Morgunblaðið - 17.10.2000, Síða 52

Morgunblaðið - 17.10.2000, Síða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000 ^-------------------------- MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Aldís Kristjáns- dóttir fæddist á Stöðvarfirði 25. jan- úar 1914. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 8. október síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Kristján Magnússon trésmiður og Guðrún Hávarðardóttir hús- móðir. Þau fluttust til Fáskrúðsfjarðar - ' jiegar Aldís var sex ára. Hún var yngst af sex systkinum: Krist- fn, Guðmundur, Kristborg, Antonia, Garðar og svo Aldís. Nú eru þau öll látin. 29. nóvember 1937 giftist Aldís, Stefáni Halldóri Guðmundssyni, frá Fáskrúðsfirði, f. 29. nóvember 1916, d. 10. desember 1986. Þau eignuðust tvær dætur: 1) Elsa Niður í dalnumí hjá blikandi blómum, blíðasta vininn þar ganga ég sé. Jesús minn frelsari, jafn þér er enginn, jörðin þar angar er fótur þinn sté. ^ Þökk sé þér Jesús minn, þú gafst mér iíf og von. Þökk að þú elskar mig, Jesús Guðsson. Föstudaginn 6. október sl. sat ég í herbergi 718 í Borgarspítalanum eins og ég kalla hann enn, og horfði út um gluggann. Veðrið var undur- fagurt, stillt og örlítið farið að rökkva. Bílar geystust fram og til baka eftir Kópavogsbrautinni, fólk að fara heim eftir vinnu, helgin fram- ayidan. Erill og kliður úti við - lífið var í fullum gangi. Inni í þessu litla herbergi var al- ger friður. Ég og amma mín vorum þar saman, bara tvaer, eins og svo oft áður, en nú undir öðrum kringumstæðum. Hún lá lífvana í djúpu dái, ég sat þétt við hana og hélt um hönd hennar. Kyrrðin var alger, ekkert heyrðist nema and- ardráttur ömmu, sem var orðinn rólegri nú, en undanfarna daga. Þegar ég sat þarna í kyrrðinni og horfði á ömmu mína og út um gluggann til skiptis, leituðu margar hugsanir og minningar á huga minn. Eitt það fyrsta var þessi fal- legi sálmur sem hér er á undan. Þetta er sálmurinn okkar ömmu og ■^ft'a, líklega eitt af fyrstu lögunum sem ég lærði að syngja, og amma og afi kenndu mér pínulítilli hnát- unni. Aldrei var farið að sofa öðru- vísi en fara fyrst með bænirnar og svo sungum við saman þennan sálm. Ekki er hægt að minnast ömmu nema nefna afa líka, því þau voru svo samhent. Kristrún, f. 19. nóvem- ber 1938. Hún er gift Kristjáni Magnússyni, f. 2.3. 1939. Þau eiga sex börn sem eru: a) Magnús, f. 23.3 1961, kvæntur Báru Péturs- dóttir. Þau eiga fimm börn samtals. b) Krist- ján Árni, f. 24.3. 1963, kvæntur Ásrúnu Karlsdóttir. Þau eiga fjögur böm. c) Stefán Halldór, f. 24.3. 1963, kvæntur Palmu Rasmussen. Þau eiga fimm börn samtals. d) Aldís, f. 28.8. 1968, gift Iain Matchett. þau eiga tvö börn. e) Hörður Snævar, f. 27.9. 1969, kvæntur Nikkolínu Rubeksen. Þau eiga tvö börn. f ) Davíð Freyr, f. 11.1.1982.2) Fjóla, f. 17. nóvember 1939. Hún var gift Jóni Þorberg Sjaldan, eða aldrei voru þau án hvors annars. Til margra ára unnu þau saman í Trésmiðjunni Víði, hjá Guðmundi blinda. Afi var húsvörð- ur þar og amma var matráðskona. í Víðishúsinu við Laugaveginn bjuggu þau einnig um nokkurn tíma og þar eru einar af mínum fyrstu minningum. Oft fékk ég að sofa hjá þeim, og það var nú ekkert smáspennandi fyrir litla stelpu að vera í þessu stóra húsi, valsandi frjáls um eldhús og