Morgunblaðið - 17.10.2000, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Landlæknir telur ekki þörf á að hækka bflprófsaldur
Segir umferðarslysin
ekki einkamál yfírvalda
Slysavarnaráð efndi fyrir helgina til lands-
þings um slysavarnir og var yfírskrft þess:
Eru slys óheppnin ein? Var rætt um þrjá
málaflokka: Skráningu slysa, umferðarslys
og slys í frítíma. Jóhannes Tómasson fylgd-
ist með nokkrum fyrirlestranna.
„SLYS eru ekki óheppnin ein.
Varnir gegn slysum byrja og enda
hjá okkur sjálfum, þjóðarsálinni.
Frumkvæðið og ábyrgðin liggur
fyrst og fremst hjá okkur sjálfum,"
er efni ályktunar sem samþykkt var
á landsþingi um slysavarnir. Sig-
urður Guðmundsson landlæknir
sagði þar meðal annars að ekki ætti
að endurnýja ökuleyfi þeirra sem
væru háðir vímuefnum eða ofnot-
uðu lyf.
Landlæknir vísaði í reglugerð frá
árinu 1997 um að ekki mætti veita
ökuleyfi þeim sem ofnotuðu lyf og
áfengi. Hann sagði þessari reglu
ekki framfylgt og taldi það að ein-
hverju leyti læknum að kenna.
Sigurður varpaði fram þeirri
spumingu hvort íslendingar gætu
breytt hegðan sinni í umferðinni og
ábyrgðin væri okkar, ökumannanna
sjálfra. Hann minntist á unga öku-
menn og sagði vitað að hlutfall
þeirra í slysum væri hátt en hann
kvaðst ekki sannfærður um að
hækkun ökuleyfisaldurs í 18 ár
myndi bæta þar úr, það væri að
sínu mati aðeins frestun á vandan-
um. Benti hann á þá leið að ungir
ökumenn yrðu að endurnýja öku-
skírteini sitt árlega fyrstu þrjú árin.
Raunhæft að geta fækkað
slysum um 20%
Sigurður taldi markmið áætlunar
dómsmálaráðherra um fækkun um-
ferðarslysa um 20% á fimm árum
raunhæf þrátt fyrir slysaöldu sum-
arsins. Landlæknir sagði umferðar-
slys ekki einkamál lögreglu, dóms-
málaráðuneytis, heilbrigðisyfirvalda
eða annarra slíkra aðila, heldur
málefni þjóðarinnar allrar og ekki
yrði unnt að draga úr vanda um-
ferðarslysa nema við öll vildum
sjálf. Þekking og viðhorf væru und-
irstaða að breytni og erfitt væri að
rísa undir ábyrgð nema menn
gerðu sér grein fyrir þýðingu þess
hvað hegðan í umferðinni skipti
miklu máli.
Orsökin er hjá ökumönnum
„Meginorsök umferðarslysa er al-
veg ljós, hún er hjá okkur sjálfum,
hún er hjá ökumönnunum. Við vit-
um um þá þrjá þætti sem valda
mestu, þ.e. að nota ekki bílbelti, að
aka drukkin og aka of hratt,“ sagði
landlæknii- og gerði umferðarmenn-
ingu að umtalsefni, sagði að þar
giltu orð Biblíunnar um að „það
sem þér viljið að aðrir menn gjöri
yður það skuluð þér og þeim
gjöra“. Sagði hann nauðsynlegt að
ná þessu hugarfari þegar umferðin
væri annars vegar.
Sigurður taldi hægt að bæta um-
ferðarmenningu með meiri skólun
og hæfnismati og til dæmis með
endurmenntun þeirra sem yllu slys-
um. Hann benti einnig á hættu þess
að nota farsíma í akstri. Hann taldi
rétt að setja reglur um notkun
handfrjáls búnaðar við farsímanotk-
un í bílum.
Bflbelti í öllum
gerðum bfla
Þá varpaði landlæknir því fram
hvort ekki væri rétt að útvíkka
skyldunotkun bílbelta. Hún ætti að
vera skylda í gömlum rútum sem
nýjum, strætisvögnum og leigubíl-
um. Með því væri verið að senda
skilaboð um þýðingu öryggisbelta á
öllum sviðum.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Jens M. Lauritsen, sérfræðingur frá Danmörku, var meðal fyrirlesara á landsþingi um slysavarnir sem haldið
var á vegum Slysvarnaráðs.
