Morgunblaðið - 17.10.2000, Síða 48

Morgunblaðið - 17.10.2000, Síða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000 HESTAR MORGUNBLAÐIÐ 51. ársþing Landsambands hestamannafélaga 'r 36 tillögur verða lagðar fyrir 51. ársþing Landsambands hesta- mannafélaga 1 lok mán- aðarins. Eins og oft áð- ur eru tillögur varðandi keppni flestar eða 27 talsins. Tillögurnar koma frá 7 hestamanna- félögum, stjórn LH og ein frá tölvunefnd sam- takanna. Valdimar Kristinsson gluggaði 1 efni tillagnanna og segir hér frá efni þeirra at- hyglisverðustu. Þingfulltrúar Skugga í Borgamesi eru óumdeilanlega tillögu- kóngar þingsins en alls koma 12 tillögur frá félaginu eða 1/3 af heildarfjöldanum. Næstir koma Fáks- og Sörlamenn með 5 tillögur og Harðarmenn, sem sjá um þing- haldið að þessu sinni, eru með 4 til- lögur. Flestar tillögurnar frá Skugga eru minniháttar breytingar á einu eða öðru er varðar keppni og mótahald. Meðal þess sem Skuggamenn leggja til er að hætt verði með styrkleika- flokkaskiptingu í opnum flokki á íþróttamótum. Þá vilja þeir að aftur verði horfið til þess að hafa einn keppanda inni á velli í senn í for- keppni og jafnframt að afnumin skuli frjáls röðun í sýningu gangtegunda í fjórgangi og fimmgangi. Af þessum tillögum þeirra í Skugga má glöggt lesa að þeir vilji gera meiri greinar- mun á íþrótta- og gæðingakeppni. En sem kunnugt er, frá því byrjað var að halda íþróttamót fyrir rúmum 20 árum, hafa þessi tvö keppnisform þróast mjög ákveðið að hvort öðru. Tillögur Fáksmanna snúast flest- ar um kappreiðar sem hægt er að flokka undir útfærslu breytingar og fínpússun á þeim reglum sem þar eru í gildi. Eins og til dæmis að raf- ræna tímatöku þurfi til að fá íslands- j met staðfest eða að allir hestar skuli fara samtímis inn í rásbása og skuli ræst innan tveggja mínútna eftir að þeir eru komnir inn. Einnig vilja þeir banna að aðstoðarmenn fari inn í básana með hestunum. Ein tillaga Fáksmanna er nánast samhljóða einni tillögu Skugga þar sem lagt er til að leyft verði að fella út hæstu og lægstu einkunn séu fimm dómarar í gæðingakeppni á félagsmótum eða öðrum minni mótum. Það vekur Vetjrt dagur i l yf ju baugavegi Háðgjöf frá kl, 14-17 í dag X Kemurþé efninul hjálpar til við að losa hitaeiningar úr forðabúrum líkamans og koma þeim í orkuframleiðslu. Ýtir undir jafnvægi blóðsykurs. Minnkar sykurþörf og dregur úr hungurtilfinningu ■fr LYFJA Lyf á lágmarksverði Lyfja Lágmúla #Lyfja Hamraborg *Lyfja Laugavegi Lyfja Setbergi • Útibú Grindavík Karpað um keppnisreglur Enn á ný verður reynt að innleiða alþjóðlegu keppnisreglurnar (FIPO) á íslandi en eftir þeim keppa íslendingar þegar þeir spreyta sig á erlendri grund eins og Norðurlandameistararnir Hinrik Bragason og Farsæll frá Ási gerðu á Norðurlandamótinu í sumar. reyndar athygli að þarna er verið að sækja til íþróttakeppninnar. Alþjóðlegar keppnisreglur Frá Herði kemur tillaga um að hér verði farið að nota hinar alþjóðlegu keppnisreglur FIPO sem keppt er eftir í flestum aðildarlöndum Al- þjóðasambands eigenda íslenskra hesta (FEIF). íslendingar hafa verið mjög tregir til að taka upp þessar reglur en bent er á að það sé ein af frumskyldum sérsambanda innan ISI að fara eftir alþjóðareglum í keppni. Þá er einnig bent á að marg- ir séu orðnir þreyttir á stöðugum breytingum á keppnisreglum en verði FlPO-inn samþykktur verði allar breytingar að fara í gegnum íþróttaráðstefnu FEIF og síðan að- alfund FEIF. Þá leggja Harðar- menn til að íslandsmót í hestaíþrótt- um verði tvískipt þannig að sérmót verði