstaréttar að íslenskar sjávar-
afurðir hf. ættu að bera nokkurn
halla af annarri skattalegri meðferð
en forráðamenn fyrirtækisins
kynntu starfsmönnum og lýstu yfir
að þeir ábyrgðust. Af því má sjá að á
íslandi ber mönnum ekki að efna
loforð, það má sem sagt blekkja og
svíkja. Ekki var fyrir mikilli örygg-
iskennd að fara meðan undirritaður
dvaldi í ferðum sínum í Rússlandi
sökum óstöðugrar stjórnunar yfir-
valda og þess að lög í landinu virk-
uðu illa. í raun var það frumskógar-
lögmálið sem gilti og nú er mér eins
innanbrjósts hvað varðar stjórn-
sýslu á íslandi. Eftir að hafa eytt
Dagpeningar nálægt þremur árum í baráttu fyrir réttlæti í þessu skattamáli er mér hefur kallað eftir símenntun - ævi- menntun. Við lærum svo lengi sem | Vinnumarkaður
Borgaðu með bros á vör,
segir Örn Gunnlaugs-
son, og gefðu svo ekki
frekar á þér færi, nægar
eru smugurnar.
sem dagpeningunum er ætlað að
ganga til? Ég hlýt að hafa misst af
einhverju. En þrátt fyrir fjölmargar
ferðir mínar með vélum félagsins til
útlanda hef ég ekki rekið mig á
nokkurn þann hlut um borð sem
hægt er að eyða peningum í og
heimfæra kostnaðinn upp á eitthvað
sem dagpeningum er ætlað að
mæta. Flugliðar þessir eru ráðnir til
starfa um borð í flugförunum og
hafa því ekkert erindi fyrir vinnu-
veitanda sinn út fyrir flugvellina
sem vélarnar hafa viðkomu á. En
skattyfirvöldum virðist þrátt fyrir
vitneskju um skattsvik ekki vera
ljóst að ísland er í raun ekki svo
ósvipað því ríki sem George Orwell
lýsti í bókinni Animal Farm þar sem
svinin hlóðu undir sig munaðinum á
kostnað þegnanna. Og þau orð sem
sögð voru fyrir löngu síðan eru enn í
fullu gildi: „Vont er þeirra ranglæti,
verra er þó þeirra réttlæti."
Og í ljósi þess fullkomna réttlætis
íslenskra yfirvalda sem nú hefur
verið staðfest af sjálfum Hæstarétti
að sé hið eina sanna vil ég segja við
þá skattþegna sem eru skattyfir-
völdum ekki að skapi: Láttu þér
ekki detta í hug að fara dómstóla-
leiðina til að fá réttlætinu fullnægt.
Borgaðu með bros á vör - og gefðu
svo ekki frekar á þér færi, nægar
eru smugurnar. Þegar menn hafa
upplifað svona sirkusæfingar þá
gefa menn lögum eins og „allir eru
jafnir, en sumir jafnari en aðrir“
langt nef.
Höfundur starfaði við Kamchatka-
verkefni ÍS árið 1996.
Símenntun -
ævimenntun
VIÐ lifum á tímum
örra breytinga. Tölvu-
væðingin og upplýs-
ingabyltingin hafa ger-
breytt lífi okkar og
starfsumhverfi. Þróun-
in er ótrúlega ör. Það
sem þótti góð latína í
gær er steingervingur í
dag. Tökum bara verk-
færi eins ogritvél. Hver
notar slíkt verkfæri í
dag? Fyrir tveimur ára-
tugum var öll vinna
meira og minna hand-
færð. Með tölvubylting-
unni breyttist vinnuum-
hverfi heilu starfsstétt-
anna í grundvallar-
atriðum. Við getum tekið sem dæmi
prentiðnaðinn, skrifstofustörf,
verksmiðjustörf og sjómennsku.
Fiskiskip landans eru í dag risastór
tölvuver. Þessi öra þjóðfélagsþróun
Arna Jakobína
Björnsdóttir
Mikilvægt er fyrir
fólk að átta sig á hvað
það þýðir í raun að
styrkja stöðu sína á
vinnumarkaði með sí-
menntun. Margir sem
ekki hafa tekið þátt í sí-
menntun eiga í raun
mun erfiðara með að
breyta um starf eða
þróast í starfi.
Þá hefur starfsum-
hverfi margra opin-
berra starfsmanna
breyst með formbreyt-
ingu stofnana og fyrir-
tækja hins opinbera.
Fjöldi fólks sem áður
taldist til opinberra
starfsmanna er í dag á almenna
vinnumarkaðinum þrátt fyrir að það
stai'fi hjá sömu stofnun eða fyrirtæki
og aðstæður þess hafa breyst.
við lifum. Menntun kostar og til að
mæta þeim kostnaði hafa stéttarfé-
lögin samið um starfsmenntunarsjóði
og vísindasjóði til að styrkja félags-
menn í að sækja sér aukna menntun
og til að geta tekið þátt í rannsóknar-
verkefnum. Opinberir starfsmenn
hafa verið með starfsmenntunarsjóði
til fjölda ára. Félagsmenn stéttarfé-
laganna hafa sótt styrki til þeirra
vegna náms á fjölbreyttu sviði. Sýnir
það að símenntun hefur átt sér stað
alllengi hjá starfsmönnum sem vinna
hjá ríki eða sveitarfélögum.
En það er ekki bara tæknin sem
breytist. Viðhorf fólks hefm- einnig
breyst. Fyrir ekki svo ýkja löngu síð-
an var algengt að starfsfólk væri hjá
sama atvinnurekandanum áratugum
saman og stundum mest alla starfs-
ævi sína. Þetta var t.d. mjög áberandi
hjá opinberum starfsmönnum. Þetta
hefur breyst mjög mikið að undan-
förnu og flæði vinnuaflsins á milli at-
vinnurekenda þykir í dag eðlilegur
hlutur.
Fólk þarf að átta sig á,
segir Arna Jakobína
Björnsdóttir, hvað það
þýðir að styrkja stöðu
sína á vinnumarkaði
með símenntun.
Það er fagnaðarefni að Símennt-
unarstöð Eyjafjarðar hefur tekið til
starfa. Markmið hennar er að efla sí-
menntun á Eyjafjarðarsvæðinu og
auka samstarf atvinnulífs og fræðslu-
aðila. Hún mun stuðla að því að fólk
geti leitað sér aukinnar menntunar á
sínu starfssviði eða sótt inn á nýjar
brautir til ávinnings fyrir alla, bæði
einstaklinginn og atvinnurekandann.
Höfundur er formaður STAK, situr í
stjórn Sfmenntunarmiðstöðvar Eyja-
fjarðarfh. opinberra starfsmanna.