Morgunblaðið - 17.10.2000, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 17.10.2000, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000 43 Fólk skapar frið. Hann er settur saman af einstaklingum. Associated Press UNESCO-nefnd menntamála- ráðuneytis umsjón með verkefn- inu og hefur hún nýlega látið þýða yfirlýsinguna og hvatt Islendinga með því til að kynna sér málið. (sjá rammagrein) Vonast er til að yfirlýsingin verði einnig kynnt í skólum landsins fyrir börnum og foreldrum þeirra áður en árið er liðið. Hreyfing kólumbískra barna fyrir friði Vitnisburður um áðurnefndar 60 milljónir undirskrifta var af- hentur allsherjarþingi SÞ á ár- þúsundamótaráðstefnunni í New York á friðardeginum 19. septem- ber, en söfnunin stendur áfram til áramóta. Enn vantar tæplega 40 milljónir undirskrifta ef tekið er mið af markmiðinu (100 m.). Ind- verjar hafa verið duglegasta þjóð- in til að skrifa undir eða yfir 30 milljónir undirskrifta. í Kólumbíu hafa svp safnast yfir 11 milljónir nafna. í fréttabréfi SÞ á Netinu (wwTV.un.org/news/index.html) frá 18. september sagði Carol Bell- amy, framkvæmdastjóri Barna- hjálpar SÞ, að kólumbísk börn væru, undir nafninu „Barnahreyf- ing fyrir friði“, þau öflugustu í friðarbaráttunni sem hún vissi um. Heimildarmynd var sýnd um þau 19. sept á CNN-stöðinni. „Soldiers of Peace: A Childrens’s Crusade“ heitir þátturinn. Nohra de Pastrana, kólumbíska forseta- frúin, sagði af sama tilefni að Manifesto 2000 væri mjög mikil- væg fyrir börnin í landi hennar og hjálpaði þjóðinni til að snúa sér frá ofbeldi og stríði sem margir hafa þurft að líða fyrir á 20. öld- inni. Frú Pastrana hefur verið sérstakur talsmaður Manifesto 2000 í Kólumbíu og safnað undir- skriftum stíft á ferðalögum sínum um landið. Hún sagði að börnin þar liðu m.a. fyrir landlægt heim- ilisofbeldi, en nú hefði loks opnast umræða um það í landi hennar. Hreyfing kólumbískra barna fyrir friði var tilnefnd til friðarverð- launa Nóbels 1998, 1999 og 2000. Kennsluefni um frið Antonio Garothinho, ríkisstjóri í Rio de Janeiro, sagði á fundi SÞ að á hans heimaslóðum hefði námsefni verið gefið út í tilefni af friðarmenningarári og nú þegar verið kynnt 180 þúsund börnum og foreldrum þeirra. UNESCO hefur einnig dreift kennsluefni um frið og er það vistað á vefslóð- inni: http://www.un.org/Pubs/ CyberSchoolBus. Þar er að finna kennsluefni undir kjörorðinu „Vegurinn liggur ekki til friðar, vegurinn er friðurinn" og er það haft eftir M.K. Gandhi. Þar má finna kennsluefni sem flokkað er eftir aldurshópum. Barn ritar t.d.: „Ég vil þakka fyrir mig, því friður er nú orðinn hluti af lífi mínu.“ í friðarmenntun eru lykilspurning- arnar eftirfarandi og þeirra eiga nemendur að spyrja sig: „Hvað er friður? Ríkir friður í lífi mínu? Hvar þá? I bekknum? A heimili mínu? I hverfinu? I borginni? I landinu? Hvar í lífi mínu gæti ver- ALÞJÓÐAÁR FRIÐARMENNINGAR - YFIRLÝSINGING 2000 YFIRLÝSINGING 2000 um friðarmenningu og afnám ofbeld- is. Við berum ábyrgð á friði! Takið þátt í al- þjóðlegri hreyfingu fyrir friðar- menningu og gegn ofbeldi! • vegna þess að ár- ið 2000 verður að ma'rka nýtt upphaf, tækifæri til að breyta menningu ófriðar og ofbeldis í menningu friðar og sátta. • vegna jæss að þessi breyting krefst þátttöku okkar allra og breytingin verð- ur að efla með ungu fólki og kynslóðum frátntíðarinnar gildismat sem hvetur þau til að móta heiminn á grundvelli réttlætis, samstöðu, frelsis, virðingar, samlyndis og hag- sældar öllum til handa. • vegna þess að friðarmenning getur rennt styrkari stoðum undir sjálf- bæra þróun, verndun um- hverfisins og velferð fyrir alla. • vegna þess að mér er ljóst að ég ber einnig ábyrgð á framtíð mannkyns, sérstaklega framtíð barnanna. Ég heiti því að dags daglega, í fjölskyldu minni, í vinnunni, í heimabyggð minni, í landinu mínu og í heimshluta mínum að: 1 Virða allt líf. Virða lífið og sæmd hvers einstakl- ings án mismununar eða for- dóma. 2 Hafna ofbeldi. Vera friðsamur, hafna hvers konar ofbeldi: líkamlegu, kyn- ferðislegu, andlegu, efnahags- legu og félagslegu, sérstaklega gagnvart þeim sem enj vam- arlausastir, s.s. böm og ungl- ingar. 