Morgunblaðið - 17.10.2000, Page 44

Morgunblaðið - 17.10.2000, Page 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FYRIR nokkru hélt umhverfis- fræðsluráð áhugaverða ráðstefnu í Svartsengi og var þar m.a. fjallað um fræðslu um umhverfismál og náttúr- una. Tilefnið var ærið því umræða um umhverfismál gegnsýrir bæði stjórnmál ogmenntamál. I henni hef- ur þó stundum gleymst að markmiðið er varla að snúa aftur til náttúrunn- jir, heldur að snúa til þekkingar á náttúrunni og virðingar fyrir henni. Lítil vernd án þekkingar Umhverfisvitund byggir á þekk- ingu. Um það deila menn ekki. Menn deila fremur um hver raunveruleg staða náttúruþekkingar er á Islandi. Mér þykir hún heldur köflótt. Margir vita t.d. ekki mun á ósoneyðingu og aukningu gróðurhúsalofttegunda. Opnir ruslahaugar og uppstilling rusls á víðavangi tíðkast enn og menn setja sig enn í dómarasæti yfir lífrík- ið, sbr. ágang í hrafnastofninn. Líka er deilt um hvert beina eigi þunga þekkingarmiðlunai' og svo deila menn um túlkun upplýsinga sem íyr- ir liggja. Þekking á umhverfinu er 'ékki aðeins vitneskja um staðreyndir eða niðurstöður rannsókna, heldur líka túlkun þeirrar sömu vitneskju. Þess vegna er t.d. deilt um rit Björns Lombergs, áhrif botnvörpu á lífríkið eða vatnsvirkjanir á Norð- austurlandi. Ég held því fram að staða þekk- ingar og umræðu um náttúruvernd sé 5 til 10 árum skemur á veg komin hér á Islandi en í grannlöndunum og á meginlandinu. Ég dæmi svo eftir andvara- leysi í málaflokknum, mörgu því sem hér er enn rætt og eftir skorti á úrbótum. Dæmin eru mörg: Enn er endurvinnsla sorps undir settum, opinberum markmið- um. Þávirkt, óhollt PCB er yfir við- miðunarmörkum sums staðar í reyk- vísku frárennsli, skv. skýrslum. Enn eru lagðir vegir og slóðar út í bláinn. Samgöngur eru ekki reiknaðar skv. grænu bókhaldi, umgengni við gróð- ur í þéttbýli er slæmur, rusl í Reykja- vík ótrúlega mikið og enn krukka menn í næstu hlíð við öflun jarðefna. Við undanskiljum matsskyld svið (mynd- un nýrra bygginga- hverfa) í okkar reglum um mat á umhverfis- áhrifum, miðað við evrópskar tilskipanir... o.s.frv., o.s.frv. Betur má ef duga skal Þegar kemur að „hinu opinbera" er erf- itt að sjá hvernig yfir- lýstum markmiðum ríkisstjórnar frá 1997 í umhverfismálum er fylgt fram. Hvorki Staðardagskráin né metnaðarfull uppbygging Sorpu hafa enn náð að þoka sorpmálum í viðun- andi horf. Aðeins hefur tekist að ná að ríflega hálfu því markmiði sem sett var í stefnuskrá ríkisstjórnarinn- ar um rúmminnkun og endurvinnslu sorps. Skortur á námsefni, kennur- um og samþættingu umhverfismála inn í námsefni þjakar skólana. Rflás- fjölmiðlar hafa ekki markað sér stefnu varðandi náttúru- og umhverf- Umhverfismál Staða þekkingar og um- ræðu um náttúruvernd er, að mati Ara Trausta Guðmundssonar, fímm til tíu árum skemmra á -----------------7------ veg komin hér á Islandi en í grannlöndunum og á meginlandinu. isfræðslu og þá skortir fé. Meirihluti ríkisstofnana í geiranum hefur að- eins smáaura til þess að sinna lög- boðnum fræðslustörfum. Vissulega hafa orðið verulegar framfarir, eink- um hvað varðar lagasetningu, fræðslu sem einstaklingar, félög, prentaðir fjölmiðlar, stofnanir á borð við söfn og aðilar í ferðaþjónustu (um 90 talsins) standa fyrir, og loks hvað varðar vitund margra um ábyrgð