Setning markmiða
brýn í slysavörnum
Brýnt að meta
áhættu af ferðum
í óbyggðir
Skipu-
leggja þarf
viðbrögðin
betur
MEÐ auknum ferðum á hálendið og
svæði langt utan alfaraleiðar er
nauðsynlegt að skipuleggja betur
viðbrögð við slysum á þessum stöð-
um, var meðal þess sem Kristbjörn
Óli Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri Slysavarnafélagsins Lands-
bjargar, gerði að umtalsefni í erindi
sínu á landsþinginu.
Kristbjörn Óli sagði slys á vél-
sleðum hafa aukist, ekki þyrfti að
minnast á rútuslys í sumar og oft
yrðu einnig slys tengd hesta-
mennsku. Langt væri fyrir ferða-
langa að sækja hjálp og nefndi hann
sem dæmi að tveir lögreglumenn á
vakt á Húsavík yrðu að bregðast við
og sinna slysum allt upp á Vatna-
jökul, í nokkur hundruð km fjar-
lægð, ef boð kæmi um slys þar til
Neyðarlínunnar væri haft samband
við Húsavík. Hann kvaðst ekki vilja
gera lítið úr þætti lögreglunnar en
ljóst væri að fleiri aðilar kæmu til
og huga þyrfti betur að skipulagi.
Hann sagði samvinnu lögreglu,
sjúkraflutningamanna og björgun-
araðila mjög góða en nauðsynlegt
væri að fyrir hendi væri skipulag
um hvemig bregðast ætti við þegar
slys yrðu fjarri byggð.
Fer ðaþj ónustan
geri áhættumat
Framkvæmdastjórinn sagði
brýnt að ferðaþjónustuaðilar gerðu
áhættumat á þeim stöðum sem
ferðast væri til með hópa og við-
bragðsáætlun. Sagði hann lítið um
slíkt hérlendis en nefndi að Addís
hefði þó komið upp slíku kerfi sem
kynnt hefði verið björgunarsveit-
um. Hann gerði varnir við Gullfoss
að umtalsefni og sagði fráleitt ann-
að en girða af gilbrúnina neðan við
fossinn þar sem gras væri jafnan
blautt og hált. Þar hefði ferðamaður
af erlendu bergi brotinn fallið niður
og farist á síðasta ári og lýsti hann
eftir að bætt yrði úr á þessum fjöl-
famasta ferðamannastað landsins.
SETNING markmiða er brýn þeg-
ar slysavarnir eru annars vegar en
þau er hægt að setja þegar upp-
lýsingar og tölfræði liggja fyrir um
slysaþróun, sagði danski sérfræð-
ingurinn Jens M. Lauritsen í sam-
tali við Morgunblaðið. Hann var
meðal fyrirlesara á landsþingi um
slysavarnir og fjallaði hann þar um
hagnýtingu tölfræðilegi-a upplýs-
inga um slys.
Lauritsen sagði landsnefnd um
umferðaröryggi í Danmörku ný-
lega hafa sett fram áætlun um
markmið til ársins 2012. Ætlunin
væri að draga úr slysum sem or-
sökuðust af hraðakstri, slysum á
hjólreiðamönnum, slysum á hættu-
legum gatnamótum og slysum
vegna ölvunaraksturs. Hann sagði
hverju byggðarlagi í sjálfsvald sett
til hvaða forvarna það gripi, nefnd-
in setti fram eins konar hug-
myndabanka um aðgerðir og áætl-
anir um kostnað. Hann benti á sem
dæmi að hraði skipti mjög miklu
máli varðandi slys á gangandi
fólki. Ef ekið væri á gangandi á 45
km hraða hlytu yfir 40% þeirra
varanlegan skaða en ef hraðinn
væri aðeins 35 km lækkaði hlutfall
þeirra í innan við 20%.
