Morgunblaðið - 17.10.2000, Side 18

Morgunblaðið - 17.10.2000, Side 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Seltirningar hækka útsvarið Seltjarnarnes BÆJARSTJÓRN Seltjarnar- ness samþykkti á fundi síðast- liðinn fimmtudag að hækka álagningarprósentu útsvars um 0,56% eða í 11,80%. Há- marksútvarsprósenta sveitar- félaga er nú 12,04%. Bæjarstjómin samþykkti hækkunina samhljóða að til- lögu meirihluta sjálfstæðis- manna en Högni Óskarsson og Sunneva Hafsteinsdóttir, fulltrúar minnihlutans, Nes- listans, lögðu fram bókun þar sem segir að upp sé komin sú staða sem var fyrirsjáanleg fyrir síðustu kosningar. „Undirstrikar þetta á hvem hátt sjálfstæðismenn sigldu undir fölsku flaggi í síðustu kosningabaráttu þeg- ar þeir hófu fagurgala sinn um góða fjármálastjómun með tilvísan til lágrar út- svarsprósentu og góðrar skuldastöðu. Skuldastaðan breyttist strax eftir kosning- ar og útsvarsprósentan nú. Stóran hluta ábyrgðarinn- ar á þessari stöðu verða flokksbræður og -systur meirihlutans í landstjóm að axla, en með þvergirðings- hætti og fullkomnu ábyrgðar- leysi neita forsætisráðherra, ráðherrar fjármála og menntamála, að veita stærri hluta af skattfé ríkisins til sveitastjórna þannig að þær geti staðið undir eðlilegum kröfum um metnaðarfullt skólastarf. Þó svo að hvergi séu út- svarstekjur af hverjum ein- staklingi hærri en á Seltjam- arnesi verður nú að fara þessa leið, en jafnframt ber að herða sóknina á hendur ríkis- valdinu til að sveitarfélög fái það rekstrarfé sem þeim ber til að tryggja eðlilegt skóla- starf.“ Meirihlutinn svaraði með bókun þar sem segir: „Hækkun útsvarsprósentu er nauðsynleg vegna aukinnar þjónustu við bæjarbúa, m.a. stórauknum kostnaði við fræðslumál. Skuldastaða bæj- arsjóðs hefur batnað eins og að var stefnt.“ í desember sl. ákvað fjármálaráðuneytið stað- greiðsluhlutfall ársins 2000 og hækkaði það í 38,37% úr 38,34%. Jafnframt var ákveð- ið að sveitarfélög gætu ákveð- ið útsvar á bilinu 11,24%^ 12,04%. Þá kom fram á heimasíðu fjármálaráðu- neytisins að af 124 sveitarfé- lögum í landinu noti 81 há- marksprósentu, 34 sveitar- félög séu með útsvar hærra en 11,60% en 9 sveitarfélög séu með lægra en 11,60%, þar af 6 með lágmarksútsvar. Morgunblaðið/Ásdís Starfsmenn KS-verktaka vinna nú við að stöðva þaklekann í Hafnarborg. Vatnshelt þak á Hafnarborg Hafnarfjörður NÚ standa yfir endurbætur á þaki Hafnarborgar - menn- ingar- og listastofnunar Hafnarfjarðar, við Strand- götu. Þakið hefur lekið tals- vert en með framkvæmdun- um á að stöðva lekann og er ráðgert að þeim hluta fram- kvæmdanna ljúki í nóvember. Þakið verður allt dúklagt með asfaltdúk og láréttar lektur settar á þökin og stál- klæðning fest ofan á þær. Nánast engin útlitsbreyting verður gerð. KS-verktakar sem vinna verkið fyrir rúmar 14 miHj- ónir króna. Óvíst er um verk- lok. Svæðið lokað en skiltið stendur Grafarholt •ÞRÁTT fyrir að vegurinn upp að skotæfingasvæðinu í Leirdal hafi verið rofinn þann 21. ágúst síðastliðinn vegna framkvæmda við væntanlega íbúðabyggð í Grafarholti stendur enn skilti við veginn með áletrun um að umferð um skotæf- ingasvæðið er bönnuð. Lausn hefur ekki fundist á æfingamálum skotmanna í borginni og mestur hluti eigna félagsins er enn á svæðinu. Borið hefur á því að fólk sem ekki hefur vitað að búið er að loka svæðinu hafi verið búið að koma sér fyrir og hefja æfingar á svæðinu í góðri trú þegar lögregla hefur komið á stað- inn, að ósk verktaka, og beðið það að hætta æfing- um. Kona, sem ræddi við Morgunblaðið vegna máls- ins, sagði að sér þætti furðulegt að fjarlægja ekki skiltið, sem merkir svæðið Skotfélagi Reykjavíkur, og setja þess í stað skilti um að svæðið sé lokað og æfingar bannaðar. Morgunblaðið/Jim Smart Afmæli Drafnarborgar var fagnað sl. föstudag og var þá velunnurum leikskólans og gömlum nemendum boðið í heimsókn til bamanna sem þar em nú við nám