mannsins í náttúrunni. En langt í frá nógu margra. Þess vegna er frekari þekkingarmiðlun til almennings einn af fjórum lyklum að sjálfbærri nýt- ingu og umgengni við náttúruna; og þar með við okkur sjálf. Hinir eru al- menn sátt (grunnstefna) um hvað felst í sjálfbærri náttúruumgengni, hvernig/hvar skuli miðla þekkingu og loks hvemig afla skuli peninga til fræðslu og umhverfisverndar. Hvað næst? Margt felst í lausnum á þvi sem kalla má umhverfisblindu íslendinga. Við verðum að mennta okkur sjálf í eins konar umhverfistillitssemi. Þar gegnir rfldsvaldið lykilhlutverki ásamt samtökum ýmsum. Við þurf- um að koma upp viðunandi umhverf- isvöktun og eftirliti með því að farið sé eftir lögum og reglum. Færa þarf ábyrgð á umhverfismálum meira út í héruðin. Endurhæfa þarf skólana í umhverfismenntun, koma upp metn- aðarfullum þemabundnum alvöru- söfnum og fræðslustofnunum með aðdráttaraflið í lagi (líka alþjóðlega!) og stórefla netfræðsluna. Svo þarf að búa til styrkjakerfi á héraðsstigi til umhverfisfræðslu, hlúa að smáfyrir- tækjum og stofnunum á þessu sviði, veita fyrirtækjum skattaafslátt vegna framlaga til umhverfismála og taka að hyggja að umhverfissköttum. Verulegur hluti náttúruverndar kostar umtalsverða peninga. Umhverfisfræðsluráð hvatti til þess að komið væri fram með tillögur að næstu skrefum í umræðu þess um fræðslu um náttúi'una og umhverfið. Ég legg til að næsta ráðstefna ráðs- ins fjalli um hvert megininntak nátt- úrufræðslu skuli vera, hvernig fræðslunni verði best hagað næstu árin og hvemig afla skuli fjármuna tfl hennar. Höfundur er jarðeðlisfræðingur og ráðgjafi hjá Línuhönnun hf. í hlutastarfi. Umhverfisfræðslu- fólk - Hvað nú? Ari Trausti Guðmundsson Að tryggja hið gullna jafnvægi 6. OKTOBER síðast- liðinn var haldin athygl- isverð ráðstefna á Hótel Sögu sem bar yfirskrift- ina Samskeppnisfor- skot með auknum sveigjanleika. Þetta var upphafsráðstefna ESB- verkefnisins Hið gullna jafnvægi sem er sam- starfsverkefni Reykja- víkurborgar og Gallups um sveigjanleika í fyrir- tækjum, samræmingu starfs og einkalífs og bætta nýtingu mann- auðsins. Ráðstefnan var hald- til þess að kynna A’erkefnið og hvetja fyrirtæki til að taka þátt í því. Var lögð áhersla á að með þátttöku fengju fyrirtækin hagnýtar leiðbeiningar um fyrstu skrefin til að koma á auknum sveigj- anleika í fyrirtækinu, auka starfs- ánægjuna á vinnustað, ná betri ára- ngri við að ráða og halda hæfu starfsfólki og minnka kostnað við starfsmannaveltuna. A ráðstefnunni voru kynntar niður- stöður ítarlegrar könnunar sem Gall- up gerði sl. sumar á viðhorfum fólks til samræmingar starfs og einkalífs. Fyrstu niðurstöður hennar benda til að greinileg tengsl séu á milli sveigj- anleika í fyrirtækjum og lífsgæða starfsmanna. Ef marka má niður- -^stöðumar er líklegra að starfsmenn sem upplifa sveigjanleika á vinnustað njóti meiri starfsánægju og finni síð- ur fyrir álagseinkennum en þeir sem telja sig búa við lítinn sveigjanleika í vinnunni. Beggja hagur Samkvæmt niðurstöðum könnunar Gallups hafa 39% launþega nú þegar sveigjanlegan vinnutíma og 22% vinna hluta af launaðri vinnu sinni heima. Ljóst má vera að sveigjanleik- inn kemur ekki eingöngu launþegan- . um til góða. Vinnuveitendinn sér einnig hag í honum. I reynd er það svo að fólk er oft að bæta við sig vinnu