Morgunblaðið - 04.10.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.10.2000, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ 28 MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 2000 LISTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg Aðstandendur Shopping & Fucking í hinu nýja leikhúsi, Kvikmyndaverinu. Fyrsta sýningin í nýju leik- húsi, Kvikmyndaverinu SYNING Egg-leikhússins í sam- starfi við Leikfélag Islands á leik- ritinu Shopping & Fucking hefur gengið vel, að sögn aðstandenda, og hefur verið uppselt á allar sýn- ingar í Nýlistasafninu. Því hafa Egg-leikhúsið og Leikfélag ís- lands ákveðið að flylja sýninguna í nýtt leikhús þar sem hefur verið starfrækt kvikmyndaver að und- anförnu og er í tengibyggingu við Loftkastalann. Þar verður rýmra um sýninguna og sæti fyrir um 200 áhorfendur. Takmarkaður sýningafjöldi verður í Kvikmynda- verinu vegna anna leikaranna. Með hlutverkin í Shopping & Fucking fara sem áður leikararnir Agnar Jón Egilsson, Atli Rafn Sig- urðarson, Hjalti Rögnvaldsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir og Ólafur Darri Ólafsson. Auk þess kemur fram í sýningunni tónlistar- höfundur sýningarinnar, Dj. Darri Lorenzen. Leikstjóri er Viðar Eggertsson, Bjarni Jónsson þýddi leikritið og er dramatúrg ásamt Hrafnhildi Hagah'n. Utlitshönnuð- ur er Sonný Þorbjörnsdóttir og lýsingu annast Sigurður Kaiser. Shopping & Fucking verður frumsýnt í Kvikmyndaverinu laug- ardaginn 7. október kl. 22.30. Önnur sýning verður fimmtudag- inn 12. október kl. 20.30, þriðja sýning verður miðnætursýning föstudaginn 13. október og hefst hún kl. 23.30. Miðasala verður sem áður í Iðnó alla virka daga kl. 12- 18 og við innganginn að Kvik- myndaverinu (í Loftkastalanum) fyrir sýningu. Morðrannsókn á niyrkum tímum BÆKUR Þjdd skáldsaga FRJÁLSAR HENDUR Höfundur Carlo Lucarelli. Kolbrún Sveinsdóttir íslenskaði. Mál og menning, Reykjavík 2000.107 bls. SNEMMA í sakamálasögunni Frjálsar hendur eftir Carlo Lucarelli lætur aðalpersóna bók- arinnar, De Luca lögregluforingi eftirfarandi orð falla við aðstoð- armann sinn: „Heldurðu að hægt sé að rannsaka þennan glæp? Hver heldurðu að hafi áhuga á því nú þegar Bandaríkjamenn nálgast Bologna? Eg sker mig á háls ef þeir leyfa okkur að halda áfram rannsókn." De Luca er þá nýbúinn að útskýra fyrir honum pólítíska valdastöðu embættis- mannsins sem fannst myrtur og telur líklegt að rannsóknin verði ekki langlíf. En róðurinn þyngist eftir því sem sögunni vindur fram og nokkru síðar segir De Luca, enn myrkari í máli, „Ef ég rannsaka málið er ég dauður, rannsaki ég það ekki er ég samt dauður, er hægt að vinna svona?“ Hann varpar þessari spurningu fram í örvæntingu en ljóst er að titill bókarinnar, Frjálsar hendur, er einkar kald- hæðnislegur því það er einmitt það sem De Luca skortir; frjáls- ar hendur við rannsókn sína. Morðrannsóknin á sér stað í hinu fasíska Saló-lýðveldi á Norður-Italíu við stríðslok í apr- ílmánuði 1945 og loftið er lævi blandið. Hér liggur einmitt helsti styrkur bókarinnar, sögusviðið er áhugavert og höfundur leggur allnokkra áherslu á að draga upp sannfærandi mynd af lögreglu- rannsókn í skugga ósigurs Öxul- veldanna. De Luca og menn hans stíga inn í hringiðu átaka ólíkra fylkinga á borð við fasista, Þjóð- verja, andspyrnuhreyfinguna og Bandamenn og þurfa því að gæta sín við hvert fótspor. Rannsóknin flækist, umturnast og verður að mesta hildarleik sökum martrað- arkennds og fallvalts ástands Ítalíu við lok seinni heimsstyrj- aldarinnar. Þjóðin er í sárum og valdamenn fasistaflokksins bíða færis á að flýja, sumir eftir að hafa reynt að koma sér í mjúkinn hjá Bandamönnum með því að svíkja samferðarmenn sína. Borgarar hverfa í hendur póli- tískrar sérdeildar lögreglunnar en henni hafði De Luca einmitt tilheyrt. Þegar hann snýr aftur í