Morgunblaðið - 04.10.2000, Síða 49

Morgunblaðið - 04.10.2000, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fyrirlestur um brjósta- myndatöku GUÐRÚN Ámadóttir, MA í sálar- fræði, verður með rabb fimmtudag- inn 5. október á vegum Rannsókna- stofu í kvennafræðum í Odda, stofu 201, kl. 12-13. Rabbið ber yfirskrift- ina „Hvað hindrar konur í að mæta í brjóstamyndatöku?“. Allir velkomnir. í fréttatilkynningu segir: „Brjósta- krabbamein, ásamt lungnakrabba- meini, er langalgengasta dánarorsök íslenskra kvenna á miðjum aldri. Nýgengi brjóstakrabbameins hefur aukist verulega, en lífslflnn- kvenna hafa einnig aukist með tflkomu bættr- ar greiningartækni og árangursríkari meðferða. Þrátt fyrir árangur reglu- bundinnar brjóstamyndatöku hefur mæting íslenskra kvenna ekki verið eins góð og almennt gerist í ná- grannalöndum okkar.“ Kaffitár opn- ar heimasíðu KAFFITÁR ehf., sem rekur kaffi- brennslu í Njarðvík og kaffihús í Kringlunni og í Bankastræti í Reykjavík, hefur opnað heimasíðu á Netinu. Veffangið er www.kaffl- tar.is Heimasíðunni er ætlað að flytja fréttir, kynna starfsemina og vöruvalið, auðga kaffilíf þjóðarinn- ar með fróðleik og ábendingum til kaffiunnenda og síðast en ekki síst eru uppskriftir að kaffidrykkjum, kökum og hátíðarmat á síðunni, svo eitthvað sé nefnt, segir í fréttatilkynningu. Kaffitár ehf. fagnar 10 ára af- mæli um þessar mundir og er opn- un heimasíðunnar liður í þeim há- tíðahöldum. Lýst eftir vitnum UMFE RÐARÓHAPP varð á Bú- staðavegi við Kringlumýrarbraut (Bústaðabrú), föstudaginn 29. sept- ember kl. 11.07 en þar lentu í árekstri Honda-fólksbifreið og Dodge-pallbifreið. Ökumenn greinir á um stöðu umferðarljósa er árekst- urinn varð. Vitni að árekstrinum eru vinsam- lega beðin að hafa samband við lög- regluna í Reykjavík. Afhenti trúnaðarbréf ÞÓRÐUR Ægir Óskarsson sendi- herra afhenti 2. október Pino Arl- acchi, yfirmanni Skrifstofu Samein- uðu þjóðanna í Vínarborg, trún- aðarbréf sitt sem fastafulltrúi Islands hjá stofnunum Sameinuðu þjóðanna þar í borg. Gengið á slóð- um g’ömlu eimreiðanna HAFNARGÖNGUHÓPURINN stóð íyrir gönguferð sl. miðvikudags- kvöld á þeim slóðum sem önnur eim- reiðanna fór um Vesturbæinn og Skildinganesmelana til efnistöku fyrir hafnargerð í Reykjavík 1913- 1917. í kvöld er hugmyndin að hefja gönguferðina þar sem frá var horfið við grjótnámið í Öskjuhlíð og fylgja eins og kostur er leið eimreiðanna úr grjótnáminu og malarnáminu austan í Skólavörðuholtinu niður að Rauð- arárvík og með gömlu strandlengj- unni út á Ingólfsgarð. Gönguferðinni lýkur við Hafnarhúsið. Mæting er við Hafnarhúsið, Mið- bakkamegin kl. 20 og farið með SVR suður undir Öskjuhlíð að Hótel Loft- leiðum og þaðan farið um kl. 20.30. Allir eru velkomnir. KIRKJUSTARF Safnaðarstatf Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á eftir. Grensáskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Allar mæður velkomnar með lítil böm sín. Samverustund eldri borgara kl. 14. Biblíulestur, bænastund, kaffiveitingar og sam- ræður. TTT-starf (10-12 ára) kl. 16.30. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra bama kl. 10-12. Fræðsla: Brjóstagjöf: Kolbrún Jóns- dóttir, hjúkrunarfræðingur. Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyrirbænir í dag kl. 18. Langholtskirkja. Kyrrðar- og fyr- irbænastund kl. 12-12.30. Orgelleik- ur og sálmasöngur. Eftir kyrrðar- stundina er létt máltíð í boði í safnaðarheimili kirkjunnar. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 11-16. Kaffi- sopi, spjall, heilsupistill, létt hreyf- ing, slökun og kristin íhugun. Við göngum til bænagjörðar í kirkjunni kl. 12. Að henni lokinni er sameinast yfir kærleiksmáltíð (kr. 500). Síðan er spilað, hlustað á upplestur eða málað á dúka og keramik. Eldri borgurum sem komast ekki að öðr- um kosti til kirkjunnar er boðið upp á akstur að heiman og heim þeim að kostnaðarlausu. Hafið samband við Svölu Sigríði Thomsen djákna í síma 520-1314. Laugarneskirkja. í tilefni af starfsdegi kennara er efnt til dóta- markaðar til ágóða fyrir börn á Ind- landi. Nánar auglýst í skólanum. Fermingarfræðslan kl. 19.15. Ungl- ingakvöld Laugameskirkju, Þrótt- heima og Blómavals kl. 20. (8. bekk- ur). Neskirkja. Opið hús kl. 16. Kaffi- veitingar. Biblíulestur kl. 17 í um- sjón sr. Franks M. Halldórssonar. Bænamessa kl. 18. Sr. Frank M. Halldórsson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðar- og bænastund kl. 12. Léttur málsverður á eftir í safnaðarheimilinu. Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldr- aðra. Opið hús í dag kl. 13-16. Hand- mennt, spjall og spil. Fyrir- bænaguðsþjónusta kl. 16. Bænar- efnum er hægt að koma til presta safnaðarins. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnaðar- heimilinu eftir stundina. Kirkju- prakkarar. Starf fyrir 7-9 ára börn kl. 16. TTT-starf fyrir 10-12 ára kl. 17.15. Digraneskirkja. Æskulýðsstarf KFUM&K og Digraneskirkju kl. 20. Fella- og Hólakirkja. Kyrrðar- og bænastund kl. 12 í umsjón Lilju G. Hallgrímsdóttur djákna. Organisti kirkjunnar leikur á orgelið frá kl. 12. Kl. 12.10-12.25 er helgistund þar sem m.a. þakkar- og bænarefni era lögð l'ram fyrir Guð. Eftir stundina í kirkjunni er léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu gegn vægu gjaldi. Samvera fyrir fullorðna (opið hús) er svo í framhaldinu til kl. 15. Keyrsla til og frá kirkju stendur til boða fyrir þá sem þurfa. Þeir láti vita í síma 557-3280 fyrir kl. 10 á miðvikudags- morgnum. Þakkar- og fyrirbænaefn- um má koma til presta, djákna og annarra starfsmanna kirkjunnar. Starf fyrir 9-10 ára stúlkur kl. 15-16. Helgistund í Gerðubergi á fimmtu- dögum kl. 10.30. Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Altarisganga og fyrir- bænir. Boðið er upp á léttan hádegis- verð á vægu verði að lokinni stund- inni. Allir velkomnir. KFUM fyrir drengi 9-12 ára í dag kl. 16.30-17.30. Kirkjukrakkar í Engjaskóla kl. 18- 19. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17. Kópavogskirkja. Samvera 8-9 ára barna í dag kl. 16.45-17.45 í safnaðar- heimilinu Borgum. TTT-samvera 10- 12 ára bama í dag kl. 17.45-18.45 í safnaðarheimilinu Borgum. Seljakirkja. Kyrrðar- og bæna- stund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúk- um, allir velkomnir. Tekið á móti fyr- irbænaefnum í kirkjunni og í síma 567-0110. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14-16.30. Helgi- stund, spil og kaffi. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðar- stund kl. 12. Hugleiðing, altaris- ganga, fyrirbænir, léttur málsverður á eftir í Ljósbroti, Strandbergi, kl.13. Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund kl. 20. Allir velkomnir. Boðunarkirkjan. í kvöld kl. 20 heldur áfram námskeið þar sem dr. Steinþór Þórðarson mun kenna þátt- takendum að merkja biblíuna og hvernig á að leita í henni. Eftir slíkt námskeið verður biblían aðgengi- legri og aðveldara að fletta upp í henni. Efni kvöldsins: Jesús Kristur. Allir era hjartanlega velkomnir og aðgangur kostar ekkert. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl. 12.10. Samverastund í Kirkjulundi kl. 12.25, súpa, salat og brauð á vægu verði. Allh- aldurshóp- ar. Umsjón Ásta Sigurðardóttir. Alfanámskeið í Kirkjulundi kl. 19 og lýkur í kirkjunni um kl. 22. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 12 fyrsta bæna- og kyrrðarstund vetrarins í Landakirkju. Organleik- ur og fyrirbænir. Kl. 20-22 opið hús í KFUM&K-húsinu, borðtennis, fót- bolti, snóker, bara nefndu það. Ytri-Njarðvíkurkirkja. STN- starf. Fyrsti skipti í dag kl. 16.30 og verður í umsjá Vilborgar Jónsdótt- ur. Þetta starf er ætlað börnum 6-9 ára og verður á miðvikudögum í vet- ur. Fíladelfía. Súpa og brauð kl. 18. Kennsla kl. 19, krakkaklúbbur, unglingafræðsla, grannfræðsla, kennsla fyrir enskumælandi og bibl- íulestur. Allir velkomnir. Ath. breyttan tíma. Hólaneskirkja, Skagaströnd. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. DULSPEKI Miðlun - spámiðlun Lífssporin úr fortíð í nútíð og framtíð. Tímapantanir og upplýsingar í símum 692 0882 og 561 6282, Geirlaug. FÉLAGSLÍF FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKIWI6 - SÍMI S68-2S33 Myndasýning: Ingvar Teits- son, formaður Ferðafélags Ak- ureyrar, sýnir myndir og segir frá Öskjuveginum og Bisk- upaieiS um Odáðahraun í F.I.- salnum föstudaginn 6. október kl. 20:30. Aðgangseyrir kr. 500. Kaffiveitingar í hléi. www.fi.is. textavarp RUV bls 619. I.O.O.F. 18 = 1811048 = □ GLITNIR 6000100419 I I.O.O.F. 7 = 1811047 = Rk I.O.O.F. 9 = 1814107V2 = Rk. □ HELGAFELL 6000100419 IVA/ Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. ÉSAMBAND ÍSLENZKRA ____' KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58. Samkoma í kvöld kl. 20.30. Skúli Svavarsson talar. Allir hjartanlega velkomnir. http://sik.is MIÐVIKUDAGUR 4. 0KTÓBER 2000 49 Astrcu vidfyntus syKs Astra 4ra dyra 1.2 - kr. 1.313.000,- Astra 4ra dyra 1.6 - kr. 1.539.000,- Astra 3ja dyra 1.2 - kr. 1.241.000,- Astra 3ja dyra 1.6 - kr. 1.486.000,- Astra 5 dyra 1.2 - kr. 1.293.000,- Astra 5 dyra 1.6- kr. 1.519.000,- Astra station 1.2 - kr. 1.344.000,- Astra station 1.6 - kr. 1.582.000,- Búnaður m.a.: loftpúðar - ABS hemlakerfi (1.6) - vökva-, velti og aðdráttarstýri - rafdrifnar rúður (1.6) - litað gler - verðlaunuð hljómflutningstæki - hæðarstillt bílstjórasæti - hæðarstillt bflbelti -12 ára ábyrgð gegn gegnum- tæringu - fjarstýrðar samlæsingar - rafstýrðir og upphitaðir hliðarspeglar (1.6) Þýskt eðalmerki Bílheimar ehf. Sævarhöfba 2a Sími:525 9000 wwvv. bilheimar. is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.