3 Deila með öðrum. Deila af örlæti tíma mínum og efnislegum gæðum til að vinna á óréttlæti og stjómmálalegri og efnahagslegri undirokun. 4 Hlusta til að skilja. Vejja málfrelsi og menningarlega fjölbreytni, ræða málin og hlusta án þess að taka þátt í öfgum, rógburði eða útskúfun. 5 Vemda jörðina. Láta mér annt um lífið og vera varkár og ábyrgur neytandi sem gæth- jafnvægis í náttúru jarðar. 6 Éndurvekja sam- ábyrgð. Leggja mitt af mörk- um við þróun samfélagsins með jafnrétti og virðingu fyrir lýðræðislegum gildum að leið- arljósi svo að saman getum við mótað nýja samstöðu. Dag- setn. og undirritun viðkom- andi. www.unesco.org/ manifesto2000. Þráðlaust netkerfí í HI HÁSKÓLI íslands mun á næstu mánuðum byggja upp þráðlaust netkerfi til tengingar fartölva stúdenta og starfsmanna skólans. Heildarkostnaður vegna þessa verkefnis, svo sem vegna netkerf- is, rafmagnstenginga, skjávarpa og tölvukaupa, er áætlaður um 24 milljónir ki’óna. Háskólasjóður Eimskipafélags íslands hf. mun veita 15 milljónir króna til þessa verkefnis. „Þetta átak mun gjörbreyta starfsaðstöðu nemenda við Há- skóla Islands sem era tæplega sjö þúsund talsins. Fartölvuvæðing, nýtt þi’áðlaust netkerfi og annar tækjabúnaður mun á næstu miss- eram koma Háskóla Islands í fremstu röð á þessu sviði,“ segir í fréttatilkynningu frá stjórn Há- skólasjóðs Eimskipafélags Islands, en sjóðurinn var stofnaður ái’ið 1964 til minningar um alla þá Vest- ur-íslendinga sem hlut áttu að stofnun félagsins. Tilgangur Háskólasjóðsins er _að stuðla að velgengni Háskóla Is- lands og styi’kja efnilega stúdenta til náms við háskólann samkvæmt ákvörðun háskólaráðs. Með þessu fjárframlagi vill stjórn Háskólasjóðsins leggja sitt af mörkum til þeirrar mikilvægu tæknivæðingar sem framundan er hjá Háskóla íslands. ið friðsamara? Hvað er mikilvægt fyrir mig að læra? Hvernig get ég svo notað þá þekkingu?" (http://- www.un.org/Pubs/CyberSchool- Bus/peace/frame.htm). Áhugaleysi á Norðurlöndum? Finninn Harri Holkeri, forseti allsherjarþingsins, sagði þennan dag, 19. september, að hver sá sem undirritaði Manifesto 2000 skuldbindi sig til að temja sér friðsemd og læra umburðarlyndi. Aðrar þjóðir en Indverjar og Kólumbíumenn sem hafa heitið þessu og safnað mörgum und- irskriftum eru frá Brasilíu, Kór- eu, Japan, Nepal og Alsír. Flest- ar undirskriftir í Evrópu eru frá Ítalíu eða tæplega 500.000. Þjóð- ir hafa staðið sig mjög mismun- andi í því að skrifa undir og teng- ist það sennilega kynningarstarfi innanlands og návíginu við frið- inn. Norðurlandaþjóðirnar eru til að mynda fremur áhugalausar af undirskriftum að dæma: Norð- menn með 1.192 hinn 16. októ- ber, Danir 653, Svíar 528, Finnar 420 og Islendingar 65 undir- skriftir. Hlutur Islands á Manifesto 2000 gæti þó batnað því ef til vill verður yfii’lýsingin um friðar- menninguna kynnt í íslenskum leik- og grunnskólum, bæði börn- um og foreldrum. En UNESCO hefur lagt sérstaka áherslu á að höfða til ungmenna vegna friðar- ársins. Þar liggur vonin um betri heim, og kom það sterklega í ljós á heimsþingi æskunnar árið 1999 þar sem ungmenni tilnefndu fi’ið- inn ásamt menntun mikilvægasta verkefni næstu aldar. Stofnunin hefur lýst því yfir að skoðanir og ályktanir ungs fólks á friðarmál- um séu jafnmikils virði og fullorð- inna. Um hvað er friðurinn? Börn eru einnig þungamiðjan í öðru verkefni sem allsherjarþingi SÞ var