fyrir opna flokkinn eða full- orðna keppendur og annað mót fyrir æskulýðinn eða yngri flokkana. Hugmyndir þessa efnis hafa oft bor- ið á góma í röðum hestamanna en ávallt mætt mikilli andstöðu af þeim sem telja sig málsvara hinna yngri. í greinargerð með tillögunni segir að með því að skipta mótinu fái hinir yngri meiri athygli og möguleikar skapist fyrir fleiri félög að halda ís- landsmót en nú er þar sem umfang mótanna er orðið það mikið að ekki dugar minna en að minnsta kosti tveir hringvellir til að halda þessi mót í dag. Sörlamenn vilja að vægi hæga- töltsins í B-flokki gæðinga verði tvöfaldað og benda þeir á að þessi gangtegund sé aðal íslenska hestsins og sé því eðlilegt að það hafi meira vægi en brokk, stökk og fet. Þá vilja þeir að stökk verði fellt út úr gæð- ingakeppni bama og þess í stað verði gerð krafa um að bömin sýni fet, brokk og tölt. Nú þurfa þau að sýna annaðhvort brokk eða tölt. Segja þeir í Sörla að þessum stökkhleyp- ingum fylgi alltaf slysahætta og eins geti kýrstökk hjá keppanda eyðilagt annars góða sýningu. Ennfremur vilja Sörlamenn taka á nýjan leik upp röðun í úrslitum í gæðinga- keppni og hætta með einkunnagjöf og svo leggja þeir til að aldursskipt- ingu í yngri flokkana verði breytt þannig að í bamaflokki keppi 11 til 14 ára börn, í unglingaflokki séu þau á aldrinum 15 til 18 ára og í ungmennaflokki 19 til 21 árs. Bestu gæðingana á landsmót Frá Andvara í Garðabæ kemur til- laga þess efnis að spornað verði við frekari fjölgun hrossa á landsmótum og jafnvel fækkað í sumum flokkum en berlega kom í ljós á landsmótinu í sumar að hrossin væra óþarflega mörg. Lagt er til í tillögunni að við- höfð verði ný vinnubrögð við val á kynbótahrossum og það sem meira er að gerð verði róttæk breyting á vali gæðinga á landsmótið. Leggja þeir til að hvert félag fái að senda einn hest á mótið en þess í stað verði haldin sérstök úrtökumót þar sem öllum skuldlausum félagsmönnum innan LH sé heimilt að koma með gæðinga sína síðan í úrtökukeppni. Tillagan gerir ráð fyrir að sett sé fyr- irfram ákveðin lágmarkseinkunn og fái aðeins þau hross sem henni ná að- gang að mótinu. Ætla má að ef þetta nær fram að ganga geti orðið spennandi keppni á vorin um þessi sæti. Lagt er til að fé- lög geti haldið slíkar úrtökur ein og sér eða með öðram félögum. Þá vaknar sú spurning hvort leyfilegt verði að fara oft með sama hestinn í úrtöku. Verður spennandi að sjá hvaða umfjöllun þessar hugmyndir fá og hvernig þingið muni afgreiða tillöguna. Þær raddir hafa alltaf ver- ið að gerast háværari að taka þurfi meira tillit til gæða þeirra hrossa sem send era til keppni á landsmót- um og sú félagafjöldaregla sem not- uð hefur verið sé orðin úrelt. Freyfaxi á Héraði leggur fram mjög athyglisverða tillögu þar sem lagt er til að leitað verði leiða til að jafna flutningskostnað keppnis- hrossa á landsmót en þar sitji ekki allir við sama borð. Bent er á í grein- argerð að það hafi kostað 25 þúsund krónur að flytja hvert hross austan af Héraði til Reykjavíkur og til baka. Samtals hafi verið greidd hálf millj- ón króna fyrir þau hross sem þátt tóku í gæðingakeppni en félagið átti rétt á að senda 10 hross á mótið auk 10 varahesta, Telja félagar Freyfaxa að staða þeirra sé mjög óhagstæð þar sem nú verði mótin haldin á tveggja ára fresti og þeir þurfa alltaf um langan veg að fara og þurfi því að gera ráð fyrir jöfnun flutningskostn- aðar í rekstri mótanna. Lagt er til í tillögunni að stjórn verði falið að finna leiðir til að ná þessu fram. Af hinum fáu tillögum