Morgunblaðið - 17.10.2000, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 17.10.2000, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 2000 55 ...... * MAGNUS GESTSSON + Magnús Gests- son, húsasmiður og kennari, fæddist á Ormsstöðum í Dala- sýslu 29. september 1909. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 29. september síðast- iiðinn og fór útför hans fram frá Stað- arfellskirkju 7. októ- ber. Látinn er í hárri elli Magnús Gestsson, mörg hin síðustu ár safnvörður Byggða- safns Dalamanna á Laugum í Sæl- ingsdal. Ég kynntist Magnúsi þegar ég flutti að Laugum 1981 og vorum við nágrannar í 17 ár. Þá var byggðasafnið nýlega tekið til starfa en það er, að öllum öðrum ólöstuð- um, verk Magnúsar og hans lífs- starf frá því um 1970 eða frá þeim tíma er harin fór um sýsluna og safnaði görmum munum ogbjargaði eflaust mörgu frá glötun. Þetta safn er hann kom upp í kjallaranum á Laugum þótti um margt, og þykir enn, sérstakt á þessum árum, sér- staklega meðan Magnús hafði fulla heilsu til þess að sinna því og betr- umbæta, en við það var hann óþreytandi. Það er með ólíkindum hvernig honum tókst að koma fyrir öllum þessum munum í þröngu og óhentugu húsnæðinu, um það geta allir verið sammála. Magnús var ákaflega stór maður vexti og fór ekki fram hjá neinum er hann var í nánd. Lá honum hátt rómur og það lét honum ekki að tala í hálfum hljóðum við menn. Hann var sér- stakur áhugamaður um ættfræði og var yfirleitt með því fyrsta sem hann gerði er hann hitti ókunnugt fólk að spyrja það um ættir og upp- runa. Fór það svo eftir svarinu hvernig hann tók fólki. Nýráðnir kennarar voru ávallt teknir í smáyflrheyrslu og var þá farið yfir Varanleg minning er meitlub ístein. S.HELGASONHF IISTEINSNHHJA Skemmuvegi 48, 200 Kóp. Sími: 557-6677 Fax: 557-8410 Netfang: sh.stone@vortex.is Blómabúðiia Öa^ðskom v/ Fossvogskii-kjugarS Símii 554 0500 menntun og fyrri störf, auk ættarsögu. Nið- urstaða þeirrar við- ræðu litaði síðan sam- skiptin þann veturinn. Magnús hafði sérstaka ánægju af að ræða við kennara, sérstaklega ef hann gat rekið þá á gat, enda hafði hann sjálfur kennt víða um land hér fyrrum. Það var bjargföst skoðun Magnúsar að menntun * hefði hnignað verulega á hinum seinni árum, lítil áhersla væri lögð á utanbókarlærdóm og forn fræði en kunnátta í þeim var að hans mati sá grunnur er allt byggðist á. Magnús var útsjónarsamur smiður og gerði hann upp fjölda húsmuna fyrir vini og kunningja meðan hann gat unnið við smíðar. Var þar eins og með menntunina, heldur hafði handverki hrakað á hinum síðari árum. Eins var oft leitað til hans við að dytta að húsmunum skólans. Tók hann að sér ýmis verkefni fyrir skólann með ánægju án þess að þiggja greiðslu fyrir. Ávallt mataðist Magnús í mötuneyti skólans með starfsfólki hans. Var hann ákaflega vanafastur þar sem annars staðar. Átti hann sitt sérstaka sæti við borðið. Var hann sælkeri og þótti gott að borða sætan mat. Þótti mörgum nóg um sykumeyslu hans en ekki var að sjá að hún kæmi að sök fyrir hann. Frekar var Magnús spar á hástig lýsingarorða og ef matur fékk um- sögnina „gæti verið verri“ þá var hann góður. Mörg kvöldin sátum við Magnús á skrifstofunni eða kennarastofunni og spjölluðum saman, stundum fram á nótt. Bar þá margt á góma enda Magnús fróður um margt en hann fylgdist ávallt vel með fréttum fjölmiðla. Oftar en ekki var þetta þannig að Magnús talaði og ég hlustaði. Þótti báðum það ágætt. Margt mætti tína til úr sjóði minninganna frá 17 ára sam- veru. Verður það ekki gert frekar en orðið er. Magnúsi er af einlægni þökkuð samfylgd og viðkynning. Megi minning hans lengi lifa. Kristján Gíslason. VALUR FANNAR MARTEINSSON + Valur Fannar Marteinsson gullsmiður fæddist í Reykjavík 24. júní 1927. Hann Iést á hjartadeild Land- spítalans í Fossvogi 1. október síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Kópavogs- kirkju 6. október. Það er búið! Þór mágur minn hringdi með þessum orðum sl. sunnudagskvöld um hálfníu. Dauðinn kem- ur alltaf á óvart þó svo að búist sé við honum og jafnvel beðið eftir honum. Video-spóla