afhent á táknrænan hátt 19. september: Kílómeti’a langt fi’iðarljóð (peacepoem project) sem börn og fullorðnir 104 aðild- arríkja SÞ sömdu og var þjóðfán- um þeirra flaggað af því tilefni, m.a. þeim íslenska. Börn hafa einnig staðið sig best allra hópa við undirskriftirnar á Manifesto 2000. Þau eiga mesti’a hagsmuna að gæta. En námsefni þeiri'a um friðarmenningu hvetur ævinlega til umræðu og fjallar m.a. um umburðarlyndi, jafnrétti og fordóma. Það elur aldrei á hatri og hefnd heldur miðlar fyrirgefningu og rósemd hjart- ans. Vefslóð undii’skriftar er http://www.unesco.org/manifesto- 2000 og er þar hægt að kynna sér efni yfirlýsingai’innar vandlega. Einnig má prenta hana út með eigin undirskrift. Spurt er um „Account number“ þegar skrifað er undir og má þá skrifa IND/ ICE/003/RQE. NÝJAR BÆKUR • Mál og menning hefur gefið út Stærðfræði 3000 eftir Lars-Eric Björk og Hans Brolin, nýja grannbók í stærð- fræði fýrir framhaldsskólana, ætlaða nemendum í áfanga 103. Tekið er mið af þeim markmiðum sem sett era í nýrri námsskrá menntamála- ráðuneytisins. Bókin er þýdd en er rækilega staðfærð og aukin efnisþáttum sem sam- ræmast námskránni. Þýðingu og gei’ð riðbótarefnis önnuð- ust stærðfræðikennarar rið Menntaskólann í Kópavogi; Ásgeir Torfason, Guðmundur Jónsson, Jóhann ísak Péturs- son og Jón Eggert Bogason. Stærðfræði 3000 er ætlað að þjálfa færni, skilning og ög- uð rinnubrögð. I bókinni eru sex kaflai’: Almenn grann- atriði, Að teikna og túlka gröf, Prósentubreytingar, vextir og veldi, Rúmfræði, Algebra og í-úmfræði og Línuleg föll. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi aðgang að reiknivélum og tölvum. Kennisetningar og að- ferðir eru settar fram með það í huga að nemendurnir geti til- einkað sér efnið á sem auð- veldastan hátt. Mikið er af leystum dæmum sem sýna mikilvægustu aðferðir og svörum fylgja leiðbeiningar um lausnir. Þetta má nýta til sjálfsnáms í áfanganum. Æf- ingum er skipt í þrjá þyngdar- flokka. I bókinni er að finna þætti um hlutverk, söguog þróun stærðfi’æðinnar. I lok hvers kafla eru m.a.: tillögur að heimaverkefnum, æfingar sem miðast rið að þjálfa reikn- ing án reiknitækja, stærð- fræðiþrauth’, samantekt með mikilvægustu efnisþáttum, pi’óf úr efni kaflans, blandaðar æfingar úr efni kaflans í þremur þyngdai’flokkum, stærri verkefni sem miðast rið hópvinnuog verklega kennslu. I bókinni eru fjöl- margar skýringarmyndir og svör rið öllum dæmum. Bókin er 319 bls., prentuð í prentsmiðjunni Oddn hf. Kápu gerði Loftur Olafur Leifsson. Verð bókarinnar er 4.490 kr. skélar/námskeíð tungumál ■ Enskunám í Engiandi Bjóðum enskunám við einn virtasta mála- skóla Englands. Skóiinn sér þér fyrir fæði og húsnæði hjá enskri fjölskyldu. Um er að ræða alhliða ensku 18 ára og eldri og viðskiptaensku. Unglingaskóli í júlí og ágúst. Upplýsingar gefur Jóna María Júlíusdóttir, sími 862 682S eftir kl. 18.1X1. SPARTAN SCHOOL OF AERONAUTICS, Bandaríkjunum mun halda kynningarfundi fyrir þá sem hyggja á starfsferil innan flugiönaöarins! 18., 19. og 20. október kl. 19.30—21.30 @ Hótel Sögu. ‘Það verður einnig samkoma fyrir fyrrverandi nemendur Spartan School laugardaginn 21. okt. kl. 19,30-21.30. Fundirnir eru fyrir þá sem hafa áhuga á flugþjálfun, flugvirkjun, gæðastjórnun, samskiptatækni, "non-destructive" prófun og rafeindatækni. Hittið fulltrúa okkar, Rami Masri og Pam Gibson. Þeir sem vilja prófa nýjan starfsferil eða skipta um vinnu eru vel- komnir! Fræðist um flugheiminn eins og hann er, íslensk námslán, nám í boði í skólanum og aðstæður í Tulsa, Oklahoma. Þeir sem vilja nánari upplýsingar, sendi okkur tölvupóst: rmasri@mail.spartan.edu Fax 001 918 831 5287 eða sími 001 918 836 6886 SCHDDL OF ^RpNAUTIIZS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.