gömlu höfuðstöðvarnar má heyra óp fanganna sem verið er að pynta. Andspyrnuhreyfingin ger- ir árásir úr leyni og Svartstakka- deildir hersins skjóta úr vopnum sínum út í bláinn, eða að tóminu, dálítið eins og sjóliðarnir á ánni í Innstu myrkrum Conrads. Ótti og tortryggni eru þannig rík ein- kenni söguheimsins. Frjálsar hendur er fyrsta bókin í sagna- flokki um De Luca lögreglufor- ingja og svipar hvað pólitískt umhverfi varðar nokkuð til rit- raðarinnar um Porfiry Rostnikov eftir Stuart Kaminsky, en sögu- hetja hennar þarf sömuleiðis að etja kappi við lausn sakamála undir oki flokksins og leyniþjón- ustunnar. Það sem má hins vegar helst finna að skáldsögunni sem hér er til umfjöllunar er fléttan og persónusköpunin. Utan við De Luca lögregluforingja gerir höf- undur ekki minnstu tilraun til að blása lífi í persónur verksins. Þær eru ýmist eins og kettir í myrkri, læðast um í bakgrunnin- um svo að lesandi verður þeirra ekki var nema hann hvessi aug- un, ellegar þær eru gæddar yfir- borðskenndum einkennum eða lýst á staðlaðan hátt (greifinn er hrokafullur, löggan er með fer- kantað lögguandlit, gestapófor- inginn er með heiðblá augu o.s.frv.). Sjálfur er De Luca ekki ýkja frumleg sköpun enda þótt hann sé burðarstólpi frásagnar- innar; órakaður, síþreyttur, illa til fara, einsamall, með magasár en innst inni, eins og flestar löggur harðsoðnu hefðarinnar, er hann fánaberi réttlætis sem sættir sig ekki við neitt hálfkák í rannsókn áinni, jafnvel þótt hann standi andspænis yfirþyrmandi ofurefli. Þá er fléttan spunnin á heldur einfeldningslegan hátt; þeir sem grunaðir eru um glæp- inn eru látnir marséra fram hjá lesandanum í fyrstu köflunum, líkt og um morguntalningu í stríðsfangabúðum sé að ræða. Síðan eru þeir afgreiddir einn af öðrum þar til sá hinn seki stend- ur eftir berstrípaður fyrir augum lesenda í lokin. Vandamálið er ekki bara að lausnin sé fyrirsjá- anleg heldur er hún í öllum grundvallaratriðum óáhugaverð, í staðinn fyrir að leysa flækjurn- ar eru þær bara lagðar til hliðar eins og þær skipti ekki lengur neinu máli. Þessir þættir verða sögunni að falli og það verður að segjast að í samanburði við margar prýðilegar sakamálasög- ur sem komið hafa út á íslensku á síðustu misserum ristir Frjáls- ar hendur ekki djúpt. Björn Þór Vilhjálmsson I stórskorn- um stakki TONLIST S a I u r i n n KAMMERTÓNLEIKAR Fimm sellósónötur Beethovens - í F & g Op. 5,1-2, A Op. 69 og C & D Op. 102,1-2. Sigurður Halldórsson, selló; Daníel Þorsteinsson, pianó. Laugardaginn 30. september kl. 15. HALDA mætti að ákveðin mara- þon-álög hafi hvílt á Sigurði Hall- dórssyni upp á síðkastið eftir „heildarúttektum“ hans að dæma á afurðum tónsnillinga, fyrst á öllum einleikssellósvítum Bachs í Skál- holti og nýlegast á öllum fimm sellósvítum Beethovens í Salnum á laugardaginn var - sem vitaskuld var ekki síðri raun fyrir Daníel Þorsteinsson píanóleikara. Það er út af fyrir sig virðingarvert fyrir kappsama unga hljómlistarmenn að færast mikið í fang, og eflaust stælandi fyrir þrótt og úthald og jafnvel örvandi fyrir þroskann. Samt er eins og fylgi viss vestur- lenzk nútímaóþreyja því að af- greiða þannig heila tóngrein tiltek- ins höfundar á einu bretti, hvort sem grasserandi „komplett“-útgáf- ur hljómplötuframleiðenda seinni ára kunna að stuðla þar að eða ekki. Frá sjónarhóli tónleikagests- ins er aftur á móti vandséðara hvaða tilgangi slík jörmunfram- reiðsla ætti að þjóna í sjálfri sér. Telja verður harla ólíklegt að Beethoven ætlaðist til að allar són- ötur hans fimm fyrir selló og píanó yrðu leiknar á einu og sömu tón- leikum. I fyrsta lagi voru þær samdar fyrir smærri sali heldri manna og náið samband við hlust- endur. I annan stað liðu hartnær tuttugu ár milli tilurðar elztu og yngstu sónatnanna - heill hafsjór á gífurlegum þróunarferli