ganga. Síðar fór mamma mín að vinna með ömmu í eldhúsinu í Víði og þá var ég enn meira þar að skottast. Amma og afi urðu svo sjálfsögðu fastur liður í lífi mínu og þau hitti ég daglega. Oft hef ég gantast með það að ég hafi verið alin upp í Trésmiðjunni Víði, svo mikið var ég þar. Ég leit á ömmu mína liggjandi þarna í rúminu og hugsaði um kraftinn og dugnaðinn í þessari smávöxnu konu sem áður var. Allt- af létt á fæti, geystist um eldhúsið, burðaðist með stóra þunga potta, eldandi ofan í tugi manna, bakandi rúgbrauð og kökur, og gerði rúllu- pylsu og bestu kæfu í heimi. Aldrei féll henni verk úr hendi, skúraði svo allt og þreif í lok hvers dags. Alltaf var hún kát og hress, með bros á vör. Stundum tók hún dans- spor um eldhúsgólfið, skældi sig og gretti í framan, hló svo að vitleys- unni í sjálfri sér og rak út úr sér efri góminn. Glettin var hún og mikill grallari. Ég óx úr grasi, amma og afi alltaf innan seilingar og svo sjálfsögð, alltaf til staðar - alltaf. Trésmiðjan Víðir flutti á Smiðjuveginn í Kópavogi og amma og afi fylgdu með. Þá byrjar nýr kafli í mínu lífi. Ég fer að vinna með ömmu í eldhúsinu og mamma hættir. Þau rúm fjögur ár, sem ég Steindórssyni, f. 6.7. 1939, d. 13.3. 1974. Áttu þau saman tvö börn, sem eru: a) Bryndís Halldóra, f. 4.3. 1961, gift Birgi Blomsterberg. Þau eiga þrjú böm og eitt barna- barn. b) Smári, f. 1.7. 1965, í sam- búð með Höllu Sveinbjörnsdótttir. Þau eiga sex börn samtals. Síðar giftist Fjóla, Snorra Þor- lákssyni, f. 3.3.1936. Þau eiga einn son, Snorra Snorrason, f. 14.7. 1977. Hann er í sambúð með Ingu Þóru Jónsdóttir. Þau eiga þrjú böm. Fjóla og Snorri skildu. Aldís vann alla tíð með heimilis- störfum við allskonar vinnu sem féll til á þeim tíma. Síðar gerðist hún matráðskona á hótelinu á Fá- skrúðsfirði. Árið 1963 fluttust þau hjón, Aldís og Stefán til Reykjavík- ur og gerðist hún matráðskona í Trésmiðjunni Víði og hann hús- vörður, og gegndu þau þeim störf- um í 18 ár. Sex síðustu starfsár sín vann hún hjá heimilisþjónustunni. Síðustu sjö árin bjó hún á Hrafn- istu í Reykjavík. Útför Aldísar fer fram frá Að- ventkirkjunni, Ingólfsstræti 19, í dag og hefst athöfnin klukkan 15. vann með henni daglega voru mér dýrmæt og góð. Alltaf gekk allt vel í okkar samskiptum, fyrir utan eitt skiptið man ég að slettist eitthvað upp á vinskapinn í eldhúsinu okkar. Eitthvað var það nú ómerkilegt því ég man ekki einu sinni hvað kom upp á. Báðar vorum við þverhausar og vorum í fýlu í einhvern smátíma, við vorum nú einu sinni bráðskyld- ar og þrællíkar í skapi. En þessi fýla stóð stutt yfir og endaði í faðmlagi og koss á vanga. Aldrei bar skugga á okkar samskipti eftir það. Ung að árum eignaðist ég fyrsta barnið mitt, og gerði þau gömlu að langömmu, og langafa. Þegar sá stutti var farinn að tala og tjá sig spurði hann mig einu sinni að því af hverju amma héti langa. Hún sem var svo lítil. Það var nú ekkert sérlega auðvelt að útskýra það fyr- ir rétt rúmlega tveggja ára gutta, en hann bara ákvað það að þessi langa amma sín skyldi eftirleiðis heita „amma litla“ og það var hún alltaf kölluð eftir það í okkar fjöl- skyldu, og hún sjálf var alsæl með þá riafngift. Árið 1986 urðu þáttaskil í lífi ömmu. Afi Stebbi veikist skyndi- lega, nokkrum dögum eftir sjö- tugsafmælið