minninganna fór í gang hjá mér og byrjaði fyrir tæpum tuttugu árum. En þá kynnt- ist ég verðandi tengdaföður mínum Vali Fannari Marteinssyni, mér þótti hann afskaplega hlýr og ljúfur maður sem hafði þetta milda yfii-- bragð, stutt í glettnina og jafnframt hnyttinn í tilsvörum. Valur átti við veikindi að stríða öll árin sem ég þekkti hann og hafði hann fá orð um sína h'ðan og vildi sem minnst um hana tala. Það sem af er þessu ári reyndist honum þó erfiðast erf- iðir uppskurðir með slæmum aukaverkun- um, að lokum hægt andlát. Ég fylgdist með síðustu dögum hans misgóðum þó, þótt hann gæti ekki tjáð sig í orðum tókst honum að gera okkur skiljanlegt hvað hann vildi alls ekki. Hanna, eiginkona hans, eins og klettur við hlið hans þessa síðustu daga eins og liðin 50 ár. Um leið og ég fyrir hönd sona minna Tómasar og Olafs sendi tengdamóður minni okkar bestu kveðjur, vil ég þakka fyrir glettnina og hnyttnina hans, sem ég sé í mínum yngri sonum Halldóri Fannar og Róberti Fannar. Fríður Garðarsdóttir. t Bróðir okkar og mágur, JÓN S. GUÐMUNDSSON, Ljósvallagötu 22, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni á morgun, miðvikudaginn 18. október, kl. 15.00. Eysteinn Guðmundsson, Valgerður Guðleifsdóttir, Ásgeir Guðmundsson, Jóhanna Þorsteinsdóttir, Kristín M. Guðmundsdóttir, Pétur Jóhannsson, Sigríður Ósk Guðmundsdóttir, Mikael Gabríelsson, Ólína Guðmundsdóttir, Einar Sigurbergsson, Ruth Woodward. t Hjartans þakkir sendum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við frá- fall og útför ástkaerrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, BRYNHILDAR SIGTRYGGSDÓTTUR, Hávegi 15, Kópavogi. Guð blessi ykkur öll. Pálmi Steingrímsson, Kolbrún D. Pálmadóttir, Jón Pálmi Pálmason, Ásdís Guðmundsdóttir, Aðalsteinn Leví Pálmason, Kristín Þorsteinsdóttir, Helga I. Pálmadóttir, Örn Felixson, Brynhildur Hrund Jónsdóttir, Edvard Ágúst Ernstsson og barnabörn. t Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi, BÖÐVAR JÓHANN GUÐMUNDSSON frá Þingeyri, lést aðfaranótt laugardagsins 14. október. Helena Böðvarsdóttir, Paolo Del Grosso, Þórunn, Marisa Valdís og Benjamín. t Elskulegur bróðir okkar, INGÓLFUR BALDVINSSON frá Naustum, lést fimmtudaginn 12. október. Jarðsungið verður frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 19. október kl. 13.30. Sveinn Baldvinsson, Sveinbjörg Baldvinsdóttir, Þórdís Baldvinsdóttir, Þórlaug Baldvinsdóttir. t Ástkær faðir okkar, fósturfaðir, afi og bróðir, BRAGI SIGURÐSSON, blaðamaður og lögfræðingur, lést á heimili sínu föstudaginn 13. október. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni föstu- daginn 20. október kl. 10.30. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurður Bragason. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langa- langafi, GUÐMUNDUR ALEXANDERSSON, áður til heimilis í Miðtúni 52, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju á morgun, miðvikudaginn 18. október, kl. 13.30. Guðrún Guðmundsdóttir, Sigurður Jónsson, Arnheiður Guðmundsdóttir, Valgerður Guðmundsdóttir, Reynir Jakobsson, Guðmann Guðmundsson, María Steinsdóttir, Unnur Guðmundsdóttir, Gísli Guðmundsson, Gunnar Guðmundsson, Áslaug Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ÁRNA SIGURJÓNSSONAR fyrrv. fulltrúa lögreglustjóra. Sérstakar þakkir til félaga hans í Akóges og lögreglunnar í Reykjavik. Þorbjörg Kristinsdóttir, Þóra I. Árnadóttir, Árni Pétur Guðjónsson, Sigurjón Þ. Árnason, Bjarnheiður Þrastardóttir, Kristinn F. Árnason, Ásdís Þórarinsdóttir, Þórunn K. Árnadóttir, Óskar H. Friðriksson, Auður B. Árnadóttir, Sigurbjörn Sigurbjörnsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý hug við andlát og útför móður okkar, tengda móður, ömmu, langömmu og systur, AÐALHEIÐAR SIGGEIRSDÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkr unardeildarinnar Hólabæ. Siggeir Sverrisson, Elín Sigurþórsdóttir, Anna Sverrisdóttir, Bjarni Elíasson, Jón Þór Sverrisson, Guðríður Elísa Vigfúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn, Sigurbjörg Siggeirsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.