tónskálds er byrjaði í settlegri vínarháklass- ík en endaði í rífandi framúrstefnu - og því næsta ósennilegt að meistarann hafi nokkurn tíma langað til að stilla æskuverkum sínum við hlið þroskasmíða efri ára á opinberum tónleikum. Hitt má nefna til réttlætingar, að dæmigerður klassíkunnandi nú- tímans er mótaður af afturhverfri söguhyggju sem var samtíma- áheyrendum Beethovens framandi, þegar elzta tónleikaefnið var sjald- an meira en 20-30 ára gamalt. Það hefði því hugsanlega mátt verja „grettistak" þeirra Sigurðar sem sjaldfengið tækifæri til að varpa einhverju sögulegu ljósi á þróunar- feril tóngreinar þar sem Beethov- en var meðal helztu frumkvöðla. En þá brá svo einkennilega við, að niðurröðun dagskrár var ekki höfð í tímaröð, heldur var stokkið fram og aftur: 1815 - 1795 - 1808 - 1815 - 1795, eða eftir verknúmerum: Op. 102,1 - Op. 5,1 - Op. 69 - Op. 102,2 & Op. 5,2, og var illmögulegt að sjá hvaða hugsun byggi þar að baki, nema ef vera skyldi flutn- ingsvæn hagræðing fyrir flytjend- ur sjálfa. Og kannski ekki nema von, á tónleikum sem teygðu sig í hátt á þriðju klukkustund með tveimur hléum (þar sem hið seinna kom að litlu gagni kaffiþurfa tón- leikagestum meður því greiðasalan var lokuð). Því Beethoven réðst að vanda hvergi á garðinn þar sem hann var lægstur, ekki einu sinni í æskuverkunum tveimur. Tvær sónötur í röð eru fullnuma hljóm- listarmönnum ærið verkefni á blönduðum tónleikum, hvað þá fimm. Og sama má eflaust segja um meðaláheyrendur hvað úthald varðar. Hafi ekki verið til staðar haldgóð þekking og dálæti á þess- um verkum - sem þrátt fyrir að þau þykja standa vel við meðallag líklega eins vandvirkasta tónhöf- undar allra tíma eru ekki ýkja oft spiluð, allra sízt mörg í senn - er hætt við að slík fimbulframreiðsla reynist ýmsum hlustanda ofviða, nema takist að laða fram þann galdur sem raunar aðeins er stór- snillinga og sem kemur tímanum til að fljúga hjá sem örskot væri. Skemmst er frá að segja, að undirritaður upplifði ekki þann galdur að þessu sinni. Margt var að vísu vel gert, og mátti víða heyra verulega framför frá því er þeir félagar báru fyrst túlkun sína á torg í tvennu lagi í Gerðubergi vorið 1997, kannski ekki sízt í sellóröddinni, sem var t.a.m. öllu öruggari í hæðinni nú en þá. En það vantaði enn sem fyrr töluvert upp á breiddina í uppbyggingu lotna og hendinga beggja, og óöf- undsvert hlutskipti píanistans að halda uppi dramatískri stígandi án þess að valta yfir sellóið heppnað- ist ekki alltaf sem skyldi. Bæði var að sellóið barst verr í Salnum en í Gerðubergi, og eflaust velmeinuð sparneytni píanistans á fortepedal virtist oft á kostnað æskilegrar mýktar. Þegar á allt er litið var út- koman að mínum smekk svipminni en til þurfti og áferð verkanna inn- byrðis einum of keimlík til að halda fullri athygli og spennu í risavaxinni dagskrá sem þessari. Einna bezt tókst þeim Sigurði og Daníel kannski upp í síðasta verk- inu, g-moll sónötunni Op. 5 nr. 2, þar sem Adagio sostenuto e espressivo (I.) náði að syngja af tilfinningu og skáldskap, og tölu- vert flug var einnig yfir úthalds- krefjandi víravirki bæði píanós og sellós í lokarondóinu. En að reynslu fenginni er spurning hvort rismeiri og fjölbreyttari túlkun hefði ekki náðst með því að sníða sér ögn þrengri stakk, til ágóða fyrir vandfýsni og yfirlegu, og láta eina til tvær sónötur duga að sinni. Ríkarður Ö. Pálsson Leirlist í Lins- unni ÞÓRA Sigurþórsdóttir er listakona mánaðarins í gleraugnaversluninni Linsunni en verslunin hefur tileinkað íslensku listafólki sýningarglugga sína í Aðalstræti og við Laugaveg á þessu menn- ingarborgarári. Til sýnis eru margvís- legir keramikskúlptúrar þar sem listakonan notar m.a. hrosshár og hrúts- horn. Utstillingarhönnuð- ur er Brigitte Lúthersson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.