sitt, og þarf að senda hann með sjúkraflugi út til London í hjartaaðgerð. Engin bið, stuttur fyrirvari, lítill tími. Þegar hann vissi hversu alvarlegt þetta var, sagði hann við stúlkurnar sínar þrjár, ömmu, Elsu og Fjólu „það vildi ég óska elskurnar mínar að ef ég réði sjálfur, að ég fengi að vera 10 ár í viðbót hjá ykkur, en ef Guð vill taka mig núna þá er ég tilbúinn að lúta að hans vilja. Látum það í Guðs hendi“. Afi fór út í aðgerð, með Elsu dóttur sína sér við hlið, hann var svæfður og vaknaði ekki aftur. Guð tók hann til sín. Hann sjálf- ur var tilbúinn, en það sama var ekki alveg hægt að segja um okkur hin sem eftir vorum. Við vorum ekki tilbúin að missa hann. Amma mín varð aldrei alveg söm eftir þann missi. í nokkur ár bjó hún ein í Eskihlíðinni en fór svo á Hrafn- istu í Reykjavík. Það tel ég að hafi verið henni mikil gæfa að flytja þangað, og vera innan um fólk sem var í svipaðri aðstöðu og hún, gam- alt og jafnvel búið að missa maka sinn. Þar eignaðist hún góðan vin, hann Jónatan. Hún gantaðist stundum með það og sagði að hann væri kærastinn sinn og svo hló hún og það kom fallegt blik í augun hennar. Ég veit ekki hvar ég væri, sagði hún, ef ég hefði ekki þennan dreng. Hún kallaði hann stundum dreng- inn sinn, 98 ára gamlan. Við hlóg- um að henni, en hún sagði, Já hann er ljúfur drengur, hann Tani minn. Þökk sé þér Jónatan, að vera vinur hennar og henni alltaf góður. Þetta föstudagskvöld sem ég sat í kyrrðinni hjá ömmu litlu, sólin var að setjast og kominn hvíldar- dagur, hugsaði ég og vonaði að brátt fengi hún hvíldina. Ur því sem komið var og ekki möguleiki á bata þá veit ég að hún vildi fá að deyja. Sunnudaginn 8. október sátu stelpurnar hennar tvær hjá henni (hún kallaði þær alltaf það) og töl- uðu til hennar, sungu fyrir hana og struku henni um hendur og vanga. Hún hafði ekki bært á sér allan daginn, en skyndilega vætir hún á sér varirnar með tungunni, dregur djúpt inn andann, setur örlítið bros út í annað munnvikið og sofnar endanlega. Það var fallegur friður yfir henni og kærkomin hvíld. Nú sefur hún við hlið afa og bíður eftir endurkomu Krists. Ég vil þakka Guði þau 39 ár sem ég fékk að hafa ömmu mína hjá mér í þessum heimi. Það var ekk- ert sjálfsagt að fá að hafa hana allt- af - ekkert er sjálfsagt - við eigum að þakka Guði fyrir allt og ekki gleyma því, því án hans, erum við ekkert. Maðurinn minn og börnin okkar þakka ömmu samfylgdina. Guð styrki ykkur og styðji, elsku mamma og Elsa frænka, og alla aðra ástvini sem syrgja nú. Við biðjum Guð að láta engla sína standa vörð um hennar næt- urstað og bjóðum ömmu litlu góða nótt. Bryndís Halldóra Jónsdóttir (Binna). Til hinztu ferðar úr heimi þess- um hefur búizt góð vinkona mín. Löng og farsæl var hennar vegferð og vermandi minningar munu margir eiga um þessa bjartleitu og broshýru konu léttrar lundar og leiftrandi gleði. Hugur leitar til ljúfra kynna fyrir hartnær fimm áratugum, því svo hratt líður stund að þegar horft er til baka virðast árin ekki svo mörg. Svo fersk er minningin um það þegar fundum okkar bar fyrst saman, þótt ár hafi flogið hjá frá því að ég hitti hana Aldísi, unga, fallega og lífsglaða konu, móður tveggja nemenda minna. Ég var þá bráðungur að feta mín fyrstu kennsluskref og brugðið gat vissulega