með því að vinna hluta af starfi sínu hejma. Næstum helmingur þeirra sem það gera segja að um sé að ræða viðbótarvinnu frá vinnustaðnum en 28% telja hins veg- ar heimavinnuna til komna vegna eig- jP*> þarfa og fjölskyldunnar. Langflestir þeirra sem ekki hafa sveigjan- legan vinnutíma segja að þeir myndu nýta sér slflct fyrirkomulag ef þeim stæði það til boða. Af þeim sem ekki hafa sveigjanlegan vinnu- tíma telja um 30% mögulegt að koma hon- um á í sínu starfi. Kennarar frumkvöðlar Kennarar fylla þann hóp launþega sem hafa Helgi E. sveigjanlegan vinnu- Helgason tíma. Reyndar má segja að í þessu efni séu kenn- arar frumkvöðlar hér á landi. Þeir h'ta á sveigjanleika í starfi sem lífsgæði eins og aðrir launþegar og eru ekki Kennsla Þetta þýðir að áherslan á erfiðasta þáttinn í starfí kennarans minnk- ar eftir því sem hann eldist, segir Helgi E. Helgason, en vinnu- skyldan minnkar ekki. tilbúnir að afsala sér þeim. í Ijósi þessa hljóta kennarar að fagna fram- taki og frumkvæði Reykjavíkurborg- ar í því að vekja athygh á og stuðla að auknum sveigjanleika í atvinnuhfi og kennarar vænta þess að viðhorf stærsta sveitarfélags landsins og markmiðin með hinu gullna jafnvægi eigi eftir að endurspeglast í viðhorf- um þess í komandi kjarasamningum við kennara og aðra hópa. Meirihluti kennara vill sveigjanlegan vinnutíma Hluti af starfi kennara á öllum skólastigum er ekki unninn á vinnu- stað heldur heima og flestir kennarar vilja að svo verði áfram. Þetta var staðfest í skoðanakönnun meðal fé- lagsmanna Félags grunnskólakenn- ara síðastliðið vor þar sem spurt var um viðhorf þeirra til ýmissa þátta kjaramála. Þar kom fram að yfir 65% grunnskólakennara telja að það skipti miklu máli fyrir þá að geta notið sveigjanleika í starfi og vinnutíminn sé ekki allur bundinn við fasta viðveru í skólanum. Spurt var m.a. um hvar kennarar ynnu að undirbúningi fyiir kennsluna og svörin voru þessi: • 23% sinna undirbúningsvinnu fyrst ogfremst heima. • 45% sinna undirbúningsvinnu jafn- mikið heima og í skóla. • 32% sinna undirbúningsvinnu fyrst ogfremstískóla. Ekki söluvara Samningsbundinn vinnutími grunnskólakennara er 45,77 klukku- stundir á viku á reglulegum starf- stíma skóla. Þar af er kennsluskylda kennara í fullu starfi 27 kennslu- stundir á viku 1. starfsárið en síðan 28 stundir uns 15 ára starfsaldri er náð. Þá lækkar kennsluskyldan aftur í 27 stundir. Þegar kennari verður 55 ára lækkar kennsluskyldan síðan í 24 stundir á viku og í 19 stundir við 60 ára aldur. Þetta þýðir að áherslan á erfiðasta þáttinn í starfi kennarans minnkar eftir því sem hann eldist en vinnuskyldan minnkar þó ekki. Sá sveigjanleiki sem í þessu felst er mjög mikilvægur í augum kennara og getur aldrei orðið söluvara í kjara- samningum eins og sést af svörum í áðurnefndri könnun Félags grunn- skólakennra en þar kemur fram að 88,3% grunnskólakennara vilja að kennsluskylda sé mismunandi eftir starfsaldri og/eða lífaldri og hafna því alfarið að kennsluafsláttur verði af- numinn. Sveigjanleiki í vinnu þarf ekki endi- lega að miðast við vinnudag, viku eða mánuð heldur getur hann miðast við heila starfsævi eins og hjá kennurum. Það verður spennandi að fylgjast með framvindu verkefnisins Hið gullna jafnvægi og sjá hvort það eigi eftir að opna augu sveitarfélaga og ríkis fyrir því að