sem ekki varða keppni eða mótahald má nefna tillögu frá Fáki þar sem lagt er til að stjórn LH safni á einn stað GPS- punktum sem ýmsir aðilar hafi safn- að á ferðalögum um landið og verði þeir birtir á Netinu, þá væntanlega á heimasíðu LH. Gustsmenn vilja að LH kynni sérstaklega reglugerð landbúnaðarráðuneytisins um að- búnað hrossa. Sörlamenn vilja að LH láti gera lýsingu á því hvernig skuli standa að verki við gerð reið- vega þar sem fram komi hver þykkt vegar skuli vera og hverskonar efni skuli notað í vegagerðina og jafn- framt að tilgreina hver skuli vera eftirlits- og úttektaraðili. Tölvukerfí fyrir þijár og hálfa milljón Tölvunefnd LH leggur til í tillögu sinni að þingið veiti stjórn samtak- anna heimild til að láta fullgera tölvukerfi fyrir íþróttamót og fái heimild til að verja til þess allt að 3,5 milljónum króna. Verkefnið verði unnið í áföngum til ársins 2002. Leggur nefndin til að forritið skuli vera í eigu LH en því dreift endur- gjaldslaust til aðildarfélaga. Og þá er röðin komin að tillögum stjórnarinnar. Þar er fyrst að nefna aðstjórnin leggur til að áður sam- þykktri viljayfirlýsingu frá þinginu 1998, þess efnis að þingum verði fækkað þannig að þau verði haldin annað hvert ár, verði frestað. Benda stjórnarmenn á að málefnanna vegna sé full þörf á að halda þingin árlega enn um sinn. Er þar líklega verið að höfða til hugmynda um sam- einingu LH við önnur samtök hesta- manna eins og Félag hrossabænda. Stjórnin vill meiri peninga Stjórn LH óskar eftir því við þing- ið að frestað verði ákvarðanatöku um val á landsmótsstað fyrir lands- mótið 2004 en ákvörðun liggi fyrir eigi síðar en 1. júlí 2001. Þá vill stjórnin láta hækka árgjald félag- anna til samtakanna í 1.200 krónur en það er nú 1.000 krónur. Bent er á að gjaldið hafi ekki verið hækkað í ein sex ár en þess í stað hafi verið unnið markvisst í ýmiss konar hag- ræðingu í rekstri en ekki verði lengra komist í þeim efnum. Miðað við verðbólgu þessi sex ár ætti ár- gjaldið að vera nú krónur 1.600 og því sé vel réttlætanlegt að hækka. Að síðustu er svo tillaga frá stjórn- inni þar sem lagt er til að 150 krón- um skuli skila til LH af hverju skrán- ingargjaldi sem greitt er vegna þátttöku í mótum á vegum aðildar- félaga samtakanna. Rökin fyrir þessum nýja skatti er stöðugt aukin vinna sem skrifstofa samtakanna þarf að inna af hendi vegna móta- og yfirdómnefndaskýrslna, uppfærsla á afrekslista FEIF og útgáfa keppnis- reglna. Það að svo stór hluti tillagna sem fyrir þinginu liggja varði keppni og Stjórnarkjör á LH-þingi Allir aðalmenn gefa kost á sér ALLIR sitjandi stjórnarmenn sem út eiga að ganga í stjórn LH hyggjast gefa kost á sér til end- urkjörs á þinginu. Það er eru þeir Jón Albert Sigurbjörnsson, Fáki, formaður, Sveinbjöm Sveinbjömsson, Gusti, gjaldkeri, Sigurður Ragnarsson, Faxa og Páll Dagbjartsson, Stiganda. Formaður kjömefndar Guð- mundur Hagalínsson sagði að ekki lægi alveg ljóst fyrir með núverandi varamenn hvort þeir gæfu kost á sér til en hann reikn- aði þó með að flestir þeirra gera það. I varastjórn sitja Oddný Jónsdóttir, Gusti, Sigurður Ævarsson, Sörla, Sigurður Stein- þórsson, Smára, Ómar Antons- son, Hornfirðingi, og Steinunn Gunnarsdóttir, Geysi. Ekki er talið líklegt að fram komi uppástungur við kosningu í aðalstjórn enda alltaf þungur róður að fella sitjandi stjórnar- menn. Öðm máli gegnir um kjör varastjórnar en þar hafa venju- lega komist færri að en vilja og má reikna með spennandi kosn- ingu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.