til beggja vona hversu við yrði ráðið, ekki sízt þegar nemendurnir vora litlu yngri en kennarinn sjálfur. Viðmót og viðbrögð fólksins á Fáskrúðsfirði við kennaranum unga höfðu sín miklu og góðu áhrif, sem mörkuðust af hlýju og velvild, já og einstæðri tillitssemi um leið. Þar átti Aldís allt frá upphafi sinn elskulega þátt, þannig að kennar- anum unga fannst hann sem heima hjá sér, þegar hún Aldís bauð í kaffi og kökur og dekraði við hann og Ingvar samkennara hans sem bezt hún kunni. Aldís var fríð kona, sviphrein og svipfalleg, átti gleði hjartans að góðum förunaut, gerði góðlátlegt gaman að hlutunum, en átti einnig til ríka alvöru þegar við átti, setti skoðanir sínar fram skýrt og skorinort svo engum gat dulizt hver hennar innsta meining var, hreinskilin og hreinskiptin. Hún var afar myndvirk húsmóðir, dug- leg og vel verki farin, heimilið löng- um hennar vinnustaður sem bar nostursamri konu gott vitni, en rösk og kná að hverju sem hún gekk. Vænst þótti mér um hina vermandi hlýju er hún geislaði af og æ síðan er stopulum fundum bar saman var Aldís söm og jöfn, sann- ur vinur vina sinna. Hún fylgdist fjarska vel með þjóðfélagsumræðu allri, róttæk kona með ríka réttlæt- iskennd, þar sem jöfnuður og rétt- læti réðu allri ferð. Hún fylgdi frænda sínum, Lúðvík Jósefssyni, fast að málum, enda sagði Lúðvík eitt sinn eftir notalega kvöldstund hjá þeim hjónum, Aldísi og Stefáni manni hennar: „Já, ef allir væru nú eins einlægir og ákveðnir og þau hjónin, þá þyrfti engu að kvíða.“ En þau hjón áttu líka einlæga og heita guðstrú, þau voru aðventistar og unnu söfnuðinum litla en sam- henta á Fáskrúðsfirði vel af trú- mennsku sinni og elskusemi. Vegferð Aldísar hér á jörð er á enda og indælar minningar ylja huga og vekja upp hugþekkar myndir horfinnar tíðar. Hún er kvödd hlýrri þökk fyrir kynni forn og æ síðan. Dætrum hennar og þeirra fólki eru sendar einlægar samúðarkveðjur við fráfall hennar. Þar fór góð kona mikilla ágætiseig- inleika sem í hverju því reyndist trú sem henni var fyrir trúað og ávaxtaði þannig vel sitt góða pund. Megi hún yndis njóta á landi eilífð- arinnar sem öll hennar heita trú stóð til. Blessuð sé mætust minn- ing. Helgi Seljan. ALDIS -4 KRISTJÁNSDÓTTIR BERGÞÓRA G UÐMUNDSDÓTTIR ■g 4> Bergþóra Oddný I Ólöf Guðmunds- dóttir klæðskera- meistari fæddist á Sæbóli í Aðalvík 17. október 1918. Hún lést í Sjúkrahúsi Sel- foss 20. júlí síðastlið- inn og fór útför hennar fram í kyrr- þey. „Sæl Begga. Til hamingju með dag- inn.“ „Nei, ert þetta þú, afinælisgjöfin. Til hamingju sjálfur." Þannig höfúm við byrjað samtal okkar á þessum degi undanfarin 20 ár. En við eigum minningar lengra aftur. Það fyrsta sem ég man um þig var, þegar þú gerðir mér grein fyrir því að ég ætti fleiri en eina frænku. Ég hafði ?j®aðið í þeirri meiningu að sérhver ætti bara eina frænku og við systkinin kölluð- um hana Frænku. Við vorum einmitt heima hjá Frænku í Eskihlíð- inni þegar þú lést mig skilja það í eitt sMpti fyrir öll að þú værir jafnmikil frænka mín og Frænka. Ekki nóg með það heldur væru Dísa og Hanna líka frænkur mínar og margar fleiri konur og stúlkur. Eftir þetta varð ég ríkari maður. Ég man líka þegar við bræður vorum í pössun hjá þér, líklega þegar mamma átti eldri stelpuna. Þá bjugguð