það er hægt að ná betri árangri við að ráða og halda hæfum og velmenntuðum kennurum og laða aftur til baka þá sem horfið hafa til annarra starfa. Hér reynir ekki fyrst og fremst á kennarana sjálfa - heldur á viðsemjendur þeirra. Höfundur er upplýsinga- og kynn- ingarfulltrúi Kennarasambands ís- lands. Stór orð úr froðuplasti ÞÁ er alþingi komið saman að nýju og sýn- ist sitt hverjum. Strax við þingsetningu móðgar forseti íslands alþingismenn er hann segir að hugsanlega séu þeir ekki í nógu góðum tengslum við fólkið í landinu. Móðg- ar þá, þó að sönnun þessara orða birtist fyrir utan Alþingis- húsið. En þar standa þeir sem minna mega sín í þjóðfélaginu með kröfuspjöld til að vekja athygi á kröfum sínum um réttlátari skiptingu þjóðarkökunnar. Ef al- þingismenn eru að vinna fyrir fólk- ið í landinu, að hagsmunum þess, hvers vegna hafa kjör þessa fólks þá ekki batnað í stað þess að versna? Ef alþingismenn eru í eins góðum tengslum við fólkið í landinu og þeir vilja halda fram, hvernig hefur það þá farið framhjá þeim að aðgerðir þeirra í stjórnsýslunni hafa rýrt hag aldraðra og öryrkja? Eða skipti það þá ef til vill engu máli vegna þess sem þeir halda fram að: þetta sé aðeins lítill hópur fólks, ef ég má nota orð eins hátt- virts stjórnmálamanns í Kastljósi fyrir fáeinum dögum. í opna skjöldu Og það var einmitt við orð þessa háttvirta stjórnarliða, Péturs Blöndal, að mér gjörsamlega blöskraði. Hann hélt því fram að allir aldraðir væru í góðum lífeyris- sjóði og margir, já, margir, hefðu yfir 100.000 kr. á mánuði aðeins frá þeim. Þegar honum var vinsamlega bent á að margir, já, stór hópur, væru í mjög lélegum lífeyrissjóði eða ef til vill er réttara að segja að greiðslur til þessa fólks séu mjög lágar, spurði háttvirtur Pétur Blöndal alveg eins og barn á skóla- bekk: af hverju? Honum var vinsamlega bent á að þetta væri fólk sem hefði stundað láglaunaða verkamannavinnu og t.d. húsmæð- ur sem sumar hefðu aldrei unnið utan heimilisins. Þetta virtist koma alþingismanninum alveg í opna skjöldu en ekki lægði það rostann í honum, heldur fullyrti hann hátt og snjallt að þetta væri mjög lítill hópur. Ef háttvirtur Pétur Blöndal vissi ekki af þessum hópi manna, hvernig gat hann þá allt í einu vit- að hve stór hann var? Ef þetta heitir að vera í sambandi við þegna þessa lands þá held ég að það séu aðeins þeir þegnar sem komnir eru af aðlinum, ef svo má að orði komast. Ég var að horfa á þessar áðumefndu umræður í Kastljósi um kjör aldraðra með henni móður minni sem er 86 ára og við þessi orð Péturs Blöndal, varð mér á orði Lífeyrir Stjórnarandstaðan á að kanna hve stór sá hópur er sem er með lágan lífeyrissjóð, segir Margrét S. Söivadóttir, og hvað margir af bótaþegum Tryggingastofnunar séu í óreglu. að þarna sannaðist það sem ég hef oft sagt, þessir háu herrar á alþingi eru komnir af því fólki sem makaði sinn krók í íslensku samfélagi í byrjun velmegunar. Þá stóðu þeir með pálmann í höndunum sem voru af yfirstéttinni komnir eða höfðu haft tækifæri til þess að mennta sig. Silfurskeið Það hlýtur að vera ljúft að fæð- ast með silfurskeið á milli tannanna og þurfa aldrei að hafa áhyggjur af afkomunni. Þurfa ekki að þræla í verkamannavinnu til þess að fram- færa fjölskyldunni og geta dundað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.