og leik. Drafnarborg 50 ára Vesturbær DRAFNARBORG við Drafn- arstíg, einn af elstu leikskól- um hér á landi, hefur nú starfað í rúm 50 ár og var tímamótunum fagnað sl. föstudag, 13. október, af böraum, starfsfólki, for- eldrum og öðmm velunnur- um. Þann dag árið 1950 hófst starfsemi Drafnarborgar í húsi sem Þór Sandholt arki- tekt hannaði. Drafnarborg og Barónsborg voru fyrstu leikskólarnir sem Reykjavík- urborg lét byggja sérstak- lega til þeirra þarfa en Sum- argjöf annaðist reksturinn. Áður hafði Sumargjöf sjálf útvegað sér húsnæði en sam- tökin voru umsvifamikil í rekstri leikskóla og dag- heimila í Reykjavík þar til 1978 að borgin tók starfsem- ina að sér. Frá stofnun og til 1991 var Bryndís Zoéga leikskóla- stjóri á Drafnarborg en hún lést nú í haust. Núverandi leikskólastjóri er Sigur- hanna V. Siguijónsdóttir. I dag dveljast 35 börn í 4-9 klst. á tveimur deildum í Drafnarborg en upphaflega voru börnin 119. Þá var leik- skólinn tvísetinn. Félagsþjónustan í Reykjavík og Fjölskyldumiðstöðin undirrita samning um fjölskylduráðgjöf Reykjavik Boðið upp á ókeypis viðtöl við sálfræðing FÉLAGSÞJÓNUSTAN í Reykjavík og Fjölskyldu- miðstöðin hafa undirritað samstarfssamning varðandi umsjón með fjölskylduráð: gjöf fyrir Reykvíkinga. í fréttatilkynningu frá Félags- þjónustunni segir að samn- ingurinn muni efla starf Fjölskyldumiðstöðvarinnar og að fjölskyldum standi auk þess til boða alls 1.600 viðtöl hjá Sálfræðiþjónustu Jó- hanns Loftssonar. „Hér er um nýmæli að ræða sem felur í sér sam- vinnu Félagsþjónustunnar, Fjölskyldumiðstöðvarinnar og sálfræðiþjónustu Jóhanns Loftssonar sálfræðings um starfrækslu aðgengilegrar, skjótvirkrar og faglega sterkrar fjölskylduráðgjafar fyrir alla Reykvíkinga," seg- ir í tilkynningunni. „Með þessu samstarfi stendur Reykvíkingum til boða veru- lega aukin þjónusta á þessu sviði.“ Forvarnarstarf Fjölskyldumiðstöðin, sem hefur aðsetur í Heilsuvernd- arstöðinni við Barónsstíg í Reykjavík, hefur umsjón með ráðgjöfinni, en um er að ræða forvamarstarf sem felst í því að veita fjölskyld- um í samskiptavanda ráð- gjöf. Sérstaklega verður leitast við að þjóna fjölskyldum barna og ungmenna í vímu- efnavanda, fjölskyldur of- virkra barna eða barna með athyglisbrest og fjölskyldum fatlaðra t.d. geðfatlaðra. Félagsþjónustan leggur miðstöðinni til sérmenntaðan félagsráðgjafa og greiðir að auki fyrir allt að 1.600 viðtöl árlega hjá Sálfræðiþjónustu Jóhanns Loftssonar, en samningurinn við Jóhann var gerður að undangengnu út- boði, í tilkynningunni segir að útboð slíkrar þjónustu sé nýmæli hér á landi. Allir geta nýtt sér þjónustuna Allir Reykvflringar geta nýtt sér þessa nýju þjónustu og er hún fjölskyldunum að kostnaðarlausu. „Fyrirkomulagið er ein- falt. Foreldrar geta snúið sér til félagsráðgjafa Fjöl- skyldumiðstöðvarinnar í síma 511-1599 og fengið kynningarviðtal. Þar er gengið frá nauðsynlegum formsatriðum. Þar taka þeir ákvörðum um hvort þeir nýta sér þjónustu Fjöl- skyldumiðstöðvarinnar eða Sálfræðiþjónustu Jóhanns Loftssonar. Lögð er áhersla á að skriffinska sé lítil sem engin, upplýsingaöflun sé í lágmarki og gögnum eytt svo fljótt sem þeirra er ekki þörf, nema um annað sé samið fyr- irfram. Trúnaðar er gætt til hins ýtrasta. Ráðgjafar Rauðakrosshússins við Tjarnargötu, Miðgarðs og Félagsþjónustunnar geta einnig vísað milliliðalaust til Jóhanns.“ Fjölskyldumiðstöðin hefur verið starfrækt frá árinu 1997 og eins og áður sagði hefur hún aðsetur í Heilsu- verndarstöðinni við Baróns- stíg. Miðstöðin hefur frá þeim tíma boðið foreldrum og börnum upp á 2 til 3 viðtöl vegna ýmissa vandamála, sem geta komið upp í sam- skiptum foreldra og barna. Auk þess hafa verið starf- ræktir ráðgjafahópar fyrh- bæði foreldra og börn, en sérfræðingar frá ýmsum stofnunum hafa annast þá starfsemi og mun hún halda áfram óbreytt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.