Færri slys á hringtorgum
en gatnamótum
Lauritsen nefndi sem dæmi að
danska vegagerðin hefði látið
breyta vegamótum á sjö fjölförn-
um þjóðvegum landsins fyrir fimm
árum. Þá hafði komið í ljós eftir
tveggja til fimm ára athugun að
umferðarslys voru tíð á þessum
vegamótum og var þeim þá breytt í
hringtorg. Eftir það fækkaði slys-
um um 80% og eignatjón minnkaði
um 25%. Á nokkrum fáfarnari
þjóðvegum var einnig gripið til
sömu aðgerða og dró úr slysum
þar um 66%. Segir Lauritsen það
m.a. vera vegna þess að ökumenn
urðu að fara hægar um hringtorg
en gatnamót þar sem annar vegur-
inn hafði réttinn. Miðað við að
meðalkostnaður við hvert slys væri
sem svarar einni milljón íslenskra
króna sagði Lauritsen þetta þýða
mikinn sparnað.
Lauritsen nefndi líka dæmi um
rannsóknir eða athuganir á orsök-
um slysa, t.d. á öldruðum, og benti
á ákveðið sinnuleysi í því sam-
bandi. Þegar gamalt fólk hrasaði
eða dytti væri kannski ekki hugsað
mikið meira um en að hlúa að því.
Ekki væri grafist fyrir um orsök
þess að viðkomandi féll en það
væri hins vegar merki um að eitt-
hvað gæti verið að.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Varaformaður
Slysavarnaráðs
Slys mesta
félag’s- og
heilbrigðis-
vandamálið
SLYS eru mesta félags- og heil-
brigðisvandamál íslensku þjóðar-
innar og þau kosta samanlagt um
30 milljarða króna á ári, var meðal
þess sem kom fram í fyrirlestri
Brynjólfs Mogensen, læknis og
varaformanns Slysavarnaráðs, á
landsþingi um slysavarnir sem
haldið var á föstudag af Slysavarna-
ráði. Yfirskrift þess var: Eru slys
óheppnin ein? Brynjólfur ræddi um
þýðingu samræmdrar slysaskrán-
ingar og hvernig nýta mætti upp-
lýsingar hennar til forvarna.
Brynjólfur sagði kostnað við slys
hlaða utan á sig og ef allt væri talið
væru slysin langmesta félags- og
heilbrigðisvandamál þjóðarinnar og
hér á landi mættum við þola flest
glötuð starfsár vegna ótímabærs
dauða ungs fólks, þeirra sem látast
í slysum. „Mun fleiri en þeirra sem
deyja úr krabbameini eða hjarta-
og æðasjúkdómum," sagði læknir-
inn. Brynjólfur sagði að í hinum
vestræna heimi væru umferðarslys
ein og sér í 8. sæti yfir félags- og
heilbrigðisvandamál og að þau
sköpuðu um helming alls kostnaðar
við slys. Hann sagði að talið væri að
kringum 60 þúsund manns slösuð-
ust á hverju ári og árlegur kostnað-
ur væri um 30 milljarðar.
Upplýsingar notaðar
í forvörnum
Brynjólfur sagði mikilvægt að
slysaskráning væri örugg og að
menn vissu hvernig nota ætti upp-
lýsingar hennar. „Við ætlum ekki
að búa til töflur, við ætlum að nota
upplýsingarnar til að fyrirbyggja
slys.“ Hann sagði nauðsynlegt að
einfalda skráninguna og að þar
yrðu engar persónulegar upplýs-
ingar, aðeins fjöldi, aldur og kyn og
síðan tegund slyss og orsakir og
hversu alvarlegt það væri. Nota
mætti upplýsingarnar til frekari
rannsókna, til samanburðar eftir
landsvæðum, hvar og hvernig hugs-
anlega þyrfti að grípa inn í með að-
gerðir og þar fram eftir götunum.
Hann sagði ísland fyrsta landið á
norðurhveli jarðar sem tæki upp ít-
arlega slysaskráningu.
Ávinning af slysaskráningu sagði
Brynjólfur vera aukna þekkingu og
þann að minnka mætti þetta mesta
félags- og heilbrigðisvandamál.
Ekki væri hægt að leysa vandann
en mögulegt ætti að vera hægt að
minnka hann. Draga mætti lærdóm
af orsökum slysanna og nota í for-
varnir. Ef takast mætti að draga úr
slysum og kostnaði vegna þeirra
um 1% spöruðust 300 milljónir
króna árlega. Það þýddi 1,5 millj-
arða á fimm árum.