þið á Skúlaskeiðinu, stór fjölskylda í litlu húsnæði. Þar var ekki leiðinlegt að vera. Það var miMð um að vera allan daginn. Þú tuskaðir alla til ef svo bar undir en aldrei að ófyrirsynju. En brosið breiða var aldrei langt undan. Ég man líka jólaboðin heima hjá ykkur. Þar komu fjölskyldur ykkar systra saman, til að byrja með þrír ættlið- ir, afi og amma, þið systkinin og bömin ykkar. Síðar komu tengda- böm og barnabörn eins og gengur og gerist. Þarna voruð þið systurn- ar og guttinn ég virti ykkur fyrir sér hver annarri glæsilegri. Einnig var spennandi að upplifa samheldnina og samstöðuna hjá eldri frændum mínum og frænkum. Talandi um samstöðu þá man ég sérstaklega eftir þegar Guðrún varð stúdent. Þá hafðir þú hand- leggsbrotið þig en veisla skyldi haldin. Ég man að við komum snemma en þá vom þegar margir mættir. Palli var að skreyta tertuna og eldhúsið meira en fullt af fólki og þú í hárgreiðslu í miðju eldhúsinu og stjómaðir öllu eins og herforingi hópi sem lætur ekM stjórnast af hveijum sem er. Þetta var þér eig- inlegt. Ég minnist einnig samstöðu ykkar systra varðandi gamla húsið í Aðalvík. Ég varð þeirrar reynslu aðnjótandi að vera saman með ykk- ur systmm þar. Það var ekki alltaf halelúja-söngur sem viðhafður var þar innandyra og gat gengið á ýmsu. Hvernig á annað að vera þegar jafn stórbrotnar og skapmikl- ar og ákveðnar og stoltar konur em að vinna saman? En það risti ekki djúpt. Ég varð oft lítill þegar ég reyndi að taka þátt í umræðunni, sem fagmaður, sérstaklega hjá þér. Ég minnist þess alltaf með hlýhug þegar við vorum að undirbúa end- urreisn gamla hússins, sem brann, að ég var að sýna ykkur Palla teikningar af nýja húsinu og þú komst með athugasemd vegna stærðar á undirstöðunum. Eftir þó nokkurt karp sagði Palli: „Begga mín, heldur þú ekM að verkfræð- ingurinn viti þetta?“ Þá snerir þú þér að mér og varst eitt sólskins- bros og sagðir: „Jú, það er senni- lega rétt en úr hverju hafðir þú hugsað þér að láta smíða glugg- ana?“ Endurbygging hússins í Aðalvík hefur tekið ákveðinn toll af okkur í fjölskyldunni. Misklíð kom upp að- allega vegna stoltsins, sem er svo ríkt í fjölskyldunni. Upp kom atriði sem stóð þér nærri en þú tókst al- farið til þín. Málið hefur skilið eftir sig sár, sár sem þarf að hlúa að og láta gróa. Begga mín, líf þitt hefur á ýmsan hátt verið margbrotið allt frá því nánast að búa í torfkofa og fram til þess að búa í nútímahúsi, til þess missa afkomendur og upplifa hús- bruna og sjúkdóma. Slíkt setur mark á okkur. Það gerir einnig Elli kerling. Glíman við hana verður aldrei rétt- lát og beitir hún ýmsum brögðum, sem við ráðum ekM við. Áhrif glím- unnar eru mismunandi á sál og lík- ama. Við sem eftir sitjum ættum að minnast þeirra, sem þegar hafa borið lægri hlut fyrir Elli kerlingu, eins og þau voru áður en hún kom til sögunnar. Þannig vil ég minnast þín, Begga mín. Með hnakkann reistan aftur á rass, eins og við tvö kölluðum það, stolta og oft yfirgengilega ákveðna en samt svo ljúfa. Þú hefur í síðasta sinn lagt lófa þína á vanga mína og sagt: „Hjartað mitt.“ Ég er stoltur að hafa verið kallaður afmælisgjöfin og verð að sætta mig við að geta ekM lengur hringt í þig á aftnælis- deginum okkar. Hafsteinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.